Fréttablaðið - 05.10.2002, Page 14

Fréttablaðið - 05.10.2002, Page 14
14 5. október 2002 LAUGARDAGUR STÚART LITLI 2 m/ísl. tali kl. 2, 4 og 6 PÉTUR OG KÖTTURINN 2 kl. 2 K19 kl. 8 og 10.50 XXX kl. 5.15, 8 og 10.40 Sýnd kl. 2, 5, 8 og 10.50 Sýnd kl. 5, 8 og 10.50 Sýnd kl. 3.30, 5.50, 8 og 10.10 kl. 4, 6, 8 og 10FÁLKAR kl. 3, 5.30, 8 og 10.30BOURNE IDENTITY 1.50 og 3.40 LILO OG STITCH m/ísl. tali kl. 5.50 og 10 SIGNS kl. 2VILLTI FOLINN m/ísl. tali - 200 kr. kl. 2 HJÁLP ÉG ER FISKUR m/ísl. tali MAÐUR EINS OG ÉG kl. 4 og 8 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 Sýnd kl. 3, 5.45, 8 og 10.15 LILO OG STITCH kl. 2 VIT430 LILO OG STITCH ísl. tal 1.45, 3.45 og 6 VIT429 SIGNS kl. 8 og 10.10 VIT427 HAFIÐ kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10 VIT433 PLUTO NASH kl. 2 VIT432 MAX KLEEBLE´S... kl. 2, 4 og 6 VIT441 BOURNE IDENTITY kl. 8 og 10.30 VIT427 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10 VIT 435 Sýnd kl. 3.40, 5.30, 8 og 10.30 VIT 444 Sýnd kl. 2, 5.30, 8 og 10.30 VIT 445 FRÉTTIR AF FÓLKI SKEMMTANALÍF Þó að það virðist ef til vill undarleg tilhugsun í dag þá var tónlistarlífið fyrir 7 árum mun ríkara en nú. Ástæðan var helst sú að í þá daga gátu sveitir haldið tónleika um allan bæ. Síð- an færðist gredda landsmanna frá því að heyra lifandi tónlistar- flutning í öllu frumstæðara horf. Plássin fylltust af erlendum, og síðar innlendum, nektardans- meyjum og hafa íslenskir tón- listarmenn margir þurft að berj- ast fyrir því að komast að á þeim fáum stöðum sem sinntu rokkinu áfram. Nú eru nektardansmeyj- arnar komnar í fötin, plássin aft- ur orðin að tónleikastöðum og tónlistarlíf miðborgarinnar því við það að rísa til eldri hæða á nýjan leik. Skemmtistaðurinn „Barinn“ opnaði á dögunum þar sem nekt- ardansstaðurinn Vegas var rek- inn. Fyrir nokkrum árum var þar staðurinn „Tveir vinir og annar í fríi“ sem var með vin- sælli tónleikastöðum bæjarins. Skemmtanastjóri staðarins, Sig- urjón Skæringsson, ætti að vera vanur rokkinu því hann rak á sínum tíma Rósenbergkjallar- ann. Sá staður gekk í daglegu tali undir nafninu „Musteri rokks- ins“. „Það má segja að þessi staður sé það sem Rósenberg hefði orð- ið ef hann hefði verið stærri og staðsettur á betri stað,“ segir Sigurjón um Barinn. „Rósenberg var lítill staður og bauð því upp á að einn hópur yfirtæki hann. Þessi staður er of stór til þess.“ Sigurjón segir að staðurinn verði opinn öll kvöld vikunnar og að fjölbreytnin verði höfð að leiðarljósi í hljómsveitavali. „Ég keyrði „Musteri rokksins“ á sín- um tíma af hugsjón. Nú er það hins vegar að gerast aftur að fólk sem fer á skemmtistaðina er að fá leið á diskótekunum. Fólk er búið að fá nóg og það þarf að svara því. Ég er fyrst og fremst að reyna gera skemmti- legan stað fyrir sem flesta. Það verða líka hljómsveitir sem ég fíla ekki sjálfur.“ Ekki er búið að henda út öll- um merkjum nektardansins enn. „Það er ein súla eftir í húsinu. Það er með ráðum gert. Við vilj- um minna á þetta. Fyrsta kvöld- ið í húsinu voru menn og konur að sveifla sér á þessu. Fólki finnst þetta skemmtilegt,“ segir Sigurjón að lokum. biggi@frettabladid.is Bruce Paltrow, faðir leikkon-unnar Gwyneth Paltrow, er látinn, 58 ára að aldri. Bruce, sem var þekktur framleiðandi og leikstjóri í Hollywood, lést á sjúkrahúsi í Róm, þar sem hann var staddur til að halda upp á þrí- tugsafmæli dótt- ur sinnar. Bruce, sem þjáðist af krabbameini í hálsi, er talinn hafa látist úr hjartaáfalli. Þann 26. nóvember verður gef-ið út fimm diska box með efni eftir söngvarann Jeff Buckley, sem drukknaði 30 ára gamall árið 1997. Í boxinu verður að finna fimm EP-plötur sem gefnar voru út í tengslum við út- gáfu fyrstu og einu breiðskífu kappans, Grace, frá árinu 1994. Þess má geta að 15. október kemur út platan „Songs to No One 1991-1992,“ sem hefur að geyma óútgefið efni sem Buckley tók upp með Gary Lucas, fyrrverandi gítarleikara hljómsveitarinnar „Captain Beefheart.