Fréttablaðið - 03.01.2003, Side 4

Fréttablaðið - 03.01.2003, Side 4
4 3. janúar 2003 FÖSTUDAGURKJÖRKASSINN Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Hver stjórnmálaforingjanna stóð sig best í umræðum um áramótin? Spurning dagsins í dag: Ætlarðu að gera breytingar á lífsstíl þínum á nýju ári? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 14,2% 14,4%Halldór Ásgrímsson 42,9% DAVÍÐ BESTUR Flestir telja að Davíð Oddsson forsætisráð- herra hafi staðið sig best í sjónvarpsumræðum. Steingrímur J. Sigfússon Sverrir Hermannsson Össur Skarphéðinsson Davíð Oddsson 14,3% 14,3% Laugaveg i 83 s : 562 3244 LOKAÐ Í DAG ÚTSALA Á MORGUN SAMGÖNGUR „Lagning Suð- urstrandarvegar var meðal þeirra röksemda sem færð- ar voru fyrir kjördæma- breytingunni og hefði orðið til þess að tengja betur Suðurnes og Suðurland. Því eru það mikil vonbrigði að lagningu vegarins hafi ver- ið frestað,“ segir Einar Njálsson, bæjarstjóri á Sel- fossi. Suðurstrandarvegur kemur til með að leysa nú- verandi Krísuvíkurleið af hólmi en sú leið hefur þótt nokkuð löng og vegurinn alls ekki nógu góður. Með nýjum vegi, sem að hluta til myndi liggja á nýjum stað og nær sjónum, yrðu sam- göngur á milli Suðurnesja og Suð- urlands allt aðrar og betri en áður. „Fyrir utan hvað þetta yrði skemmtilegur útsýn- ishringur þá myndi nýr vegur þarna skipta ferða- þjónustuna hér á svæðinu miklu máli. Við kæmumst í beint samband við flugstöð Leifs Eiríkssonar,“ segir Einar Njálsson. Suðurstrandarvegur var á langtímavegaáætlun Vegagerðarinnar og átti að byggjast á árunum 2004- 2006. Þeim áætlunum hefur nú verið slegið á frest og óvíst hvenær af verður: „Þetta eru vissulega vonbrigði,“ segir bæjar- stjórinn. ■ Lagningu Suðurstrandarvegar frestað: Bæjarstjóri vonsvikinn Fjármálastofnanir: Stefnir í 1,5% verðbólgu VERÐBÓLGA Fjármálastofnanir gera ráð fyrir að vísitala neysluverðs hækki á bilinu 0,3-0,4% milli des- ember og janúar. Verðbólgan hef- ur verið minni að undanförnu en spár fjármálafyrirtækjanna hafa hljóðað upp á. Helstu liðir sem valda verðbólgunni að þessu sinni eru hækkun á mjólkurvörum, hús- næði og félagslegri þjónustu. Við það bætist svo hækkun á bensíni nú um áramótin. Gangi spárnar eftir er verðbólga ársins 2002 ein- ungis 1,5%. ■ SJÁVARÚTVEGUR Skip frá Evrópu- sambandinu veiddu aðeins rúman helming leyfilegs afla í íslensku efnahagslögsögunni í fyrra. Skip- um frá ESB var heimilt að veiða 3.000 lestir í lögsögunni en bresk og þýsk skip tilkynntu aðeins 1.663 tonna afla. Landhelgisgæslan hefur eftirlit með veiðum allra erlendra fiski- skipa innan íslenskrar fiskveiði- lögsögu. Skipunum er yfirleitt gert að vera búin fjareftirlitsbúnaði sem tilkynnir sjálfvirkt staðsetn- ingu skipanna á klukkustundar fresti til stjórnstöðva heimalanda sinna. Um 150 erlend fiskiskip til- kynntu stjórnstöð Landhelgisgæsl- unnar um afla í fyrra, samtals um 206.330 tonn. Þar vegur þyngst ríf- lega 100 þúsund tonna kolmunna- og loðnuafli færeyskra skipa. Fær- eyskum skipum var heimilt að veiða samtals 