Fréttablaðið - 24.10.2002, Page 8
DÓMSMÁL
8 24. október 2002 FIMMTUDAGUR
Útsölumarkaður
GK REYKJAVÍK
Enn meiri verðlækkun !!
allir bolir nú 1.000 – allar skyrtur nú 1.900
allar buxur nú 2.500 – allir jakkar nú 5.000
allir bolir nú 1.000 – peysur 1.500 - 2.500
opið mánudaga til föstudaga frá 12 – 18
og laugardaga 12 – 16
GK Reykjavík Outlet, Faxafeni 9, sími 533 1060
Skilaði sér ekki:
Beið björg-
unar í bíl
LEIT Leit var gerð í fyrrinótt að
manni sem skilaði sér ekki til
byggða. Maðurinn var við mæling-
ar á Holtamannaafrétti. Björgunar-
sveit Slysavarnarfélagsins Lands-
bjargar í Rangárvallasýslum fann
manninn síðan á þriðja tímanum.
Hann sagði bílinn hafa bilað og
hann ákveðið að bíða í bílnum eftir
aðstoð. Þykir hann hafa brugðist
hárrétt við aðstæðum. Veður var
ágætt og amaði ekkert að mannin-
um.
SJÓMANNADEILA Sjómenn ætla ekki
að hætta aðgerðum gegn Atlants-
skipum þrátt fyrir að lögbann hafi
verið sett á mótmælaaðgerðir
þeirra í Njarðvíkurhöfn í gær-
morgun. Þar höfðu um 30 sjómenn
stöðvað losun úr Bremen Úranusi,
leiguskipi á vegum Atlantsskipa,
og tafðist uppskipun því til klukk-
an 11. Ástæðan fyrir aðgerðum
sjómanna er að þeir telja að skip-
verjarnir, sem flestir eru Rússar,
fái greitt langt undir íslenskum
töxtum.
„Við erum ekkert hættir,“
sagði Birgir H. Björgvinsson,
stjórnarmaður í Sjómannafélagi
Reykjavíkur. „Við höldum þessari
baráttu áfram og þetta endar með
því að við tökum stóra slaginn.
Næst verður að bera okkur í
burtu.“
Birgir segir að næst sé stefnt
að því að stöðva losun í Kópavogs-
höfn í næstu viku þegar skip í
Evrópusiglingum fyrir Atlants-
skip komi til hafnar. Eftir það
verði aftur haldið til Njarðvíkur
og losun úr Bremen Úranusi
stöðvuð.
Birgir segir að sjómennirnir
hafi verið mættir á hafnarbakk-
ann í fyrrinótt og ekki hreyft sig
fyrr en sýslumaður hafi verið
kominn með alla pappíra um lög-
bannið.
„Hann var mættur um klukkan
10. Við reyndum að stríða þeim
aðeins meira en fórum klukkan
11.“
Lögbannið var sett á að kröfu
lögmanna Atlantsskipa, en skipa-
félagið segist ætíð hafa farið eftir
íslenskum og alþjóðlegum lögum.
Samkvæmt þeim sé heimilt að
vera með skip á erlendum fána í
siglingum milli Íslands og annara
landa. Í fréttatilkynningu frá Atl-
antsskipum furða forráðamenn
fyrirtækisins sig á því að Sjó-
mannafélag Reykjavíkur skuli
einungis beina spjótum sínum að
því, þar sem bæði Eimskipafélag
Íslands og Samskip notist einnig
við erlend leiguskip með erlend-
um áhöfnum, fyrir hluta af sínum
flutningum. Segja þeir að MV
Florida, leiguskip Eimskipafé-
lagsins, sé mannað portúgalskri
áhöfn, og Ísfell, skip Samskipa,
hafi verið mannað rússneskri
áhöfn og norskum skipstjóra.
trausti@frettabladid.is
STJÓRNMÁL Undirbúningur að Evr-
ópukosningu Samfylkingar er
blettur á flokknum, segir Páll Vil-
hjálmsson, formaður Samfylking-
arfélagsins á Seltjarnarnesi.
Hann hefur ásamt átta Samfylk-
ingarmönnum andmælt því
hvernig staðið er að kosningunni.
„Forystan var löngu búin að
taka afstöðu í málinu. Kosningin
hefur verið keyrð áfram til að fá
stuðning við þá ákvörðun undir
yfirskyni lýðræðis,“ segir Páll.
