Fréttablaðið - 26.09.2002, Síða 2

Fréttablaðið - 26.09.2002, Síða 2
2 26. september 2002 FIMMTUDAGUR LÆKNINGAR Jón Friðriksson geisla- læknir hefur stundað lækningar í gámi sem staðið hefur í þrjú ár fyrir utan læknamiðstöðina Lækning í Ármúla 5 í Reykjavík. Í gáminum er segulómtæki í eigu Jóns en ekki hefur verið pláss fyr- ir tækið í húsnæði læknamið- stöðvarinnar. „Upphaflega var tækið hérna á bílastæðinu fyrir framan og þá var ég með leyfi fyrir því. Nú er það komið í geymslu hér bakatil og ég er að vinna í því að koma tækinu í hús. En það er dýrt,“ seg- ir Jón, en uppsetningu á segul- ómtæki eins og þessu kostar 10-20 milljónir króna. „Þetta er ódýras- ta leiðin fyrir mig. Svo kostar um 200 þúsund krónur á mánuði að reka tækið og halda því við þó svo að það sé ekki í notkun,“ segir hann. Nýtt segulómtæki, eins og það sem í gáminum er, kostar um 130 milljónir króna, en Jón fékk sitt ódýrara því það var notað. Gámurinn er sérhannaður til þessara nota en auk tækisins er í honum bæði skoðunarherbergi og stjórnstöð. Þegar gámurinn stóð á bílastæðinu fyrir utan læknamiðstöðina sinnti Jón sjúk- lingum sínum þar en hefur ekki gert það eftir að gámurinn var fluttur úr stað.  Þrengsli í læknamiðstöð við Lágmúla: Geislalækningar stundaðar í gámi GÁMURINN MEÐ SEGULÓMTÆKINU Leitað að hentugra húsnæði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI Mislukkuð augnaðgerð: Sjónin versn- aði - neitar að borga DÓMSMÁL Augnlæknafyrirtækið Laser-sjón ehf. hefur stefnt konu á fimmtugsaldri til greiðslu á augnaðgerð sem kostaði um 300 þúsund krónur. Laseraðgerð átti að laga sjón konunnar verulega. Lögmaður konunnar staðhæfir að konan hafi ekki fengið þá þjón- ustu sem hún sóttist eftir. Augnlæknunum hefði mátt vera ljóst að hún ætti ekki að fara í aðgerðina. Konan sér verr eftir aðgerðina en fyrir og neitar að borga.  INGIMUNDUR FRIÐRIKSSON Tímabundin setning hans í embætti er tal- in til marks um að beðið verði með að skipa í starf Seðlabankastjóra. Seðlabankinn: Nýr stjóri settur tíma- bundið EFNAHAGSMÁL „Þetta er mikil breyting en ég þekki alla innviði hér ákaflega vel,“ segir Ingi- mundur Friðriksson. Hann var í gær settur Seðlabankastjóri í stað Finns Ingólfssonar. „Þetta gerðist mjög hratt,“ segir hann um að- draganda þess að vera settur í stól Seðlabankastjóra. Ingimundur hefur starfað í Seðlabankanum frá árinu 1975 með tveimur hléum þegar hann hélt til starfa hjá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum. Hann hefur verið aðstoðarbankastjóri frá 1994. Skipan hans í stól Seðlabanka- stjóra er tímabundin og til eins árs að hámarki.  Ráðherra ósáttur: Áfrýjun tefst vegna rétta KOSNINGAR Þórir Páll Guðjónsson, formaður Framsóknarfélags Mýrasýslu, sagði að ekki hefði verið tekin ákvörðun um hvort dómi Héraðsdóms Vesturlands frá því í fyrradag yrði áfrýjað. Héraðsdómur felldi þá úr gildi úr- skurð félagsmálaráðuneytisins um ógildingu sveitarstjórnar- kosninganna í Borgarbyggð þann 25. maí. „Það er verið að ræða málin,“ sagði Þórir Páll. „Við höfum þriggja vikna áfrýjunarfrest, en ætli við tökum ekki ákvörðun eft- ir helgi. Það hefur reyndar verið erfitt að ná mönnum saman útaf leitum og réttum.