5.000 tonn af botn- fiskafla í íslenskri fiskveiðilög- sögu í fyrra en þau tilkynntu að- eins um rúm 4.000 tonn. ■ Veiðar erlendra fiskiskipa í landhelginni: Helmingur ESB- kvótans óveiddur TOGARI Oftar en ekki fellur hluti kvóta sem erlend- um skipum er úthlutað, niður óveiddur. ESB veiddi aðeins rúman helming kvóta síns í íslenskri lögsögu í fyrra. BÆJARMÁL Bæjaryfirvöld á Sel- tjarnarnesi gera ráð fyrir 154 milljóna króna afgangi frá rekstri samkvæmt nýsamþykktri fjárhagsáætlun fyrir þetta ár. Upphæðin nemur tæpum 13% af tekjum. Gert er ráð fyrir því að heild- artekjur bæjarsjóðs og stofnana hans verði um 1.234 milljónir króna, en rekstrargjöld án fjár- festinga 1.079 milljónir. Ekki er gert ráð fyrir hækkun opinberra gjalda auk þess sem gengið er út frá að önnur þjónustugjöld hald- ist óbreytt. Þeir málaflokkar sem mest taka til sín í rekstri eru fræðslumál með 664 milljónir króna, æskulýðs- og íþróttamál 171 milljón, skipulags-, umhverf- ismál og almannavarnir 164 milljón, félagsþjónusta 73 millj- ónir og menningarmál 30 milljón- ir. Gert er ráð fyrir að greiða 27 milljónir króna í afborganir af langtímalánum en áætlað er að heildarskuldir bæjarins í árslok 2003 nemi um 295 milljónum króna. Þá hefur bæjarstjórn heimilað töku allt að 100 milljóna króna langtímaláns til niður- greiðslu óhagstæðari skamm- tímalána og styrkingar á veltu- fjárhlutfalli bæjarins. Lántakan mun þannig ekki hafa áhrif á net- tóskuld bæjarsjóðs en m.a. leiða til lækkunar fjármagnskostnað- ar. Helstu framkvæmdir ársins tengjast menningar-, æskulýðs- og íþróttamálum. Auk þess verð- ur undirbúningi að byggingu hjúkrunarheimilis haldið áfram. Lokið verður að mestu við endur- bætur við Valhúsaskóla en á und- anförnum árum hefur skólinn gengið í gegnum gagngera end- urnýjun auk þess sem nýbygging í tengslum við skólann var tekin í notkun síðastliðið haust. Á vordögum verður farið í um- fangsmikið viðhald á húsnæði Mýrarhúsaskóla en það er ári fyrr en ætlað var. Í athugun er þörf fyrir byggingu nýs leikskóla og viðbyggingar við Mýrarhúsa- skóla. Ráðgert er að flytja bæjar- bókasafn Seltjarnarness í rýmra húsnæði á Eiðistorgi. Áætlað er að lagfæra þak Eiðistorgs með það fyrir augum að gera verslun- arrýmið meira aðlaðandi. ■ Þjónustugjöld haldast óbreytt á Nesinu Bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi hyggjast ekki hækka opinber gjöld sam- kvæmt nýsamþykktri fjárhagsáætlun. Áætlunin gerir ráð fyrir 154 millj- óna króna afgangi frá rekstri. Rekstrargjöld nema 1.079 milljónum króna og taka fræðslumálin mest til sín. Bensín á bílinn: Hækkar um túkall BENSÍNVERÐ Bensínið hækkar í dag. Olíufélögin hafa boðað hækkun á öllum tegundum eldsneytis. Lítr- inn af 95 oktana bensíni hækkar um 1,90 krónur. Verðið í dag verður 98,20 krónur fyrir lítrann miðað við fulla þjónustu. Lítrinn af dísilolíu hækkar um 2 krónur, af flotaolíu um 1,70 og af svartol- íu um 1,50 krónur. Hækkun á heimsmarkaðsverði er höfuðástæða hækkunarinnar. Miðað við ástandið á olíumörkuð- um er fátt