„Ef menn ætla að iðka flokkslýð-
ræði í framtíðinni verða þeir að
gera það á skynsamari máta en nú
hefur verið gert. Ég held að þetta
sé blettur á Samfylkingunni.“
Stefán Jón Hafstein, formaður
framkvæmdastjórnar Samfylk-
ingar, segir alveg ljóst að það sé
hvorki í gangi kosningasvindl né
að því sé stýrt hvernig fólk greið-
ir atkvæði. „Það eru skýrir kostir
milli já og nei. Jáið þýðir að þetta
fer í ferli sem getur leitt til aðild-
ar. Nei hafnar því. Þetta mál hefur
verið rætt fram og aftur. Mér
finnst Páll ætla flokksfélögum
sínum fávitaskap. Það er ekki
sæmandi.“
Stefán segir að það væri spenn-
andi að sjá aðra flokki setja mál í
dóm félagsmanna sinna. „Ég hefði
haft gaman af því að sjá Sjálf-
stæðisflokkinn efna til umræðu
um kvótamálið og greiða atkvæði
um sægreifakerfið.“
MÓTMÆLI Í NJARÐVÍKURHÖFN
Um 30 sjómenn tóku þátt í mótmælaað-
gerðum gegn Atlantsskipum í Njarðvíkur-
höfn í gærmorgun. Þeir fóru skömmu eftir
að lögbann var sett á aðgerðirnar.
Lögbann sett á mótmæli sjómanna í Njarðvíkurhöfn:
Ekki hættir aðgerðum
gegn Atlantsskipum
PÁLL VILHJÁLMSSON
Páll segir kynningu málsins alla fallna til
þess að fá fólk til að segja já við aðild. Stef-
án Jón Hafstein segir að komið hafi verið
til móts við athugasemdir Páls og félaga.
Formaður Samfylkingar á Seltjarnarnesi óánægður:
Undirbúningur Evrópu-
kosningar skammarlegur
ORÐRÉTT
ÞAR SEM TVÆR HEILAFRUM-
UR KOMA SAMAN...
„Guðni er snillingur í að svara út
í hött.“
Bubbi Morthens ræðir sjókvíaeldi á
laxi og Guðna Ágústsson
landbúnaðarráðherra í DV-grein.
ALLIR DANSA KONGA
„Það er nefnilega orðið neyðar-
legt hvað þingmenn landsins eru
skelfilega hræddir við sína yfir-
boðara, formenn og ráðherra.“
Bjarni Harðarson, ritstjóri Sunnlenska
fréttablaðsins, ræðir í leiðara um fylgi-
spekt lægra settra stjórnmálamanna.
VÍÐA DANSA MENN KONGA
„Staðreyndin er sú að þegar Evr-
ópusambandið tapar kosningum
þá lætur það kjósa aftur þangað
til „rétt“ niðurstaða fæst.“
Vefþjóðviljinn fjallar um endurtekna
þjóðaratkvæðagreiðslu Íra um
Nice-samning Evrópusambandsins.
Sigurvon RE-64:
Strandaði í
innsiglingu
STRAND Báturinn Sigurvon RE-64
strandaði í innsiglingunni í Sand-
gerði í fyrrakvöld vegna bilunar í
stýrisbúnaði. Björgunarskipið
Hannes Þ. Hafstein kom á strand-
stað klukkan hálftólf. Tók tuttugu
mínútur að losa bátinn og var hann
dreginn til hafnar í Sandgerði.
Sex manna áhöfn var um borð í
bátnum. Einn skipverjanna var
fluttur um borð í björgunarskipið.
Hallaði skipið talsvert en engin
hætta var talin vera á ferð. TF-LÍF
kom á strandstað en verið var að
æfa notkun nætursjónauka vestur
af Hvalaeyjum þegar upplýsingar
um strandið bárust.
KONA BRAUT RÚÐU Kona á fimm-
tugsaldri var fundin sek um að
hafa brotið rúðu í verslunarmið-
stöðinni Grímsbæ. Henni var ekki
gerð sérstök refsing. Í vor var hún
dæmd í 15 mánaða fangelsi, þar af
12 mánuði skilorðsbundna, fyrir
stórfellda líkamsárás.