Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.09.2002, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 26.09.2002, Qupperneq 8
26. september 2002 FIMMTUDAGUR INNLENT Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 D ub lin bí›ur flín á mann m.v. að 2 fullorðnir og 1 börn, 2ja-11 ára ferðist saman Innifalið: Flug, gisting á The Ormond Quay Hotel, morgunverður og flugvallarskattar. á mann ef 2 fullorðnir ferðast saman Ver›dæmi Flugsæti 42.120 kr. 39.195 kr.staðgr. á mann með flugvallarsköttum staðgr. staðgr. 32.120 kr. Þorlákur ÍS frá Bolungarvíkvarð vélarvana fyrir utan Rit ífyrradag. Björgunarfélag Ísa- fjarðar var kallað út um kl. 18 og lagði af stað á björgunarbátnum Gunnari Friðrikssyni til móts við skipið, sem þá var statt um tvær sjómílur út af Rit. Engin hætta var á ferðum þar sem skipið var statt nokkuð langt frá landi. Þor- lákur var tekinn í tog og var komið með hann til Bolungarvík- ur um klukkan 23. Herjólfur mun leggja af staðtil Vestmannaeyja í dag, en hann hefur verið í slipp. Ef ekk- ert óvænt kemur upp á í prufu- keyrslu má búast við að Herjólf- ur hefji áætlunarsiglingar á mánudaginn. STJÓRNSÝSLA Guðríður Sigurðar- dóttir, ráðuneytisstjóri í mennta- málaráðuneytinu, mun gegna for- stöðumannsstarfi í Þjóðmenning- arhúsinu í vetur, samkvæmt ákvörðun Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra. Enginn forstöðu- maður hefur verið við húsið frá því Sveinn Einarsson lét af starf- inu sem honum var falið að gegna tímabundið eftir að Guðmundi Magnússyni var vikið frá fyrr á árinu. Guðríður tekur við nýja starf- inu á morgun. Hún er ráðin til 15. mars á næsta ári. Guðmundur Árnason, skrif- stofustjóri í forsætisráðuneytinu, verður ráðuneytisstjóri í mennta- málaráðuneytinu á meðan Guðríð- ur sinnir skylduverkum í Þjóð- menningarhúsinu. Guðmundur hefur starfað í forsætisráðuneyt- inu frá árinu 1991. Árin 1998 var hann þó að störfum fyrir Norræna þróunarsjóðinn. Verkefni nýja forstöðumanns- ins verður meðal annars að fylgja eftir nýrri reglugerð sem forsæt- isráðherra hefur sett um starf- semi hússins.  Þjóðmenningarhús: Davíð ræður vetrarmann ÞJÓÐMENNINGARHÚS Guðríður Sigurðardóttir ráðuneytisstjóri sest í húsbóndasætið í Þjóðmenningarhús- inu í vetur. LÖGREGLUMÁL Ríkislögreglustjóri hefur vísað frá kæru eiganda Heiðarfjalls á Langanesi. Land- eigendurnir vilja að lögreglan „uppræti þá svika- myllu sem við- gengst með því að b a n d a r í s k u m stjórnvöldum tak- ist að fela sig á bak við íslensk stjórn- völd“, eins og fram kom í kæru land- eigendanna í júní. Þeir krefjast þess að Bandaríkja- menn fjarlægi spilliefni og úrgang sem skilinn var eftir á Heiðarfjalli þegar Bandaríkin lögðu þar niður radar- stöð árið 1970. Í svari ríkislögreglustjóra kemur fram að ríkissaksóknari hafi áður ákveðið að ekkert ætti að aðhafast í málinu. Ríkissak- sóknari sé æðra stjórnvald og embætti hans eitt bært til að end- urskoða fyrri ákvörðun sína. Landeigendurnir hafa nú snúið sér til ríkissaksóknara og kært helstu forystumenn Bandaríkj- anna fyrir hönd ríkis þeirra. Með- al hinna kærðu eru George Bush forseti, Colin Powell utanríkisráð- herra og Donald Rumsfeld varn- armálaráðherra Að sögn landeigendanna getur ríkissaksóknari vel tekið málið upp að nýju. Um sé að ræða við- varandi og sífellt áreiti og yfir- gang erlends aðila sem feli í sér brot á hegningarlögum. „Okkur