Fréttablaðið - 15.11.2002, Side 6

Fréttablaðið - 15.11.2002, Side 6
ALÞINGI 15. nóvember 2002 FÖSTUDAGUR FASTEIGNIR ÍBÚÐALÁNASJÓÐS Nóvember 2002 160 Nóvember 2001 122 Nóvember 2000 108 Nóvember 1999 107 Dýrari sundurskorin en samanlögð Einar Már Sigurðarson furðar sig á því að Þjóðhagsstofnun virðist dýrari fyrir þjóðarbúið eftir að hún var lögð niður en meðan hún starfaði. Sparnaður var ekki markmiðið segir Sigríður Anna Þórðardóttir og telur skynsamlega staðið að því að flytja verkefni til í stjórnsýslunni. STJÓRNMÁL Kostnaður vegna verk- efna sem Þjóðhagsstofnun sinnti áður og annarra útgjaldaliða sem voru ákveðnir þegar Þjóðhags- stofnun var lögð niður verður um 50 milljónum króna meiri á næsta ári en gert var ráð fyrir að rekstur stofnunarinnar hefði kostað allt þetta ár. Samkvæmt fjárlögum næsta árs fá Hagstofan og fjármála- ráðuneytið samanlagt 144 millj- ónir króna til að sinna þeim verk- efnum sem Þjóðhagsstofnun sin- nti áður en hún var lögð niður. Sú upphæð er ekki mikið hærri en 132 milljónirnar sem Þjóðhags- stofnun voru ætlaðar til rekstrar á þessu ári. Það breytir hins veg- ar niðurstöðunni að þegar Þjóð- hagsstofnun var lögð niður var samþykkt að Alþýðusambandið fengi 30 milljónir og forsætis- ráðuneytið 10 milljónir til að vinna að efnahagsrannsóknum. Kostnaðurinn á næsta ári nemur því 184 milljónum króna. „Hafi það verið gert í hagræð- ingarskyni að leggja niður Þjóð- hagsstofnun er ljóst að það hefur ekki gengið,“ segir Einar Már Sigurðarson, þingmaður Sam- fylkingar. „Hún er dýrari sund- urskorin en samanlögð.“ Það eigi þó eftir að koma í ljós hvort breytingarnar verði til að bæta þjónustuna, svo sem við gerð efnahagsspár. Það hafi reyndar ekki enn verið staðið við að þing- mönnum yrði tryggð sama þjón- usta og upplýsingagjöf og áður. „Það var ekki gert ráð fyrir því þegar frumvarpið var lagt fram að það yrði sparnaður af því,“ segir Sigríður Anna Þórðar- dóttir, þingmaður Sjálfstæðis- flokks. „Það var í raun verið að deila þessu á milli þeirra sem voru að taka við verkefnum. Maður vill alltaf vona að þegar til lengri tíma litið verði um slíkt að ræða.“ „Að minni hyggju var þetta mjög skynsamlega gert þó ýmsir hafi gagnrýnt þetta og þá sér- staklega stjórnarandstaðan,“ segir Sigríður. „Breytingarnar eru í raun og veru til samræmis við það sem tíðkast á Norður- löndum, til dæmis um hvaða verkefni Hagstofan er með.“ brynjolfur@frettabladid.is Hollustukarfa Manneldisráðs lækkaði í verði á milli ára: Óhollustan þyngri í pyngju NEYTENDUR Matarkarfa venjulegr- ar fjögurra manna fjölskyldu kostar 63.708 krónur á mánuði. Velji þessi sama fjölskylda að velja hollari mat fram yfir þann óhollari sparar hún tæpar átta þúsund krónur á mánuði. Munur- inn er 12,4%. Það gera hátt í hund- rað þúsund krónur á ári. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri könnun sem Mann- eldisráð og Alþýðusamband Ís- lands hafa gert á verði tveggja matarkarfa. Í annarri eru vörur sem teljast til meðalneyslu Ís- lendinga. Í hinni er matur sem fellur að manneldissjónarmiðum og hollustu. Manneldisráð og ASÍ könnuðu verð sömu vörutegunda fyrir ári síðan. Sá samanburður leiðir í ljós að grænmeti hefur lækkað um 25% milli ára og ávextir um 21%. Matvöruverð hefur almennt hækkað á tímabilinu. Grænmeti, ávextir og kartöflur eru undan- tekning þar á. Aðrar vörutegundir í matarkörfum landsmanna hafa hækkað lítillega. Anna Sigríður Ólafsdóttir, sér- fræðingur hjá Manneldisráði seg- ir þetta ánægjulega þróun. Körf- urnar innihalda báðar sama fjölda hitaeininga, þannig að báðar körf- urnar fullnægja hitaeiningaþörf einstaklinga í meðalfjölskyldu. „Hins vegar má benda á það, þar sem flestum finnst gaman að borða, að hollustukarfan er ellefu kílóum þyngri.“ Munurinn á körfunum liggur í því að miklu meira er af græn- meti og ávöxtum í hollustukörf- unni. Svipað er af mjólkurvörum, en fitusnauðari mjólkurvörur eru í hollustukörfunni. Þar að auki er sneitt hjá mettaðri fitu með því að velja fremur olíur en smjör og smjörlíki. Í meðalkörfu Íslend- inga eru einnig gosdrykkir og sælgæti sem er að sjálfsögðu ekki að finna í hollustukörfunni.  