Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.10.2002, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 05.10.2002, Qupperneq 24
Las í blaðinu um daginn að rit-stjórinn minn hefði farið út að ganga með hundinn og skoðað nýja alþingisskálann. Þeir kíktu inn um glugga og sáu ekki neitt. Hundurinn minn frétti af þessu og vildi líka fara. Við fórum. KOMUM BAKATIL að húsinu. Þar voru tveir landsbyggðarþing- menn að reykja. Allt var uppljómað þó komið væri fast að miðnætti. Davíð hafði verið að flytja stefnu- ræðuna. Allir mættir í sínu fínasta pússi. Og flestir í nýja alþingisskál- anum sem alsettur er gleri ef frá eru taldar grjóthleðslur á göflum. Þarna stóðum við hundurinn í myrkrinu og horfðum inn í skálann. Sáum allt en enginn sá okkur. Á KAFFITERÍUNNI sat Össur Skarphéðinsson með samloku og saug Svala úr röri. Hélt hann væri einn en það var af og frá. Við vorum fyrir utan. Í hinum endanum stóð Halldór Ásgrímsson og speglaði sig í glerinu. Var að laga bindishnútinn. Hélt líka að hann væri einn. Mér leið eins og gluggagægi Á GLERBRÚ sem tengir skálann við Alþingishúsið var Kolbrún Hall- dórsdóttir að laga sokkabuxurnar sínar. Fyrir allra augum. Guðni Ágústsson klóraði sér á bak við eyrað. Geir Haarde pússaði gleraug- un sín. Þetta var eins og fiskabúr. Hundinum var skemmt. Flaug í hug hvort glerið væri skothelt. LÁTUM VERA um miðjan dag þegar skyggnið að utan og inn er verra. En í myrkri og uppljómaður er alþingisskálinn eins og sýningar- gluggi lýðræðisins og ekki víst að lýðræðið þoli það til lengdar. Eins gott að gufubaðið í kjallaranum er ekki úr gleri. Arkitektarnir höfðu þó vit á því. Ætli þingmennirnir fái handklæði merkt Alþingi til afnota? Og kannski sápur líka? ALLT er þetta mjög vandað og hlýt- ur að kalla á virðingu þó hún kosti 810 milljónir. En ef einhvers staðar þarf gardínur þá er það þarna. Þing- mannanna vegna. SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Sýningar- glugginn Bakþankar Eiríks Jónssonar Nýr vörulisti - nýjar vörur - nýjar hugmyndir Laugardagar ..................kl. 10:00 - 18:00 Sunnudagar....................kl. 12:00 - 18:00 Mánudagar - föstudaga...kl. 10:00 - 18:30(( ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N EH F/ SI A. IS IK E 18 77 3 10 .2 00 2 790 kr. NAGG hnífablokk með 5 hnífum

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.