Fréttablaðið - 15.11.2002, Side 19
18 15. nóvember 2002 FÖSTUDAG
FÖSTUDAGUR
15. NÓVEMBER
hvað?
hvar?
hvenær?
DANS Fyrsta nútímadanshátíðin, Nú-
tímadanshátíð - Reykjavík dans-
festival , sem haldin hefur verið í
Reykjavík stendur yfir dagana 14. -
17. nóvember. Markmið hátíðarinn-
ar er að skapa vettvang þar sem
sjálfstætt starfandi danshöfundar
kynna verk sín. Þeir sem standa að
hátíðinni eru meðal fremstu dans-
ara og danshöfunda á Íslandi.
Stefnt er að því að hátíðin verði ár-
viss menningarviðburður í Reykja-
vík.
Verkin sem sýnd verða eru mjög
ólík enda koma höfundar þeirra úr
ýmsum áttum og bakgrunnur þeir-
ra sem dansara er margvíslegur.
Tvö verk, Rosered eftir Jóhann
Frey Björnsson og Í draumi eftir
Nadíu Katrínu Banine, eru á dag-
skrá í Tjarnarbíói klukkan 20.30 í
kvöld. Rosered er sólóverk sem Jó-
hann Freyr byggir á gömlu ævin-
týri. Lára Stefánsdóttir dansar en
Halldór A. Björnsson sér um tónlist
og leikur á píanó. Píanóverkið er til-
einkað minningu Áslaugar Jóns-
dóttur píanóleikara.
Í draumi er afar frábrugðið R
ered en þar dansa þrír ungir
efnilegir dansarar þær Ás
Ingvadóttir, Hjördís Lilja Íva
dóttir, Jóna Þorsteinsdóttir
Lovísa Ósk Gunnarsdóttir. Na
notar myndband með dansinum
var myndbandsgerðin í hönd
Peters Anderson.
Nútímadanshátíð í Reykjavík:
Ólíkir höfundar
úr ýmsum áttum
Í DRAUMI
Þrír ungir og efnilegir dansarar dansa
verki eftir Nadíu Katrínu Banine.
FUNDIR
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
heldur Hjúkrunarþing í Borgartúni 6.
Yfirskrift Hjúkrunarþings 2002 er Heil-
brigðisáætlun til ársins 2010; þáttur
hjúkrunarfræðinga til eflingar heilbrigði
landsmanna. Hjúkrunarþing er haldið
annað hvert ár og er opið öllum hjúkr-
unarfræðingum.
UPPÁKOMUR
20.00 Alliance française stendur fyrir
kampavíns- og crémantsmökkun
(Mum, Taitinger, Veuve Clicquot,
Pol Roger, Moet...). Leiðbeinandi
er Þorri Hringsson. Þátttökugjald
er 1500 kr. Skrá þarf þátttöku hjá
Alliance française.
LEIKHÚS
20.00 Lífið þrisvar sinnum á Stóra sviði
Þjóðleikhússins. Næstsíðasta
sinn.
20.00 Veislan á Smíðaverkstæði Þjóð-
leikhússins. Uppselt.
20.00 Kryddlegin hjörtu á Stóra sviði
Borgarleikhússins. Allra síðustu
sýningar.
20.00 And Björk of course á Nýja sviði
Borgarleikhússins. Allra síðasta
sinn.
20.00 Hugleikur sýnir Þetta mánaðar-
lega í Kaffileikhúsinu.
20.00 Skýfall í Nemendaleikhúsinu.
Næstsíðasta sinn.
20.00 Leikfélag Mosfellsbæjar sýnir
Beðið eftir Go.com air í Bæjar-
leikhúsinu við Þverholt.
21.00 Aukasýning á Sellófón í Hafnar-
fjarðarleikhúsinu. Uppselt.
21.00 Beyglur með öllu í Iðnó. Uppselt.
TÓNLEIKAR
20.30 Anna Pálína Árnadóttir og félag-
ar hennar, Aðalsteinn Ásberg Sig-
urðsson, Gunnar Gunnarsson pí-
anóleikari og Jón Rafnsson bassa-
leikari, halda tónleika í Fríkirkj-
unni í Hafnarfirði.
21.00 Sálmabandið Lux terrae heldur
tónleika í Skálholtskirkju. Að-
gangur er ókeypis.
21.00 Hörður Torfason heldur tónleika
í Valaskjálf, Egilsstöðum, í kvöld.
23.00 Rokkhljómsveitin Sein heldur tón-
leika á Barnum.
23.59 Rokkhljómsveitin Mír heldur út-
gáfutónleika á Grand Rokk. Sveit-
in gaf nýverið út fyrstu breiðskífu
sína, „Tilraunaraun“. Aðgangur er
ókeypis.
00.00 Rokkhljómsveitin Smack kemur
fram á Vídalín í kvöld. Hún gaf
nýlega út sína fyrstu breiðskífu,
„Number One“.
20.30 Ríó Tríó leikur í Salnum í Kópa-
vogi í kvöld. Þetta er í sjöunda
sinn sem Ríó Tríó flytur dagskrána
Skást af öllu í Salnum og hefur
verið uppselt á alla fyrri tónleik-
ana.
DANS
20.30 Dansverkin Rosered og Í draumi
verða flutt á Nútímadanshátíð í
Tjarnarbíói.
SKEMMTANIR
23.00 Sálin hans Jóns míns og Á móti
sól leika á Hótel Örk. Forsala að-
göngu miða er í Jack & Jones
Kringlunni og J&J í Kjarnanum,
Selfossi. 18 ára aldurstakmark.
