Fréttablaðið - 03.01.2003, Síða 12
12 3. janúar 2003 FÖSTUDAGUR
Útgáfufélag: Frétt ehf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason
og Steinunn Stefánsdóttir
Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Þverholti 9, 105 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf.
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-
borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá
blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni.
Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
BRÉF TIL BLAÐSINS
Ótrúlega
búðin,
ótrúleg
Linda skrifar:
Ég keypti tvö hjólabretti í Ótrú-legu búðinni fyrir jól á tæpar
2.000 krónur sem var mun hag-
stæðara verð en annars staðar.
Brettin gaf ég síðan sonum mín-
um, tíu og átta ára. Það varð mikil
hamingja þegar pakkarnir voru
opnaðir en heldur kárnaði gaman-
ið hjá þeim yngri. Sandpappír sem
er á brettinu losnaði af og undir
var brettið allt sprungið. Ég róaði
drenginn og sagði honum að við
gætum fengið nýtt strax og búðir
opnuðu.
Í Smáralind fengum við þær
upplýsingar að brettin væru upp-
seld og okkur bent á að fara í
Kringluna. Þar var sama sagan og
eins í búðinni á Laugaveginum. Nú
var illt í efni. Stóri bróður á brett-
inu sínu úti um allt og sá yngri sat
hjá. Í huganum rifjaði ég upp neyt-
endalögin en þau kveða á um að ef
kaupmaður getur ekki lagað það
sem aflaga er sé honum skylt að af-
henda nýjan hlut í staðinn. Svo ein-
falt er það. Ég legg leið mína í
Smáralind aftur og heimta endur-
greiðslu. Það var ekki hægt og haft
samband við eiganda, sem staddur
var í lager verslunarinnar að Bílds-
höfða. Mér var sagt að fara þangað
og myndi þá eigandinn endurgreiða
mér upphæðina ef hann sæi eitt-
hvað athugavert við brettið. Þegar
þangað kom var engin á staðnum.
Ég hringi í verslunina og er sagt að
hringja eftir tvær mínútur. Þá var
mér tjáð að eigandinn yrði ekki við
fyrr en eftir áramót. Sagði ég kon-
unni sem þurfti að svara fyrir allt
og ekkert að ég ætlaði með málið í
Neytendasamtökin. Hvað eru Ís-
lendingar að hugsa ef þetta eru við-
skiptahættirnir? ■
Síðustu daga liðins árs og íveisluhöldum hátíðanna var um
fátt annað rætt en Ingibjörgu Sól-
rúnu Gísladóttur. Hverju breytir
það ef hún verður í 5. sæti á lista
Samfylkingarinnar í öðru Reykja-
víkurkjördæminu? Var skýlaus
krafa samstarfsflokka Samfylk-
ingarinnar í R-listanum um að hún
segði af sér sem borgarstjóri
byggð á ótta eða brostnu trausti?
Ofmat Ingibjörg styrk sinn? Of-
metum við yfirhöfuð styrk ein-
staklinga í stjórnmálum?
Samfylkingarmenn sögðu það
söguleg tíðindi að Ingibjörg hefði
nú valið sér landsmálin sem póli-
tískan vettvang. Þau yrðu ekki
söm á eftir. Andstæðingar Sam-
fylkingarinnar gerðu lítið úr
ákvörðun Ingibjargar; lýstu henni
sem kostulegum misskilningi – að
hún hefði misst stjórn á atburða-
rásinni og sæti uppi með að hafa
fórnað starfi borgarstjóra fyrir
varamannssæti í þingliði Samfylk-
ingarinnar. Innkoma hennar í
landsmálin breytti sáralitlu; kosn-
ingarnar í vor myndu snúast um
málefni frekar en menn – allra síst
eina konu.
Samt var fátt rætt um málefni í
öllum þeim kjaftavaðli sem fylgir
áramótum á sjónvarps- og út-
varpsstöðvum. Það var helst að
Ólafur Ragnar Grímsson forseti
fyndi málefni í áramótaávarpi
sínu; vangetu velferðarkerfisins
til að hjálpa þeim sem helst eru
hjálparþurfi. Davíð Oddsson for-
sætisráðherra lagði mestan þunga
á traust á stjórnmálamönnum – á
menn fremur en málefni.
Auðvitað ættu stjórnmál að snú-
ast um málefni. En auðvitað snúast
þau um menn. Þegar stefnuskrár
flokkana fyrir kosningarnar verða
skoðaðar mun ekki verða hægt að
greina skýra valkosti milli þeirra.
Allir munu vilja allt fyrir alla gera.
Við munum merkja örlítinn blæ-
brigðamun í Evrópu- og virkjunar-
málum. Þetta verða hins vegar
ekki kosningamálin. Kosningabar-
áttan mun snúast um hverjir eru
hæfastir til að stjórna landinu –
ekki hvaða stefnu þeir velja.
