Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.10.2002, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 05.10.2002, Qupperneq 8
8 5. október 2002 LAUGARDAGUR STJÓRNMÁL „Íslenska ríkið styrkir stjórnmálastarfsemi innanlands af töluverðum rausnarskap og má ekki mikið auka þann stuðning, svo ekki verði hægt að tala um að hér á landi séu stjórnmálaflokk- arnir ríkisreknir,“ sagði Davíð oddsson í stefnuræðu sinni. Hann sagði að í umræðum um fjármál stjórnmálaflokkanna hefðu sumir, af sláandi vanefnum, reynt að gera sig heilagri en aðra í þeim efnum. „En marggefnar yfirlýsingar þeirra um að upplýsa um þann þátt í eigin ranni hafa verið orðin tóm eða innihaldslaus í besta falli,“ sagði Davíð og minnti á að hann hefði orðað þá hugmynd að ákveðið yrði með lögum að fyrir- tækjum væri bannað að styrkja stjórnmálaflokka. „Þær hugmyndir hafa ekki fengið góðar undirtektir af ein- hverjum ástæðum. Við hljótum að vera opin fyrir því að ræða aðrar lausnir. Óþolandi er að pólitískir loddarar reyni að gera starfsemi stjórnmálaflokkanna tortryggi- lega aftur og aftur án þess að geta nefnt nokkur dæmi máli sínu til stuðnings.“ Davíð sagði þýðingarmest að reglur um fjármál flokka væru skýrar og skiljanlegar. Úrræði um hvernig bregðast ætti við ef út af brygði yrðu að vera markviss.  Davíð Oddsson: Vill skýrar reglur um fjármál flokkanna DAVÍÐ ODDSSON Óþolandi að pólitískir loddarar reyni að gera starfsemi stjórnmálaflokka tor- tryggilega. HEILBRIGÐISMÁL „Ég hef ekki haft það á stefnuskránni að hækka kostnaðarþáttöku sjúklinga. Komugjöld til sérfræðinga voru hækkuð fyrir rúmu ári og ég hef ekki áform um frekari hækkun núna að neinu marki. Við höfum í ráðuneytinu verið að skoða verðlags- breytingar en það er ekkert umtals- vert. Það er engin kúvending í þeim efnum á mínu borði,“ segir Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingaráðherra. Magnús Pétursson, forstjóri Landspítala háskólasjúkrahúss, sagði í ræðu sem hann flutti fyrir nokkru að allt benti til þess að fjár- munir sjúkrahússins yrðu af skornum skammti í næstu framtíð. Því væri ekki útilokað að kostnað- ur sem ríkið hefur borið af aðgerð- um og meðferð sjúklinga verði skipt öðruvísi, sjúklingar gætu framvegis þurft að greiða sjálfir meira af kostnaði við aðgerðir. ,,Stefna mín liggur alveg ljós fyrir þegar kemur að gjaldtöku sjúklinga. Ég hef dregið mörkin við það að ef menn þurfa að leggj- ast inn á spítala þá sé það sjúkling- um að kostnaðarlausu. Hins vegar er kostnaðarþáttaka ef menn njóta þjónustu á göngudeildum og í heilsugæslunni. Ég hef ekki léð máls á því að taka upp innritunar- gjöld á sjúkrahúsin eða að fólk greiði hluta af aðgerðum sem gerðar eru inni á sjúkrahúsum og þarfnast innlagnar. Sjúklingar greiða auðvitað hluta af aðgerðum sem gerðar eru utan sjúkrahúsa og á göngudeildum og einnig komu- gjöld hjá sérfræðingum,“ segir Jón Kristjánsson. Forstjóri Landspítala háskóla- sjúkrahúss sagði ennfremur að ekki yrði lengur undan því vikist að forgangsraða í heilbrigðisþjón- ustunni. „Varðandi forgangsröð í heil- brigðisþjónustu og stefnu