Fréttablaðið - 05.10.2002, Side 2

Fréttablaðið - 05.10.2002, Side 2
2 5. október 2002 LAUGARDAGURLÖGREGLUFRÉTTIR BÍLASALA Evrópusambandið vill samræma grunnverð nýrra bíla á evrópska efnahagssvæðinu. Nýjar reglur sambandsins sem eiga að tryggja aukna samkeppni og neyt- endavernd gætu haft þær afleið- ingar að verð á nýjum bílum hækk- aði. Þetta er háð því að gjöld ríkis- ins verði óbreytt. Jónas Þór Stein- arsson, framkvæmdastjóri bíl- greinasambandsins reiknar ekki með því að reglurnar hafi mikil áhrif á bílaumboðin hér á landi. „Víða í Evrópu er bílamarkað- urinn lagskiptur, þannig að inn- flutningur, heildsala og smásala er aðskilin. Hér er þetta meira á einni hendi,“ segir Jónas. Grunn- verð bíla er lágt hér á landi, en op- inber gjöld há. Svipað er uppi á teningnum í Danmörku, en þar er farið að bera á hækkandi verði. Sigfús Sigfússon, forstjóri Heklu segir að ekki hafi borist neinar tilkynningar frá verk- smiðjunum um hækkun á kaup- verði bíla. Hann reiknar ekki með hækkun. „Menn verða bara að standa sig í samningum við verk- smiðjurnar.“  Nýjar reglur Evrópusambandsins: Gætu hækkað verð nýrra bíla GRUNNVERÐ SAMRÆMT Samræming á grunnverði bíla gæti hækk- að verð hér. Grunnverð hér er lágt en op- inberar álögur háar samanborið við mörg lönd Evrópu. Ólafur Örn Haraldsson: Sækist eftir öðru sætinu STJÓRNMÁL „Það þarf enginn að fyrirverða sig fyrir það að vera í sæti á eftir formanninum. Ég á það auðvitað undir félögum mínum í Reykja- vík,“ segir Ólaf- ur Örn Haralds- son, þingmaður F r a m s ó k n a r - flokks, sem átti frumkvæði að áskoruninni á Halldór Ás- grímsson að hann færi fram í Reykjavík. „Ég var að sækjast eftir þren- nu. Í fyrsta lagi að fá öflugasta baráttumann Framsóknarflokks- ins til að efla fylgið. Í öðru lagi að bregðast við mjög sterkum rödd- um sem höfðu komið fram um að fá Halldór til Reykjavíkur. Í þrið- ja lagi vildi ég leggja mitt af mörkum til að það gerðist með heppilegum hætti sem eflir sam- stöðu.“  TJÓN Talsvert tjón varð í Mjólkár- virkjun í fyrrinótt þegar tæmiloki á þrýstivatnspípu gaf sig. Vatn flæddi inn í kjallara stöðvarhúss- ins og fylltist hann á skömmum tíma. Menn frá slökkviliðinu á Þingeyri komu á vettvang með tvær dælur og höfðu þær ekki undan vatnsflaumnum. Um miðj- an dag í gær hafði tekist að dæla öllu vatni úr kjallaranum en blás- arar voru notaðir til að þurrka hann. Stefán Atli Ástvaldsson vél- fræðingur í Mjólkurvirkjun sagði að í kjallaranum væru mikið um rafmagnsleiðslur sem búast mætti við að væru skemmdar en þegar lokið yrði við að þurrka þær yrði farið í að kanna skemmdir. „Þetta eru viðkvæmar leiðslur sem þola ekki mikið og það má búast við að tjónið sé umtalsvert.“ Hann sagði að á meðan þetta væri í athugun þá væri keypt rafmagn frá Lands- virkjun og því ekki um rafmagns- leysi á Vestfjörðum að ræða. „Það verður einhver töf á að hægt verði að koma rafmagnsframleiðslu á að nýju.“ sagði Stefán Atli.  