Fréttablaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 8
8 20. febrúar 2003 FIMMTUDAGUR
Kennarar í Eyjum:
Lofti
hleypt úr
dekkjum
LÖGREGLUMÁL Lofti var hleypt úr
dekkjum bíla í eigu sex kennara
við Framhaldsskólann í Vest-
mannaeyjum. Urðu kennararnir
varir við þetta þegar þeir hugð-
ust fara til vinnu. Ekki var nóg
með að hleypt hafi verið úr einu
dekki heldur minnst tveimur.
Óþarfi er að taka fram að mikil
óþægindi hlutust af þessu og seg-
ir á heimasíðu nemendafélagsins
að kennararnir hafi komið seint
til vinnu. Þá segir að félagið
sjálft sé að athuga hverjir áttu
sök að máli.
Málið hefur verið kært til lög-
reglunnar. ■
FERÐAKOSTNAÐUR „Ég hef enga sér-
staka ástæðu til að ætla að það sé
eitthvað óeðlilegt við ferðakostn-
að ráðherranna sem neita að gefa
upplýsingarnar. En ég trúi því
ekki að upplýsingalögin geti
hamlað því að fjölmiðlar geti leit-
að eftir upplýsingum sem þess-
um,“ sagði Jóhanna Sigurðardótt-
ir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Í fyrirspurn til fjármálaráð-
herra óskar hún eftir upplýsing-
um um árlegan ferðakostnað ráð-
herra erlendis, sundurliðað eftir
ráðuneytum, heildarkostnaði,
dagpeningum, risnu og öðrum
kostnaði, árin 1999 til 2002. Enn
fremur spyr Jóhanna hver skoðun
ráðherra sé á því að upplýsingarn-
ar séu sundurliðaðar og aðgengi-
legar í ríkisreikningi og hvort rétt
sé að neita þeim sem sinna upp-
lýsingaskyldu til almennings, eins
og fjölmiðlum og Alþingi, um upp-
lýsingar um kostnað tengdan
starfi æðstu embættismanna og
stjórnvaldshafa.
„Það á auðvitað að vera lykil-
atriði að aðgengi að upplýsingum
um meðferð opinberra fjármuna
sé gegnsætt og opið. Það sem ég
er fyrst og fremst að draga fram
er hvort ástæða sé til að skerpa á
upplýsingalögunum,“ sagði Jó-
hanna.
Hún spyr líka hvort fjármála-
ráðherra telji ástæðu til að endur-
skoða reglur um ferða- og dagpen-
ingagreiðslur hjá ráðuneytum og
stofnunum.
„Ég tel að það megi spara
þarna verulega fjármuni, hugsan-
lega 10% til 15%, og þingflokkur
Samfylkingarinnar hefur lagt
fram tillögur í þeim efnum við
fjárlagagerðina undanfarin ár,“
sagði Jóhanna Sigurðardóttir. ■
LYFJAKAUP „Þegar ég fékk þetta lyf
fyrst kostuðu 200 töflur innan við
þúsund krónur. Á síðasta ári var
mér sagt að lyfið væri ekki til
lengur en annað komið í þess stað.
Sama magn af því lyfi kostar yfir
tvö þúsund krónur,“ segir André
Bachmann stræt-
isvagnabílstjóri,
sem hefur í tæp
tuttugu ár notaði
sama lyfið við
skjaldkirtilssjúk-
dómi sem hann
þjáist af.
Lyfið sem Andri notaði heitir
Tyroxin Natrium en nýja lyfið
Eouthyrox, inniheldur sömu efni
en framleiðandinn er annar.
André segist hafa kynnt sér að
það væri alls ekki hætt að fram-
leiða eldra lyfið því það væri til á
hinum Norðurlöndunum og kost-
aði þar innan við þúsund krónur.
„Ég þurfti líka að fara í blóðmæl-
ingu vegna lyfjaskiptanna og það
kostaði mig peninga auk þess sem
kostnaður ríkisins við að allir sem
eru á lyfinu fari í blóðrannsókn
hlýtur að vera einhver. Ég spyr
því hver sé að græða,“ spyr Andri.
ParmaNor flutti inn Tyroxin.
