Fréttablaðið - 15.11.2002, Page 4

Fréttablaðið - 15.11.2002, Page 4
4 15. nóvember 2002 FÖSTUDAGUR LÖGREGLUFRÉTTIR WASHINGTON, AP Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær frumvarp um nýtt heimavarna- ráðuneyti, sem George W. Bush forseti ákvað að stofna í kjölfar hryðjuverkanna 11. september í fyrra. Allt benti til þess að öldunga- deildin myndi einnig samþykkja frumvarpið á allra næstu dögum, þrátt fyrir að Repúblikanaflokkur forsetans hafi ekki meirihluta í deildinni fyrr en nýtt þing tekur við um áramótin. Ráðuneytið verður með gríðar- mikil umsvif. Starfsmenn þess verða 170.000. Það tekur við um- sjón 22 ríkisstofnana, þar á meðal leyniþjónustunnar, strandgæsl- unnar og innflytjendastofnunar Bandaríkjanna. Þetta verða mestu breytingar sem gerðar hafa verið á stjórn- sýslu Bandaríkjanna frá því 1977, þegar stofnað var sérstakt orku- málaráðuneyti. Demókrataflokkurinn kom lengi vel í veg fyrir samþykkt frumvarpsins. Flokkurinn var andvígur því að Bush forseti hefði heimild til að ráða og reka starfs- menn hins nýja ráðuneytis án þess að þeir nytu verndar sem op- inberir starfsmenn, líkt og tíðkast um starfsmenn annarra ráðu- neyta í Bandaríkjunum.  Mestu breytingar á bandarískri stjórnsýslu 25 ár: Heimavarnaráðu- neyti brátt stofnað FRUMVARPIÐ SAMÞYKKT Ray LaHood, þingmaður Repúblikana, lýsir því yfir að fulltrúadeild hafi samþykkt frum- varpið með 299 atkvæðum gegn 121. Samfylking: Fléttulisti ólíklegur STJÓRNMÁL „Ég tel það af og frá,“ segir Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingar, um mögu- leika þess að Samfylkingin bjóði fram fléttulista í Reykjavík þar sem fólki er hnik- að til úr þeim sæt- um sem það vann í prófkjörinu um síðustu helgi. Össur staðfest- ir að hugmyndin hafi verið orðuð við hann og þá vís- að til þess að í samþykktum síð- asta flokksþings Samfylkingar hafi verið kvatt til þess að Samfylkingin stillti fram listum þar sem konur og karlar skipuðu sæti á víxl. Sjálfur er hann á því að niðurstaða próf- kjörsins verði látin standa.  Jafnréttismál: Sýni- legur vilji stjórnar SKÝRSLA Vilji stjórnvalda til að gæta að jafnrétti kynjanna við stefnumótun er greinilegur, segir í skýrslu nefndar sem kanna átti hvort og með hvaða hætti opinber stefnumótun tæki mið af jafnrétti kynjanna. Nefndin, undir forystu Þor- gerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokks, leggur til að aukin áhersla verði lögð á fræðslu um jafnréttismál fyrir opinbera starfsmenn sem bera ábyrgð á stefnumótunar- vinnu. Þá er lögð áhersla á að vægi jafnréttisfulltrúa ráðuneyta verði aukið.  ÖSSUR SKARP- HÉÐINSSON Er á því að niðurstaða prófkjörs standi. VESTFIRÐIR Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, hefur ákveðið að láta af störfum eftir að hafa stýrt bæjarfélaginu samfleytt í 16 ár: „Ég tók þessa ákvörðun fyrir fjórum árum,“ segir Ólafur, sem verður 67 ára eftir nokkra daga. „Það er gott að geta undirbúið efri árin á meðan eitthvað er eftir í kollinum,“ segir hann. Verið er að ganga frá ráðningu nýs bæjarstjóra í stað Ólafs en það er Einar Pétursson, ungur Bolvík- ingur sem nú stundar nám við Við- skiptaháskólann í Bifröst. Stefnt er að því að Einar taki við starfinu 1. janúar næstkomandi. Ólafur Kristjánsson er ánægður með að skilja við bæjarsjóð Bolung- arvíkur skuldlausan. Það mun því að þakka að bæjarstjórinn lagði tvær tómar borholur inn í Orkubú Vestfjarða fyrir löngu og seldi svo fyrir 340 milljónir fyrir skemmstu. Verra þykir bæjarstjóranum að Bolvíkingum hefur fækkað um hartnær 300 í valdatíð sinni en þeir eru nú um 900 talsins.  Bolungarvík: Bæjarstjóri hættir ÓLAFUR KRISTJÁNSSON 16 ár að baki. Norðausturkjördæmi: Tvö vilja þriðja sætið STJÓRNMÁL Örlygur Hnefill Jóns- son og Lára Stefánsdóttir, sem lentu í þriðja og fjórða sæti í flokksvali Samfylkingar í Norð- austurkjördæmi, sækjast bæði eftir þriðja sæti á lista flokksins fyrir næstu þingkosningar. Örlygur Hnefill kveðst hafa áhuga á að skipa þriðja sætið og rökstyður tilkall sitt til sætisins með því að hann hafi orðið þriðji í flokksvalinu. Lára hefur einnig lýst áhuga á sætinu og lítur svo á að niðurstöður flokksvalsins hafi engin áhrif á störf uppstillingar- nefndar. Það er afstaða sem Jón Ingi Cesarsson, formaður kjör- nefndar, hefur tekið undir.  