Fréttablaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 6
6 20. febrúar 2003 FIMMTUDAGURVEISTU SVARIÐ?
Svörin eru á bls. 30
1.
2.
3.
Bæjarstjórinn í Stykkishólmi er
uggandi um hag bæjarbúa
vegna hrun skelfiskstofnsins í
Breiðarfirði. Hvað heitir
bæjarstjórinn?
Hvað heitir höfundur Euro-
vision-lagsins Segðu mér allt?
Æskuheimili látins tónlistar-
manns frá Liverpool verður
opnað almenningi í næsta
mánuði. Hvaða tónlistarmaður
var þetta?
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 79.3 -0.14%
Sterlingspund 126.34 -0.49%
Dönsk króna 11.44 -0.22%
Evra 84.99 -0.22%
Gengisvístala krónu 123,47 -0,13%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 663
Velta 2.091 m
ICEX-15 1.367 0,58%
Mestu viðskipti
Fjárfestingarf. Straumur hf. 121.735.759
Pharmaco hf. 115.123.032
Opin kerfi hf. 87.766.000
Mesta hækkun
Skýrr hf. 9,78%
Líftæknisjóðurinn MP BIO hf. 9,09%
Líf hf. 2,75%
Mesta lækkun
ACO-Tæknival hf. -11,96%
Opin kerfi hf. -9,13%
Tryggingamiðstöðin hf. -1,73%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ*: 7974,7 -0,8%
Nasdaq*: 1333,9 -0,9%
FTSE: 3658,3 -1,9%
DAX: 2647,3 -3,4%
Nikkei: 8678,4 -0,2%
S&P*: 844,2 -0,8%
*Bandarískar vísitölur kl. 17.00
ÓVEÐUR Starfsmenn tryggingarfé-
laga eru komnir til Seyðisfjarðar
til að meta tjónið sem varð í hvass-
viðrinu aðfaranótt þriðjudags. Um
þrjátíu hús urðu fyrir skemmdum.
Einnig varð mikið um tjón á bílum
og rúður brotnuðu. Tryggvi Harð-
arson bæjarstjóri segir tilkynning-
ar um tjón enn að berast. Erfitt sé
að meta á þessari stundu hversu
mikið það sé, sumir hafi farið verr
út úr óveðrinu en aðrir. Ljóst sé að
sumir einstaklingar þurfi að bera
tjónið sjálfir. Húseigendatrygging
bætir þó að mestu það tjón sem
varð. Bíleigendur þurfa flestir að
bera tjón sitt sjálfir, nema þeir
sem hafa kaskótryggingu.
Mikið hreinsunarstarf fer nú
fram á Seyðisfirði. Tryggvi segir
að þegar sé búið að hreinsa upp
heilu bílhlössin af drasli sem fokið
hafði út um víðan völl. „Menn
muna varla eftir öðru eins hvass-
viðri. Það hreinlega nötraði allt
hérna í mestu hviðunum.“
Ekki er langt um liðið síðan
Seyðfirðingar urðu fyrir stórfelld-
um aurskriðum. Tryggvi var
spurður út í hug manna í ljósi und-
anfarinna náttúruhamfara. „Menn
vita að náttúruöflin geta látið að
sér kveða. Aðalatriðið er að menn
séu almennt viðbúnir því sem
hægt er að bregðast við. Seyðfirð-
ingar láta ekki deigan síga heldur
taka upp þráðinn. Það er engin
uppgjöf í mönnum.“ ■
OFFITA Guðmundur Ólafsson hag-
fræðingur hefur grennst um 40
kíló á tiltölulega skömmum tíma.
Hann gefur öllum megrunarkúr-
um langt nef og segir þá í raun og
veru fitandi. Að auki sé einhæft
fæði sem fylgi þeim aðeins ávísun
á sjúkdóma:
„Lykillinn að þessu og galdur-
inn er sá að verða aldrei svangur.
Hungrið er óvinur númer eitt,“
segir Guðmundur, sem allur er
léttari í spori nú en áður. Vill
reyndar ekki gefa upp þyngd sína
í dag en er feginn að 40 kíló séu
farin. „Stór maður eins og ég
brennir um þrjú þúsund hitaein-
ingum á dag. Þess vegna gæti ég
þess vel að taka ekki inn nema tvö
þúsund hitaeiningar og með því
móti getur maður ekki annað en
grennst,“ segir hann og líkir við
einfalt reiknisdæmi. „Inntakan
verður bara að vera minni en það
sem fer út.“
Til að halda hungrinu og helsta
óvini sínum í skefjum gætir Guð-
mundur þess að borða reglulega.