Írafár spilar á Players í Kópavogi.
Í svörtum fötum leikur á Gauknum.
Húsið opnar kl. 23.30.
BSG, hljómsveit Björgvins Halldórs-
sonar, Sigríðar Beinteinsdóttur og
Grétars Örvarssonar, leikur á Kaffi
Reykjavík í kvöld.
Hljómsveitin Cadillac, sem er ný sveit
Magnúsar Kjartanssonar, Vilhjálms
Guðjónssonar og Þóris Úlfarssonar,
heldur uppi stuðinu á Kringukránni í
kvöld.
Hljómsveit Rúnars Þórs leikur á Odd-
vitanum á Akureyri í kvöld.
Danshljómsveitin SÍN verður á Pollin-
um, Akureyri, í kvöld. Húsið opnar kl.
23.00.
Bumsquad hópurinn heldur uppi stuð-
inu á Píanóbarnum í kvöld. Hiphop-
sveitirnar Afkvæmi guðanna, Bæjarins
bestu og Dj Deluxe koma fram.
Ray Ramon og Mette Gudmundsen
leika á Cafe Romance.
Dj Kári leikur niðri á 22 í kvöld. Dj KGB
sér um fjörið á efri hæðinni.
Dj Benni leikur á Hverfisbarnum í kvöld.
Dj Cesar leikur á Spotlight í kvöld.
Atli skemmtanalögga þeytir skífum á
föstudags- og laugardagskvöld.
Semí-bandið HildirHans leikur á Celtic
Cross ásamt Kára Kolbeinssyni.
Viðar Jónsson sveitasöngvari treður upp
á Champions Café, Stórhöfða 17, í kvöld.
Gleðigjafinn Ingimar leikur á Dússa-
bar, Borgarnesi.
Svensen og Hallfunkel skemmta á
Fjörukránni í kvöld.
Njalli í Holti spilar á Kaffi-Læk, Hafnar-
firði, í kvöld.
Stórsveit Ásgeirs Páls skemmtir á
Gullöldinni í kvöld til kl. 03.
SÝNINGAR
Sýningin Í sjöunda himni stendur yfir í
gallerí Undirheimum, Álafossi, Mosfells-
bæ. Þar sýna 7 listakonur vatnslitaverk.
Opið er alla daga 12-17 nema miðviku-
daga. Sýningin stendur til 24. nóvem
Anna Gunnlaugsdóttir sýnir 365 myn
verk, unnin á jafnmörgum dögum, í G
erí Glámi, Laugavegi 26, Grettisgötum
in. Sýningin stendur til 24. nóvember.
Guðrún Tryggvadóttir sýnir í Listhús
í Laugardal. Sýningin ber heitið Furð
dýr í íslenskum þjóðsögum og er sa
sett af myndskreytingum úr samnefn
bók. Sýningin stendur til 30. nóvemb
Raisa Kuznetsova, listakona frá Lithá
sýnir rússneskt landslag í Gallery Ver
Sýningin stendur til 17. nóvember og
opin frá 11-18.
Anna Þóra Karlsdóttir heldur sýning
una Rjóður/Clear-cuts í Listasafni AS
Freyjugötu. Sýningin verður opin dag
lega frá 14-18 nema mánudaga og
henni lýkur sunnudaginn 17. nóvemb
Sýningin Hraun - ís - skógur er í List
safni Akureyrar. Sýningin er opin alla
daga milli 12 og 17. Henni lýkur 15. d
ember.
Veiðimenn í útnorðri er yfirskrift á sý
ingu sem Edward Fuglö heldur í Nor
ræna húsinu.
Í Ljósmyndasafni Reykjavíkur stendu
yfir sýning á portrettmyndum Augusts
Sanders. Sýningin er í Grófarsal, Grófa
húsi, Tryggvagötu 15, 101 Reykjavík og
stendur til 1. desember 2002. Opnun
tími er 12-18 virka daga en 13-17 um
helgar.
Ari Svavarsson, listmálari og grafísku
hönnuður, sýnir í Galleríi Sævars Ka
Sýningunni lýkur í dag.
LEIKHÚS Stúdentaleikhúsið frum-
sýnir Íbúð Soju eftir rússneska
leikskáldið Mikhail Bulgakov í
Vesturporti í kvöld klukkan 20.
Hannes Óli, formaður Stúdenta-
leikhússins, segir verkið bjóða
upp á flest það sem fólk vill sjá
á sviði: spennu, drama, slags-
mál og góðan slatta af húmor í
bland við allt saman. „Ung
stúlka opnar saumastofu í íbúð
sinni í Moskvu ásamt kærustu
sinni og frænda sem er glæpa-
maður. Það kemur svo í ljós að
saumastofan er meira en það
sem hún virðist vera, sýningar
stúlkurnar eru fáklæddari e
gengur og gerist og öllu viljugr
en eðlilegt þykir.“
Stúdentaleikhúsið er sjál
stætt félag sem starfar inna
Háskóla Íslands og hefur veri
mjög virkt undanfarin ár o
tekist á við spennandi verkefn
Þórarinn Kristjánsson þýdd
leikritið úr rússnesku. Næst
sýningar verða miðvikudagin
20. nóvember, fimmtudaginn 2
nóvember og sunnudaginn 24
nóvember, allar kl. 21.
Stúdentaleikhúsið:
Skuggaleg
iðja á saumastofu
STÚDENTALEIKHÚSIÐ
Þær eru ekki allar þar sem þær eru séðar, stúlkurnar í íbúð Soju.
Svensen og
Hallfunkel