Fréttablaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 12
12 20. febrúar 2003 FIMMTUDAGUR
Aldagamalt særingamót:
Særingamenn í hlutverki geðlækna
INDLAND, AP Tugir þúsunda Indverja
mættu á árlegt særingamót í hofi
gúrúsins Deoji Maharaj í miðju Ind-
landi. Á mótinu, sem hefst við
fyrstu tunglfyllingu í janúar og
stendur í einn mánuð, var boðið upp
á meðferð handa fólki sem haldið er
illum öndum. Um 70.000 gestir
mættu á mótið að þessu sinni.
Algengt er að karlmenn mæti
með eiginkonur sínar sem eiga við
vandamál að stríða í kjölfar barns-
burðar og vonast þeir til þess að
særingamenn geti hjálpað konun-
um. Einnig er nokkuð um að fjöl-
skyldur leiti til særingamannanna
vegna karlmanna sem eiga við geð-
ræn vandamál að stríða. Geðlæknar
segja að oft sé um að ræða fólk með
geðsjúkdóma sem mögulegt er að
lækna en vegna fáfræði aðstand-
endanna sé hegðun þess rakin til
illra anda sem hafi tekið sér ból-
festu í líkamanum. Einnig hafa ver-
ið uppi getgátur um það að konur
sem lifa tilbreytingalausu og
óspennandi lífi láti eins og óhemjur
til þess að fá athygli fjölskyldumeð-
limana. ■
Prestur og læknir
sekir um þjóðarmorð
Stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna í Tansaníu hefur dæmt feðga
fyrir að hvetja til og skipuleggja fjöldamorð á tútsum. Morðin voru
framin í og nálægt kirkjunni þar sem faðirinn var prestur.
TANSANÍA Feðgar frá Rúanda hafa
verið dæmdir fyrir að hvetja til og
taka þátt í þjóðar-
morðum á tútsum
árið 1994. Þá féll
um hálf milljón
tútsa fyrir hendi
hútúa í þjóðar-
morðum sem
stjórnvöld hvöttu
til og gengu að
mestu yfir á þrem-
ur mánuðum.
Feðgarnir voru
fundnir sekir um
að hafa skipulagt
morð á tútsum sem
höfðu flúið óöldina
og héldu til í kirkju í Kibuye í Rú-
anda.
Það vekur athygli að faðirinn,
Elizaphan Ntakirutimana, var
prestur í kirkjunni þar sem
fjöldamorðin fóru fram og sonur
hans, Gerald Ntakirutimana, starf-
aði sem læknir í héraðinu. Það
stöðvaði þá þó ekki í að taka að sér
forystuhlutverk við að hvetja til,
skipuleggja og framkvæma morð-
in á fólkinu sem hafði leitað skjóls
í kirkjunni.
Faðirinn var dæmdur til tíu ára
fangelsisvistar en sonurinn fékk
25 ára dóm. Norski dómarinn sem
kvað upp dóminn sagði lækninn
hafa brugðist trausti sem fólk bar
til hans sem læknis og væri það
metið honum til refsiþyngingar.
Þyngsti leyfilegi dómur er ævi-
langt fangelsi.
Dómstólnum þótti sýnt að
presturinn hefði flutt vígamenn til
staða í kringum kirkjuna og fyrir-
skipað að þak kirkjunnar yrði rifið
af henni svo flóttamenn gætu ekki
skýlt sér í henni. Auk þess að hafa
skipulagt morðin var læknirinn
fundinn sekur um að hafa sjálfur
skotið einn mann til bana úti fyrir
spítalanum þar sem hann starfaði.
Fyrir þjóðarmorðin bjuggu
rúmlega 50.000 tútsar í héraðinu í
kringum kirkjuna í Kibuye. Aðeins
um eitt þúsund þeirra lifði óöldina
af.
