Fréttablaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 16
16 26. september 2002 FIMMTUDAGURHVAÐA GEISLADISK HLUSTAÐIR ÞÚ Á SÍÐAST? Gunnar Yngvi Rúnarsson. 12 ára. Nemi. Slipknot. Það er svolítið þungt dauðarokk. Góður diskur. BÆKUR Það komst í heimsfréttirnar á dögunum að J.K. Rowling, höf- undur bókanna um Harry Potter, væri að leggja lokahönd á handrit fimmtu bókarinnar um drenginn. Það þykja ekki síður tíðindi hér heima að Þorvaldur Þorsteinsson, höfundur hinna geysivinsælu bóka um Blíðfinn, hefur skilað af sér handriti þriðju bókarinnar, sem heitir Blíðfinnur og svörtu teningarnir. Aðdáendur Blíðfinns geta því andað rólega og byrjað að láta sig hlakka til jólanna enda mun þetta vera viðburðaríkasta bókin um Blíðfinn, sem fer í langt ferðalag yfir sjó og land. Þar fyrir utan verður Blíðfinnur og svörtu ten- ingarnir lengsta bókin til þessa, alls 160 blaðsíður. Heimurinn hefur tekið Blíð- finni vel. Hann hefur verið þýdd- ur á fjölda tungumála og Bjartur, útgefandi Blíðfinns, segist ekki lengur hafa tölu á seldum þýðing- um en hann mun t.d. koma út á ungversku fyrir jólin.  Þriðja bókin um Blíðfinn: Handritið komið í hús ÞORVALDUR ÞORSTEINSSON Mun ekki bregðast lesendum sínum um jólin og er búinn að skila handritinu að þriðju bókinni um Blíðfinn. FUNDIR 12.00 Jón Steinar Gunnlaugsson ræðir deiluna um SPRON á fyrsta fyrir- lestri vetrarins í röð fyrirlestra Há- degisháskóla Stjórnendaskóla HR. Hádegisháskólinn fer fram í Háskólanum í Reykjavík. 13.00 Alþýðusamband Íslands gengst fyrir ráðstefnu undir yfirskriftinni Evrópusamvinnan og hagsmunir launafólks á Grand Hótel. Ráð- stefnan er öllum opin. 16.00 Umhverfis- og byggingarverk- fræðisvið VHÍ heldur málstofu um Jarðskjálftavá á Íslandi. Málstof- an verður í H.Í. VR II, stofu 158. 16.15 Prófessor Peter Hammer heldur fyrirlesturinn „The Logical Analysis of Data and applications to biomedical problems“, sem fjallar um aðferðarfræði við gagna- námun, á vegum tölvunar- fræðiskorar verkfræðideildar Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 101 í Odda og er öllum opinn. 20.00 Fyrsti félagsfundur Samtaka lungnasjúklinga á þessum vetri verður í Safnaðarheimili Hall- grímskirkju í Reykjavík - gengið inn frá Eiríksgötu. 20.30 Ættfræðifélagið heldur félags- fund í Þjóðskjalasafninu að Laugavegi 162, 3. hæð. NÁMSKEIÐ 18.00 Námskeið í Leikmannaskóla kirkjunnar sem ber heitið Lestur, kyrrð, íhugun. Kennari á nám- skeiðinu er sr. María Ágústsdóttir héraðsprestur. 19.00 Alfa-námskeið verður í Stykkis- hólmskirkju. 20.30 Jóhanna Kristjónsdóttur heldur námskeiðið Menn- ingarheimur araba á vegum Mímis-Tóm- stundaskólans. Nám- skeiðið stendur yfir í 4 vikur. Kennt er frá klukkan 20.30-22.00 LEIKHÚS 20.00 Veislan eftir Thomas Vinterberg er sýnt í Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins. Uppselt. 20.00 Gesturinn eftir Eric-Emmanuel Schmitt er sýnt á Litla sviði Borg- arleikhússins. 20.00 Fullkomið brúðkaup er sýnt í Loft- kastalanum. 20.00 Sellófan eftir Björk Jakobsdóttur er sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Uppselt. SKEMMTANIR 21.00 Ungmennafélagið Glætan heldur áfram sýningum á Grín í milljón ár í Stúdentakjallaranum. TÓNLEIKAR 20.00 Bubbi Morthens og Hera spila í Sjallanum Akureyri. 20.00 Fimmtudagsforleikur Hins húss- ins verður Á Loftinu. Hljómsveitirn- ar Forgarður helvítis, I Adapt, Sólstafir, Lack of trust, Changer og færeysku pönkararnir í 200% spila. Frítt er inn og allir 16 ára og eldri velkomnir. 21.15 Come Shine jazzkvartettinn spilar í Deiglunni Akureyri. MYNDLIST Margrét St. Hafsteinsdóttir er með myndlistarsýningu í kaffistofunni Lóu- hreiðri, Kjörgarði, Laugarvegi 59, Reykja- vík. Lóuhreiður er opið virka daga klukkan 10.00 - 17.00 og laugardaga klukkan 10.00 - 16.00. Sýningin stendur til 14. okt. Austurríski ljósmyndarinn, Marielis Seyler sýnir í Listasal Man, Skólavörðustíg 14. Myndirnar á sýningunni voru teknar á Íslandi sumarið 2001. Þóra Þórisdóttir sýnir í Gallerí Hlemmur undir titlinum „Rauða tímabilið“ (“The red period“). Gallerí Hlemmur er í Þver- holti 5, Reykjavík. MYX Youth Artist Exchange sýnir í Gall- erí Tukt, Hinu húsinu. MYX Youth Artist Exchange er hópur ungra myndlistar- manna frá Bandaríkjunum og Íslandi. Á sýningunni gefur að líta verk sem þau unnu saman á Íslandi síðastliðið sumar út frá þemanu „landslag, fólk og menning.“ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER Tölvunámskeið fyrir eldri borgara Fræðslumiðstöð- og Námsflokkar Reykjavíkur standa fyrir tölvunámskeiði fyrir eldri borgara sem haldin eru í tölvustofum grunnskóla. Umsjónarmenn námskeiðsins eru tölvukennarar í skólunum en nemendur leiðbeina eldri borgurum á tölvurnar. Þessir nemendur hafa góða þekkingu á tölvum og eru jafnframt tilbúnir að miðla af þekkingu sinni um tölvur. Námskeiðið er ætlað byrjendum og eru tvenns konar námskeið í boði; • Notkun á interneti og tölvupósti. • Notkun á word og exel. Kennslutími: Þetta eru 12 kennslustunda námskeið sem standa yfir í 5 vikur og hefjast um miðjan október 2002. Skólar sem bjóða upp á námskeið: Álftamýrarskóli Álftamýri 79 Árbæjarskóli Rofabæ 34 Ártúnsskóli Árkvörn 6 Fellaskóli Norðurfelli 17-19 Langholtsskóli Holtavegi 23 Réttarholtsskóli Réttarholtsvegi Kostnaður: 4.500,- kr. fyrir 5 skipti. Skráning: Hjá Námsflokkum Reykjavíkur, sími 551-2992.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.