Tæmiloki á þrýstivatnspípu gaf sig: Verulegt vatnstjón í Mjólkárvirkjun VATNIÐ NÆR FYLLTI KJALLARANN Tuttugu kílóa þrýstingur var á vatninu og krafturinn svo mikill að á skömmu tíma nær fyllt- ist kjallarinn. STJÓRNMÁL „Rótin að þessari ákvörðun er sú staðreynd að það er verið að breyta kjördæmaskipan- inni. Það er þó fyrst og fremst ein- læg ósk framsóknarmanna í Reykjavík að ég komi hingað sem liggur þessu til grundvallar,“ segir Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins um framboð hans í Reykjavík norður. „Í reynd hefur það verið vaxandi skoðun í öllum flokknum, í Reykjavík og víða á landsbyggðinni.“ „Það liggur ljóst fyrir að Fram- sóknarflokkurinn þarf að styrkja sína stöðu í Reykjavík. Að því ætl- um við að vinna. Ég tek þessa ákvörðun í þeirri góðu trú að ég eigi erindi til að starfa fyrir hönd þessa fólks. Ég er þeirrar skoðun- ar að til dæmis að reynsla mín af sviði alþjóðamála geti skipt nokkru um framtíð höfuðborgar- innar í hinu alþjóðlega samfélagi. Það skiptir mjög miklu máli fyrir Reykjavík að sækja ákveðið fram á þessum vettvangi.“ Halldór segist ekki sjá fyrir sér að áherslur sínar breytist. „Það er ljóst að áherslur mínar í sambandi við uppbyggingu stóriðju á Austur- landi breytast ekki við þessa ákvörðun svo dæmi sé tekið. Enda tel ég það ekki eingöngu mál Aust- urlands heldur landsins alls. Ég tel að það hafi áhrif á hag íbúa hér sem annars staðar. Þetta er dæmi um mál sem hefur notið meira fylgis á Austurlandi en á Reykja- víkursvæðinu. Ég geng til þessara starfa með óbreyttar skoðanir í þessu máli.“ Formenn flestra flokkanna bjóða fram í Reykjavík næsta vor. „Ég er þeirrar skoðunar að það skipti ekki sköpum hvar formaður stjórnmálaflokks bíður sig fram. Það hljóta að vera gerðar kröfur til hans í landinu öllu. Ekki eingöngu í hans kjördæmi.“ Halldór telur Framsóknar- flokkinn eiga sóknarfæri í Reykjavík. „Framsóknarflokkur- inn hefur verið að bæta stöðu sína í skoðanakönnunum en hefur oftast legið lítið eitt undir kjör- fylgi. Það er eitthvað sem við erum vön að sjá. Við teljum að við eigum alla möguleika á því að bæta þá stöðu í aðdraganda kosn- inga ef okkur tekst að koma okk- ar málum til skila. brynjolfur@frettabladid.is Ætlum að styrkja stöðu okkar Halldór Ásgrímsson býður sig fram í Reykjavíkurkjördæmi norður í vor. Áherslurnar breytast ekki við flutningana í nýtt kjördæmi. Gerðar kröfur til formannsins um land allt ekki aðeins í eigin kjördæmi. HALLDÓR ÁSGRÍMSSON OG FORYSTUSVEIT FRAMSÓKNARMANNA Í REYKJAVÍK „Ég er sannfærður um að þessi langa reynsla mín sem þingmaður af landsbyggðinni gagnast mér vel til að efla skilning milli landsbyggð- arinnar og höfuðborgarinnar í sameiginlegum málum. Mér hefur þótt of mikil togstreita þar í milli.