Fréttablaðið - 15.11.2002, Side 29

Fréttablaðið - 15.11.2002, Side 29
28 15. nóvember 2002 FÖSTUDAG 52 ÁRA Hjálmar Árnason alþingis- maður er 52 ára í dag. Hann lét gamlan draum rætast á dögunum og fjárfesti í gömlu trommusetti. Hann segir að ekki hafi verið um afmælisgjöf frá sér til sín að ræða. „Mig hefur langað í trommusett alveg frá því ég var í barnaskóla. Þá var ég í hljóm- sveitinni Bingó og var skráður á trommur þótt ég kynni ekkert á þær. Ég hef alið þennan draum með mér síðan og þegar færi gafst sló ég til og settið bíður mín nú úti í skúr. Ég hef samið við Júlíus Guðmundsson, son hins þekkta rokkara Rúnars Júl., um að gerast lærimeistari minn þannig að ég geri ráð fyrir því að áður en langt um líður fari ná- grannarnir að hringja heim og biðja konuna mína um að þagga niður í mér.“ Hjálmar hefur eng- ar áhyggjur af því að hann sé orð- inn of gamall til að læra á tromm- ur. „Það hlýtur að fara að koma að því að Charlie Watts dragi sig í hlé og þá verð ég örugglega á réttum aldri til að taka við af honum.“ Hjálmar verður á Selfossi á samgönguþingi Sambands sveit- arfélaga á Suðurlandi á afmælis- daginn en stefnir að því að eyða kvöldinu heima í faðmi fjölskyld- unnar. Hjálmar segist vera svo lán- samur að starfið og áhugamálin fari vel saman. „Ég hleð svo batt- eríin á sumrin með því að ferðast um Ísland. Veiðar eru mitt helsta áhugamál á sumrin og á veturna tel ég dagana þangað til ég get komið mér fyrir á bökkum unaðs- legra veiðiáa.“ Hjálmar gefur sér einnig tíma til lesturs góðra bóka og fylgist vel með íþróttum og þar er fótboltinn efstur á blaði. „Ég er mikill Spurs-aðdáandi og nýt þess alltaf afskaplega vel þegar þeir vinna, sem er því miður allt of sjaldan.“  Hjálmar Árnason alþingismaður er 52 ára í dag. Hann keypti sér notað trommusett á dögunum og bíður þess nú að komast á réttan aldur til að taka við kjuðunum af Charlie Watts í Rolling Stones. Afmæli Bíður eftir stöðu hjá Stones JARÐARFARIR 10.30 Gestur Jónsson, loftskeytamaður, Ljósheimum 18a, Reykjavík, verð- ur jarðsunginn frá Fossvogskirkju. 13.30 Ingibjörg Eiríksdóttir, Skjóli, áður til heimilis að Gnoðarvogi 52, verður jarðsungin frá Langholts- kirkju. 13.30 Sigurður Dagnýsson frá Seyðis- firði, Miðvangi 8, Hafnarfirði, verð- ur jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði. 13.30 Sigurður Jóhannesson, múrara- meistari, Hrafnistu, verður jarð- sunginn frá Áskirkju. 14.00 Jón Ólafsson frá Hamri í Hamars- firði, Hátúni 17, Eskifirði, verður kvaddur í Eskifjarðarkirkju. 14.00 Kristinn Á. Jóhannsson, Hóla- braut 7, Skagaströnd, verður jarð- sunginn frá Hólaneskirkju. 14.00 Vilberg Jóhannesson, Heiðar- hrauni 6, Grindavík, verður jarð- sunginn frá Grindavíkurkirkju. 