Fréttablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 2
2 15. nóvember 2002 FÖSTUDAGUR
GAGNAGRUNNUR Stjórn Landspítala -
háskólasjúkrahúss segir að ekki sé
lengur grundvöllur fyrir samstarfi
við Íslenska erfðagreiningu um raf-
ræna sjúkraskrá. Leitað verður að
öðrum til samstarfsins.
Eitt af skilyrðunum fyrir því að
Íslensk erfðagreining fengi rekstr-
arleyfi fyrir starfrækslu miðlægs
gagnagrunns var að fyrirtækið
kostaði gerð rafrænnar sjúkra-
skrár hjá heilbrigðisstofnunum.
Síðan hafa samningaviðræður stað-
ið yfir við Landspítalann og báðir
aðilar kostað nokkrum peningum
til.
Íslensk erfðagreining greindi
frá því í síðasta mánuði að fyrir-
tækið gæti ekki haldið áfram samn-
ingaviðræðum um gerð rafrænnar
sjúkraskrár þar sem ekki væri enn
ljóst hvort tillögur þess um upp-
setningu gagnagrunnsins myndu
hljóta tilskilda öryggisútekt.
Magnús Pétursson, fram-
kvæmdarstjóri Landspítalans, seg-
ir að í ljósi bréfsins sé ekki hægt að
líta öðruvísi á en svo að ekki sé
áhugi fyrir upplýsingum í gagna-
grunninn.
Páll Magnússon hjá Íslenskri
erfðagreiningu segist skilja afstöðu
Landspítalans þrátt fyrir að ekki sé
laust við að nokkur vanstilling
felist í yfirlýsingunni. Hann segir
beina viðskiptahagsmuni vera í
húfi og fyrirtækið geti ekki tekið á
sig meiri fjárútlát nema starfsemi
gagnagrunns sé tryggð.
Utanríkisþjónustan:
Ómark-
tækar spár
STJÓRNMÁL „Það getur vel verið að
einhverjir embættismenn hafi í
viðtölum verið með dómsdags-
spár en það er þeirra vandamál,“
segir Gunnar Snorri Gunnarsson,
í utanríkisráðuneytinu.
Norska blaðið Aftenposten
fullyrti í gær að Evrópusamband-
ið hóti að rifta samningnum um
Evrópska efnahagssvæðið náist
ekki samkomulag um auknar
greiðslur Íslands, Noregs og
Liechtenstein í þróunarsjóði Evr-
ópusambandsins. „Það sem er
ljóst er að EES-samningnum verð-
ur ekki sagt upp nema það séu öll
aðildarríki með á því.“
Samson:
Telur öfund
ráða för
VIÐSKIPTADEILUR Aðstandendur
Samsonar hf. segja að deilur sínar
við Ingimar Hauk Ingimarsson
vegna sölu í bjórverksmiðju í
Rússlandi eigi rætur að rekja til
þess að hann sjái ofsjónum yfir
velgengni þeirra frá því að hann
seldi sinn hlut árið 1995.
Tilefnið er grein í tímaritinu
Euromoney þar sem þessar deilur
eru rifjaðar upp. Ingimar sakaði
Björgólf Guðmundsson um að
hafa falsað undirskrift samnings-
ins. Dómar hafa fallið í málunum
og hafa dómstólar á Íslandi og í
Rússlandi ekki fallist á ásökun um
fölsun.
Ingimar seldi fyrir hönd fyrir-
tækisins Baltic Group 75% hlut í
drykkjaverksmiðju árið 1995 á
500 þúsund dollara.
DÓMSMÁL Þrír af fimm dómurum í
Hæstarétti hafa dæmt sveitar-
stjórnarkosningarnar í Borgar-
byggð í maí ógildar. Því þarf að
kjósa aftur í sveitarfélaginu við
fyrsta tækifæri.
Í kosningunum var sama at-
kvæðamagn að baki fjórða manni
Framsóknarflokksins og öðrum
manni Borgarbyggðarlistans. Varp-
að var hlutkesti og komst annar
maður á lista Borgarbyggðarlistans
í sveitarstjórnina en fjórði maður
Framsóknarflokksins ekki.
Á fundi yfirkjörstjórnar Borgar-
byggðar nóttina eftir kosningarnar
voru átta af níu utankjörfundarat-
kvæðum úrskurðuð ógild þar sem
kjósendur höfðu ekki ritað nafn sitt
á fylgibréf. Eitt sambærilegt at-
kvæði sem greitt var í Lyngbrekku
var hins vegar tekið gilt. Það reynd-
ist afdrifaríkt.
