Fréttablaðið - 26.09.2002, Side 11

Fréttablaðið - 26.09.2002, Side 11
11FIMMTUDAGUR 26. september 2002 FLUTNINGAR Atlantsskip hafa fram- lengt samning sinn við flutninga- deild Bandaríkjahers um eitt ár og mun fyrirtækið því áfram ann- ast flutninga fyrir Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli. Auk þessa hefur TransAtlantic Lines, systurfélag Atlantsskipa, gert þriggja ára samning við Bandaríkjaher um flutninga á milli Guantanamo Bay á Kúbu og Jacksonville á Flórída. Sá samn- ingur hljóðar upp á flutninga á 5.000 gámaeiningum á ári. Sam- tals nema flutningar Atlantsskipa og systurfélags þess fyrir Banda- ríkjaher því um 8.300 gámaein- ingum á ári. Félögin hafa séð um flutninga Varnarliðsins frá árinu 1998. Upp- haflega var gerður fimm ára samningur, sem var bundinn til tveggja ára, en með ákvæði um þrjár framlengingar. Framleng- ingin nú er sú þriðja í röðinni.  Íbúðalánasjóður: Sjö og hálfur milljarður í leiguíbúðir HÚSNÆÐI „Við erum búnir að veita lánsloforð fyrir sjö og hálfum milljarði króna til bygginga leiguíbúða í ár og gerum ráð fyr- ir að upphæðin verði sú sama fyrir næsta ár,“ segir Hallur Magnússon talsmaður Íbúðalána- sjóðs. Sjóðurinn lánar allt að 90 prósentum til bygginga leiguhús- næðis en ranglega var frá því greint hér í blaðinu fyrir skemmstu að lánað væri allt að 100 prósentum til slíkra verk- efna. „Vera má að misskilninginn megi rekja til þess að hugsanlega koma lífeyrissjóðir inn með 10 prósent aukalán til slíkra bygg- inga í tengslum við sérstakt átak til bygginga leiguhúsnæðis,“ seg- ir Hallur.  Bandaríkjaher: Samið við Atlantsskip ATLANTSSKIP TransAtlantic Lines, systurfélag Atlantsskipa, hefur gert þriggja ára samning við Banda- ríkjaher um flutninga á milli Guantanamo Bay á Kúbu og Jacksonville á Flórída Ásta Ragnheiður: Stefnir á 3.-4. sæti FRAMBOÐ „Ég hef ákveðið að sækj- ast eftir kjöri í annað sætið í öðru hvoru kjördæmanna. Til þess þarf ég öflugan stuðning í 3.-4. sæti list- ans,“ segir Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir, þingmaður, um markmið sín í væntanlegu próf- kjöri Samfylkingar. Eitt prófkjör er fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö. Ásta segir í pistli á nýopnaðri heimasíðu sinni að hún hafi ekki hug á að blanda sér í baráttuna um að leiða annað Reykjavíkurkjör- dæmanna en sækist eftir öðru sæt- inu svo þau gildi jafnaðarstefnunn- ar sem hún hafi barist fyrir eigi ör- uggan málsvara í Reykjavík.  DÓMSMÁL Tveir dómkvaddir mats- menn telja að ættfræðigrunnur Friðriks Skúlasonar ehf. og Ís- lenskrar erfðagreiningar, Íslend- ingabók, sé unnin upp úr frum- heimildum. Þorsteinn Jónsson ætt- fræðingur og Genealogia Islandor- um reka nú dómsmál gegn fyrir- tækjunum tveimur og krefjast samtals um 618 milljóna króna í skaða- og miskabætur fyrir meint óheimil afnot af ættfræðiritum sem þau eigi höfundarétt að. Matsmennirnir tveir telja að lýsing ÍE og Friðriks Skúlasonar á því hvernig Íslendingabók er til- komin sé rétt. Hefðu fyrirtækin byggt grunninn á áður útgefnum ritum í stað frumheimilda hefði verkið reynst miklu erfiðara við- fangs. Þorsteinn og Genealogia telja sig hafa sannanir fyrir því að við vinnslu Íslendingabókar hafi ver- ið nýtt höfundarréttarvernduð ættfræðirit. Meðal annars hafi Friðrik Skúlason sjálfur lýst þeirri vinnu í útvarpsviðtölum. Þetta megi einnig sjá af fréttaljós- myndum.  Lögreglan í Madagascar hefurhandtekið alræmdan fyrrver- andi hershöfðingja sem sakaður er um að hafa staðið á bak við ofbeldisherferð í landinu sem Didier Ratsiraka, fyrrverandi forseti landsins, stóð fyrir. Hers- höfðinginn, Ancelin Coutiti að nafni, hóf herferðina eftir að Ratsiraka hrökklaðist frá völd- um. Coutiti hafði verið eftirlýst- ur í langan tíma áður en hann náðist. Lögreglumaður fórst og þríraðrir særðust þegar sprengja sprakk í baskahéruðum Spánar í fyrradag. Lögreglumennirnir voru að kanna skilti við vegar- brún, sem sprengja var tengd við. ERLENTMatsmenn í 618 milljóna króna ættfræðideilu: Íslendingabók unnin úr frumheimildum FRIÐRIK SKÚLASON Matsmenn segja að ættfræðigrunnurinn Ís- lendingabók hafi verið unnin úr frumheim- ildum en ekki byggður á höfundavernduð- um ritum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.