Fréttablaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 25
25FIMMTUDAGUR 20. febrúar 2003 300. Simpsons-þátturinn: Blink 182 í heimsókn SJÓNVARP Meðlimir hljómveit- arinnar Blink 182 komu fram í gestahlutverki í 300. þættinum um Simpson-fjölskylduna sem sýndur var í Bandaríkjunum á dögunum. Hljómveitin, sem samanstend- ur af þeim Tom Delonge, Mark Hoppus og Travis Barker, hélt tónleika í þættinum á heimili hjólabrettakappans Tony Hawks, nágranna og vinar Bart Simpson. Af Blink 182 er það annars að frétta að trommarinn Travis Barker hefur í samvinnu við skó- fyrirtækið DC hannað hjóla- brettaskó sem fara á markað á næstunni. ■ BLINK 182 Hljómsveitin Blink 182 hefur notið tölu- verðra vinsælda upp á síðkastið. Sameiningarfundur Spice Girlssem haldinn var síðastliðinn mánudag á heimili Victoriu Beck- ham endaði með gráti og gnístran tanna. Kryddstelpurnar brustu í grát þegar þær báðu Geri Halli- well afsökunar á því að hafa ekki stutt við bakið á henni þegar hún átti við lystarstol að stríða. Geri lét sitt ekki eftir liggja og baðst afsökunar á því að hafa sagt skil- ið við vinkonur sínar í sveitinni til að huga að sólóferli sínum. „Þú ert besti vinur sem ég hef nokkurn tímann átt,“ á Mel B að hafa sagt við Geri. Barnakryddið, Emma Bunton, benti á að þær væru allar „fórnarlömb að- stæðna“. Kryddstelpurnar útilok- uðu þó að þær myndu koma aftur saman til tónleikahalds. FRÉTTIR AF FÓLKI CAGE Leikarinn Nicolas Cage var fínn í tauinu þegar hann mætti til frumsýningar á kvik- myndinni „The Life of David Gale“ á dög- unum. Cage er framleiðandi myndarinnar. AP/M YN D Söngkonan Kelly Osbourne, dótt-ir Ozzy og Sharon Osbourne, segist vera ósátt við ákvörðun móð- ur sinnar um að banna henni að fljúga til Bretlands. Kelly þurfti að afboða komu sína á NME-verð- launahátíðina í síðustu viku eftir að Sharon sá í fréttunum þegar her- menn umkringdu Heathrow-flug- völlinn í Lundúnum vegna hryðju- verka. „Ég var virkilega reið og það endaði með því að ég var alein heima kvöldið sem verðlaunaaf- hendingin fór fram.“ sagði Kelly. Það eru fleiri en Sharon Os-bourne hræddir við flugvél- ar um þessar mundir því söng- konur hljómsveitarinnar Suga- babes eru á sömu skoðun. Ástæðan mun einnig vera hræðsla við hryðjuverk. Hljóm- sveitin átti að koma fram í Dan- mörku en hætti við vegna flug- hræðslunnar. „Ég ætla ekki að stíga upp í flugvél þegar skrið- drekar og hermenn eru úti um allt,“ sagði Heidi Range, ein söngkvennanna. FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.