Framsóknarmenn kærðu kosn-
ingarnar nokkrum dögum síðar til
félagsmálaráðuneytisins, sem úr-
skurðaði þær ógildar. Þeim úr-
skurði var síðan hrundið af Héraðs-
dómi Vesturlands.
Hæstiréttur segir nú að úr-
skurður félagsmálaráðuneytisins
hafi verið réttur: „Það utankjör-
fundaratkvæði, sem ranglega hafði
verið sett í kjörkassa í Lyngbrekku
og ókleift var að afturkalla, gat því
beinlínis haft áhrif á úrslit kosning-
anna og hlaut þessi ágalli að leiða til
ógildingar þeirra.“
Þrír af fimm dómurum í klofnum Hæstarétti:
Kjósa þarf aftur
í Borgarbyggð
MEÐ HNEFANN Á LOFTI
Þessir írösku hermenn eru ekki að hóta
andstæðingum sínum öllu illu, heldur eru
þeir að taka þátt í hátíðarhöldum í tilefni
stofnunar Bagdad-borgar fyrir 2658 árum.
Vopnaeftirlitinu ekkert
að vanbúnaði:
Fyrstu fara
til Íraks
WASHINGTON Vopnaeftirliti Sam-
einuðu þjóðanna er nú ekkert að
vanbúnaði að fara til Íraks á ný.
Fyrsti hópurinn fer þangað strax
á mánudaginn til undirbúnings.
Eftirlitið hefst 25. nóvember.
Alls verða 80 til 100 vopnaeft-
irlitsmenn sendir til Íraks ásamt
stórum hópi túlka, lækna, tækni-
manna og þyrluflugmanna. Þeir
eiga að ljúka störfum ekki síðar
en 21. febrúar.
Að þessu sinni gegna Banda-
ríkjamenn ekki jafn miklu hlut-
verki í vopnaeftirlitinu og á síð-
asta áratug. Allir starfsmenn
vopnaeftirlitsins verða fastráðnir
starfsmenn Sameinuðu þjóðanna.
Vopnaeftirlitinu í Írak lauk
fljótlega eftir að Írakar komust á
snoðir um að bandarískir vopn-
aeftirlitsmenn höfðu misnotað að-
stöðu sína til þess að njósna fyrir
bandarísku leyniþjónustuna. Eftir
það harðneituðu Írakar að sýna
eftirlitsmönnunum neina sam-
vinnu.
Hans Blix, yfirmaður vopna-
eftirlitsins, segir að í þetta sinn
verði þess gætt að vopnaeftirlits-
mennirnir deili engum upplýsing-
um með bandarísku leyniþjónust-
unni.
Gagnagrunnurinn:
Landspítali leitar annað
LANDSPÍTALINN
Magnús Pétursson segir mikil vonbrigði að
Íslensk erfðagreining dragi sig út úr við-
ræðum um rafræna sjúkraskrá.
Kristján L. Möller spurði menntamálaráðherra hvað
gengi að bæta móttökuskilyrði á Raufarhöfn og
Kópaskeri og óskaði eftir aðstoð jólasveina við að
bæta stöðu mála.
Ég trúi á jólasveininn. Fyrir tíu árum síðan
fékk ég pakka með geisladiski Árna
Johnsen sem enginn kannaðist við að hafa
gefið mér og verð að draga þá ályktun að
þar hafi jólasveinninn verið á ferð. Svo trúi
ég að jólasveinninn verði góður við íbúa
Raufarhafnar og Kópaskers og verði búinn
að færa þeim nýja útvarpssenda og sjón-
varpsloftnet svo þeir geti fylgst með ágætri
jóladagskrá Ríkisútvarpsins.
SPURNING DAGSINS
Trúir þú á jólasveininn?
SKIP Þýski togarinn Uhno RE er
skráður sem skemmtibátur hjá
Siglingastofnun og er nú á sigl-
ingu frá Þýskalandi til
Kúvæt. Í fimm manna
áhöfn skipsins eru íslensk-
ur skipstjóri og íslenskur
yfirvélstjóri. Skipið er 26
metra langur togari með
frystibúnað um borð og
fékk íslenskt haffærisskírt-
eini þar sem því er lýst sem
„þiljuðu skemmtiskipi“. Út-
gerðaraðili er Graysdene
Service á Íslandi ehf.