Guðbjörg Alfreðsdóttir, fram-
kvæmdastjóri lyfjasviðs, segir að
í árslok 2001 hafi framleiðendur
tilkynnt að þeir gætu ekki lengur
selt ParmaNor lyfið þar sem
framleiðendur virka efnisins í lyf-
inu gætu ekki útvegað það. „Það
kom okkur alveg í opna skjöldu og
við sögðum þeim að annað sam-
bærilegt lyf væri ekki til. Þrátt
fyrir það vildu þeir fá lyfið út af
skrá og við björguðum okkur með
því að kaupa lyfið af heildsala á
Norðurlöndunum um tíma. Síðan
gerðist það að N.M Farma flutti
inn nýtt lyf með sömu virku efn-
unum, sem kom í stað þessa lyfs.“
N.M Farma flytur inn Eouthyr-
ox, sem kom í stað Tyroxin. Þóra
Jónsdóttir deildarstjóri segir
verðið ekki vera óeðlilega hátt.
Sótt hafi verið um ákveðið verð til
lyfjaverðsnefndar og þar hafi það
verið samþykkt. „Það er í sam-
ræmi við það verð sem er á hinum
Norðurlöndunum. Ég býst við að
ástæða þessa verðmunar á gamla
og nýja lyfinu sé fyrst og fremst
hvað hitt var búið að vera lengi á
markaði og líklega hefur ekki ver-
ið sótt um verðhækkun á því.“
Nú hefur Tyroxin verið skráð
að nýju hjá Gróco og er væntan-
legt á markað þann 1. mars. Ari
Sæmundsen framkvæmdastjóri
segir Gróco hafa tekið við um-
boði á lyfinu. Hann segir heild-
söluverð hafa verið samþykkt
liðlega 500 krónur fyrir 100 töfl-
ur og ef miðað sé við sambæri-
legt lyf á svipuðu verði ætti út-
söluverð úr apóteki að vera lið-
lega 1.100 krónur. ■
Lyfin nú tvöfalt
dýrari en áður
SAMA LYFIÐ EN HELMINGS VERÐMUNUR
Tyroxin er væntanlegt aftur á markað þann 1. mars. Heildsöluverð á því verður 532 krónur en síðan á apótekið eftir að leggja á það auk
þess sem ofan á bætist 24,5% virðisaukaskattur.
André Bachmann hefur um árabil notað sama lyfið við skjaldkirtilssjúk-
dómi. Hann segir nýlega hafa verið skipt um lyf og það nýja reynst
meira en helmingi dýrara. Eðlilegar skýringar, segja lyfjainnflytjendur.
Þarf að taka
þrjár töflur í
stað tveggja
áður af nýja
lyfinu.
Jóhanna Sigurðardóttir spyr um
ferðakostnað ráðherra:
Má spara allt að 15%
JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR
Vill ekki trúa því að upplýsingalögin komi í
veg fyrir að upplýsingar um ferðakostnað
séu aðgengilegar og spyr hvort ekki þurfi
að skerpa á upplýsingalögunum.
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/VILH
ELM
Mansal í Austur-Evrópu:
Ráðskonu-
starf reyndist
kynlífs-
þrælkun
RÚMENÍA, AP Serbi og fjórir Rúmen-
ar hafa verið ákærðir fyrir að
smygla yfir 100 konum frá Rúmen-
íu og Moldóvu til Vestur-Evrópu og
hneppa þær þar í kynlífsþrælkun.
Að sögn lögreglu voru margar
kvennanna frá fátækum héruðum í
norðvesturhluta Rúmeníu og voru
þær oft lokkaðar með fölskum
blaðaauglýsingum þar sem óskað
var eftir ráðskonum í Vestur-Evr-
ópu. Konurnar voru seldar
hórumöngurum fyrir allt að 2000
evrur.
Yfirvöld í Rúmeníu hafa sett
aukinn kraft í baráttuna gegn man-
sali á undanförnum árum, ekki síst
vegna fyrirhugaðrar inngöngu
landsins í Evrópusambandið. ■
Blaðamenn dæmdir:
Bannhelgi
á kynlífi
spámannsins
JÓRDANÍA, AP Dómstólar í Jórdaníu
hafa dæmt þrjá blaðamenn í tveg-
gja til sex mánaða fangelsi fyrir
ærumeiðandi ummæli um Mú-
hameð spámann. Mennirnir voru
fundnir sekir um að hafa vegið að
heiðri spámannsins með því að
fjalla um kynlíf hans. Dómarar
álitu enn fremur að þeir hefðu
raskað jafnvægi þjóðfélagsins og
breitt út siðspillingu.