“ Páll Pétursson félagsmálaráð- herra sagðist ósáttur við dóminn. Ráðuneytið hefði ekki farið út fyr- ir valdsvið sitt. Þá væri það ekki rétt eins og kæmi fram í dómnum að engin krafa um ógildingu hefði verið sett fram. Sett hefði verið fram þrautavarakrafa þess efnis. „Það eru miklir almannahags- munir að veði að kosningar séu rétt framkvæmdar,“ sagði Páll. „Það voru tvímælalaust alvarlegir ágallar á þessum kosningum. Eitt ógilt atkvæði var talið og annað atkvæði sem tvímælalaust var MILLIRÍKJASAMNINGUR Halldór Ás- grímsson, utanríkisráðherra, og Anfinn Kallsberg, lögmaður Fær- eyja, hafa náð samkomulagi um afmörkun umdeilda hafsvæðisins milli Íslands og Færeyja. Þar með er lokið afmörkun efnahagslög- sögu Íslands gagnvart lögsögu ná- grannalandanna. Áður hefur verið gengið frá afmörkun efnahagslög- sögunnar gagnvart lögsögu Jan Mayen, Grænlands og Bretlands. Umdeilda svæðið er samtals 3.650 ferkílómetrar að flatarmáli. Nyrðri hluti þess, um tveir þriðju hlutar, skiptist þannig að Ísland fær 60% en Færeyjar fá 40%. Syðri hluti svæðisins, eða um þriðjungur, skiptist jafnt milli þjóðanna. Skipum beggja þjóða verður þó heimilt að nýta sameig- inlega hluta þess svæðis en þar er að finna rækjuhóla. Samkvæmt mati Hafrann- sóknastofnunarinnar eru fisk- veiðihagsmunir Íslendinga á þessu umdeilda svæði milli Ís- lands og Færeyja ekki miklir. Þá hefur Orkustofnun staðfest að ekkert bendi til þess að auðlindir sé að finna á landgrunni svæðis- ins. Stefnt er að því að formlegur afmörkunarsamningur, sem muni ná til allrar lögsögulínunnar milli landanna, verði gerður haustið 2003 að lokinni tæknilegri endur- skoðun á grunnlínupunktum hvors lands um sig. Þar með lýkur deilum sem staðið hafa síðan 1975 eða allt frá því efnahagslögsagan var færð úr 50 sjómílum í 200.  Samkomulag um hafsvæðið milli Íslands og Færeyja: Afmörkun efnahags- lögsögu Íslands lokið HAFSVÆÐIÐ UMDEILDA MILLI ÍSLANDS OG FÆREYJA Í hartnær 30 ár hafa þjóðirnar karpað um þetta 3.650 ferkílómetra svæði. Sáralitlir fiskveiði- hagsmunir eru á svæðinu og ekkert bendir til að auðlindir, svo sem olíu, sé að finna þar. FÆREYJAR ÍSLAND STARFSGREINASAMBAND ÍSLANDS Er fjölmennasta félagið innan Alþýðusam- bands Íslands. Starfsgreinasamband Íslands: Ólíklegt að Halldór hætti sem formaður FORMANNSSLAGUR Erfiðlega gengur að finna arftaka Halldórs Björns- sonar formanns Starfsgreinasam- bands Íslands samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins. Ársfundur Sambandsins verður haldinn á Sel- fossi eftir tæpan mánuð. Þar verð- ur kjörið í framkvæmdastjórn en óvíst er að miklar breytingar verði á henni. Halldór hefur gegnt for- mennsku í Starfsgreinasamband- inu frá stofnun þess haustið 2000. Búist hafði verið við því að hann drægi sig í hlé á ársfundinum en arftaki sem ríkir jafn mikil sátt um er ekki auðfundinn. „Full sátt verð- ur að vera um viðkomandi. Það er lykillinn að því að sambandið lifi áfram. Um framhaldið get ég engu svarað í dag,“ sagði Halldór Björnsson í samtali við