Fréttablaðið - 24.10.2002, Page 16

Fréttablaðið - 24.10.2002, Page 16
16 24. október 2002 FIMMTUDAGURHVAÐA BÓK ERT ÞÚ AÐ LESA? FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER Gunnar Lárus Hjálmarsson tónlistarmaður. Ég er að lesa bók sem heitir A Dream of Is- lands eftir Gavan Daws. Þetta er reyndar ekkert sérstök bók en í henni eru ævisögur nokkurra manna sem eiga það sameigin- legt að hafa flúið vestræna siðmenningu á þar síðustu öld til Kyrrahafseyja. LEIKHÚS Nemendaleikhúsið frum- sýndi á sunnudagskvöld leikritið Skýfall eftir spænska leikskáldið Sergei Belbel. „Þetta er fyrsta verkið af þremur sem við setjum upp á þessum lokavetri okkar í skólanum,“ segir Ilmur Kristjáns- dóttir, einn átta leikenda í sýning- unni. „Það má segja að þetta sé svört kómedía sem gerist á þaki háhýsis, en skrifstofufólk sem vinnur í húsinu stelst reglulega þangað upp til svala nikótínþörf- inni. Fólkið þarf svo að berjast fyrir tilveru sinni á öllum sviðum í hörðum heimi.“ Egill Heiðar Pálsson leikstýrir verkinu en þetta er fyrsta leik- stjórnarverkefni hans frá því hann lauk námi frá Statens Tea- terskole í Kaupmannahöfn. „Þetta er búið að vera strangt og skemmtilegt æfingaferli,“ segir Ilmur. „Hann sendir okkur út að hlaupa á hverjum morgni til að koma okkur í form og við höfum nánast búið í leikhúsinu undan- farnar vikur.“ Sergi Belbel þykir eitt fremsta leikritaskáld Spánar í dag. Hann vakti mikla athygli með fyrstu verkum sínum árið 1985, en þau voru undir miklum áhrifum frá höfundum absúrdleikhússins, sér í lagi Samuel Beckett. Síðan hefur Belbel þróast í átt að einhvers konar draumkenndu ný-raunsæi. Leikrit Belbels eru rannsókn á duldu ofbeldi sem oft ríkir í við- horfum okkar og daglegum sam- skiptum, minnimáttarkennd mannsins gagnvart náunganum og baráttu hans fyrir röngum markmiðum í lífinu.  Nemendaleikhúsið sýnir Skýfall: Mannleg samskipti á þaki háhýsis FIRRTIR SKRIFSTOFUMENN Leikritið Skýfall tekur meðal annars á minnimáttarkennd og duldu ofbeldi mannsins. Listmálarinn Steinn Sigurðsson sýnir á Kaffi Sólon. Sýningin er opin á opnun- artíma Sólon og stendur til 8. nóvember. Jóhanna Ólafsdóttir og Spiros Misokil- is sýna ljósmyndir sínar á Kaffi Mokka. Sýningin heitir „Orbital Reflections“. Allir eru velkomnir. Sýningin Carnegie Art Award 2002 er í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi. Sýnd eru verk eftir 25 norræna lista- menn, sem sérstök dómnefnd hefur valið til sýningarinnar. Aðgangur á sýn- inguna er ókeypis. Opið á virkum dög- um frá 11 til 18, fimmtudaga 11 til 19. Leiðsögn er fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 16. Sýningunni lýkur 10. nóvember. Sýning á verkum fjögurra eistneskra listamanna stendur yfir í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarð- ar. Þeir eru Jüri Ojaver, Paul Rodgers, Jaan Toomik og Jaan Paavle. Tróndur Patursson frá Færeyjum sýnir málverk í aðalsal Hafnarborgar. Flökt- Amublatory- Wandelgang er sam- sýning Magnúsar Pálssonar, Erics And- ersens og Wolfgangs Müllers í Nýlista- safninu. Ágústa Oddsdóttir sýnir í gluggum Vatnsstígs 10. Svava Björnsdóttir sýnir verk á mynd- vegg Maríellu að Skólavörðustíg 12. Sýn- ingin stendur til 9. nóvember. Sýningin Handritin stendur yfir í Þjóð- menningarhúsinu. Sýningin er á vegum Stofnunar Árna Magnússonar. Opið er frá klukkan 11 til 17. Þorri Hringsson sýnir olíu- og vatnslita- myndir í Listasafni Borgarness. Sýningin er opin frá 13 til 18 alla virka daga og til klukkan 20 á þriðjudags- og fimmtu- dagskvöldum. Sýningin stendur til 30. október. Óli G. Jóhannsson sýnir í galleríi Sæv- ars Karls. Austurríski ljósmyndarinn, Marielis Seyler sýnir í Listasal Man, Skólavörðu- stíg 14. Myndirnar á sýningunni voru teknar á Íslandi sumarið 2001. MYX Youth Artist Exchange sýnir í Gallerí Tukt, Hinu húsinu. MYX Youth Artist Exchange er hópur ungra mynd- listarmanna frá Bandaríkjunum og Ís- landi. Sýningin Rembrandt og samtíðarmenn hans; hollensk myndlist frá 17. öld er í Listasafninu á Akureyri. YANN MARTEL Kanadíski rithöfundurinn Yann Martel heldur hér á skáldsögu sinni „The Life of Pi“ en fyrir hana hlaut hann Booker-verð- launin eftirsóttu árið 2002. Bókin segir frá 16 ára gömlum skipbrotsmanni sem er fastur á björgunarbáti ásamt tígrisdýri sem kallast Richard Parker.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.