Fréttablaðið - 26.09.2002, Side 4

Fréttablaðið - 26.09.2002, Side 4
4 26. september 2002 FIMMTUDAGUR SAMKEPPNI Norðurljós hafa kvart- að til Eftirlitsstofnunar EFTA vegna afnotagjalda Ríkisútvarps- ins. Kvörtunin beinist að meintum brotum ríkisins á reglum um rík- isstyrki. Hörður Harðarson, lög- fræðingur sem fer með málið fyr- ir Norðurljós segir verið að reyna að frá afstöðu um hvort afnota- gjöldin brjóti í bága við reglur um ríkisstyrki. „Það er skylda í aðild- arríkjum EES að skilgreina ná- kvæmlega hvaða hluti starfsemi stofnunar eins og Ríkisútvarpsins telst vera í almannaþágu og hvaða hluti telst vera í samkeppni á markaði.“ Hörður segir mat Norðurljósa að í lögum um Ríkisútvarpið skorti á að þessi skilgreining hafi átt sér stað. Einnig að ekki hafi verið greint á milli þessara tveggja þátta í starfsemi Ríkisút- varpsins. Krafan sé sú að starf- semin sé fjárhagslega aðskilin til að tryggja að framlög ríkisins séu ekki notuð til að greiða niður sam- keppnisstarfsemi.  LÍFTÆKNI Nokkrir læknar hafa hætt samstarfi við Íslenska erfðagrein- ingu. Þeirra á meðal eru Sigurður Árnason krabbameinslæknir og Einar Stefánsson prófessor í augn- læknigum sem báð- ir staðfestu brott- hvarf sitt í gær. Samkvæmt heim- ildum blaðsins hverfa læknarnir á brott vegna þeirrar breyttu stefnu fyr- irtækisins að draga sem mest úr þróun- arstarfi sem ekki er útlit fyrir að skili tekjum í næstu framtíð. Ein- ar sagðist í samtali við blaðið skil- ja þessa afstöðu félagsins. Staða þess væri þrengri nú en fyrir tveimur til þremur árum og endur- mat því eðlilegt í ljósi þess. Kristján Erlendsson læknir hefur einnig sagt upp störfum hjá Íslenskri erfðagreiningu, sam- kvæmt heimildum blaðsins. Ekki náðist í Kristján í gær og Páll Magnússon, hjá Íslenskri erfða- greiningu, svaraði ekki hvort Kristján væri hættur. Kristján var skrifstofustjóri heilbrigðisráðu- neytisins áður en hann gerðist framkvæmdastjóri gagnagrunns- sviðs haustið 1998 auk þess að ráða sig í 30% starf á Landspítal- anum. Hann leiddi viðræður Ís- lenskrar erfðagreiningar við Landspítalann um rafrænar sjúkraskrár. Kristján var einnig í hlutastarfi hjá læknadeild Há- skóla Íslands auk þess að gegna starfi stjórnarmanns í gagna- vinnslufyrirtækinu eMR, sem að hluta til er í eigu Íslenskrar erfða- greiningar. Kristján Erlendsson var frá upphafi lykilmaður í framtíðará- formum fyrirtækisins. Hann var framsögumaður á fundi vorið 1998 þar sem læknum var í fyrsta skipti greint ítarlega frá gagna- grunnsfrumvarpinu. Ýmsir lækn- ar töldu sig svikna þegar síðar kom í ljós að fyrir fundinn hafði þegar verið gengið frá ráðningu Kristjáns til Íslenskrar erfða- greiningar. mbh@frettabladid.is BYGGÐAKVÓTI 2.000 tonna byggða- kvóta verður úthlutað í vetrarbyrj- un að sögn Ármanns Kr. Ólafsson- ar, aðstoðarmanns sjávarútvegs- ráðherra. Ríkisstjórnin hefur sam- þykkt tillögu sjávarútvegsráð- herra um breytingar á fiskveiði- stjórnarlögum sem heimila flutn- ing byggðakvóta milli fiskveiðiára. Samkvæmt breytingum sem Al- þingi samþykkti í vor er ráðherra heimilt, að höfðu samráði við Byggðastofnun, að ráðstafa allt að 1.500 þorskígildistonnum á ári til stuðnings byggðarlögum sem hafa lent í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi. Þar sem hálft fiskveiðiárið var liðið við samþykkt laganna nam byggðakvóti síðasta fiskveiðiárs þó aðeins 500 þorskígildistonnum. Ekki tókst að úthluta byggðakvót- anum og því þarf Alþingi að sam- þykkja bráðabirgðaákvæði við lög- in svo kvótinn brenni ekki inni. Þess vegna verður úthlutað 2.000 tonnum nú. „Ferlið var flóknara en við reiknuðum með, ekki síst vegna samráðs sem hafa á við Byggða- stofnun,“ segir Ármann Kr. Ólafs- son, aðstoðarmaður sjávarútvegs- ráðherra. Byggðastofnun var lítt starfs- hæf framan af ári vegna deilna forstjóra og stjórnarformanns. Í kjölfar lausnar deilnanna tóku sumarleyfi við. Ármann segir að væntanlega afgreiði Alþingi millifærsluheimildina tiltölulega fljótt og upp úr því fari úthlutun fram.  BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON Hættir sem framkvæmdastjóri Samfylking- ar og stefnir á þing. Varaþingmaður Samfylk- ingar: Í framboð á Suðurlandi KOSNINGAR Björgvin G. Sigurðs- son, varaþingmaður Samfylking- arinnar á Suðurlandi, hefur ákveðið að sækjast eftir 2.