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Fyrrum eftirlitsmaður: Vopnaeftir- litið stundaði njósnir STOKKHÓLMUR, AP Åke Sällström, sem er sænskur, starfaði með vopnaeftirliti Sameinuðu þjóð- anna í Írak árin 1994 og 1998. Hann segist hafa grun um að sumir starfsmenn eftirlitsins hafi í raun og veru stundað njósn- ir í landinu. „Sumir tóku einum of mörg afrit og sumir heimsóttu sendiráð sín í Bagdað þótt við hefðum sagt þeim að það mætti ekki,“ sagði Sällström. Írakar ráku vopnaeftirlits- mennina úr landi árið 1998 og sögðu ástæðuna vera að starfs- menn vopnaeftirlitsins hafi stundað njósnir gegn Írak.  KLEMMDIST MILLI BÍLA Maður klemmdist milli tveggja bíla á Selfossi í gærdag. Hann stóð fyr- ir framan kyrrstæðan bíl þegar annar bíll bakkaði á hann. Maður- inn var fluttur á slysadeild. ÁREKSTUR Á AUSTURVEGI Enginn slasaðist í árekstri á Austurvegi á Selfossi í gærdag. Ökumaður annars bílsins var að taka framúr þegar bíll kom úr gagnstæðri átt. Heilmikið tjón varð á báðum bíl- um og þurfti kranabifreið að draga þá í burtu. FARÞEGI MEÐ FÍKNIEFNI Ökumað- ur var stöðvaður í fyrrinótt í Kópavogi grunaður um ölvun. Við nánari athugun fundust fíkniefni í fórum farþegans. Mennirnir voru yfirheyrðir en síðan sleppt. Fjármálaráðherra kærir óbyggðanefnd: Dómstólar dæmi um þjóðlendu- kröfurnar DÓMSMÁL Fjármálaráðherra ætlar að kæra úrskurð óbyggðanefndar um Biskupstungnaafrétt og efstu lönd í Biskups- tungnahreppi , sem nú heita Bláskógabyggð. Úrskurðurinn er einn sjö úr- skurða í málum í norðanverðri Ár- nessýslu sem óbyggðanefnd kvað upp í vor. Svæðið er fyrsta v i ð f a n g s e f n i óbyggðarnefnd- ar. F j á r m á l a - ráðuneytið segir að í Biskups- tungnamál inu reyni á nánast öll lögfræðileg álitamál sem lík- leg eru til að hafa fordæmisgildi í síðari málum fyrir óbyggðanefnd varðandi það hvort land teljist eignarland eða þjóðlenda. Fjármálaráðuneytið segir mikilsverða opinbera hagsmunir fólgna í því að dómstólar skeri strax úr um helstu lögfræðileg álitaefni: „Niðurstöður dómstóla yrðu þá bindandi fordæmi fyrir óbyggðanefnd í síðari málum fyr- ir nefndinni. Með því yrði og kom- ið í veg fyrir hugsanlegt misræmi milli úrskurða óbyggðanefndar og dóma Hæstaréttar sem seinna kynnu að verða kveðnir upp vegna sambærilegra álitaefna.“ Álitaefnin sem ráðuneytið vís- ar til varða meðal annars stofnun eignarréttinda, flokkun lands, landnýtingu og heimildir um eign- arhald.  Lögreglan á Norður-Írlandi: Leitað á skrifstofum Sinn Fein BELFAST, AP Lögreglan á Norður-Ír- landi réðst í gærmorgun inn á skrif- stofur stjórnmálaflokksins Sinn Fein í Belfast og í Stormont. Hópur fólks var handtekinn og leitað var í tölvum að skjölum sem tengjast Írska lýðveldishernum, IRA. Sinn Fein hefur verið nefndur stjórnmálaarmur IRA, sem framið hefur fjölmörg hryðjuverk undan- farna áratugi í baráttu sinni fyrir sjálfstæði Norður-Írlands. Sinn Fein er einn fjögurra stjórnmálaflokka sem sæti á í heimastjórn Norður-Írlands, sem sett var á laggirnar í desember 1999.  ÓLAFUR ÖRN HARALDSSON GEIR HAARDE Fjármálaráðherra segir að í úrskurði óbyggðanefndar varðandi Biskups- tungnahrepp og Biskupstungnaafrétt felist fjölmörg lög- fræðileg álitaefni.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.