er vel ljóst að réttar- kerfi siðferðislega veikburða ríkja getur hrunið alveg þegar um valdamikinn og öflugan mótaðila er að eiga, en við viljum ekki trúa því að þetta sé raunin í réttarkerfi íslenska lýðveldisins í þessu máli í upphafi 21. aldarinnar,“ segja landeigendurnir í kæru sinni. Í kærunni kemur einnig fram að þeir telji embættismenn og stjórnmálamenn hérlendis vísvit- andi hylma yfir í málinu og brjóta lög. Réttindi þeirra séu fótum troðin. „Það er eindregin áskorun okk- ar til ríkissaksóknara að þetta mál verði tekið til mjög alvarlegrar og heiðarlegrar umfjöllunar, án tillits til þess hvort málið valdi óþægind- um eða pirringi meðal núverandi manna í stjórnsýslunni“ segja landeigendurnir í kærunni, sem þeir segja að sé ekki síst sett fram til tæma úrlausnir í málinu hér á landi. Því verði haldið áfram er- lendis ef þörf krefji. gar@frettabladid.is Segja yfirhylmingu í Heiðarfjallsmálinu Ríkislögreglustjóri hefur vísað frá kæru landeiganda á Heiðarfjalli á hendur Bandaríkjunum. Ríkissaksóknari hafði áður ákveðið að ekkert ætti að aðhafast. Landeigendur hafa nú beint kærunni til ríkissaksóknara. Þeir saka íslenska embættismenn um yfirhylmingu. Réttlætis verði leitað erlendis ef þörf krefji. Meðal hinna kærðu eru George Bush forseti, Colin Powell utan- ríkisráðherra og Donald Rumsfeld varnarmála- ráðherra. HEIÐARFJALL „Við munu að sjálfsögðu halda áfram að leita réttar okkar fyrir öllum tiltækum réttarstigum, hérlendis og erlendis. Við bendum á að vís- vitandi rangtúlkanir og yfirhylmingar í opinberri stjórnsýslu eru mjög alvarleg brot gagnvart einstaklingum,“ segja eigendur Heiðarfjalls í nýrri kæru til ríkissaksóknara. COLIN POWELL Hann hefur verið kærður til ríkissaksóknara. EVRÓPUMÁL Heimssýn, hreyfing sjálfsstæðissinna í Evrópumál- um, hefur opnað skrifstofu og ráðið Birgi Tjörva Pétursson lögfræðing sem framkvæmda- stjóra félagsins. Þá hafa samtök- in opnað vef á slóðinni www.heimssyn.is og er hann ætlaður öllum áhugamönnum um Evrópumál. Fyrsta ráðstefna Heimssýnar er fyrirhuguð í Reykjavík 6. október næstkom- andi. Á henni verður fjallað um áhrif aðildar í Evrópusamband- inu á íslenskan sjávarútveg. Framsögu flytja Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður, Dag Seierstad, sérfræðingur frá Noregi, og Ian MacSween, fram- kvæmdastjóri samtaka skoskra sjómanna. Þeirri spurningu verður með- al annars velt upp hversu líklegt sé að Íslendingar fengju undan- þágu frá meginreglum Evrópu- sambandsins í sjávarútvegi kæmi til aðildarviðræðna. Þá verður reynt að meta reynslu Ís- lendinga og annarra þjóða innan sem utan Evrópusambandsins af samskiptum við yfirvöld sjávar- útvegsmála í sambandinu.  Heimssýn: Opnar skrifstofu og ræður framkvæmdastjóra Þúsundir manna í Úkraínuhéldu áfram mótmælum sín- um í gær þar sem krafist var af- sagnar Leonid Kuchma, forseta landsins. Allt að 5.000 manns söfnuðust saman í miðborg Kiev og gengu að forsetahöllinni. Að minnsta kosti 50 meðlimir í stjórnarandstöðunni fóru í hung- urverkfall inni í forsetahöllinni. Gerhard Schröder, nýkjörinnkanslari Þýskalands, hitti Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, nýverið í Lundúnum og ræddi við hann um ýmis mál- efni, þar á meðal málefni Íraks. Leiðtogarnir tveir ræddust við í tvær klukkustundir og fór vel á með þeim. ERLENT

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.