-3. sæti á framboðslista flokksins í Suður- kjördæmi. „Nú eru spennandi tímar í íslenskri pólitík, ekki síst í Samfylkingunni. Framundan er viðburðaríkur pólitískur vetur sem byrjar með vali á þeirri sveit sem mun leiða kosningabaráttu flokksins um allt land. Baráttu sem við þurfum að vinna vel og skilar Samfylkingunni afgerandi sigri í vor. Flokkurinn náði mjög góðum árangri víða í sveitar- stjórnarkosningunum síðastliðið vor. Þann árangur þarf að endur- taka í Alþingiskosningunum,“ segir Björgvin. Síðastliðin þrjú ár hefur hann starfað sem framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar og þingflokks- ins. Í vor stýrði hann kosninga- baráttu Samfylkingarinnar í Ár- borg þar sem góður sigur vannst. Björgvin hefur nú látið af störfum sem framkvæmdastjóri flokksins og hyggst einbeita sér að því að kynna sig og málefni sín.  GÖRAN PERSSON Vill ekki ræða við Umhverfisflokkinn með- an flokkurinn ræðir við aðra. Erfið stjórnarmyndun í Svíþjóð: Persson slítur viðræðum SVÍÞJÓÐ Göran Persson, forsætis- ráðherra Svíþjóðar, sleit í gær stjórnarmyndunarviðræðum við Umhverfisflokkinn. Ástæðan er sú að Umhverfisflokkurinn hefur átt jafnhliða í stjórnarmyndunar- viðræðum við Jafnaðarmanna- flokk Perssons og við borgaralegu miðjuflokkana. „Þeir verða að velja,“ segir Persson. Umhverfisflokkurinn studdi ásamt Vinstriflokknum á síðasta kjörtímabili minnihlutastjórn Jafnaðarmanna. Nú vill Umhverf- isflokkurinn fá ráðherra í stjórn Perssons, sem hefur ekki tekið það í mál.  Kauphegðun: Uppsveiflan hafin í verslunum VERSLUN Merki betri tíma eru farin að sjást í verslunum Baugs. Baug- ur safnar og greinir tölur úr bók- haldi sínu sem sýna breytingar á kauphegðun viðskiptavina fyrir- tækisins. Í máli Jóns Björnssonar, framkvæmdastjóra Baugs á Ís- landi, á morgunverðafundi Bún- aðarbankans, kom fram að upp á síðkastið sé farið að bera á aukn- ingu á sölu dýrari vöru. Sú aukn- ing bendir til að fólk sé bjart- sýnna og uni hag sínum betur. Jón segir að þótt viðskiptavinir kaupi dýrari vöru á uppgangstímum, þá sé lágvöruverslun komin til að vera. Aukning í verslunarhúsnæði örvaði viðskipti fyrirtækisins í fyrra, en samdráttar varð vart með vorinu. Jón segir kauphegðun upp á síðkastið benda til þess að efna- hagslífið sé að taka við sér. Helstu breytingar kauphegðunar á upp- gangstímun eru að meira er keypt af dýrari vörum og vörum þar sem löngun ræður fremur för en nauðsyn. Einkenni uppgangstíma er að styttra verður á milli inn- kaupatímabila. Samkvæmt gögn- um Baugs er margt sem bendir til að einkaneysla sé að aukast. Menn bíða því spenntir eftir jólasölunni. Það hversu snemma hún byrjar er vísbending um kaupgleðina í framhaldinu.  Utanríkisráðherrar funda: Choi sækir Halldór heim SAMSKIPTI Efnahagsmál verða efst á baugi á fundi Halldórs Ásgríms- sonar, utanríkisráðherra, og Sung- hong Choi, utanríkisráðherra Suð- ur-Kóreu. Choi kemur hingað til lands í dag í opinbera heimsókn í boði Halldórs. Þeir funda á morgun um efnahagsástand landanna tveggja, tvíhliða samstarf í viðskiptum og möguleika á fríverslunarsamn- ingi EFTA og Suður-Kóreu. Að auki munu Halldór og Choi ræða alþjóðleg viðskipta- og umhverf- ismál.  TÁLKNAFJÖRÐUR Mörg byggðarlög hafa farið illa út úr samdrætti í sjávarútvegi og renna því hýru auga til byggðakvótans. Örðugleikar Byggðastofnunar töfðu kvótaúthlutun: 2.000 tonnum úthlut- að í vetrarbyrjun VILJA AÐSKILNAÐ Norðurljós vilja sjá það tryggt að skylduá- skriftin að Ríkisútvarpinu sé ekki notuð til að greiða niður samkeppnisstarfsemi stofnunarinnar. Norðurljós kvarta við EFTA: Ríkisútvarpið skilji samkeppnshlutann frá HALLDÓR ÁGRÍMSSON Tekur á móti utanríkisráðherra Suður-Kóreu. DECODE Læknum fækkar hjá Íslenskri erfðagreiningu. Læknar hætta hjá deCODE Kristján Erlendsson, læknir og framkvæmdastjóri gagnagrunnssviðs Ís- lenskrar erfðagreiningar, sem leiddi viðræður félagsins og ríkis um raf- rænar sjúkraskrár, segir upp. Fleiri læknar hætta hjá félaginu vegna minnkandi biðlundar um framtíðartekjur af starfi þeirra. Kristján var framsögumað- ur á fundi vor- ið 1998 þar sem lækna- samfélaginu var í fyrsta skipti greint frá staðreynd- um gagna- grunnsfrum- varpsins FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI KJÖRKASSINN Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is 53,5 % Nei 46,5 % Eiga aldraðir að bjóða fram sérlista til Alþingis? Spurning dagsins í dag: Á að afnema stöðumælagjöld í miðbænum? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is Já ALDRAÐA Á ÞING Rétt rúmur meiri- hluti vill að aldrað- ir bjóði fram sér- lista fyrir alþingis- kosningarnar í vor.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.