“ Útgáfu á nýrri safnplötuhljómsveitarinnar Nirvana hefur verið flýtt um tvær vikur í Bretlandi. Platan átti að koma út 11. nóvember en kemur nú út 28. október. Á plötunni er m.a. að finna lagið „You Know You’re Right,“ sem tekið var upp þrem- ur mánuðum áður en Kurt Cobain, forsprakki Nirvana, lést. Laginu var lekið á Netið í síð- asta mánuði og skömmu síðar fóru útvarpsstöðvar víðsvegar um heiminn að spila lagið. TÓNLIST Rokkið tekur við af nektardansinum Nú þegar strippbúllum miðbæjarins hefur verið rutt til hliðar fyllast gamlir tónleikastaðir af tónum að ný. Einn þeirra er „Barinn“, Laug- arvegi 45, sem hét áður Tveir vinir og annar í fríi. SIGURJÓN SKÆRINGSSON Segir að fólk eigi það til að sveifla sér á einu súlunni sem enn er eftir á gamla Vegas. Fyrir ykkur sem voruð að bíðaeftir nýjustu stuðskífu sprelligosans Beck er nýja plat- an líklegast mikil vonbrigði. Beck er ekki í stuði. Fyrir okkur hin, sem höfum lengi leyft yfirveguðum og ró- legum tónum Nick Drake, Bonnie „Prince“ Billy, Pink Floyd og rólegri lögum Radi- ohead að dáleiða okkur, hefur Beck náð að brugga afbragðs borðvín. Bragðið er blanda af fyrrnefndum tónlistarmönnum. Hér notar Beck angurværari raddbeitingu en áður og textarn- ir virðast kafa dýpra í einkalíf kappans en fyrr. Platan er ólík flestu öðru sem hann hefur tek- ist á við áður en svipar þó kanns- ki helst til plötunnar „Mutations“ frá ‘98. Hér leitar hann þó kanns- ki meira í áhrif frá áttunda ára- tugs rokksveitum. Hér vinnur Beck með fyrrum upptökustjóra Radiohead (Nigel Godrich sem gerði m.a. „O.K. Computer“) og heyrast einkenni hans víðsvegar á gripnum. Klukknaspilið, delay-haf og fleiri undarleg hljóð minna um margt á þá merku sveit. Beck virðist skipta um skap á hverri plötu og ætlar greinilega að leggja sprelligosann á hilluna í bili. Ef þið getið tekið kappann trúanlegan á þessari plötu verð- launar hún ykkur þolinmæðina þúsundfalt. Birgir Örn Steinarsson BECK: Sea Change TÓNLIST Graham Coxon, gítarleik- ari hljómsveitarinnar Blur, segir að hann hafi verið rekinn úr sveit- inni eftir að hafa brotnað niður andlega. Enginn meðlima hljóm- sveitarinnar hefur fram til þessa viljað staðfesta að Coxon sé hætt- ur í sveitinni. Coxon sagði í viðtali við tónlist- artímaritið Q að hann hefði farið tvisvar á síðasta ári á sjúkrahús vegna vandamála tengdum drykkju og þunglyndi. Hann seg- ist ekki hafa lent í rifrildi við fé- laga sína í Blur og það hafi því ekki valdið brotthvarfi hans úr sveitinni. Sagðist Coxon hafa hætt í Blur í síðasta mánuði eftir að umboðsmaður sveitarinnar hring- di í hann og bað hann um að hætta. „Það hafði eitthvað að gera með viðhorf mitt,“ sagði Coxon. „Mér fannst ég samt vera að vinna mína vinnu af heiðarleika en kannski rugluðust þeir á hugtökunum heiðarleiki og viðhorf.  Beck í ástarsorg Graham Coxon, gítarleikari Blur: Rekinn eftir andlegt áfall COXON Graham Coxon er hættur í Blur. Hann hef- ur átt við vandamál tengd þunglyndi og drykkju að stríða. James Earl Jones: Verður í næsta Stjörnu- stríði KVIKMYNDIR Leikarinn James Earl Jones, sem ljáði Svarthöfða rödd sína í fyrstu þremur Stjörnu- stríðsmyndunum, fer með hlut- verk í næstu Star Wars- mynd, „Epis- ode III.“ Earl sagði í nýlegu viðtali að leik- stjórinn Geor- ge Lucas hefði beðið hann um að fara með hlutverk í síð- ustu fimm mínútum myndarinn- ar. Myndin fjallar um það er Jedi-riddarinn Anakin gengur myrkraöflunum á hönd. Talið er að myndin endi á því er Anakin breytist í Svarthöfða. Tökur á „Episode III“ hefjast á næsta ári.  FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.