Fréttablaðið - 24.10.2002, Page 12
12 24. október 2002 FIMMTUDAGURFÓTBOLTI
BROSMILDUR
Gerard Houllier, knattspyrnustjóri Liver-
pool, hefur ríka ástæðu til að vera
brosmildur þessa dagana. Lið hans er
komið í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar
og er komið á góðan skrið í Meistaradeild-
inni eftir tvo stóra sigra á skömmum tíma
gegn Spartak Moskvu.
ÍÞRÓTTIR Í DAG
16.45 RÚV
Handboltakvöld
18.30 Sýn
Heimsfótbolti með
West Union
19.15 Ásvellir
Intersport-deildin
(Haukar - Keflavík)
19.15 Sauðárkrókur
Intersport-deildin
(Tindastóll - Skallagrímur)
19.15 Stykkishólmur
Intersport-deildin
(Snæfell - UMFG)
19.15 Valsheimili
Intersport-deildin
(Valur - Breiðablik)
20.15 Selfoss
SS-bikar karla
(Selfoss - ÍR)
22.30 Sýn
HM 2002
(Spánn - Slóvenía)
Gullmolar
Nýlegir, lítið eknir og sérstaklega
vel með farnir bílar í eigu Bílaþings.
Frábær kaup.
Leit
Leitarvél Bílaþingsins er beintengd
við söluskrá notaðra bíla.
Einfalt og þægilegt.
Rekstrarleiga
Taktu notaðan bíl á rekstrarleigu. Þjónustuskoðun
og smurþjónusta er innifalin í mánaðargjaldi.
Þú velur lengd samningstímans.
Númer eitt í notu›um bílum!
HANDBOLTI Guðmundur Guð-
mundsson, landsliðsþjálf-
ari í handbolta, hefur valið
17 manna hóp fyrir World
Cup-mótið sem hefst í Sví-
þjóð þann 29. október. Mót-
ið er fyrsta skrefið í undir-
búningstímabili fyrir
heimsmeistaramótið í
Portúgal á næsta ári.
Markvörðurinn Hlynur
Jóhannesson, sem spilar
með norska liðinu Stord, er
eini nýliðinn í hópnum.
Flestir leikmenn spila með
erlendum félagsliðum. Þrír leik-
menn koma frá íslenskum fé-
lagsliðum: Snorri Steinn Guð-
jónsson úr Val og Aron Krist-
jánsson og Birkir Ívar
Guðmundsson úr Haukum.
Á World Cup-mótinu
spila átta af sterkustu
þjóðum heims. Liðunum er
skipt niður í tvo riðla og
leikur Ísland í B-riðli, með
Júgóslavíu, Rússlandi og
Þýskalandi. Tvö lið komast
upp úr riðlinum í undanúr-
slit.
Landsliðsþjálfarinn hef-
ur tekið upp nýja tækni,
sem byggð er á íslenskum
hugbúnaði, til að auðvelda
leikmönnum undirbúning. Hver
leikmaður fær margmiðlunar-
disk þar sem hann getur skoðað
leikaðferðir liðsins í máli og
myndum. Guðmundur segir
hentugt að geta safnað saman
upplýsingum á einn stað. „Ég sá
mér leik á borði að koma öllum
okkar handbolta þarna inn og
skilgreina okkur. Þá er það að-
gengilegt fyrir mig og leik-
menn.“
Einn nýliði í hópnum
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur valið 17 leikmenn
fyrir World Cup-mótið í Svíþjóð. Einn nýliði í hópnum. Þjálfarinn not-
ast nú við margmiðlunardisk til að auðvelda undirbúningin.
LANDSLIÐSHÓPURINN
Markverðir:
Guðmundur Hrafnkelsson Conversano
Hlynur Jóhannesson Stord
Birkir Ívar Guðmundsson Haukar
Horna- og línumenn:
Guðjón Valur Sigurðsson Essen
Gústaf Bjarnason Minden
Einar Örn Jónsson Wallau Massenheim
Sigfús Sigurðsson Magdeburg
Róbert Sighvatsson Wetzlar
Útileikmenn:
Gunnar Berg Viktorsson PSG
Rúnar Sigtryggsson Ciudad Real
Heiðmar Felixsson Bidasoa
Snorri Steinn Guðjónsson Valur
Aron Kristjánsson Haukar
Sigurður Bjarnason Wetzlar
Patrekur Jóhannesson Essen
Ólafur Stefánsson Magdeburg
Dagur Sigurðsson Wakunaga
LANDSLIÐSÞJÁLFARINN
Íslenska landsliðið býr sig undir fyrir
heimsmeistaramótið 2003 með þátttöku á
World Cup í Svíþjóð. Fram undan eru
meðal annars leikir við Slóvena og Svía.
TENNIS Saksóknarar hafa farið
fram á að þýska tennisstjarnan
fyrrverandi Boris Becker verði
dæmd í þriggja og hálfs árs fang-
elsi fyrir að svíkja um 150 millj-
ónir króna undan skatti á árunum
1991 til 1993.
Becker játaði fyrir dómstólum
í gær að hafa gert fjárhagsmistök
á þessum árum en neitaði því hins
vegar að hafa svikið viljandi und-
an skatti. Játaði hann einnig að
hafa dvalið í íbúð í borginni
München í Þýskalandi á sama
tíma og hann var skráður ríkis-
borgari í skattaparadísinni
Mónakó. Hann sagðist aftur á
móti aðeins hafa dvalið af og til í
íbúðinni, sem var í eigu systur
hans.
Hinn 34 ára gamli Becker seg-
ir að rannsóknin á skattamálum
sínum, sem staðið hefur yfir í 10
ár, hafi flýtt fyrir ákvörðun sinni
um að leggja tennisspaðann á hill-
una árið 1999. „Tennis er íþrótt
sem byggist á sálfræði. Ég hætti
að spila á þessum tíma vegna þess
að ég gat ekki haldið þessu lengur
áfram,“ sagði Becker.
Becker hefur átt í vandræðum
í einkalífinu undanfarin ár. Hann
lenti í erfiðum skilnaði við eigin-
konu sína Barböru og barnaði
rússneska fyrirsætu eftir stutt
ævintýri inni í kústaskáp auk þess
sem hann tapaði umtalsverðum
fjárhæðum í viðskiptum.
Þýska tennisstjarnan Boris Becker í slæmum málum:
Á þriggja og hálfs árs
fangelsi yfir höfði sér
BECKER
Boris Becker gengur inn í réttarsalinn í München þar sem réttað var í máli hans.
AP
/M
YN
D