Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.01.2003, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 03.01.2003, Qupperneq 6
6 3. janúar 2003 FÖSTUDAGURVEISTU SVARIÐ? Svörin eru á bls. 30 1. 2. 3. Þyrluáhöfn Landhelgisgæslunn- ar kom sex mönnum til bjargar af norsku flutningaskipi að morgni gamlársdags. Hvað heitir skipið? Til stendur að leggja braut yfir Kleppsvík í Reykjavík. Hvað kallast brautin jafnan? Harrison Ford kvikmyndaleikari trúlofaði sig á dögunum. Hvað heitir sú lukkulega? GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 80.77 0.00% Sterlingspund 130.09 0.00% Dönsk króna 11.41 0.00% Evra 84.71 0.00% Gengisvístala krónu 125,03 0,00% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 0 Velta 0 ICEX-15 1.334 0,00% Mestu viðskipti Engin viðskipti Mesta hækkun Engin viðskipti Mesta lækkun Engin viðskipti ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 8531,8 2,3% Nasdaq*: 1365,4 2,2% FTSE: 3992,5 1,3% DAX: 3320,9 0,5% Nikkei: 8579,0 -1,6% S&P*: 899,0 2,2% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 SIXTIES í kvöld kaffi@kaffireykjavik.com kaffi@kaffireykjavik.com EVRÓPA PEKING, AP Kínverjar vonast til að verða þriðja ríki heims til að koma sér upp eigin geimferða- áætlun þar sem menn verða send- ir út í heiminn. Þessu markmiði vonast þeir til að ná áður en árið er úti. Kínverjar skutu ómannaðri geimflaug á loft síðasta mánudag. Fréttir frá Kína herma að næst þegar Kínverjar skjóta geimfari á loft verði í það minnsta einn geim- fari um borð. Gert er ráð fyrir að það gerist á síðari hluta ársins. Kínverjar bætast þá í hóp Banda- ríkjamanna og Rússa en það eru einu þjóðirnar sem hafa afrekað að senda mönnuð geimför út fyrir gufuhvolf jarðar. Kínversk stjórnvöld hafa látið mjög vel af geimferðaáætlun sinni, sem þau telja til marks um öra tæknivæðingu þessa fjöl- mennasta ríkis heims. Stjórnvöld hafa hingað til farið leynt með til- raunir sínar í þessum efnum og ekki kynnt þær fyrirfram. ■ Mannaðar geimferðir undirbúnar: Kínverjar horfa til himins HIÐ FJÓRÐA HELGA FAR TEKST Á LOFT Shenzhou 4 var skotið á loft síðasta mánu- dag, aðeins tíu mánuðum á eftir Shenzhou 3. Aukinn kraftur hefur verið settur í geim- rannsóknir Kínverja. FÁTÆKT „Þetta var þörf áminning hjá forsetanum fyrir okkur öll. Hins vegar brugðumst við við þessu fyrir nokkrum mánuðum, höfum reynt að átta okkur á því hvaða hópar eiga þarna í hlut. Við teljum að það sé lykilinn að því að geta fengist við vandamálið, sem er annars vegar að greiða eitthvað götu fólks sem býr við þessa skelfi- legu stöðu í dag og líka að reyna að leggja á ráðin um að fyrirbyggja að svo miklu leyti sem mögulegt er að þetta haldi áfram að hlaða utan á sig,“ sagði Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, um nýársávarp forseta Íslands. Forsetinn gerði fátæktina að umtalsefni, sagði það þversögn að hún ykist í miðri gósentíð. Hann hét á forystu launafólks að veita nú sams konar leiðsögn í glímunni við fátæktina og veitt var í andófi gegn verðbólgu fyrir réttu ári. „Sú vinna er þegar hafin. Við höfum átt viðræður við fjölda sam- taka og stofnana um þetta og ætlum í byrjun febrúar að vera komin með hugmyndir um hvernig við tökumst á við vandann. Vafalaust munum við leita eftir því við stjórnvöld að þau leggi sitt af mörkum. Við ætl- umst til þess að allir geti gengið að ákveðnum mannréttindum í samfé- laginu. Þau lúta meðal annars að því að hafa viðunandi húsnæði og í sig og á. Við þurfum að ná samstöðu um lausn vandans, hverjum hann er að kenna skiptir ekki máli nú,“ sagði Grétar Þorsteinsson. ■ Verkalýðshreyfingin fagnar fátæktarumræðu forseta Íslands: Leitum lausnar, ekki sökudólgs GRÉTAR ÞORSTEINSSON Segir verkalýðshreyfinguna hafa brugðist við vaxandi fátækt fyrir nokkrum mánuðum. Áætlunar sé að vænta í byrjun febrúar. LÖGREGLUFRÉTTIR Banaslys árið 2002: Flestir létust í umferðinni BANASLYS Fjörutíu og tveir einstak- lingar létust vegna slysfara árið 2002. Tuttugu og þrír karlar fórust á árinu, tólf konur og sjö börn. Um- ferðarslys reyndust nú sem endranær eiga stóran hluta að máli. Tuttugu og níu manns létust í tuttugu og tveimur slysum. Flest voru slysin á fyrstu þremur mán- uðum ársins eða níu þegar jafn margir létust. Af öðrum slysum létust tveir vegna sjóslysa, tveir drukknuðu, tveir létust í svoköll- uðu frítímaslysum og sjö vegna slysa í heimahúsum. Umferðarslys voru langalgeng- ust í dreifbýli