Fréttablaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 10
10 5. október 2002 LAUGARDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSINS BRÉF TIL BLAÐSINS Svar frá Svar Magnús Óskarsson markaðsstjóri Svars hf. skrifar Ígær [fimmtudag] birtist íFréttablaðinu bréf sem Helgi Haraldsson, Ránargötu 6, skrif- aði. Þar ásakar hann starfsmenn Svars hf. um að veita lélega þjónustu og hafa ekki vilja til að bæta honum það tjón sem hann varð fyrir vegna Nokia farsíma, sem hann hafði keypt af fyrir- tækinu fyrir rúmu ári. Hið rétta er að símann keypti hann þann 15. janúar 2001 eða fyrir um það bil einu ári og níu mánuðum síð- an. Samkvæmt lögum þá var ábyrgðartími eitt ár og því var ábyrgðin útrunnin. Svar er ekki innflutningsaðili á vörum frá Nokia heldur einungis söluaðili. Gerði starfsmaður okkar allt sem í hans valdi stóð að fá sím- ann bættan frá umboðsaðila. Það gekk ekki eftir sökum þess að ábyrgðin var útrunnin og getur Svar ekki tekið á sig ábyrgð fyr- ir þriðja aðila. Til að bæta honum tjónið og óþægindin buðum við honum nýjan síma á sérstökum afslætti. Þrátt fyrir ítrekaðar sáttaum- leitanir af okkar hálfu náðist ekki samkomulag við Helga þar sem hann krafðist þess að fá nýj- an síma endurgjaldslaust. Við hörmum þau óþægindi sem Helgi varð fyrir og teljum ásakanir hans ekki á rökum reist- ar. Við kappkostum eftir sem áður að veita viðskiptavinum okkar fyrsta flokks þjónustu.  Það er liðin tíð að kristin trúhafi víðtæk áhrif á samfélag okkar – þótt hún hafi ágæt áhrif á marga einstaklinga. Þau fáu skipti sem ég heyri rætt um kristni á opinberum vettvangi er umræðan oftast byggð á mis- skilningi. Algengast er að kristni sé ruglað saman við kirkjusögu. Stjórnmálamenn vísa í hátíðar- ræðum til kristni sem óljósrar hjartagæsku eða almennrar góð- mennsku sem einkenni samfélag okkar og aðgreini frá kuldalegri samfélögum – enn ein sönnun fyrir ágæti okkar til viðbótar við hreina vatnið, Íslendingasögurn- ar og allt það. Prestar nota oft tækifærið til að tala um eitthvað allt annað en kristni þegar þeir komast í út- varpsmessur eða fá nýja áheyr- endur til viðbótar við vanafasta kirkjugesti. Þetta eru oftast fréttaskýringar út frá sjónarhóli almennrar góðmennsku. Skal þá engan undra þótt kristin viðhorf hríslist ekki um samfélagsum- ræðuna. En þótt kristni sé ekki lengur veigamikil stoð undir heims- mynd okkar þá fer því fjarri að umræðan í samfélaginu sé ekki byggð á trúarlegum grunni. Ný trúarbrögð hafa einfaldlega tek- ið sess hinna eldri. Ein eru nátt- úrudýrkun. Samkvæmt henni hefur maðurinn syndgað gagn- vart náttúrunni og mun tortím- ast ef honum tekst ekki að laga þau spjöll sem hann hefur unnið á móður náttúru. Önnur eru til- beiðsla heilsunnar. Hún á sér alt- ari í hverri matvörubúð þar sem margir hillumetrar eru lagðir undir sólhatta, blómafræ og fjöl- breyttar vítamínblöndur. Kjarn- inn í þessum trúarbrögðum er svipaður og í náttúrudýrkun; maðurinn borðaði réttan mat en spilltist og öðlast ekki heilsu aft- ur fyrr en hann snýr sér aftur að matseðlinum í Aldingarðinum Eden. Ein trúarbrögðin krefjast þess að við leitum endurnæring- ar í endurmenntun með reglu- legu millibili. Án hennar þornum við upp og deyjum á vinnumark- aði. Svona mætti lengi telja. Boð- berar hinnar nýju trúar bera hana fram sem skynsemi og and- stöðu gömlu trúarbragðanna. Þær byggja hins vegar á svipuð- um grunni – tilfinningu manns- ins fyrir að því að hann uppfylli ekki væntingar til sín – og að- ferðirnar eru um margt keimlík- ar. En það er spurning hvort lausnir hinna nýju trúarbragða séu nokkuð skárri en hinna eldri. Eða kannast menn við æðrulaus- an umhverfissinna?  