Fréttablaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 12
STRÍÐSÁTÖK Á nýliðnu ári áttu sér stað vopnuð átök í 53 löndum hér á jörðu. Slíkum átökum hefur fækkað nokkuð á síðustu árum, því árið 2001 voru þau 59 talsins, en 68 árið 2000. Þessar tölur eru fengnar frá bandarískum samtökum, ‘National Defence Council Foundation’, sem árlega leggja mat á fjölda stríðsátaka í heimin- um. Þessi samtök eru óháð stjórn- völdum, en þykja heldur hægrisinnuð. Líkt og undanfarin ár er mest um vopnuð átök í Mið-Austurlönd- um og Afríkuríkjum sunnan Sa- hara. Meira en helmingur allra slíkra átaka á nýliðnu ári voru í þessum tveimur heimshlutum. Tíu ríki bættust á listann þetta árið, þar á meðal Jórdanía, Kúvæt, Norður-Kórea og Venesú- ela. Sextán ríki voru á hinn bóginn fjarlægð af honum, þar á meðal Bandaríkin, Júgóslavía, Malasía, Makedónía og Sierra Leone. Bandaríkin voru á listanum árið 2001 vegna árásanna á New York og Washington í september það ár. Í tölum samtakanna eru reynd- ar innifalin tímabundin átök, til dæmis í kringum kosningar, ef þau valda „verulegu róti“ sam- kvæmt mælikvörðum samtak- anna, sem þau viðurkenna fúslega að séu ekki yfir allan vafa hafnir. Mælikvarðarnir eru nánar tiltekið fjórir: stjórnmálalegur, félagsleg- ur, efnahagslegur og hernaðarleg- ur. Í skýrslu samtakanna er þeirri venju haldið að tilnefna jafnan „heimskulegustu átök ársins“. Þetta árið nýtur Nígería þess heiðurs að hafa verið vettvangur heimskulegustu átakanna. Þau brutust út eftir að blaðamaður fór niðrandi orðum um Múhameð spá- mann í tengslum við umfjöllun um fegurðarsamkeppnina Ungfrú heim, sem halda átti í landinu. Blaðagreinin hrinti af stað átök- um sem kostuðu meira en 200 manns lífið og flytja þurfti keppn- ina til Bretlands. „Hægt hefði verið að hunsa þessi ummæli sem óviðurkvæmi- leg og þar með væri málinu lok- ið,“ sagði Andy Messing, höfund- ur skýrslunnar. „Allir tóku um- mælin alvarlega og létu eins og þetta væri heimsendir.“ Fleiri samtök hafa tekið saman lista yfir styrjaldir ár hvert, en þau miða venjulega við að til þess að komast á slíkan lista þurfi vopnuð átök að hafa kostað að minnsta kosti þúsund manns lífið. Ef þeim mælikvarða er beitt geisa nú um það bil þrjátíu stríð í heim- inum. gudsteinn@frettabladid.is 6. janúar 2003 MÁNUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSINS Niðurstöður skoðanakönnunarFréttablaðsins um fylgi stjórn- málaflokkanna eru athyglisverðar. Ekki aðeins sökum þess að niðurstaðan sjálf er söguleg; Sjálfstæðisflokkur- inn er ekki lengur sá flokkur sem nýt- ur mests fylgis – heldur er könnunin gerð í kjölfar einn- ar þéttustu póli- tísku umræðu sem dunið hefur á þjóð- inni lengi. Frá því að Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir tilkynnti um þing- framboð sitt skömmu fyrir jól hef- ur sú yfirlýsing og afleiðingar hennar lagt undir sig ómælt pláss í dagblöðunum, fyllt flesta frétta- tíma sjónvarps- og útvarpsstöðva og nær alla kjaftaþætti þeirra. Aldrei hefur þjóðin heyrt jafn marga tjá sig um einstakt mál. Þessi holskeifla reið yfir á tíma fjölskylduboða og samkvæmislífs jóla og áramóta svo allir gátu tekið þátt í umræðunni. Skoðanakönnun sem gerð er í kjölfar þessa ætti því að draga fram afstöðu þjóðarinnar til umræðunnar; vera nokkurs kon- ar fyrsta vísbending um áhrif hennar á stjórnmálin. Og niðurstaðan er afgerandi. Samfylkingin er í mikilli sókn og sækir fyrst og fremst á stjórnar- flokkana tvo; mælist nú með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn. Framsókn tapar meiru en sjálf- stæðismenn og mátti við minna. Ef ekki væri fyrir Frjálslynda flokk- inn væri Framsókn minnst allra flokka með 10 prósenta fylgi sem gæfi þeim 6 þingmenn; helmingi færri en þeir hafa í dag. Miðað við fylgið í könnunum misstu sjálf- stæðismenn tvo þingmenn; fengju 24. Samfylkingin yrði stærsti þing- flokkurinn með 25 