Bandaríski blaðamaðurinn
Philip Gourevitch fjallar meðal
annars um brot feðganna í bók
sem hann skrifaði um morðöldina
í Rúanda. Þar segir hann frá því
að fólk sem leitaði skjóls í kirkj-
unni reyndi að fá prestinn til að
hjálpa sér. Í bréfi sem fólkið
skrifaði honum stóð meðal ann-
ars: „Við viljum upplýsa þig um
að á morgun verðum við drepin
með fjölskyldum okkar.“ Litla
hjálp var hins vegar að hafa frá
prestinum. ■
Vinsældakönnun Frjálsrar verslunar:
Bónus vinsælasta fyrirtækið
SKOÐANAKÖNNUN Bónus er aftur
orðið vinsælasta fyrirtæki lands-
ins samkvæmt könnun tímaritsins
Frjálsrar verslunar. Bónus endur-
heimtir titilinn eftir þriggja ára
fjarveru. Íslensk erfðagreining
hélt forystunni síðastliðin þrjú ár
en fellur nú niður í sjöunda sæti.
Bónus fær 18 prósent atkvæða í
könnuninni og í öðru sæti kemur
annað fyrirtæki Baugs, Hagkaup,
með 8,5%. Í þriðja sæti lendir Ís-
landsbanki, sem fær 7,3% at-
kvæða í könnuninni. Þrjú næstu
fyrirtæki í vinsældakönnun
Frjálsrar verslunar eru Össur,
Flugleiðir og Eimskip.
Könnun Frjálsrar verslunar
rímar vel við könnun Frétta-
blaðsins, sem birtist 8. febrúar,
um traust á kaupsýslumönnum í
íslensku viðskiptalífi. Þar varð
Jóhannes Jónsson í Bónus efst-
ur. Á eftir honum komu Jón Ás-
geir Jóhannesson, forstjóri
Baugs, og Bjarni Ármannsson,
forstjóri Íslandsbanka. Stjórn-
endur Baugs, Björgólfsfeðgar
og forstjórar Íslandsbanka nutu
mests trausts samkvæmt könn-
un Fréttablaðsins. Könnun
Frjálsrar verslunar var gerð 20.
til 22. janúar. ■
HALLGRÍMUR ÓSKARSSON
Tók mið af töxtum FÍH þegar hann greiddi
Birgittu Haukdal fyrir sönginn.
Birgitta Haukdal og
Eurovision:
Fékk ekki
hálfa milljón
SÖNGUR Birgitta Haukdal fékk
ekki 500 þúsund krónur fyrir að
syngja sigurlagið í Eurovision.
Hallgrímur Óskarsson, höfund-
ur lagsins, segir það af og frá.
Birgitta hafi aðeins fengið brot
af þeirri upphæð fyrir sönginn:
„Ég tók mið af töxtum Félags
íslenskra hljómlistarmanna
þegar ég greiddi Birgittu. Þetta
var eins og hver önnur vinna hjá
henni og auðvitað þarf hún að fá
eitthvað fyrir æfingar og að
mæta í stúdíó í upptökur,“ segir
Hallgrímur. „Það var mikil
vinna á bak við þetta en upp-
hæðin er trúnaðarmál eins og í
öðrum samningum.“
Hallgrímur vinnur nú að
skipulagningu framhalds sig-
ursins í Háskólabíói um síðustu
helgi og þar er í mörg horn að
líta. En Hallgrímur er vanur
slíkri vinnu: „Ég starfa sjálf-
stætt sem verkfræðingur, bæði
fyrir innlend og erlend fyrir-
tæki. Þetta er bara eitt verkefn-
ið til viðbótar,“ segir hann. ■
DÝRKEYPT VÆTUTÍÐ
Ættingjar syrgja þrjú börn og unga konu
sem öll létust þegar húsþak gaf sig vegna
viðstöðulauss regns sem dundi á því.
Úrhellisrigning
í Pakistan:
Flóð og
fárviðri
PAKISTAN, AP Yfir 20 manns hafa
látist og tugir slasast í kjölfar
mikilla rigninga í Pakistan að
undanförnu. Hundruð hafa misst
heimili sín en rignt hefur við-
stöðulaust í sumum héruðum
landsins svo dögum skiptir.
Flóð hafa rifið sundur vegi og
skolað burt húsum víða um land-
ið. Rigningunni hefur einnig
fylgt mikill og snarpur vindur og
víða hafa tré verið rifin upp með
rótum og rafmagnslínur slitnað.
Sums staðar í norðurhluta lands-
ins hefur snjóað og myndast allt
að eins og hálfs metra þykkt
snjólag.
