Fréttablaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 31
31FIMMTUDAGUR 20. febrúar 2003 MÓTMÆLI Andstæðingar fyrirhugaðra árása á Írak í Danmörku útbjuggu nýstárlegt kröfuspjald. Á því má sjá Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sem Anakin Skywalker og - George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, sem Obi-Wan Kenobi úr Stjörnustríðs- myndunum. Tugir þúsunda manna mót- mæltu stríði á götum Kaupmannahafnar. Nú er ljóst að Kolbrún Berg-þórsdóttir mun skrifa annað bindið af ævisögu Jóns Baldvins Hannibalssonar en ekki hann sjálfur. Kolbrún skrifaði sem kunnugt er fyrra bindið, sem kom út fyrir síðustu jól, en í kjölfarið kom upp misklíð vegna skiptingar höfundarlauna og stefndi allt í að Jón Baldvin tæki einn og alfarið að sér framhaldið. Nú hafa sættir tekist, útgefendum hjá Eddu – miðlun til mikils léttis, því fyrra bindið varð alger sölusmellur með tilheyrandi bjölluóm í pen- ingakössum útgáfunnar. Skáldsagan Gæludýrin eftirBraga Ólafsson sló rækilega í gegn fyrir rúmu ári, hlaut meðal annars tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og var að margra mati ein skemmtileg- asta bók ársins 2001. Bókin kom nýlega út í Danmörku undir nafn- inu Kæledyrene og eins og allur alvöru skáldskapur hefur hún vakið blendnar tilfinningar gagn- rýnenda. Bókmenntaspekingur Berlingske Tidende heldur vart vatni yfir snilldinni á meðan fé- lagi hans á Ekstrablaðinu þoldi ekki bókina, sem er að hans mati „eins og annað sem kemur frá þessu landi ofmetinna lista- manna“. Prófessor Hannes HólmsteinnGissurarson fagnaði 50 ára afmæli sínu í gær og hlotnaðist þá meðal annars sá heiður að hægri vefritið Vefþjóðviljinn birti um hann heilmikla afmæl- isgrein. Þar er farið yfir afrek Hannesar í löngu máli enda frá mörgu að segja og er greinin sú lengsta sem sést hefur á Þjóð- viljanum í háa herrans tíð. Höf- undi verður tíðrætt um andúð vinstri manna á þessum höfuð- páfa kapítalismans á Íslandi á síðari hluta nýliðinnar aldar og grípur til skemmtilegra myndlík- inga þegar hann lýsir tilfinninga- þrungnu sambandi vinstri manna við Hannes en þeir fyrrnefndu eru sagðir hegða sér líkt og ána- maðkar þegar laxveiðimaður nálgast. „Íslenskir vinstri menn þola hvorki Hannes Hólmstein né það að nokkur virði hann og lífsstarf hans, og þeir sem brjóta gegn því banni, vei þeim!“ FRÉTTIR AF FÓLKI Elísabet Ólafsdóttir, betur þekktsem Betarokk, bloggaði af miklum móð í fyrra og varð al- ræmd fyrir vikið. Hún var um tíma einn mest lesni bloggari landsins en þeirri upphefð fylgdi sá hvim- leiði annmarki að þeir sem felldu sig ekki við opinská skrif hennar notuðu bloggsíðu hennar til að svara henni fullum hálsi og gott betur en það. Betu leiddist þófið og fúkyrðaflaumurinn og hætti því að blogga á Þorláksmessu. Aðdáendur hennar geta nú tekið gleði sína á ný þar sem daman hefur snúið aftur á gamlar slóðir og er byrjuð að velta vöngum á vefnum. Hún fer þó var- lega og er ekki viss um að sér sé óhætt og telur vissara að gefa gest- um ekki kost á að tjá sig á síðunni. FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.