Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.10.2002, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 05.10.2002, Qupperneq 13
13LAUGARDAGUR 5. október 2002 14.945 kr Áður 19.982 kr TILBO Ð Sérfræðingur frá Hitachi kynnir nýjungar Vörukynning í Skútuvogi í dag kl. 11 - 14 16.995 kr Áður 23.556 kr BORHAMAR HLEÐSLUBORVÉL OG LJÓS TILBO Ð HITACHI POWER TOOLS DH20PB DS12DVF ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H U S 18 97 2 10 /2 00 2 FÓTBOLTI Leikmenn enska úrvals- deildarliðsins Chelsea, sem Eiður Smári Guðjohnsen leikur með, hafa beðið áhangendur sína afsök- unar á óvæntu tapi liðsins gegn norska liðinu Viking Stafangri í síðari leik liðanna í Evrópukeppni félagsliða í fyrrakvöld. Leikurinn, sem fór fram í Noregi, endaði með 4:2 sigri Viking og samanlagt vann liðið með fimm mörkum gegn fjór- um. Það var Erik Nevland sem tryggði Viking áframhaldandi veru í keppninni með öðru marki sínu í leiknum þegar aðeins þrjár mínútur voru til leiksloka. „Ég veit ekki hvað ég get sagt,“ sagði Gianfranco Zola, Ítalinn knái í liði Chelsea eftir leikinn. „Ég finn til með öllum áhangendum liðsins sem gerðu sér ferð á leikinn.“ Claudio Ranieri, knattspyrnu- stjóri Chelsea, sagðist ekki vera reiður út í frammistöðu varnar- manna sinna í leiknum. Sagði hann þá vera unga að árum. „Ég er afar ánægður með leik minna manna. Við spiluðum vel og vorum betri aðilinn í leiknum. Við gerðum hins vegar mikið af mistökum og gáf- um þeim fjögur mörk.“ Þetta er þriðja árið í röð sem Chelsea fellur snemma út úr Evópukeppninni. Skemmst er að minnast taps liðsins gegn ísra- elska liðinu Hapoel Tel-Aviv í fyrra.  Leikmenn Chelsea: Biðjast afsökunar á slakri frammistöðu BARÁTTA Erik Nevland, leikmaður Viking, í baráttu við Gianfranco Zola, Ítalann í liði Chelsea. Nevland skoraði tvö mörk í leiknum, það síðara þegar þrjár mínútur voru til leiksloka. ÍÞRÓTTIR UM HELGINA LAUGARDAGUR 13.25 RÚV Þýski fótboltinn 13.45 Stöð 2 Enski boltinn (Southampton - Man. City) 14.00 Vestmannaeyjar Esso-deild kvenna (ÍBV - Fram) 14.30 Ásgarður ESSO- deild kvenna (Stjarnan - Fylkir/ÍR) 16.00 KA-heimilið ESSO-deild kvenna (KA/Þór - FH) 16.00 Stöð 2 Alltaf í boltanum 16.00 RÚV EM í handbolta 16.30 Víkin ESSO deild kvenna (Víkingur - Valur) 16.30 Ásgarður Esso deild karla (Stjarnan - ÍBV) 16.30 Höllin Akureyri Esso-deild karla (Þór Ak. - UMFA) 17.00 Sýn Toppleikir (Toppleikir) 22.35 Sýn Hnefaleikar - MA Barrera (Erik Morales - MA Barrera) SUNNUDAGUR 12.45 Sýn Enski boltinn (Arsenal - Sunderland) 14.40 Stöð 2 Mótorsport (e) 14.55 Sýn Enski boltinn (Liverpool - Chelsea) 17.00 RÚV Markaregn 17.00 Sýn Meistaradeild Evrópu 18.00 Sýn Torfærutröll á Suðurskautinu 20.00 Digranes Esso-deild karla (HK - ÍR) HANDBOLTI „Leikurinn leggst vel í mig og við hlökkum mikið til verkefnisins,“ segir Ágúst Þór Jó- hannsson, þjálfari karlaliðs Gróttu/KR í handbolta, sem leikur tvo Evrópuleiki við úkraínska lið- ið Switlotechnik Brovary um helgina. Báðir leikirnir verða háð- ir á heimavelli Gróttu/KR í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi og hefst fyrri leikurinn klukkan 16 í dag. „Við erum bara mjög spennt- ir. Þetta lið er búið að vera í Evr- ópukeppninni síðustu ár en við erum hins vegar að taka þátt í fyrsta skipti. Reynslan ætti því að vera þeirra megin en á móti kem- ur að við höfum heimavöllinn. Það er bara vonandi að fólk fjölmenni á leikina og styðji drengina til sig- urs,“ segir Ágúst. Ágúst segist ekki vita mikið um úkraínska liðið. „Eins og stað- an er í dag þá eru þeir efstir í úkraínsku deildinni og hafa reynslu úr Evrópukeppninni þan- nig að þetta ætti að vera nokkuð öflug lið. Það er ljóst að þetta verður erfitt en engu að síður á þetta að vera skemmtilegt og við stefnum að því að komast áfram,“ segir Ágúst.  Grótta/KR keppir við Switlotechnik Brovary: Reynslan þeirra megin ÁGÚST Ágúst á von á skemmtilegum leikjum um helgina. FÓTBOLTI Atli Eðvaldsson, lands- liðsþjálfari í knattspyrnu, segir ekki útilokað að Eyjólfur Sverris- son, leikmaður Herthu Berlín, leiki aftur með landsliðinu. Eyjólfur hætti sem kunnugt er að leika með landsliðinu í fyrra. „Ég ræddi síðast við Eyjólf fyr- ir tveimur dögum, áður en lands- liðshópurinn var kynntur,“ sagði Atli á blaðamannafundi sem Knattspyrnusamband Íslands boðaði til í gær. „Hann er meiddur sem stendur en við munum ræða aftur saman í mars fyrir útileik- inn gegn Skotum.“ Atli segist hafa leitað til Eyjólfs þegar ljóst var að Ísland væri með Þýskalandi í riðli í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Portúgal árið 2004. Ljóst er koma Eyjólfs gæti haft mikið áhrif á landsliðið. Hann hef- ur verið leiðtogi liðsins á undan- förnum árum og hefur skarð hans enn ekki verið fyllt. Fyrsti leikur Íslands verður gegn Skotum á Laugardalsvelli eftir viku. Landsliðsþjálfarinn segir liðið ætla sér sigur og að hann hafi sett sér þrjú markmið fyrir undankeppnina. Að halda liðinu í þriðja styrkleikaflokki, vinna Skota og koma liðinu í úr- slitakeppnina. Hermann Hreiðarsson, leik- maður Ipswich Town, meiddist í baki um síðustu helgi og var fjar- ri góðu gamni þegar lið hans lék í Evrópukeppni félagsliða í fyrra- dag. Ekki er talið líklegt að hann verði í leikmannahópi Ipswich sem mætir Wimbledon um helg- ina.  Íslenska landsliðið í knattspyrnu: Eyjólfur inni í myndinni NÝR BÚNINGUR Nýr landsliðsbúningur, frá errea, var kynntur á blaðamannafundinum í gær. EYJÓLFUR SVERRISSON Gæti komið aftur inni í landsliðshópinn. Mörkinni 6, sími 588 5518. Mokkajakkar og kápur, ullarkápur stuttar og síðar. Fallegar úlpur, hattar og húfur. Kanínuskinn kr. 2.900 Nýjar vörur Opið 9-18 virka daga og 10-15 laugardaga. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.