Íbúðalánasjóður: Meiri vanskil ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR Málefni við- skiptavina Íbúðalánasjóðs í van- skilum eru erfiðari nú en áður, að mati starfsmanna innheimtu sjóðsins. Í fyrra fóru fram 309 fram- haldsuppboð á fasteignum skuld- ara fram til 8. nóvember það ár. Á sama tíma á þessu ári voru fram- haldsuppboðin orðin 383. Þarna er því um að ræða 26% aukningu frá fyrra ári. Eignum sem Íbúðalánasjóður leysir til sín fjölgar að sama skapi. Sjóður- inn á nú 160 íbúðir sem hann hef- ur eignast á uppboðum. Á sama tíma í fyrra voru 122 eignir í eigu sjóðsins. Fjölgunin frá fyrra ári er rúmlega 30%. Tvö fyrri árin þar á undan voru um 100 íbúðir í eigu Íbúðalánasjóðs, hvort ár. Reynt er að selja íbúðirnar aft- ur og annast fasteignasala það fyrir Íbúðalánasjóð. Eignir er þó sumar illseljanlegar sem sjóður- inn leysir til sín, einkum á minni stöðum á landsbyggðinni. Dæmi um það eru Ólafsfjörður og Rauf- arhöfn en þar á Íbúðalánajsóður nokkuð margar íbúðir sem illa gengur að selja.  HOLLT OG ÓDÝRARA Grænmeti og ávextir hafa lækkað á milli ára. Hollustan er ódýrari en óhollustan og bilið fer breikkandi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI SEÐLABANKI ÍSLANDS Þjóðhagsstofnun hafði aðstöðu í húsnæði Seðlabankans. Verkefni hennar voru flutt til Hagstofunnar og fjármálaráðuneytis. Í tengslum við það var ákveðið að forsætisráðuneyti og Alþýðusambandið fengi styrk til efnahagsrannsókna. BORGARMÁL Síðustu lóðirnar í Grafarholti verða boðnar út rétt fyrir og skömmu eftir áramót. Um er að ræða 19 par- og raðhús- lóðir og 6 fjölbýlishúsalóðir með samtals um 250 til 280 íbúðum. Ágúst Jónsson, skrifstofustjóri borgarverkfræðings, segir að verið sé að bjóða um 70% af íbúð- unum út í annað sinn. Ágúst segir að ástæðan fyrir því að lóðir hafi verið afturkallað- ar sé að byggingaraðilar hafi ekki staðið við útboðsskilmála borgar- yfirvalda. Hann segir að fram- kvæmdir í Grafarholti hafi gengið hægar en vonir hafi staðið til um. Ástæðan sé fyrst og fremst sú að dræm sala hafa verið á íbúðum í hverfinu, en þegar það verður fullbyggt verða um 1.800 íbúðir þar. Auk þess að bjóða út bygging- arrétt fyrir par-, rað- og fjölbýlis- húsalóðir munu borgaryfirvöld úthluta sex einbýlishúsalóðum. Ágúst segir að þær verði ekki boðnar út þar sem fjöldi umsókna liggi enn inni vegna þeirra. Þegar hefur verið byggður einn leikskóli í Grafarholti og seg- ir Ágúst að einnig sé búið að út- hluta lóð fyrir einkarekinn leik- skóla. Framkvæmdir við nýjan grunnskóla hefjist væntanlega á næsta ári, en fram til þessa hafi kennsla farið fram í færanlegum kennslustofum. Þá eru fram- kvæmdir við nýja verslunarmið- stöð hafnar í hverfinu.  GRAFARHOLT Framkvæmdir í Grafarholti hafa gengið hægar en vonir stóðu til um. Ástæðan mun fyrst og fremst vera dræm sala íbúða í hverfinu. Síðustu lóðirnar í Grafarholti boðnar út en flestar í annað sinn: Dræm íbúðasala 125.000 KRÓNA LÁGMARKSLAUN Gísli S. Einarsson, Samfylkingu, hefur í fimmta sinn lagt fram frumvarp um að lágmarkslaun verði lögbundin. Hann vill að mið- að verði við að einstaklingar 18 ára og eldri hafi ekki undir 125.000 kr. í mánaðarlaun fyrir dagvinnu. VEISTU SVARIÐ? Svörin eru á bls. 30 1. 2. 3. Hvaða viðurnefni hafði Vestur- Íslendingurinn og skáldið Stephan G. Stephansson? Vilhjálmur Egilsson hefur verið hvattur til að fara í sérframboð. Undir hvaða listabókstaf? Upptökur með hótunum í garð Vesturlanda benda til þess að Osama bin Laden sé enn á lífi þó ekki sé vitað hvar hann heldur sig. Bin Laden dvaldi lengi í Afganistan en hvaðan er hann? GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 85.37 0.06% Sterlingspund 135.5 0.10% Dönsk króna 11.57 0.02% Evra 85.92 0.05% Gengisvístala krónu 128,59 -0,17% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 238 Velta 4.932 milljónir ICEX-15 1.309 -0,14% MESTU VIÐSKIPTI Vinnslustöðin hf. 1.298.091.958 Flugleiðir hf. 169.325.419 Bakkavör Group hf. 89.837.682 MESTA HÆKKUN Vinnslustöðin hf. 6,83% Flugleiðir hf. 1,84% Bakkavör Group hf. 1,77% MESTA LÆKKUN Ísl. hugbúnaðarsjóðurinn hf. -4,11% Íslandssími hf. -1,95% Grandi hf. -1,74% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 8487,5 1,10% Nsdaq*: 1391 2,20% FTSE: 4051,3 0,50% DAX: 3162,9 3,20% Nikkei: 8303,4 -1,60% S&P*: 895,7 1,50%

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.