sem bendir til þess að verð olíu fari lækkandi í bráð. ■ SELTJARNARNESBÆR Á vordögum verður farið í umfangsmikið viðhald á húsnæði Mýrarhúsaskóla, en það er ári fyrr en ætlað var. Í athugun er þörf fyrir byggingu nýs leikskóla og viðbyggingar við Mýrarhúsaskóla. Úrskurður kjaranefndar Reykjavíkurborgar: Laun æðstu stjórnenda hækka KJARAMÁL Laun æðstu stjórnenda Reykjavíkurborgar hækkuðu um 3% um áramótin, samkvæmt úr- skurði kjaranefndar Reykjavík- urborgar. Í forsendum úrskurðar nefndar- innar segir að Kjaradómur hafi ákveðið að laun æðstu embættis- manna landsins hækki um 7% frá 1. janúar, þó með þeirri undan- tekningu að laun forseta hækka um 3%. Ennfremur liggi fyrir úr- skurður kjaranefndar ríkisins um að laun þeirra embættis- manna sem undir kjaranefnd heyra skuli hækka um 7% frá 1. janúar 2003 að telja. Loks liggi fyrir að laun alls þorra starfs- manna Reykjavíkurborgar skuli hækka um 3% frá 1. janúar. Kjaranefnd Reykjavíkurborg- ar hafi með hliðsjón af því ákveð- ið að laun þeirra sem undir nefndina heyra skuli hækka um 3%. ■ BÍLVELTA Á NORÐFJARÐARVEGI Bíll valt á Norðfjarðarvegi um tíuleytið í gærmorgun. Í bílnum voru hjón með tvö börn og sluppu allir ómeiddir. Að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum mis- sti bílstjórinn stjórn á bílnum vegna hálku. ÞUNNUR ÍS Á ELLIÐAVATNI Til- kynningar um að börn væru að leik hjá stíflunni við Elliðavatn bárust lögreglunni í Kópavogi í gær. Vill lögreglan koma þeim skilaboðum til foreldra að brýna fyrir börnum sínum að fara ekki út á vatnið, þar sem ísinn er mjög þunnur. FANGELSI FYRIR ÍTREKUÐ BROT Rúmlega tvítugur maður á Akur- eyri hefur verið dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að aka ölvaður og án öku- réttinda og skemmdarverk á hót- elhurð. Sjö mánuði eru skilorðs- bundnir. Maðurinn hefur ítrekað áður komist í kast við lögin. FLÖSKUMAÐUR SLEPPUR Maður á 24. aldursári hefur verið dæmd- ur fyrir að berja sér ári yngri mann með flösku í höfuðið á dansleik á Mývatni. Ákvörðun refsingar var frestað og fellur hún niður eftir tvö ár brjóti árás- armaðurinn ekki af sér að nýju innan þess tíma. LÖGREGLUFRÉTTIR EINAR NJÁLSSON Vill tengja Suðurland við Suðurnes. JOHN EDWARDS Ýmsir hafa gert því skóna að Edwards geti gert atlögu að vígi George W. Bush í suð- urríkjum Bandaríkjanna. Forkosningar: Þrír í slaginn WASHINGTON, AP Öldungadeildar- þingmaðurinn John Edwards til- kynnti í gær að hann muni sækj- ast eftir útnefningu Demókrata- flokksins fyrir forsetakosning- arnar á næsta ári. Edwards, sem kvaðst vilja berjast fyrir hagsmunum venju- legs fólks, er þriðji demókratinn til að hefja baráttu fyrir útnefn- ingu sem forsetaefni demókrata. Áður hafa öldungadeildarþing- maðurinn John Kerry og fylkis- stjóri Vermont, Howard Dean, sett upp nefndir til að vinna að framboði sínu. Búist er við að Jos- eph Lieberman, fyrrum varafor- setaefni Al Gore, og Tom Daschle, leiðtogi demókrata í öldunga- deildinni, gefi líka kost á sér. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.