Fréttablaðið - 05.10.2002, Side 12

Fréttablaðið - 05.10.2002, Side 12
5. október 2002 LAUGARDAGUR FÓTBOLTI Knattspyrnusamband Evr- ópu, UEFA, ætlar að rannsaka meint kynþáttahatur stuðnings- manna júgóslavneska liðsins Sartid, sem féll úr leik í Evrópu- keppninni gegn enska liðinu Ipswich Town í fyrradag. Marcus Bent og Finidi George, félagar Her- manns Hreiðarsson hjá Ipswich, segja að stuðningsmennirnir hafi hrækt á þá og hreytt í þá ónotum sem tengjast litarhætti þeirra. Enska knattspyrnusambandið hefur farið þess á leit við UEFA að það rannsaki fleiri mál sem tengjast kynþáttahatri stuðningsmanna.  Stuðningsmenn Sartid frá Júgóslavíu: Hræktu á leikmenn Ipswich Í BARÁTTUNNI Marcus Bent, leikmaður Ipswich, á hér í höggi við Dragan Paunovic, leikmann Sartid. Bent skoraði seinna mark Ipswich sem vann leikinn 2-1. BOX Jose Sulaiman, forseti Al- þjóða hnefaleikasambandsins, WBC, telur að ekki hafi verið staðið rétt að framkvæmd lyfja- prófs sem tekið var á Fernando Vargas í síðasta mánuði. Þvagprufa sem tekin var af Var- gas, eftir að hann tapaði fyrir Oscar de la Hoya í Las Vegas, sýndi að hann hefði tekið inn ana- bólíska stera. „Samkvæmt reglum WBC á að taka rannsaka tvö þvagsýni,“ sagði Sulaiman. „Ef það fyrsta reynist jákvætt eiga íþrótta- mennirnir að pissa á ný svo hægt sé að fá rétta niðurstöðu. Þetta ákvæði var sett inn í lög sam- bandsins árið 1976.“ Vargas neitar því að hafa tekið inn ólögleg lyf en segist hafa neytt fæðubótaefna. Hann hefur farið fram á annað próf til að sanna sakleysi sitt.  Formaður WBC: Vill að Vargas pissi á ný FERNANDO VARGAS Segist ekki hafa tekið inn ólög- leg lyf. Kringlunni 8-12 Sími: 553 2888 Litir: Svart Silfur Bleikur Fjólublár Stærðir: 21-37

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.