stjórn- valda í þeim efnum þá vil ég minna á að það er nýsamþykkt heilbrigð- isáætlun þar sem flokkað er niður í fjóra flokka allt eftir mikilvægi. Í öðru lagi þá eru í lögum um rétt- indi sjúklinga metnaðarfull ákvæði í fyrstu grein laganna þess efnis að sjúklingar eigi að fá þá bestu lækningu sem völ er á. Og það er mjög skýrt og klárt og hef- ur ekki verið breytt ennþá,“ segir Jón Kristjánsson. the@frettabladid.is Kúvending í gjaldtöku ekki á mínu borði Heilbrigðisráðherra hækkar kostnaðarþáttöku sjúklinga. Segir verðlags- breytingar á komugjöldum til sérfræðinga til athugunar. Forgangsröð- un sem kallað hefur verið eftir er til segir ráðherra. JÓN KRISTJÁNSSON Ekki á minni stefnuskrá að hækka kostnaðarþáttöku sjúklinga Ég hef ekki léð máls á því að taka upp innritunar- gjöld HVALVEIÐAR „Vilji Alþingis er skýr, samanber þingsályktun sem sam- þykkt var á 123. löggjafarþingi. Lög banna ekki hvalveiðar heldur var hvalveiðibanni hrundið í fram- kvæmd 1984 með því að sjávaraút- vegsráðherra stöðvaði útgáfu leyfa. Það er ekkert því til fyrirstöðu að hefja hvalveiðar að óbreyttum lög- um fáist til þess leyfi sjávarútvegs- ráðherra,“ segir Guðjón A. Krist- jánsson, þingmaður Frjálslyndra. Hann er fyrsti flutningsmaður lagafrumvarps sem kveður á um að ráðherra skuli gefa út hvalveiði- leyfi, að uppfylltum almennum og sérstökum skilyrðum. Frumvarpið gerir ennfremur ráð fyrir því að heimildir sjávarút- vegsráðherra til að takmarka hval- veiðar verði þrengdar verulega. Bent er á að verulegum fjár- munum hafi þegar verið varið í kynningu erlendis á málstað Íslend- inga eða nálægt 60 milljónum króna. Þá verði á þessu og næsta ári varið um 50 milljónum króna til kynningarstarfa. Gert er ráð fyrir að ráðgjöf Haf- rannsóknastofnunarinnar verði fylgt við ákvörðun aflamarks. Talið er að hvalir éti árlega um sex milljónir tonna af sjávarfangi á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Þar af er talið að um tvær millj- ónir tonna séu fiskmeti. Hrefnan er atkvæðamest í fiskáti en talið er að hún éti um 1,2 milljónir tonna af fiskmeti á ári.  Guðjón A. Kristjánsson: Ekkert því til fyrirstöðu að hefja hvalveiðar GUÐJÓN A. KRISTJÁNSSON Má gagnrýna að ráðherra geti stöðvað framgang laga með því einfaldlega að neita að gefa útgáfu leyfa. KOSTNAÐUR VIÐ KYNNINGU Á MÁLSTAÐ ÍSLENDINGA 1999 9,8 milljónir 2000 14,4 milljónir 2001 33,9 milljónir 2002 25,0 milljónir * 2003 25,8 milljónir Samtals 108,9 milljónir *samkv. frumvarpi til fjárlaga 2003 ORÐRÉTT NÝJAR UPP- GÖTVANIR Mestu skiptir að komast til botns í þessu máli, þan- nig að ekki verði frekari deilur um það. Sturla Böðvarsson um rannsókn á Skerja- fjarðarslysinu. Morgunblaðið 4. október. SANNLEIKURINN MUN GERA YÐUR FRJÁLSA Lykilatriðið er að gera sjúklingn- um grein fyrir því að hann geti ekki haft áhrif á útkomuna. Brynjólfur Sigurðsson kynnir kanadíska lækningu við spilafíkn sem tekur 16 tíma. DV, 4. október HAUSINN OG STEINNINN Matvöruverð hefur ekkert með Evrópusambandið að gera. Davíð Oddsson. DV, 4. október. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.