Fréttablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 8
8 15. nóvember 2002 FÖSTUDAGUR REKSTRARSPARNAÐUR Gera má ráð fyrir að breytt innkaupastefna í hugbúnaði geti sparað hinu opin- bera tug milljóna króna. Þetta kemur fram í nóvemberhefti tímaritsins Tölvuheims. Í ítar- legri grein í blaðinu er bent á möguleika á að nota hugbúnað sem byggður er á opnum stöðlum sem hver sem er hefur aðgang að. Það þýðir að menn geta skrifað eigin útgáfur af forritum og bætt við þær sem fyrir eru. Sá hugbún- aður getur hentað eins vel og dýr- ari hugbúnaður frá Microsoft. Í greininni kemur fram að í Danmörku hefur farið fram ítar- leg umræða um kosti þess að nota hugbúnað með opnum stöðlum. Í greininni segir Friðjón R. Frið- jónsson, vefstjóri í dómsmála- ráðuneytinu, að legið hafi fyrir að breytt leyfafyrirkomulag Micro- soft myndi hafa í för með sér auk- inn kostnað fyrir ráðuneytið. Hann segir að farið sé að nota StarOffice-hugbúnað frá Sun meðfram Office-hugbúnaði frá Microsoft. Gera megi ráð fyrir að við það sparist hundruð þúsunda króna í ráðuneytinu.  Möguleikar á sparnaði: Opinn hugbúnað- ur sparar stórfé HÆGT AÐ SPARA Í nýjasta hefti tímaritsins Tölvuheims er fjallað um möguleika hins opinbera til að spara stórfé með notkun á hugbúnaði sem byggir á opnum staðli. Indland: Bofors-málið fyrir rétt NÝJA-DELHÍ, AP Indverskur dómstóll úrskurðaði í gær að halda eigi réttarhöld yfir hinu gjaldþrota sænska fyrirtæki Bofors vegna spillingarmála í tengslum við vopnasölu til Indlands árið 1986. Bofors-málið er eitt þekktasta spillingarmál Indlands. Þrír bræður, Srichand og Gopichard Hinduja, sem báðir eru breskir ríkisborgarar, og Prakash Hindu- ja eru sakaðir um að hafa þegið nærri 800 milljónir króna í ólög- leg umboðslaun frá vopnafram- leiðandanum Bofors til þess að liðka fyrir sölu vopna til Ind- lands.  UMHVERFISMÁL Katrín Fjeldsted hefur flutt á Alþingi þingsálykt- unartillögu um neysluvatn. Í greinargerð með tillögunni segir að sú merka auðlind sem felist í fersku vatni sé ekki öllum ljós, en vitað sé að við Íslendingar eigum yfir meira vatni að ráða en við þurfum sjálf á að halda. Mikil- vægt sé að umgangast þessa auð- lind þannig að komandi kynslóðir eigi aðgang að fersku neysluvatni í framtíðinni því þrátt fyrir gnægð þess sé ferskt vatn á Ís- landi ekki ótakmörkuð auðlind. Lagt er til að auðlindin verði skilgreind sem slík og stjórn og meðferð hennar vistuð á einum stað í stjórnsýslunni. Bent er á að árið 2050 muni 4.2 milljarðar manna búa í löndum sem ekki geta séð fyrir því sem Sameinuðu þjóðirnar mæla með af vatni, en það séu að minnsta kosti 50 lítrar á dag til matseldar, þvotta og drykkju. Skortur muni vera á vatni árið 2050 vegna fólks- fjölgunar. Þingsályktunartillagan var flutt á síðasta þingi en hlaut ekki afgreiðslu.  Þingsályktunartillaga Katrínar Fjeldsted: Ferskt vatn ekki ótakmörkuð auðlind FERSKT VATN Katrín Fjeldsted leggur til að vatn verði skilgreint sem auðlind og verndað sem slíkt. HEILBRIGÐISMÁL Elsa Friðfinnsdótt- ir, aðstoðarmaður heilbrigðisrá- herra, segir að til standi að aug- lýsa eftir útlendum læknum í stað þeirra heimilis- lækna sem látið hafa af störfum og eru í réttindabar- áttu. „Við höfum einnig ákveðið að auglýsa lausar námstöður í heimil- islækningum og vonumst til að fá viðbrögð við þeirri auglýsingu,“ Til þessa hafa verið um það bil fimm námsstöðugildi á heilsu- gæslustöðvunum og hafa jafnan færri komist að en viljað. Síðast var auglýst í október og nú stend- ur til að bæta við þær fimm sem ráðið var í þá. Elsa segir að nú verði ráðið í þrjár stöður til við- bótar „Þetta eru auðvitað náms- stöður og byggjast á að kennsla og samstarf við heilsugæslustöðv- arnar séu fyrir hendi. Auk þess hafa þessar stöður kostað ríkið nokkuð fé því þær eru launaðar. Á móti kemur að þessir einstakling- ar sinna vitaskuld sjúklingum.