Flóðin hafa komið harðast nið-
ur á íbúum í fátækrahverfum
borganna en í landbúnaðarhéruð-
um landsins er vætunni fagnað
ákaft þar sem þar hefur varla
komið dropi úr lofti í fimm ár. ■
Grínistinn Jesperson:
Brenndi
fánann
NOREGUR Norski grínistinn Otto
Jesperson vakti mikla athygli á dög-
unum þegar hann brenndi banda-
ríska þjóðfánann undir lok sjón-
varpsþáttarins Torsdagsklubben.
Vildi hann með þessum hætti
mótmæla hugsanlegu stríði gegn
Írak. „Ég vil kveikja á kerti fyrir
löngu og blóðugu stríði. Megi loginn
verða til þess að Bandaríkin breyti
Bagdad í stærstu bálstofu heims-
ins,“ sagði Jesperson. Jesperson
hefur áður vakið deilur með „gam-
ansemi“ sinni. Á síðasta ári fékk
hann m.a. morðhótanir eftir að hann
gerði grín að forsætisráðherra Nor-
egs. ■
Afhöfðaði Thatcher:
Dæmdur til
fangavistar
LONDON Breskur karlmaður á fer-
tugsaldri hefur verið dæmdur í
þriggja mánaða fangelsi fyrir að
afhöfða styttu af lafði Margréti
Thatcher, fyrrum forsætisráð-
herra Bretlands.
Hinn 37 ára gamli Paul
Kelleher sagðist hafa notað
krikketkylfu og járnstöng til að
berja höfðuðið af styttunni. Það
sagðist hann hafa gert til að mót-
mæla alþjóðlegu auðvaldskerfi.
Kelleher lýsti sig saklausan af
ákæru um skemmdarverk og
sagðist hafa verið að mótmæla of
nánu sambandi Bandaríkjanna og
Bretlands. ■
Á VALDI ILLRA AFLA
Særingamenn hofsins Deoji Maharaj nota meðal annars vandarhögg til þess að reka illa
anda úr líkömum viðskiptavina sinna.
FEÐGAR SAKFELLDIR
Hinn 78 ára gamli prestur Elizaphan Ntakirutimana og læknirinn sonur hans, Gerald Ntakirutimana, voru fundnir sekir um að hafa tekið
sér forystuhlutverk í fjöldamorðum á tútsum í Rúanda.
Auk þess að
hafa skipulagt
morðin var
læknirinn
fundinn sekur
um að hafa
sjálfur skotið
einn mann til
bana úti fyrir
spítalanum
þar sem hann
starfaði.
ENDURHEIMTIR TOPPSÆTIÐ
Bónus er aftur vinsælasta fyrirtækið hér á landi samkvæmt könnun Frjálsrar verslunar. Ís-
lensk erfðagreining vermdi sætið í þrjú ár, en fellur nú niður listann.
VINSÆLUSTU FYRIRTÆKIN
Í KÖNNUN FRJÁLSRAR
VERSLUNAR
Bónus 18,0%
Hagkaup 8,5%
Íslandsbanki 7,3%
Össur 6,6%
Flugleiðir 6,0%
Er Framsóknarflokkurinn grænn flokkur?
Opinn fundur um umhverfismál
Félag ungra framsóknarmanna í Reykjavík suður mun halda
opinn fund um umhverfismál í dag, 20. febrúar, klukkan 20:30
í bíósal Loftleiða.
Dagskrá:
1. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra kynnir úrskurð um mat á um-
hverfisáhrifum Norðlingaölduveitu.
2. Kolbeinn Proppé, efsti maður á lista Vinstri grænna í Suðurkjör-
dæmi, og Einar Sveinbjörnsson, aðstoðarmaður umhverfisráð-
herra, svara því í stuttum erindum hvort Framsóknarflokkurinn sé
umhverfisvænn flokkur.
3. Pallborðsumræður þar sem fundarmönnum gefst kostur á að
spyrja spurninga varðandi efni fundarins.
Fundarstjóri verður
Haukur Logi Karlsson, formaður FUF RS
Allir velkomnir
Stjórn Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík suður
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
KÆRÐIR VEGNA ÓEIRÐA Ind-
verska lögreglan hefur ákært 131
múslíma fyrir að eiga upptökin
að trúarlegum átökum múslíma
og hindúa í Gujarat-fylki sem
kostuðu á annað þúsund manns
lífið. Enginn hindúi hefur verið
ákærður í fylkinu, sem er stjórn-
að af hindúum.
ASÍA