Fréttablaðið - 26.09.2002, Page 12

Fréttablaðið - 26.09.2002, Page 12
12 26. september 2002 FIMMTUDAGURHAFNABOLTI Í HÖFN Melvin Mora, úr Baltimore Orioles, rennir sér í höfn í leik gegn Boston Red Sox án þess að Rey Sanchez geti nokkuð gert. ÍÞRÓTTIR Í DAG 18.30 Sýn Heimsfótbolti með West Union 19.00 Sýn Kraftasport (Galaxy fitness bik- armót kvenna) 19.30 Sýn Kraftasport (Galaxy fitnee bik- armót karla) 20.00 Sýn Toyota-mótaröðin í golfi 22.30 Sýn Golfstjarnan Vijay Singh 23.00 Sýn HM 2002 (Þýskaland - Sádi-Arabía) VETRARDEKK Engar tímapantanir. Komdu núna! REYKJAVÍK • AKUREYRIAB X / S ÍA Knattspyrnusamband Evrópu,UEFA, hefur dæmt Craig Bellamy, leikmann Newcastle United, í þriggja leikja bann fyrir að skalla mótherja. Atvikið átti sér stað í leik Newcastle og Dynamo Kiev í Meistaradeild Evrópu. Aganefnd UEFA segir að Bellamy hafi skallað Tiberu Ghionane, leikmann Kiev, vilj- andi í andlitið. Dómari leiksins sá ekki atvikið og því þurfti aga- nefndin að notast við myndbands- upptöku. Bellamy verður því fjarri góðu gamni það sem eftir lifir riðlakeppninnar en Newcastle á meðal annars eftir að mæta Juventus. FÓTBOLTI FÓTBOLTI ÍBV var með lang gróf- asta lið Símadeildar karla í ár samkvæmt tölfræði Knatt- spyrnusambands Íslands. Eyja- menn fengu 45 gul spjöld og þrjú rauð í sumar. FH og KA voru með næst grófustu liðin, hvort lið fékk 31 gult spjald og þrjú rauð. Fylkir var með prúðasta lið deildarinnar. Árbæingar fengu 22 gul spjöld og eitt rautt. Tómas Ingi Tómasson, leik- maður ÍBV, og Slobodan Milisic, leikmaður KA, fengu báðir að sjá gula spjaldið fimm sinnum og rauða spjaldið einu sinni hjá þeim svart klæddu. Bjarnólfur Lárusson, leikmanna ÍBV, fékk að líta gula spjaldið oftast allra leikmenn, eða átta sinnum. Aðalsteinn Víglundsson, þjálfari Fylkis, og Sigurður Jónsson, þjálfari FH, voru óstýrilátustu þjálfararnir. Þeir fengu báðir að líta gula og rauða spjaldið einu sinni.  Símadeild karla: ÍBV með grófasta liðið XXXXXXXXXX Lið Gult spjald Rautt spjald ÍBV 45 3 FH 31 3 KA 31 3 Keflavík 31 0 Þór 30 3 KR 29 2 Grindavík 25 3 Fram 24 3 ÍA 22 2 Fylkir 22 1 TÓMAS INGI TÓMASSON Er grófasti leikmaður Símadeildarinnar í ár. LUNDÚNIR,AP Framkvæmdir við enduruppbyggingu þjóðaleik- vangs Englands í knattspyrnu, Wembley, komast að öllum lík- indum á fullt skrið á næstu dög- um eftir tveggja ára óvissu. Leikvangurinn verður sá dýrasti í heiminum og mun kosta rétt rúma 100 milljarða króna. Völl- urinn, sem verður áfram stað- settur í Lundúnum, mun taka 90 þúsund manns í sæti. Vonast er til að hann verði tilbúinn árið 2006. Tvö ár eru síðan síðasti leik- urinn fór fram á Wembley. Síðan þá hafa margar áætlanir um hvernig staðið skuli að uppbygg- ingunni dottið upp fyrir. „Wembley-verkefnið hefur átt við fjárhagserfiðleika að stríða auk þess að staðsetning vallarins er enn í miðjum norðurhluta Lundúna,“ sagði Andy Howell borgarráðsmaður í Birmingham. „Það hefði verið betra að byggja völlinn upp annars staðar og því ekki í Birmingham?“ Þess má geta að Millenium- leikvangurinn í Cardiff í Wales kostað „einungis“ um 34 millj- arða króna og hafa gagnrýnend- ur verið ósparir á að benda á þá staðreynd.  