Náttúrudýrkun og önnur trúarbrögð skrifar um náttúrudýrkun, heilsutignun og önnur ný trúarbrögð sem hafa tekið sess kristninnar í samfélaginu. Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON Lesendur geta skrifað bréf íblaðið. Æskilegt er að hvert bréf sé ekki lengra en sem nemur hálfri A4-blaðsíðu. Hægt er að senda bréfin í tölvupósti, rit- stjorn@frettabladid.is, hringja í síma 515 7500, faxa í síma 515 7506 eða senda bréf á Fréttablaðið, Þverholti 9, 105 Reykjavík. BARÁTTA Hún verður tuttugu og eins árs í næsta mánuði. Hún á eitt barn, son sem foreldrar henn- ar annast. Sjálf notar hún fíkni- efni daglega og af sérstakri hörku síðustu vikur. Hún hefur lést um sextán kíló - borðar ekki mat en nærist eingöngu á orkudrykkjum. Neysla hennar leynir sér ekki. Augun er þanin enda nýbúin að sjúga „tvær línur“ af amfetamíni. En hvað með barnið? Jú, hún segist vera við það að missa það endanlega frá sér. Hún hefur misst íbúðina og bílinn og á nú von á að missa barnið. Hún er vanmáttug. Allir peningar sem hún safnar, jafnvel til að láta drauma sína rætast, fara í fíkni- efni. Samtalið fór fram á veitinga- húsi í miðborg Reykjavíkur. Loft- ið er reykmettað, sígarettu- og kannabislykt er allsráðandi. Menn sátu að spjalli, við spil eða störðu út í tómið. Stúlkan vakti athygli – hún skar sig úr hópnum. Hún er falleg og meira líf er í andliti hennar en flestra annarra gesta veitingahússins. Hún hefur ekki sama harðgerða yfirbragð og flestir aðrir. Hún ólst upp í Vestmannaeyj- um, á góða foreldra og æska henn- ar var ósköp venjuleg. Aðeins þrettán ára byrjaði hún að fikta við vín. Það breyttist fljótt og ekki leið langur tími þar til var farin að drekka aðra hverja helgi. Fimmt- án ára prófaði hún hass í fyrsta sinn. Á sama tíma kynntist hún strák, yndislegum strák, segir hún. Hún flutti að heiman, varð ófrísk sextán ára og trúlofaði sig. Eignaðist strákinn sinn aðeins sautján ára. Hálfu öðru ári síðar var hún skilin og drykkjan jókst. Hún drakk á hverjum degi. Ekki leið á löngu þar til hún vissi ekki hvort hún var að koma eða fara. Sonurinn var meira og minna hjá foreldrum hennar og löngum stundum hvarf hann henni í gleymsku neyslunnar. Eftir tíu daga drykkjutúr vaknaði hún um borð í Herjólfi á leið frá þjóðhátíð. Heimilislaus í hálft ár Hún bjó í bílnum í hálft ár. Vinur hennar hannaði dýnu í bílinn. Þannig gat hún sofið sæmilega. Aldrei hafði hún bílinn í Reykja- vík, heldur fyrir utan borgar- mörkin. Þannig fékk hún frið fyr- ir lögreglunni. Það er dýrt að neyta fíkniefna og eigin neyslu fjármagnaði hún með sölu fíkni- efna. Hún gerir það enn. Svo fór að síga enn meira á ógæfuhliðina og áður en varði skuldaði hún fíkniefnaheildsalanum 700.000 krónur. Foreldrar hennar tóku lán og björguðu henni frá rukkurun- um. Hún þakkar foreldrum sínum líf sitt - hefðu þeir ekki brugðist við væri hún sennilega ekki lif- andi í dag. Leiðin lá í meðferð, þá fyrstu af þremur. En hún féll. Handrukkarar og innbrot Það er ekki erfitt að fá lánuð fíkniefni, jafnvel auðveldara en fá lánaða mjólkurfernu. Hún segir heim neyslunnar vera harðan, ekki glæstan. Allar gamlar glans- myndir af því lífi eru löngu orðn- ar mattar. Stundum trúir hún því að glansinn komi á