Í skoðanaskýrslu sem
Fréttablaðið hefur undir
höndum er sagt að enga
gúmmíbáta sé að finna um borð.
Þá er því lýst að engin tækniskoð-
un hafi átt sér stað varðandi skip-
ið, né heldur þykktarmæling eða
rafmagnsskoðun. Í heildarlista
skoðana er sagt að BV í Þýska-
landi hafi annast skoðun
skipsins. Annað sem vekur
athygli er að í skýrslunni er
togarinn sagður vera 24
metrar að lengd en í öðrum
gögnum sem Fréttablaðið
hefur skoðað er Uhno RE
sagt vera 23,7 metrar.
Þannig virðist sem skipið
hafi verið lengt á pappírum
hjá Siglingastofnun. Í reglu-
gerð um skemmtibáta segir
að þeir séu á bilinu 2,5
metrar til 24 metrar að
mestu lengd.
Páll Hjartarson, forstöðumaður
skipaeftirlits Siglingastofnunar,
gaf út haffærisskírteini fyrir
Uhno. Hann hafði engar skýringar
á því hvernig á því stendur að
skipið er sagt 30 sentímetrum
lengra. Þá segir hann að um mis-
tök sé að ræða í skýrslunni því
gúmmíbáta sé að finna í skipinu.
Hann sendi blaðinu staðfestingu
þess. Páll segir jafnframt að það
sé löglegt að skrá skip af þessu
tagi sem skemmtiskip. „Það er
þekkt fyrirbæri að hvalaskoðunar-
bátar og fleiri skip eru skráðir
sem skemmtiskip. Það kann að
vera eðlilegt að skilgreina lögin
upp á nýtt,“ segir Páll og ítrekar
að ef eitthvað sé rangt við skrán-
ingu skipsins þá sé það ekki með
vilja gert.
„Ég tel að rétt hafi verið staðið
að málum,“ segir Páll.
rt@frettabladid.is
Frystitogari skráður
sem skemmtibátur
Siglir á íslensku haffærisskírteini áleiðis til Kúvæt. Enginn lögskráður
um borð. Skipið lengdist um 30 sentímetra hjá Siglingastofnun.
SKEMMTISKIP
Uhno RE er skráð á Íslandi en siglir nú áleiðis til Kúvæt þar sem skipið mun stunda rækjuveiðar.
Í skýrslunni er
togarinn sagð-
ur vera 24
metrar að
lengd en í
öðrum gögn-
um sem
Fréttablaðið
hefur skoðað
er Uhno RE
sagt vera 23,7
metrar.
NORÐURLJÓS
Norðurljós eiga að greiða Landsbankan-
um 265 milljónir króna. Bankinn segir
Jón Ólafsson ekki hafa staðið við gerða
samninga.
Skuldadagar hjá
Norðurljósum:
Greiði 265
milljónir
DÓMSMÁL Norðurljósum hf. er gert
að greiða Landsbanka Íslands 265
milljóna króna gjaldfallinn yfir-
drátt hjá bankanum.
Landsbankinn ákvað að fella yf-
irdrátt Norðurljósa niður í apríl á
þessu ári. Þá taldi bankinn að Jón
Ólafsson, aðaleigandi Norðurljósa,
hefði brotið gegn samningi vegna
4 milljarða króna sambankaláns til
Norðurljósa, sem Landsbankinn
stóð að ásamt öðrum innlendum og
erlendum bönkum. Jón hafi ekki
lagt fyrirtækinu til aukið fé eins og
lofað hafi verið.
Sambankalánið er tryggt með
veði í öllum eignum Norðurljósa
og tengdum félögum. Hlutur
Landsbankans í því er 750 milljón-
ir króna. Norðurljós segja að
rekstraráætlanir fyrirtækisins
hafi riðlast árin 2000 og 2001. Þá
hafi verið hafnar viðræður við eig-
endur sambankalánsins um endur-
skoðun þess og endurfjármögnun
Norðurljósa. Jón Ólafsson hafi
staðið við samkomulag sem þá var
gert.
Í gær var einnig tekið fyrir í
héraðsdómi skuldamál Búnaðar-
bankans gegn Norðurljósum, Jóni
Ólafssyni og Kaupþingi. Ekki fæst
uppgefið um hvað er að tefla í því
máli. Búnaðarbankinn á aðild að
áðurnefndu sambankaláni.