LAUGAVEGUR 53B Allt í steik í umdeildu húsi. Steikhúsdeilan: Íbúar kæra SKIPULAGSMÁL Deila um rekstur veitingahúss í húsinu við Lauga- veg 53b er nú komin til úrskurðar- nefndar skipulags- og byggingar- mála. Byggingarfulltrúinn í Reykja- vík hefur samþykkt með skilyrð- um að innréttað verði steikhús á annarri hæð hússins enda sé það atvinnuhúsnæði. Það sætta íbúar á þriðju hæð sig ekki við. Úrskurðarnefndin hefur nú óskað eftir sjónarmiðum Reykja- víkurborgar. Forstöðumanni lög- fræði- og stjórnsýslusviðs hjá borgarskipulaginu hefur verið falið að svara erindinu.  KÍNA Hu Jintao er arftaki Jiang Zemin sem helsti valdamaður í Kína. Hann tekur við formennsk- unni í kínverska Kommúnista- flokknum. Hann tekur væntan- lega einnig við þegar Jiang lætur af embætti forseta landsins í mars á næsta ári. Hu er sagð- ur vera full- trúi fjórðu kynslóðar kín- verskra ráða- manna. Sam- kvæmt því var Mao Zedong leiðtogi fyrstu kynslóðarinn- ar, Deng Xia- oping leiðtogi annarrar kyn- slóðar og Ji- ang Zemin þeirrar þriðju. Frami Hu í kínverska Kommúnistaflokknum hefur verið býsna hraður, að minnsta kosti á kínverskan mæli- kvarða. Hann var ekki nema 39 ára þegar hann var valinn í miðstjórn flokksins árið 1982, yngri en nokk- ur annar. Vegur hans óx jafnt og þétt og talið er að Jiang Zemin hafi fyrir löngu verið búinn að ákveða að hann tæki við af sér. Frá sjónarhóli mannréttinda er stærsti bletturinn á ferli Hu hlut- deild hans í að kveða niður mót- mæli í Tíbet árið 1989. Hann var þá formaður Kommúnistaflokks- ins í Tíbet. Í mars árið 1989 létust að minnsta kosti 40 tíbetskir upp- reisnarmenn í átökum við lögregl- una. Hu lét þá senda 100.000 kín- verska hermenn til Tíbet og tókst að berja niður alla andspyrnu næstu mánuðina. Meðan Hu var að glíma við uppreisnarmenn í Tíbet gerðust atburðirnir á Torgi hins himneska friðar í Peking, þar sem herinn barði niður friðsamleg mótmæli af mikilli hörku. Harka Hu í Tíbet þykir benda til þess að hann sé ólíklegur til þess að leyfa frjálsari skoðana- skipti í Kína heldur en Jiang hef- ur gert. Honum virðist alveg jafn umhugað um það og Jiang að Kommúnistaflokkurinn hafi áfram fulla stjórn á stjórnmála- umræðunni í landinu. Áfram má hins vegar búast við hröðum breytingum í frjálsræð- isátt í efnahagsmálum. Ríkisfyrir- tæki hafa hvert á fætur öðru ver- ið færð í einkarekstur. Fjölmargir hafa reyndar misst atvinnu af þeim sökum og misskipting auðs vaxið hröðum skrefum. En flokks- forystan segist treysta því að einkareksturinn geti fljótlega skilað nægum arði til þess að standa undir jöfnun lífskjara.  Skoðanafrelsi ekki á dagskrá í Kína Hu Jintao barði niður mótmæli í Tíbet með harðri hendi árið 1989. Frami hans innan flokksins hefur verið óvenju hraður. Þykir líklegur til að halda áfram stefnu Jiang Zemin á flestum sviðum. ÞAR DREKKA MENN TE Jiang Zemin er nú fyrrverandi formaður kínverska Kommúnistaflokksins. Hann lætur ein- nig af embætti forseta landsins á næsta ári. Arftaki hans er Hu Jintao. MEÐ UPPRÉTTA HÖND Hu Jintao verður brátt valdamesti maður Kína. AP /M YN D AP /M YN D KJÖRKASSINN Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Heldur þú að bin Laden sé á lífi? Spurning dagsins í dag: Eiga foreldrar rétt á því að vita í hvaða skólum fíkniefni hafa verið seld? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 17,1% 10,7%Nei 72,2% Á LÍFI Flestir telja að hryðjuverkamað- urinn Osama bin Laden sé á lífi. Veit ekki Já ÞRIGGJA BÍLA ÁREKSTUR Þriggja bíla árekstur varð á Þingvalla- stræti á Akureyri um tvöleytið í gærdag. Áreksturinn varð með þeim hætti að ökumaður fremsta bílsins stoppaði vegna gangandi vegfaranda. Bíll númer tvö stoppaði þá líka en sá þriðji keyrði aftan á hann með þeim af- leiðingum að hann keyrði á þann fyrsta. Ökumenn tveggja fyrstu bílanna fundu fyrir eymslum í hálsi að sögn lögreglu. Vegfar- andinn slapp hins vegar ómeidd- ur. SEX STÚTAR Í KÓPAVOGI Sex öku- menn voru teknir í Kópavogi í fyririnótt grunaðir um ölvun. Þá segir lögregla tíð innbrot í bíla. Mælist hún til þess að eigendur geymi ekki verðmæti í bílum og leggi þeim á upplýst svæði.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.