Um allan hinn vestræna heim
hafa stjórnmálaflokkar á undan-
förnum áratugum stefnt frá könt-
unum að miðjunni. Miðjan er við-
hald óbreytt ástands; styrking og
efling þess sem þegar hefur verið
ákveðið – engar nýjar lausnir; ekk-
ert sem ruggar bátnum – stjórn-
málastefna fyrir þá sem eru til-
tölulega sáttir við stöðu sína; milli-
stéttina. Það sem aðgreinir flokka
með keimlíka stefnu eru mennirn-
ir á listunum. Kosningarnar í vor
verða um blæbrigðamun í per-
sónugerð þeirra, stíl og lundarfari.
Ef við viljum kjósa um annað og
meira viljum við í raun annað sam-
félag en við lifum í. ■
skrifar um mikilvægi manna og
málefna í stjórnmálum dagsins.
Mín skoðun
GUNNAR SMÁRI EGILSSON
EFNAHAGSMÁL Samdráttur varð í
landsframleiðslu á þriðja árs-
fjórðungi ársins samkvæmt Þjóð-
hagsreikningum Hagstofu Ís-
lands. Þetta er í fyrsta skiptið sem
landsframleiðsla dregst saman
frá því að samantekt þjóðhags-
reikninga hófst árið 1998. Einka-
neysla er nánast óbreytt, en fjár-
festing dróst saman um tæp 23%,
sem skýrir að mestu samdráttinn
í landsframleiðslunni. Hagvöxtur
undanfarinna missera er einkum
rakinn til samdráttar í innflutn-
ingi eða vaxtar í útflutningi. Því
er ekki að heilsa á þriðja ársfjórð-
ungi. Meðan einkaneysla stendur í
stað er vöxtur í útgjöldum hins
opinbera.
Björn Rúnar Guðmundsson hjá
greiningardeild Búnaðarbanka
segir í sjálfu sér ekkert koma á
óvart í þjóðhagsreikningunum.
Hann bendir á að minni vöxtur
hafi verið í útflutningi en áður.
Skýringanna kunni að vera að leita
í birgðasöfnun. Lítið þurfi því að
breytast til þess að hagvaxtarspá
bankans um að hagvöxtur ársins
verði 0% gangi eftir. ■
Þjóðhagsreikningar Hagstofunnar:
Samdráttur í
landsframleiðslu
DÓMSMÁL Atli Helgason, bana-
maður Einars Arnar Birgis, kref-
st þess að máli Birgis Arnar
Birgis, föður Einars, gegn sér og
eiginkonu sinni verði vísað frá
dómi.
Birgir Örn vill að kaupmála,
sem Atli og eiginkona hans gerðu
þegar þau gengu í hjónaband,
verði rift og þau verði sameigin-
lega dæmd til að greiða 12 millj-
ónir króna.
Atli hefur verið úrskurðaður
gjaldþrota. Samtals námu kröfur
í bú hans rúmum 29 milljónum
króna.
Atli og eiginkona hans hófu
sambúð á árinu 1999. Kaupmál-
inn var gerður þegar þau gengu í
hjónaband í lok júlí 2000.
Í greinargerð lögmanns Atla,
sem lögð var fyrir Héraðsdóm
Reykjaness, segir að Birgir Örn
hafi enga heimild til að reka mál
fyrir þrotabú Atla eins og hann
virðist telja sig vera að gera.
Skiptastjóri í búinu hefur
þegar gefið út yfirlýsingu um að
enginn grundvöllur sé til máls-
höfðunar vegna kaupmálans.
Lögmenn kröfuhafa gerðu engar
athugasemdir við yfirlýsingu
hans. Lögmaður Atla segir að
kröfugerðin sé að auki með öllu
óskiljanleg, til dæmis sé upp-
hæð kröfunnar ekki skýrð einu
orði.
Lögmaðurinn segir kaupmál-
ann fullkomlega eðlilegan þar
sem mjög mikill munur hafi ver-
ið á eignastöðu Atla og eiginkonu
hans. Í honum hafi verið skráðar
staðreyndir um fjárhagstöðu
hjónanna. Eftir að Atli hafi slitið
sambúð við fyrri konu sína á ár-
inu 1998 hafi skuldir hans um-
fram eignir numið 7,3 milljónum
króna.
Verðandi eiginkona Atla hafi á
hinn bóginn átt verulegar eignir
bundnar í íbúð, hlutabréfum og
bíl. Eign hennar hafi verið notuð
til að kaupa lóð og byggja á því
hús. Eðlilegt hafi því verið að
telja húsið sem hennar séreign.