blaðið. Nokkrir hafa verið nefndir sem arftakar Halldórs Björnssonar, hætti hann á annað borð. Þeirra á meðal Aðalsteinn Baldursson, for- maður Verkalýðsfélags Húsavíkur, og Sigurður Bessason, formaður Eflingar. „Mitt nafn er ekki inni í þessari umræðu. Það er alveg klárt af minni hálfu,“ sagði Sigurð- ur. Efling er stærsta félagið innan Starfsgreinasambandsins sem er fjölmennasta sambandið innan Al- þýðusambands Íslands. Vilji Eflingar vegur þungt en Sigurður gefur ekkert upp um þann vilja.  BORGARMÁL Sjálfstæðismenn í borgarstjórn gagnrýna samstarfs- samning Þróunarfélags miðborg- arinnar og Bílastæðasjóðs um markaðsmál. Samkvæmt samn- ingnum fær Þróunarfélagið 5% hlutdeild í tekjum Bílastæðasjóðs af stöðu- og miðamælum næstu þrjú ár til að annast almenn mark- aðsmál. Gert er ráð fyrir að samn- ingurinn tryggi félaginu tæpar 8 milljónir króna á ári. Kjartan Magnússon, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem sæti á í samgöngunefnd, segir það kaldhæðnislegt að peningar úr bílastæðasjóði verði nýttir til að markaðssetja miðborgina. Há stöðumælagjöld séu ein helsta ástæðan fyrir því að miðborgin sé að lognast út af. Nær hefði verið að lækka stöðumælagjaldið og þá sérstaklega aukastöðugjaldið, sem hefur hækkað mikið undan- farin ár. Nú er það 1.500 krónur en fyrir fáeinum árum var það 350 krónur. Kjartan segir að þá hafi aukin harka í innheimtu bíla- stæðagjalda einnig haft slæm áhrif á aðsókn fólks í miðbæinn. „Við teljum að miðbærinn sé í mjög erfiðri kreppu,“ sagði Kjartan. „Síðustu fréttir herma að McDonalds sé að fara úr mið- bænum og er miðbær Reykjavík- ur þá eini miðbærinn í heiminum sem McDonalds hefur hafnað, það segir sitt. Þau verslunar- og þjónustufyrirtæki sem ekki eru farin úr miðbænum eru að hugsa sér til hreyfings. Þannig að mið- bærinn siglir í mjög alvarlegt ástand.“ Kjartan segir að ef svo fer fram sem horfir muni verslunar- rekstur í miðbænum leggjast af að stórum hluta. Þau fyrirtæki sem helst leiti í miðbæinn núna bjóði upp á þjónustu sem ekki er bundin við tímann frá 10 til 18, sem er gjaldskyldur tími Bíla- stæðasjóðs. Alfreð Þorsteinsson, borgar- fulltrúi R-listans, segist ekki gera neinn greinarmun á því hvort peningarnir komi frá Bílastæða- sjóði eða borgarsjóði. Hann segir ekki á dagskrá að lækka stöðu- mælagjald, eins og Sjálfstæðis- flokkurinn vill. Gjaldið sé ekki hærra hér en í öðrum borgum í nágrannalöndunum. Alfreð telur ekki að stöðumælagjaldið hafi slæm áhrif á miðborgina. Stöðu- mælar séu ákveðið stýritæki því ef ekki væri tekið gjald myndu bílastæðin alltaf vera upptekin. trausti@frettabladid.is LAUGAVEGURINN Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi R-listans, segir það ekki á dagskrá að lækka stöðu- mælagjald. Það sé ekki hærra hér en í öðrum borgum í nágrannalöndunum Stöðumælagjöld notuð í markaðsmál Þróunarfélag miðborgarinnar fær 8 milljónir á ári frá Bílastæðasjóði til markaðsmála. Sjálfstæðismenn segja að nær hefði verið að lækka stöðu- mælagjaldið. Ekki á dagskrá Reykjavíkurlistans að lækka gjöldin. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.