ný. Handrukk- arar eru hluti þess lífs sem hún lifir. Einu sinni var henni haldið vikulangt í gíslingu. Þá skuldaði hún eina og hálfa milljón vegna fíkniefna. Henni var haldið meðan félagi hennar útvegaði peningana. Hún fékk hvorki vott né þurrt. Peningar lágu ekki á lausu. Loks fékkst bankalán. Hennar skuld var ekki há, miðað við það sem gengur og gerist. Sumir kunningj- ar hennar skulda heildsölum fimm og sex milljónir króna. Enginn segir neitt. Sá sem það gerir mun sæta limlestingum. Kunningi hennar var bundinn aft- an í bíl og dreginn eftir malarvegi í Heiðmörk. Hann kærði ekki. Vændi hefur hún aldrei stundað, myndi ekki leggjast svo lágt, eins og hún orðaði það. Hún viður- kennir að hafa stundað innbrot til að afla fjár. Oft í bíla. Henni finnst þetta ekki í lagi en fíknin neyðir hana áfram. Á leið í meðferð Núna segist hún vera að trappa sig niður. Þarf að skýra hugsunina áður en hún fer í meðferð á Teigi. Það verður fjórða meðferðin hennar. Undanfarið hefur hún tek- ið mikið af e-töflum og segir minni sitt af þeirra völdum vera á við minni alzheimersjúklings. Hún þráir venjulegt líf. Vill fara í skóla eða fá vinnu. Sonur hennar er í góðu yfirlæti hjá foreldrum hennar og ekkert er ákveðið um framhaldið. Kærastinn hennar er 24 ára og hafa þau verið saman í tvö ár. Hann hefur verið í neyslu í þrettán ár. Hann ætlar líka í með- ferð. Vonandi eiga þau betri tíma framundan, geta kynnst á annan hátt. Hún hlakkar til framtíðar- innar, en er kvíðin um leið. kolbrun@frettabladid.is Á LEIÐINNI TIL BAKA Hún stendur í dyragættinni á veitingahúsi í miðborginni og horfir á hinn almenna borgara fara hjá. Draumur hennar er að verða einn þeirra, lifa venjubundnu lífi. Hún segist gæla við þá hugmynd að fara annað hvort í leiklistarskóla eða læra hár- greiðslu. Þar sem allir þekkjast Það var margt um manninn um miðjan dag á veitingastað í mið- borg Reykjavíkur. Flestir gest- anna hafa látið í minni pokann fyrir áfengis- og vímuefnaneyslu. Á borðum voru bjórglös eða áfen- gi. Lykt af sígarettum og jafnvel kannabis leið um loftið. Við eitt borðið var spilaður póker. Lág- markið var eitt hundrað krónur. Einn stóð snöggt upp. Hann var búinn að tapa öllu. Það var ekki að sjá að honum þætti mikið til um. Kannski var það yfirskyn, menn sýna ekki veikleikamerki innan um aðra harðgerða menn. Á þess- um stað þekkja menn hver annan. Það er tekið eftir því ef nýr bæt- ist í hópinn, það líta allir upp. Eft- ir stutta stund er klappað vina- lega á axlirnar og menn boðnir velkomnir. Samhugur í verki „Svo kallar fólk þennan hóp skít- hæla og aumingja,“ segir ung stúl- ka og bendir á félaga sína sem staddir eru á veitingahúsi í mið- borginni. Hún lætur þessi orð falla eftir að hún skýrir frá því að inn- an þessa hóps ríki mikill samhug- ur. Ef kurteisislega er beðið opni fólk hurðina að heimilum sínum fyrir hvort öðru. Hinn þjóðkunni Lalli Johns er einn þeirra sem stúlkan minnist á. Á höfði Lalla var húfa merkt Manchester United. Sú sem talar gaf Lalla húf- una. Hún segist oft gefa peysur og ullarsokka. Þannig launi hún góð- vildina sem henni mætti þegar hún kom vinalaus til Reykjavíkur og átti hvergi höfði sínu að halla. VIÐTAL Föst í klóm eiturlyfja Ung kona sem notar fíkniefni daglega segir sögu sína.Hún hefur lifað tímana tvenna. Hún selur fíkniefni og vegna þess hefur hún átt við rukkara. Eina næring hennar núna eru orkudrykkir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.