Wembley-leikvangurinn í Lundúnum: Sá dýrasti í heimi FRAMKVÆMDIR Framkvæmdir í gangi við Wembley í Lundúnum. Talið er leikvangurinn verði sá dýrasti í heiminum þegar hann verður tilbúinn árið 2006. AP /M YN D HANDBOLTI „Ég hef horft á æfinga- leiki og þessa fyrstu leiki og það er greinilega komið að kynslóða- skiptum. Það er að koma upp mjög öflug kynslóð af yngri mönnum,“ segir Geir Hallsteinsson, fyrrver- andi handboltakappi úr Hafnar- firði, aðspurður um stöðu hand- boltans nú. Geir segir núverandi fyrir- komulag á deildarkeppninni ekki laða að marga áhorfendur, þó hver leikur skipti máli fyrir úrslita- keppnina. „Ég hef orðið var við fækkun áhorfenda á mörgum stöð- um og það er margt sem er að tru- fla handboltann. Sem dæmi má nefna beinar útsendingar frá Evr- ópuboltanum í fótbolta og aðrar íþróttagreinar sem sækja á.“ Geir segist hrifinn af því fyrir- komulagi að fella niður úrslita- keppnina og taka þess í stað upp þrefalda umferð. Liðin mætast þá í þrígang og það lið sem stendur uppi með flest stig í lokin hampar meistaratitlinum. „Fyrir vikið held ég að hver leikur gæti orðið mikil- vægur,“ segir Geir. „Ég myndi einnig vilja breyta bikarkeppninni. Lið sem eru komin í átta liða úrslit keppninnar myndu þá mætast heima og að heiman í stað þess að spila bara einn leik. Þannig yrðu fleiri leikir og meiri spenna.“ Íslensk lið hafa átt erfitt með að taka þátt í Evrópukeppni þar sem kostnaður við þátttöku er mikill. Geir segir það mjög slæmt fyrir handboltann. „Sjálfur tók ég þátt í einhverjum 80 Evrópuleikjum og það gefur manni mjög mikið. Við fjarlægjumst önnur lönd þegar lið- in sitja heima. Það er sorglegt. Það er spurning hvort bæjarfélögin eða ríkið geti styrkt þátttökuna. Það er alltaf dýrt fyrir okkur að taka þátt í keppninni vegna fjar- lægðarinnar.“ Geir segir framtíð handboltans bjarta. Hann tekur Hafnarfjörð sem dæmi en þar er börnum tíu ára og yngri boðið upp á ókeypis æfingar. Fyrir vikið er yfirfullt á öllum æfingum. „Það eru 40-60 krakkar á hverri æfingu, jafnvel meira. Það hefur verið erfitt að ná til krakkanna þar sem æfinga- gjöldin hafa verið dýr, allt að 25 þúsund krónur. Ef barni langar að vera í tveimur íþróttagreinum eða fleirum þá er það gjörsamlega of- viða fyrir foreldra að taka þátt í því.“ kristjan@frettabladid.is Framtíðin björt í handbolta Handboltinn hefur verið á undanhaldi á síðustu árum. Geir Hallsteinsson segir áhorfendum hafa farið fækkandi. Telur framtíðina þó bjarta. Segir að íslensk lið verði að taka þátt í Evrópu- keppninni. GEIR HALLSTEINSSON Einn besti handknattleiksmaður sem Ísland hefur alið. Segir framtíðina í greininni bjarta. Ekki síst í Hafnarfirði, vöggu handboltans. SAM TORRANCE Landsliðseinvaldur Evrópuúrvalsins hefur átt í erfiðleikum með að para saman menn í liðinu. Landsliðseinvaldur Evrópuúrvalsins í golfi: Erfiðleikar í uppstillingu GOLF Sam Torrance, landsliðsein- valdur Evrópuúrvalsins, segist hafa átt í erfiðleikum með að para saman menn fyrir Ryder-Cup mótið sem hefst á föstudag. „Það fóru nokkrir hlutir úr- skeiðis og ég þurfti því að breyta til,“ sagði Torrance. „Ef menn ná ekki saman verður að stokka upp á nýtt en til þess eru æfinga- hringirnir.“ Óvæntasta breytingin var gerð á þriðjudagsæfingunni þegar landsliðseinvaldurinn ákvað að láta Darren Clarke og Lee Westwood ekki spila saman. Þess í stað lék Clarke með Thomas Björn, frá Danmörku og Westwood með Colin Mont- gomery, frá Skotlandi.  FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.