15.00 Kristján Grétar Sigurðsson, Val- húsabraut 29, Seltjarnarnesi, verð- ur jarðsunginn frá Seltjarnarnes- kirkju. AFMÆLI Hjálmar Árnason alþingismaður er 52 ára. Snæbjörn Arngrímsson bókaútgefandi er 41 árs. ANDLÁT Borgþór H. Jónsson, veðurfræðingur, Háteigsvegi 38, lést 12. nóvember. Gylfi Hallvarðsson, Hamrabergi 34, Reykjavík, lést 12. nóvember. Hermann Kári Helgason lést 12. nó ember. Hólmfríður Magnúsdóttir, Borgarbra 22, Stykkishólmi, lést 12. nóvember. Óskar Björgvinsson, ljósmyndari, Ve mannaeyjum, lést 12. nóvember. Svava Lárusdóttir, Seljahlíð, Reykjav lést 12. nóvember. Þórný Þuríður Tómasdóttir, Ofanleit Reykjavík, lést 12. nóvember. Jónas Ragnar Sigurðsson frá Skuld Vestmannaeyjum, Austurbrún 2, Rey vík, lést 11. nóvember. Svanfríður Guðlaugsdóttir, dvalarhe ilinu Hlíð, lést 11. nóvember. Kári S. Johansen, fyrrverandi deildar stjóri KEA, lést 7. nóvember. TÍMAMÓT HJÁLMAR ÁRNASON „Ég er ósköp lítið afmælisbarn í mér. Ég í fyrsta skipti almennilega upp á afmæ mitt þegar ég varð fimmtugur og lifi en því. Það var ágætt að fara á svona súpe ótripp einu sinni á ævinni og skemmta með vinum og vandamönnum.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Full búð af frábærum haustvörum. Ýmis tilboð í gangi. Stærðir 34-56 Nóvember – Desember Jólahlaðborð frá 29. nóvember Skötuveisla 23. desember Velkominn í jólahlaðborðið okkar Einar Geirsson Yfirmatreiðslumaður Opnunartími Hádegi mán. – föst. 12.00 – 14.00 Kvöld alla daga frá 18.00 tveir fiskar ( við Reykjavíkurhöfn ) Geirsgata 9 • 101 reykjavik sími 511 - 3474 netfang restaurant@restaurant.is heimasíða www.restaurant.is FÓLK Í FRÉTTUM Eitt stærsta átthagafélag íheimi er Önfirðingafélagið Reykjavík. Formaður þess er Björn Ingi Bjarnason, fyrrum varaþingmaður krata, og hann hefur verið vakinn og sofinn a taka inn nýja félaga sem nú te á annað þúsund. Meðal þeirra sem telja Önundarfjörð til átt- haga sinna er fjöldi Norðmann og annarra Norðurlandabúa se sumir hverjir hafa aldrei til Ve WYCLEF JEAN Hann er tilbúinn að hitta sína gömlu laga aftur. Wyclef Jean: Vill The Fugees aftu TÓNLIST Tónlistarmaðurinn Wyc Jean segist hafa áhuga á því starfa aftur með sínum gömlu lögum í hljómsveitinni T Fugees. Hann segir hins vegar söngkonan Lauryn Hill hafi t markaðan áhuga á að snúa aftu sveitina. Síðasta plata The Fugees, „T Score,“ seldist í 17 milljónum e taka um heim allan. Wyclef seg nú hafa áhuga á að gera nýja pl með hljómsveitinni. Sveitin sta aði síðast saman árið 1997 þe hún gaf út smáskífuna „Rumbl the Jungle.“  KVIKMYNDIR Leikarinn John Mal- kovich hefur loks komið fyrstu myndinni sem hann leikstýrir í gegnum breska kvikmyndaeftirlit- ið (BBFC). Myndin hefur verið undir rannsókn þar sem kjúkling- ur sést springa í henni. Hætt var við að seinka þyrfti frumsýningunni á The Dancer Up- stairs þar sem BBFC vildi láta fjarlægja atriði úr myndinni þar sem kjúklingur sést hlaupandi um með dínamíttúpu fasta við löppina á sér. Stuttu síðar sést dýrið springa í loft upp. Malkovich var síður en svo sátt- ur með ákvörðun eftirlitsins þótt framleiðendur myndarinnar væru tilbúnir að seinka myndinni. Hann barðist því fyrir sínu og vann, með því skilyrði að myndin yrði bönnuð innan 15 ára. Kvikmyndaeftirlitið starfaði eftir reglugerð frá árinu 1937 sem var sett á vegna slæmrar meðferð- ar á hestum í kúrekamyndum.  John Malkovich ánægður: Samþykktu sprengdan kjúkling JOHN MALKOVICH Var ekki sáttur við ákvörðun breska kvik- myndaeftirlitsins.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.