Fréttablaðið - 24.10.2002, Blaðsíða 21
21FIMMTUDAGUR 24. október 2002
BRETLAND Breska blaðið The Daily
Mirror hefur birt heilsíðulanga
afsökunarbeiðni til Steve Bing,
barnsföður leikkonunnar Eliza-
beth Hurley. Ástæðan er grein
sem birt var í blaðinu fyrir
nokkru síðan þar sem símanúm-
erið hans var birt og hvatt var til
þess að lesendur hringdu í hann
og létu hann fá það óþvegið. Bing
höfðaði í kjölfarið mál gegn blað-
inu og fór fram á 3,5 milljarða
króna í skaðabætur. Sagðist hann
meðal annars hafa fengið morð-
hótanir í gegnum símann. Ákvað
hann að láta málið niður falla eft-
ir að blaðið samþykkti að biðjast
afsökunar á athæfi sínu.
Bing, sem er frægur kvik-
myndaframleiðandi, var húð-
skammaður í breskum dagblöð-
um eftir að sambandi hans við
Hurley lauk á sama tíma og í ljós
kom að hún bar barn hans undir
belti.
Í The Daily Mirror var hann
meðal annars uppnefndur Bing
Laden. Blaðið hefur nú viðurkennt
að umfjöllunin hafi verið bæði „ill-
gjörn“ og „ósmekkleg.“
The Daily Mirror kemst
hjá málshöfðun:
Bing beðinn
afsökunar
HURLEY
Elizabeth Hurley er fræg fyrirsæta og leik-
kona. Bresk dagblöð sökuðu Steve Bing
um að hafa flúið föðurlegar skyldur sínar
þegar hann hætti með Hurley á meðan
hún bar barn hans undir belti.
HUNDAR Vefsíðan dogmcuk.com
hefur um langt skeið boðið upp á
föt fyrir hunda. Nú hafa aðstand-
endur síðunnar fært út kvíarnar
og bjóða grímubúninga fyrir fer-
fætlingana. Þeir sem vilja klæða
hundana sína upp fyrir Öskudag-
inn geta meðal annars fengið kan-
ínu-, maríubjöllu- og býflugna-
búninga. Búningarnir eru til í öll-
um stærðum. Hönnuðir þeirra eru
Gordon Wild Flynn og Tracey
Davies en þeir hafa meðal annars
gert knattspyrnubúninga fyrir
besta vin mannskepnunnar.
„Af hverju eigum við bara að
geta klætt okkur upp í búninga?
Hvað með hundana okkar? Eiga
þeir ekki að fá tækifæri til að
hrella aðra?“ sagði Flynn. „Við
sáum þarna gat á markaðinum og
við viljum fylla upp í það.“ Hann
segist bera mikla virðingu fyrir
hundum og vilja gera föt við þeir-
ra hæfi. „Fötin eru hönnuð fyrir
allar stærðir hunda og þau eru
mjög þægileg.“
KVIKMYNDIR Leikstjóri fyrstu
tveggja Harry Potter-myndanna,
Chris Columbus, segir að það muni
ekki koma sér á óvart ef krakkarn-
ir þrír sem leika Harry, Ron og
Hermione í myndunum leggi
töfrasprotann á hilluna eftir fyrstu
þrjár myndirnar. Hann segir þau
öll vilja fá hvíld frá sviðsljósinu til
þess að fá að upplifa eðlilegri bern-
sku í einhvern tíma.
„Við ætlum öll að leika í „The
Prisoner of Azkaban“ en sjáum svo
bara til eftir það,“ sagði Daniel
Radcliffe í viðtali við BBC á
þriðjudag. Columbus ætlar ekki að
leikstýra fleiri myndum um Potter
og hefur annar leikstjóri þegar
verið ráðinn til þess að taka við af
honum. Það er mexíkanski leik-
stjórinn Alfonso Cuaron, sem er
þekktastur fyrir mynd sína „Y Tu
Mama Tambien“.
HARRY POTTER
Köttur úti í mýri, úti er ævintýri? Leikaraþrí-
eykið sem fer með hlutverk Harry, Ron og
Hermione íhugar að halda ekki áfram eftir
að tökum á þriðju myndinni lýkur.
Harry Potter:
Aðalleikararnir íhuga að
hætta eftir þriðju myndina
Vefsíða með óvenjuleg föt:
Hundar í
býflugu-
búningum HUNDAR Í GRÍMUBÚNINGUMHægt er að velja um margar tegundir af
grímubúningum, þar á meðal býflugna- og
maríubjöllubúninga.