þingmenn; átta fleiri en í dag. Vinstri grænir bæta við sig fylgi og einum manni. Frjálslyndir missa fylgi og annan þingmanninn. Sambærilega fylgisbreytingu má merkja á stuðningi við ríkis- stjórnina. Stuðningsmenn og and- stæðingar eru nánast jafn stór hóp- ur; stuðningsmenn sjónarmun fleiri. Í síðasta þjóðarpúls Gallup fékk ríkisstjórnin 57 prósent stuðn- ing en tæp 51 prósent nú. Það er ná- lægt því sama niðursveifla og fylgi stjórnarflokkanna frá könnun Gallup að könnun Fréttablaðsins. Auðvitað segir þessi könnun Fréttablaðsins ekki hvernig kosn- ingarnar eftir fjóra mánuði fara. En þær benda til að kosningabar- áttan hafi byrjað með mikilli fylg- issveiflu eftir að Ingibjörg Sólrún tilkynnti framboð sitt og að í upp- hafi baráttunnar sé Samfylkingin í góðri sóknarstöðu en stjórnar- flokkarnir tveir í vörn. ■ skrifar um niðurstöður skoðana- könnunar Fréttablaðsins. Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON Niðurstaða holskeflu stjórnmálaumræðu Þakkir fyrir aðstoð Svava Kristinsdóttir skrifar: Svava heiti ég og vil þakkakærlega fyrir mig og mína. En þannig er mál með vexti að ég kom í útvarpsþáttinn hjá Arn- þrúði Karlsdóttir í Útvarpi Sögu fyrir jólin ásamt Ásgerði hjá Mæðrastyrksnefnd. Þar var stuttlega rakin saga mín og gerð skil ástandi of margra í þjóðfé- laginu í dag. Mig langar til að þakka þeim sem styrktu mig með og eftir þennan þátt. Sýndi það mér að það er ekki öllum sama um ná- ungann. Mig langar að byrja á því að þakka Arnþrúði Karls- dóttur fyrir þáttinn, vegna þess að án hans hefði ekki orðið af þessum styrkjum. Mig langar að þakka Ásgerði fyrir að gefa mér þetta tækifæri. Svo langar mig til að þakka þeim þremur einstaklingum sem veittu mér peningagjafir fyrir jólin, en það bjargaði alveg jól- unum hjá okkur. Þar sem þau sem gáfu mér af sínu vildu ekki láta nafn sitt uppi þá virði ég það og segja bara að um einn mann var að ræða og tvær konur og þau hjálpuðu okkur virkilega. Takk kærlega. Í raun og sann- leika á ég ekki til réttu orðin til að lýsa þakklæti mínu. Ég var og er mjög hrærð og var gráti næst að svo gott fólk skuli vera til! Takk innilega! Svo að síðustu vil ég þakka Jóhannesi í Bónus fyrir gjafa- miðana hans sem hann gaf Mæðrastyrksnefnd svo að við hin illa stöddu í þjóðfélaginu skulum hafa tök á að versla fyr- ir jólin. Takk gott fólk og megi drott- inn blessa ykkur! ■ Fimmtíu stríð á síðasta ári Vopnuðum átökum hefur heldur fækkað síð- ustu árin. Samt var barist á 53 stöðum á ný- liðnu ári. „Heimskulegustu átök“ síðasta árs brutust út í Nígeríu. Það er sígilt umræðuefni hér íbæ sem annarsstaðar hvað þurfi til svo bæjarfélagið okkar megi vaxa og dafna. Ég hef þá skoðun og deili henni örugglega með miklum meirihluta Akureyr- inga að kostir þess að búa hér í bæ séu umtalsvert meiri en gall- arnir. Ég hef hvatt fólk til þess að gera samanburð á búsetukostum Akureyrar við sérhvert samfélag í veröldinni fullviss um það að bærinn okkar komi ákaflega vel út úr þeim samanburði. Vissulega eru alltaf einhver atriði sem betur mega fara í bæj- arfélaginu – enda skoðanir og væntingar einstaklinga misjafn- ar. Það er hins vegar álit mitt að það sem oftast ber hæst í um- ræðu sem „vandamál Akureyrar“ sé heimatilbúinn „vandi“ hug- lægs eðlis. Það á rætur að rekja til þeirrar allt of algengu afstöðu að virðing og sjálfsmynd bæjar- félagins okkar sé undir einhverj- um öðrum komin en okkur sjálf- um. Það sé ekki fyrst og fremst verkefni mitt og þitt að styrkja sjálfsmynd bæjarfélagins heldur ráði aðrir þar um. Ég tel ekki málum þannig komið, heldur muni gróskan í bænum og sú virðing sem Akureyri mun njóta einfaldlega ráðast af því að hve miklu leyti og á hvern hátt bæj- arbúar sjálfir taka þátt í að móta þá mynd sem Akureyri skipar í hugum fólks. Styrk sjálfsmynd er og verður alltaf helsta vopn okkar í frekari uppbyggingu og vexti Akureyrar. Þegar