Blaðamennirnir héldu fram
sakleysi sínu og sögðu að umrædd
grein hefði verið byggð á köflum
úr sagnfræði- og trúarritum. Þeir
munu ekki geta áfrýjað dómnum
en eiga möguleika á því að kaupa
sér frelsi. ■
Ökufantur í fangelsi:
Ók á hjólandi
Spánverja
DÓMSMÁL Rúmlega hálfþrítugur
karlmaður hefur verið dæmdur í
sex mánaða fangelsi fyrir að aka á
spænskan hjólreiðamann á
Kringlumýrarbrautinni við Ný-
býlaveg í Kópavogi sumarið 2001.
Ökumaðurinn var einnig
dæmdur fyrir innbrot í úraverslun
og fyrir að aka hvað eftir annað án
ökuréttinda og stundum undir
áhrifum fíkniefna. Hann þótti hafa
sýnt gáleysi þegar hann ók á Spán-
verjann sem hlaut stóran skurð á
hnakka og nefbrotnaði en slasaðist
þó ekki alvarlega. Hann hafði kom-
ið til landsins sama dag og var á
leið til höfuðborgarinnar. ■
Su
m
ar
Pl
ús
Ver›dæmi SpariPlús
Krít
Portúgal
Mallorca
Benidorm
53.980 kr.
47.267 kr.
43.140 kr.
44.340 kr.
* á mann m. v. að 2 fullorðnir og
2 börn, 2ja - 11 ára, ferðist saman.
Innifalið: Flug, gisting, íslensk
fararstjórn, ferðir til og frá
flugvelli erlendis og allir
flugvallarskattar.
*
*
*
*
Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100
Bóka›u strax
- fla› margborgar sig!
2003
ver›læk
kun8-15%
Ef tveir ferðast saman, 67.970 kr. á mann.
Ef tveir ferðast saman, 69.355 kr. á mann.
Ef tveir ferðast saman, 54.530 kr. á mann.
Ef tveir ferðast saman, 63.730 kr. á mann.
Ráðstefna um málefni Afríku:
Komu Mugabe mótmælt
PARÍS, AP Frönsk-afrísk ráðstefna
um þróunarmál í Afríku og óróa í
nokkrum fyrrum nýlendum Frakk-
lands féll í skuggann af mótmælum
gegn komu Robert Mugabe, for-
seta Simbabve, til fundarins. Mót-
mælendur héldu uppi spjöldum
með slagorðum og kröfðust þess að
tekið væri á mannréttindabrotum
Mugabe og stjórnar hans.
Einn baráttumaður fyrir mann-
réttindum lagði fram kæru gegn
Mugabe og krafðist þess að hann
yrði sóttur til saka fyrir pyntingar.
„Pyntingar eru glæpur samkvæmt
frönskum lögum, sama hvar þær
fara fram og hverjir framkvæma
þær,“ sagði Peter Thatchell eftir að
hafa lagt kæruna fram. Litlar líkur
eru þó á því að eitthvað verði að-
hafst þar sem Frakkar hafa aldrei
saksótt sitjandi þjóðhöfðingja.
Koma Mugabe til Parísar hefur
líka valdið reiði annarra ríkja.
Evrópusambandið hafði meinað
Mugabe og öðrum forsprökkum
stjórnvalda í Simbabve að koma til
aðildarríkja þess. Frakkar fengu
undanþágu frá þessu ákvæði í
krafti þess að þeir hótuðu að
stöðva framlengingu þvingunar-
aðgerða gegn Simbabve ef Mug-
abe fengi ekki að koma til ráð-
stefnunnar. ■
MÓTMÆLT Í PARÍS
Nokkrir tugir mótmælenda komu saman
frammi fyrir dómsmálaráðuneytinu og
kröfðust aðgerða gegn Mugabe.
AP
/M
YN
D