Í aðilaskýrslu, sem lögð var
fram með greinargerð lögmanns
Atla, segir að kaupmálinn hafi
verið fullkomlega eðlileg trygg-
ingarráðstöfun með hagsmuni
eiginkonu Atla og dóttur hennar
úr fyrri sambúð í huga:
„Raunar má segja að annað
hefði verið í hæsta máta óeðli-
legt og óvarlegt,“ segir í skýrsl-
unni. Þar segir enn fremur að
gjaldþrot Atla hafi verið fjar-
lægt og óraunhæft á þeim tíma
sem kaupmálinn var gerður.
gar@frettabladid.is
Kaupmáli sagður
eðlileg ráðstöfun
Skiptastjóri í þrotabúi Atla Helgasonar segir ekki grundvöll til mála-
ferla vegna kaupmála Atla og eiginkonu hans. Atli krefst frávísunar.
FANGAKLEFI
Atli Helgason situr á Litla-Hrauni fyrir að hafa banað Einari Erni Birgis fyrir rúmum tveimur
árum. Faðir Einars telur Atla hafa skotið eignum undan gjaldþrotaskiptum með kaupmála
um að hús sem Atli bjó í ásamt konu sinni væri hennar séreign.
Keimlíkt fólk með keimlíka stefnu
RACIP TAYYIP ERDOGAN
OG VLADIMÍR PÚTÍN
Forseti Tyrklands brá sér á
fund Rússlandsforseta í Moskvu um jólin.
Leiðtogi tyrkneska
stjórnarflokksins:
Breyting í
deilunni
ANKARA, AP Racip Tayyip Erdogan,
leiðtogi tyrkneska stjórnarflokks-
ins, hefur lýst andstöðu sinni við
harðlínustefnu leiðtoga Kýpur-
tyrkja, sem hefur verið tregur til að
samþykkja sáttatillögur Sameinuðu
þjóðanna um lausn á Kýpurdeilunni.
„Ég er ekki fylgjandi þeirri
stefnu sem fylgt hefur verið á Kýp-
ur undanfarin 30 til 40 ár,“ sagði
Erdogan.
Jafnt almenningur í Tyrklandi
sem meirihluti Kýpurtyrkja virðist
vera fylgjandi því að samið verði
um að stofna sambandsríki á Kýpur
að svissneskri fyrirmynd. Náist
ekki samkomulag fær eingöngu
gríski hluti eyjunnar aðild að Evr-
ópusambandinu. ■
Héraðsdómur:
Biskup ekki
bættur
DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja-
víkur hefur sýknað konu af skaða-
bótakröfu manns, en þau eru
eigendur stóðhestsins Hóla-Bisk-
ups.
Sonur mannsins sagði konuna
hafa selt hestinn til Finnlands án
samþykkis föður síns. Þannig hafi
hann misst eignarhald sitt á
skepnunni.
Hesturinn mun hafa verið
fluttur utan en vera óseldur. Hér-
aðsdómur samþykkti gagnkröfu
konunnar um að maðurinn greiddi
henni 367 þúsund króna fóður-
kostnað og annað kostnað við um-
hirðu hrossins sem hún greiddi
frá árinu 1998 til ársins 2001. ■
AP
/S
ER
G
EI
K
AR
PU
KH
IN
Stakk konu með hnífi:
Lengur í
gæslu
LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Reykjavík
fór fram á að gæsluvarðhaldi yfir
manni sem grunaður er um að hafa
á aðfangadagskvöld stungið konu
með hnífi í bringu í heimahúsi í
Fellahverfi í Breiðholti yrði fram-
lengt. Féllst Héraðsdómur Reykja-
víkur á beiðnina og framlengdi úr-
skurðinn um viku eða til 6. janúar.
Konan og maðurinn voru bæði
ölvuð þegar atvikið átti sér stað.
Hefur það m.a. átt þátt í því að rann-
sókn hefur dregist að sögn Harðar
Jóhannessonar yfirlögregluþjóns. ■
Tækifærið
gekk úr
greipum
Haraldur Haraldsson skrifar:
Skaði að Reykjavíkurlistinnskyldi ekki splundrast. Þá hefði
sú ótrúlega staða komið upp að all-
ir fengju óskir sínar uppfylltar.
Sjálfstæðisflokkurinn hefði
komist til valda fyrir sundrung
vinstri manna. Hans uppáhalds-
íþrótt. Framsókn hefði fengið að
sitja, þeirra uppáhaldsíþrótt, Al-
freð hefði fengið orkuveituna
áfram og Kárahnúkavirkjun verið
gulltryggð. Samfylkingin hefði
fengið forystumann strax og byrj-
að að verða 30-40% flokkur. Vinstri
grænir hefðu fengið báðum hug-
sjónum sínum framgengt, það er
að vera í stjórnarandstöðu og að
Sjálfstæðisflokkurinn sitji við
völd.
En þetta tækifæri, til að kenna
veröldinni nýja tegund stjórnmála
þar sem allir stjórnmálaflokkar fá
allt sem þeir vilja, gekk úr greip-
um.
Skaði. ■