Fréttablaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 32
Grænmetið er að lækka í verði.Guðna sé lof. Og nú er hægt að fá tvær gúrkur á sama verði og ein kostaði í fyrra. Þetta eru góð tíðindi fyrir þá sem elda og borða mat á Ís- landi. Ekki það að ég búist við að þetta valdi neinni byltingu, ekki í dag. Stundum velti ég því samt fyrir mér hvort daglegt líf okkar mann- anna í vestræna neyslusamfélaginu breytist ekki í raun meira dag frá degi en við erum meðvituð um. FLESTIR tækju líklega undir með mér um það að þeir vildu borða meira grænmeti en þeir gera. Við þurfum hins vegar að horfa ótrúlega stutt aftur til að sjá allt annað neyslumynstur en það sem við búum við í dag. Fyrir 15 til 20 árum voru engin grænmetistorg í stórverslun- um landsins. Nú er varla til svo aum hverfiskjörbúð að hún hafi ekki að minnsta kosti vísi að slíku torgi. Varla væru þessi torg þarna ef eng- inn keypti af þeim grænmetið. Og ekki væru þau svona stór og með svona mörgum tegundum ef sumir, að minnsta kosti, keyptu ekki marg- ar tegundir. ÞAÐ hefur nefnilega mikið græn- meti runnið í maga frá því að kart- öflur voru eini maturinn af þeirri sort sem borðaður var daglega, róf- ur, hvítkál og gulrætur stundum. Og allt saman soðið í mauk. Smám sam- an hafa læðst að okkur fleiri tegund- ir af grænmeti, tómatar og gúrkur, salat (fyrst ein tegund og svo fleiri og fleiri...). Sömuleiðis fórum við að borða grænmetið á fjölbreyttari hátt, ekki bara soðið og sem meðlæti með kjöti og fiski. Sumum öldnum höfðingjum þótti hráa grænmetið skrýtið í upphafi og sögðust ekki kæra sig um að éta gras. Einhvern veginn held ég samt að meira að segja allra hörðustu andstæðingar grasáts borði nú endrum og sinnum gúrkubita eða salatblað. ÞRÁTT fyrir að klettasalat og furu- hnetur séu kannski ekki á borðum Péturs og Páls dag hvern þá sýna kannanir á neysluvenjum að græn- meti (og ávextir) skipa vaxandi hlut í daglegri neyslu. Þessi breyting hef- ur átt sér stað á ótrúlega fáum árum. Og ekki veitir af á þeim kyrr- setutímum sem við lifum á. Guðni fær þess vegna prik fyrir tollaaf- námið. Vonandi munum við sjá fleiri aðgerðir sem þessar. SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar Steinunnar Stefánsdóttur Gúrkurnar hans Guðna Hollur íslenskur þjóðarréttur Í plokkfiskréttinum frá Þykkvabæjar sameinast fyrsta flokks hráefni,nýjar kartöflur og ferskur fiskur. Fljótlegt og einfalt er að elda plokkfiskinn, þú rífur einfaldlega filmuna af og setur hann í pott á eldavélina eða stráir rifnum osti yfir réttinn og bakar hann í ofninum eða örbylgjunni. Plokkfiskurinn frá Þykkvabæjar, fyrir alla fjölskylduna! Nýtt

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.