og létust tuttugu og sjö manns á móti tveimur í þétt- býli. Í báðum tilvikum var ekið á staur. Af þeim sem létust voru tólf ökumenn, sextán farþegar og einn gangandi vegfarendi. Tveir er- lendir ríkisborgarar létust í slys- um hér á landi á árinu. Sé litið á fjölda banaslysa og lát- inna eftir kjördæmum kemur í ljós að flest slysin urðu á Suðurlandi. Voru þau sex talsins og létust átta manns. Fæst urðu banaslysin í Reykjavík eða eitt talsins. ■ VEGSKILTIÐ Á SUÐURLANDSVEGI Skiltið á Suðurlandsvegi sýnir töluna 0 á nýgengnu ári. Árið 2002 var tala látinna komin í 29. ALDURSSKIPTING LÁTINNA VEGNA UMFERÐARSLYSA Á ÁRINU 2002: 0-6 ára 2 7-14 ára 3 15-16 ára 0 17-20 ára 1 21-24 ára 3 25-64 ára 14 65 ára og eldri 9 SVEITARSTJÓRNARMÁL Lögmaður Kópavogsbæjar hefur sent fé- lagsmálaráðuneytinu athuga- semd við stjórnsýslukæru vegna lóðaúthlutunar í Vatnsenda- hverfi. Hann krefst þess að kærunni verði vísað frá ráðu- neytinu. Kærandinn telur að jafnræðis- regla hafi verið brotin við úthlut- un lóða í hverfinu. Krefst hann þess að úthlutunin verði felld úr gildi og lóðunum endurúthlutað með lögmætum hætti. Guðjón Bragason, lögfræðingur á skrif- stofu sveitarstjórnarmála í fé- lagsmálaráðuneytinu, segir Kópavogsbæ telja að ráðuneytið geti ekki ógilt úthlutunina nema þeir aðilar sem hafi fengið út- hlutað komi að málinu og þeim verði veittur andmælaréttur. „Þetta mál er á frekar tækni- legu stigi þessa stundina,“ segir Guðjón. Félagsmálaráðuneytið sendi Kópavogsbæ erindi 19. nóvember, þar sem óskað var eft- ir upplýsingum um hvaða verk- lagsreglur hafi verið í gildi við val á umsækjendum lóða. Að sögn Guðjóns kom fram að engar skriflegar reglur hafi verið í gildi en eftir að kæran hafi borist hafi slíkar reglur verið settar á blað. Félagsmálaráðuneytinu hafa áður borist stjórnsýslukærur vegna lóðaúthlutana sveitarfé- laga, meðal annars í Mosfellsbæ, Hafnarfirði og Garðabæ. Guðjón segir að í þeim tilfellum hafi út- hlutunin ekki verið úrskurðuð ógild heldur hafi úrskurðarorðið verið á þann veg að annmarkar hafi verið á úthlutun og máls- meðferð og þar af leiðandi verið brotið gegn tilteknum ákvæðum stjórnsýslulaga. Að hans sögn er ekki útilokað að ráðuneytið kom- ist að sömu niðurstöðu í þessu máli. Ef það verði niðurstaðan hafi kærandinn alltaf þann mögu- leika að leita til dómstóla. trausti@frettabladid.is Vilja að Vatnsenda- kæru verði vísað frá Lögmaður Kópavogsbæjar krefst þess að stjórnsýslukæru vegna lóðaúthlutunar í Vatnsendahverfi verði vísað frá félagsmálaráðuneytinu. Talið líklegt að úthlutunin muni standa. VATNSENDI Félagsmálaráðuneytinu hefur áður borist stjórnsýslukæra vegna lóðaúthlutana sveitarfé- laga. Í þeim tilfellum var úthlutunin ekki úrskurðuð ógild heldur var úrskurðarorðið á þann veg að annmarkar hefðu verið á úthlutun og málsmeðferð þar af leiðandi brotið gegn tilteknum ákvæðum stjórnsýslulaga. OLÍUSLIKJAN TIL FRAKKLANDS Olíu úr flutningaskipinu Prestige, sem sökk úti af ströndum Spánar um miðjan nóvember, er tekin að berast á land í Frakklandi. Áður hafði olían einungis borist á land á Spáni. Ströndum var lokað á 100 kílómetra svæði og hreinsunar- starf hafið. BURT MEÐ SPUNAMEISTARANA Michael Martin, forseti neðri deildar breska þingsins, segir tíma til kominn að stjórnvöld hætti að láta almannatengslamenn tala máli sínu. „Þeir eru algjör plága.“ Hann sagði ráðherra eiga að vera duglegri við að tala sjálfir við blaðamenn. 14 ÁRA HLAUPIN Á BROTT Tyrk- neskir saksóknarar hafa krafist sjö ára fangelsisdóms yfir 24 ára barþjóni fyrir að hafa haft mök við 14 ára breska stúlku. Þau höfðu kynnst þegar stúlkan var á ferðalagi í Tyrklandi með foreldr- um sínum. Eftir að heim var kom- ið strauk hún úr heimahúsum og fannst með manninum í Tyrklandi. Fyrir sex árum hlaut karlmaður 700 króna sekt fyrir svipað brot. RÚÐA SPRENGD Rúða var sprengd í þjónustumiðstöð við Arnarbakka í Breiðholti í fyrrakvöld. Flugeld- ur hafði verið límdur á rúðuna og kveikt í með fyrrgreindum afleið- ingum. BÍLVELTA Á VESTURLANDSVEGI Bílvelta varð á Vesturlandsvegi rétt eftir klukkan þrjú í fyrrinótt. Tveir voru í bílnum og sakaði þá ekki. Hálka var á veginum og virðist sem ökumaður hafi misst vald á bílnum. SÍMKORTUM STOLIÐ Brotist var inn í bensínstöð Esso við Stóra- hjalla í Kópavogi í gærmorgun og stolið símkortum að verðmæti um 200.000 kr. Málið er í rannsókn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.