“ Elsa segir vitað að þessar stöður séu ekki sérlega vel laun- aðar og ráðherra viti af því. Unglæknar komu ekki vel út úr Kjaranefndarúrskurði og vilji ráðherra sé að skoða hvað hægt sé að gera til að koma til móts við unglækna. Til að nálgast erlenda lækna þarf að auglýsa í erlendum fag- tímaritum og segir Elsa búast við að það verði gert alveg á næst- unni. „Framkvæmdastjóri Heil- brigðisstofnunar Suðurnesja mun sjá um það en ég býst við að aug- lýst verði á EES-svæðinu. „Okkur ber skylda til að nota allar þeir leiðir sem opnar eru til að fá fólk. Því er ekki að leyna að það er neyðarbrauð að skipta alveg um áhöfn á heilsugæslustöðvunum á Suðurnesjum en við eigum ekki annan kost í stöðunni. Elsa segir að vissulega verði það sjúklingum erfitt en ef lækn- arnir vilji alls ekki koma aftur á þeim kjörum sem í boði eru verði að gera allt sem hægt er til að tryggja læknisþjónustu á staðn- um. Þriðjungur allra starfandi lækna var í vinnu eða námi utan lands í árslok 2001. Þá voru 984 starfandi læknar á Íslandi en 419 í námi eða vinnu annars staðar. Auglýst eftir útlendum læknum Í stað lækna sem látið hafa af störfum á Suðurnesjum er fyrirhugað að auglýsa í útlöndum. Elsa Friðfinnsdóttir segir að námsstöðum verði fjölgað til að fá unga lækna til náms í heimilislækningum. ÚTLENDIR LÆKNAR OG FLEIRI NÁMSSTÖÐUR Gripið verður til aðgerða til að leysa læknavandann á Suðurnesjum. Auglýst verður eftir læknum erlendis og námsstöðum fjölgað. „Því er ekki að leyna að það er neyðar- brauð að skip- ta alveg um áhöfn á Heilsugæslu- stöðvunum á Suðurnesjum en við eigum ekki annan kost í stöð- unni.“ Viðbótarlán: Endurskoð- uð vegna eftispurnar ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR Viðræður Íbúða- lánasjóðs, sveitarfélaga og ráðu- neytis um þróun viðbótarlánakerf- isins hefjast á næstu vikum. Frum- kvæði að endurskoðuninni kemur frá Íbúðalánasjóði en óskir um við- bótarlán hafa verið margfalt meiri en gert var ráð fyrir. Þannig hafði öllum heimildum til viðbótarlána, samtals fimm milljörðum króna, verið ráðstafað í byrjun nóvember. Þá hafa verið samþykktar umsókn- ir frá sveitarfélögum fyrir viðbót- arlán á næsta ári að upphæð 5,5 milljarða króna. Það er sú upphæð sem áætlað er að veitt verði í fjár- lögum næsta árs. Það var mat Íbúðalánasjóðs að um mettun yrði að ræða á fasteignamarkaði eftir lífleg viðskipti 1998-2001. Sú hefur ekki orðið raunin.  ERLENT MANNFÆKKUN Í ÚKRAÍNU Úkra- ínubúum hefur fækkað um 137.000 manns á síðustu tíu mán- uðum. Alls hefur íbúum landsins fækkað um fjórar milljónir frá því árið 1991. Þar búa nú rúm- lega 48 milljónir manns. PÁFI HVETUR TIL BARNEIGNA Jó- hannes Páll II páfi hvatti Ítali í sögulegri ræðu á þjóðþingi Ítalíu í gær til þess að eignast fleiri börn. Hann hvatti stjórnvöld einnig til þess að sýna föngum mildi og stytta fangavist þeirra. Páfi hefur aldrei áður ávarpað þjóðþing Ítalíu. TYRKNESKA ÞINGIÐ SETT Tyrk- neska þjóðþingið var sett í gær. Fyrsta verk þess verður að velja forsætisráðherra. Flokkur mús- lima sigraði með yfirburðum í þingkosningunum 3. nóvember. Leiðtoga flokksins er hins vegar óheimilt að gegna embætti for- sætisráðherra. ORÐRÉTT Austurhrauni 3, Garðabæ, s. 555 2866 Full búð af frábærum haustvörum. Ýmis tilboð í gangi. Stærðir 34-56 Jólaölkannan vinsæla komin Verð: 2.500 kr. Málið jólagjafirnar sjálf Nýtt kortatímabil Vorum að fá í hús mikið af nýjum mótum eitthvað nýtt á hverjum degi Opnunartími verslunar: Virka daga 10.00-18.00 mánudaga 10.00-22.00 laugardaga kl. 10.00-16.00. Keramikgallery ehf., Dalvegur 16b, 200 Kópavogur, sími 544-5504 RÍKISTRIPPIN Og þannig mun Guðni skilja við hrossin, - á framfæri hins opin- bera Jónas Kristjánsson um opinber framlög til hestamanna. Jonas.is, 14. nóvember. Í BESTA HEIMI ALLRA HEIMA Það liggur fyrir að menn ræddu málin í mikilli alvöru og mikilli einlægni og nú eru allir sáttir. Jónas Kjartansson, formaður kjör- nefndar í Norðvesturkjördæmi. Morgunblaðið, 14. nóvember. NÝJUNG Í FERÐAÞJÓNUSTU - VONBRIGÐAFERÐIR ...að ógleymdum þeim kallagreyj- um sem hafa látið Flugleiðir telja sér trú um að íslenskar konur séu kynóðar. Guðmundur Andri Thorsson um túrista á Íslandi. DV, 14. nóvember.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.