Fréttablaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 13
13MÁNUDAGUR 6. janúar 2003 Atvinnuleysisbætur 20% lægri en lágmarkstekjur: Skammarlegt misræmi KJARAMÁL „Þetta er skammarlegt. Vonandi taka ráðamenn þjóðar- innar ummæli forseta Íslands á nýársdag til greina þar sem hann varar við aukinni fátækt á Íslandi og hækka atvinnuleysis- bætur í takt við þróun lágmarks- launa á Íslandi,“ segir Aðal- steinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur. Samkvæmt kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins eru lágmarkstekjur fyrir fullt starf nú 93 þúsund krónur á mánuði. Þetta gildir fyrir starfsmenn 18 ára og eldri sem starfað hafa fjóra mánuði samfellt hjá sama fyrirtæki. Fullar atvinnuleysis- bætur eru hins vegar rúmar 77 þúsund krónur. Þarna munar tæpum 16 þúsund krónum á mánuði. „Þetta gengur alls ekki. Hefðu atvinnuleysisbætur fylgt þróun launa fiskvinnslufólks eins og þær gerðu áður, væru fullar atvinnuleysisbætur í dag 92.768 krónur eða nálægt um- sömdum lágmarkslaunum. Þá vekur það óneitanlega athygli að á sama tíma og laun embættis- manna hjá ríkinu hækka um 7% frá áramótum hækka atvinnu- leysisbætur aðeins um 5%,“ seg- ir Aðalsteinn Baldursson. ■ AÐALSTEINN BALDURSSON Segir athyglis- vert að laun æðstu embætt- ismanna skuli hækka um 7% á sama tíma og aðeins sé svig- rúm til að hækka atvinnu- leysisbætur um 5%. Fimmtíu skemmiferðaskip heimsóttu Reykjavík árið 2002: Aldrei fleiri skipsfarþegar FERÐAMÁL Rúmlega 30 þúsund ferðamenn komu til Reykjavíkur með skemmtiferðaskipum á síð- asta ári og hafa þeir aldrei verið fleiri. Alls komu 50 skemmtiferða- skip til höfuðborgarinnar á árinu og var Carnival Legend þeirra stærst. Það tekur rúmlega 2.100 farþega og um borð eru 930 starfsmenn. Það skip sem vakti hvað mesta athygli var The World of Residen- Sea. Það er í raun fljótandi „lúxus- fjölbýlishús“ þar sem fólk býr all- an ársins hring. Alls hafa 53 skemmiferðaskip bókað komu sína til Reykjavíkur næsta sumar. Ferðamönnum með skemmti- ferðaskipum hefur fjölgað gríðar- lega undanfarin ár. Árið 1992 komu 12.000 ferðamenn til Reykjavíkur með þessum hætti og hefur fjöldi þeirra því þrefald- ast á síðustu 10 árum. Á síðasta ári komu um 12.500 Þjóðverjar til Reykjavíkur með skemmtiferðaskipum, en næst- flestir voru frá Bandaríkjunum eða um 8.500. ■ FLJÓTANDI „LÚXUSFJÖLBÝLISHÚS“ Fljótandi „lúxusfjölbýlishús“ lagðist að bryggju í Sundahöfn í Reykjavík í lok ágúst. Í skip- inu, sem nefnist The World of ResidenSea, eru 110 íbúðir og 88 gestaíbúðir á tólf hæð- um. Íbúðirnar kosta á bilinu 180 til 640 milljónir króna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.