ég lít til baka yfir árið 2002 er það mat mitt að við Akur- eyringar getum verið nokkuð sáttir við afraksturinn. Við höf- um komið mörgum góðum mál- um í höfn á árinu en jafnframt sýnt kjark til að taka erfiðar og á stundum óvinsælar ákvarðanir. Mér er ofarlega í huga ný byggðaáætlun þar sem Alþingi Íslendinga undirstrikaði forystu- hlutverk okkar á landsbyggðinni og ennfremur það hversu vel Ak- ureyri hefur styrkt stöðu sína á sviði verslunar, þjónustu og sjáv- arútvegs. Staðfesting þessa kom berlega í ljós á síðustu vikum ársins þegar fólk víðsvegar af Norður- og Austurlandi sótti hingað verslun og þjónustu. Einnig hefur Háskólinn á Ak- ureyri haldið áfram að vaxa og dafna og ljóst er að hann mun halda áfram á þeirri braut. Loks vil ég lýsa ánægju minni með góðan árangur íþróttafólks á ný- liðnu ári. 239 Íslandsmeistaratitl- ar í fjölmörgum greinum íþrótta bera hróður Akureyrar víða og er þessi árangur glæsilegur vitnis- burður um gríðarlega gott starf félagasamtaka hér í bæ. Sá tími er liðinn að fólk flytji unnvörpum nauðugt burt úr bæn- um til að leita tækifæra annars staðar. Nýbirtar tölur um íbúa- fjölda í einstökum landshlutum staðfesta þetta. Akureyringum fjölgaði á nýliðnu ári um 1,31%, þriðja árið í röð langt umfram hið margfræga landsmeðaltal. Íbúar Akureyrar voru 15.840 þann 1. desember sl. og fjölgaði milli ára um 208. Stundum tala menn sem svo að hlutirnir gerist af sjálfu sér, hér sé fólki búið það umhverfi frá náttúrunnar hendi að öðruvísi geti þetta ekki þróast. Verkefnið sé ekki annað en að bíða þess að mál gangi nánast sjálfkrafa okk- ur í hag. Hvorki hér né annarsstaðar í víðri veröld gerast hlutirnir með þvílíkum hætti. Það þurfa að vera fyrir hendi þau skilyrði í bæjarfélaginu að sá kraftur og sköpunarmáttur sem alla jafna býr í hverjum einstaklingi fái notið sín, honum sjálfum og öðr- um Akureyringum til góðs. Grundvallaratriði er þó það að al- mennt efnahagsástand í landinu sé gott og atvinnulíf og fyrirtæki gangi með þeim hætti að sérhver fái notið afraksturs erfiðis síns. Uppsveiflan hefur verið mikil undanfarin ár og eðlilegt er að við horfum bjartsýn fram á veg- inn. Að sjálfsögðu ber okkur um leið að sýna fulla aðgát og taka al- varlega ábendingar um þá veik- leika sem kunna að leynast. En höfum það hugfast að úrtöluradd- ir og svartsýnistal er ekki besti áttavitinn, hvorki við siglingu í lélegu skyggni né heiðríkju. Bæjarstjórn Akureyrar mun á komandi árum vinna markvisst að því að styrkja sjálfsmynd bæj- arfélagsins og auka tiltrú fólks og fyrirtækja á gæði búsetuskil- yrða hér. Það er í mínum huga ljóst að Akureyri hefur alla burði til þess að vera sterkur þjónustu- kjarni vegna stærðar sinnar og miðstöðvarhlutverks á sviði mennta-, menningar-, íþrótta- og heilbrigðismála. Hér er einnig að finna fjölbreytt úrval verslana og þjónustu auk öflugs menningar- starfs með tengsl við sögu og um- hverfi bæjarins. Smátt og smátt munu fyrirtæki þróa framleiðslu sína og þjónustu á þann veg að krafan um sérhæft vinnuafl mun ráða mestu um staðarval þeirra. Þetta starfsfólk á vinnumarkaði framtíðarinnar mun í auknum mæli leita eftir búsetu á stöðum sem bjóða því bestu möguleika á að fullnægja kröfum þess til lífs- ins gæða. Höfuðborg hins bjarta norð- urs býður fólki þau búsetuskil- yrði sem eru talin með þeim bestu í landinu. Þar liggur okkar styrkur. ■ Á GERVILIMASTÖÐ RAUÐA KROSSINS Í KABÚL Stríðsátök draga jafnan dilk á eftir sér. Þessi maður var að prófa nýja gervifótinn sinn í Kabúl í Afganistan í síðustu viku. Þriggja ára dóttir hans fylgist með. AP / M AN IS H S W AR U P skrifar um Akureyri. KRISTJÁN JÚLÍUSSON BÆJARSTJÓRI Um daginn og veginn 12 Þessi hol- skeifla reið yfir á tíma fjöl- skylduboða og samkvæmislífs jóla og ára- móta svo allir gátu tekið þátt í umræðunni. Styrkur Akureyrar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.