Og hann gætir þess einnig vel
hvað hann setur ofan í sig. Litlu
bitarnir á milli mála mega ekki
vera fitandi og mælir hann helst
með alls kyns ávöxtum og græn-
meti. Svo er það hreyfingin:
„Maður verður að hreyfa sig í
svo sem klukkustund á dag. Þá
skiptir ekki öllu hvort þú gengur
eða hleypur. Orkubrennslan er sú
sama þegar farið er frá stað A til
staðar B. Ferðin tekur bara lengri
tíma ef maður gengur,“ segir Guð-
mundur, sem kennir megrunarað-
ferð sína við heilbrigða skynsemi.
Segir vísindamenn um heim allan
vera að vakna til vitundar um að
eina ráðið gegn offitu sé það sem
hann beiti sjálfur. Annað sé bull því
sá sem píni sig í skipulögðum megr-
unarkúr bæti öllu því sem af fór á
sig aftur þegar kúrnum lýkur:
„Ekki vera svangur, hafa inn-
töku hitaeininga minni en
brennslu og hreyfa sig,“ segir
hagfræðingurinn, sem unir hag
sínum vel þó minna sé af honum
nú en áður var.
eir@frettabladid.is
GAZA-STRÖNDIN, AP Ísraelskar her-
sveitir réðust inn í tvö hverfi í
Gaza-borg í gær á 40 skriðdrek-
um og lentu þar í átökum við
vopnaða Palestínumenn. Ellefu
týndu lífi úr liði hinna síðar-
nefndu, þar á meðal maður sem,
að sögn Palestínumannanna,
hafði ætlað að sprengja upp einn
skriðdrekanna og sjálfan sig í
leiðinni.
Áhlaup ísraelska herliðsins
stóð í um sex klukkustundir en
töluverð eyðilegging blasti við
að því loknu. Talsmenn ísraelska
hersins segja að árásinni hafi
verið beint gegn innviðum
hryðjuverkastarfsemi í borginni
og að húsin sem eyðilögð voru
hafi verið vopnaverkstæði.
Palestínumenn eru á öðru máli
og segja að um óbreytta atvinnu-
starfsemi hafi verið að ræða.
Þetta er önnur árás Ísraels-
manna á Gaza-borg síðan Ham-
as-samtökin lýstu ábyrgð á
sprengjutilræði gegn ísraelsk-
um skriðdreka á hendur sér.
Leiddar hafa verið að því getgát-
ur að baráttan gegn samtökun-
um muni fela í sér ítrekaðar inn-
rásir í Gaza-borg en ísraelski
herinn hefur hingað til forðast
slíkar aðgerðir. ■
Árni Johnsen:
Afplánar
dóminn á
Kvíabryggju
FANGELSI Árni Johnsen, fyrrverandi
alþingismaður, hefur hafið afplán-
un á Kvíabryggju samkvæmt heim-
ildum Fréttablaðsins. Árni var
dæmdur af Hæstarétti fyrr í þess-
um mánuði til tveggja ára fangels-
isvistar fyrir ýmis auðgunarbrot í
opinberu starfi. Árni mun að
minnsta kosti sitja í fangelsi í eitt
ár en þá er líklegt að hann verði lát-
in laus til reynslu, óski hann eftir
því.
Fangelsið Kvíabryggja er á
Snæfellsnesi við Grundarfjörð. ■
Ísraelski herinn gerir áhlaup:
Blóðug átök
í Gaza-borg
BEÐIÐ ÁTEKTA
Hópur vopnaðra Palestínumanna beið
átekta eftir því að ísraelska herliðið léti til
skarar skríða. Ljóst var þó að við ofurefli
væri að etja þar sem fjölmennt lið Ísraels-
manna notaðist bæði við skriðdreka og
þyrlur í árásinni.
Hagfræðingur
grennist um 40 kíló
Guðmundur Ólafsson segir megrunarkúra fitandi og einhæft fæði
ávísun á sjúkdóma. Gætir þess að vera aldrei svangur og leggur
gönguferð til jafns við hlaup. Munurinn sé aðeins spurning um tíma.
GUÐMUNDUR ÓLAFSSON
Hagfræðingurinn sem sagði offitunni stríð á hendur.
Eignatjón metið á Seyðisfirði:
Heilu bílhlössin af
drasli keyrð í burtu
ÓVEÐUR Á SEYÐISFIRÐI
Til allrar lukku var búið að binda
þennan litla skúr við tré, en að öðrum
kosti hefði farið illa.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
HREPPURINN FÆR SÆLINGSDAL
Dalabyggð fær að neyta for-
kaupsréttar að jörðinni Sælings-
dal samkvæmt dómi Hæstaréttar.
Hjón sem höfðu gert samning um
kaup á Sælingsdal verða því frá
að hverfa. Tveir dómarar af
fimm töldu þó að hjónunum bæri
jörðin.
DÓMUR
Sameining SÍF og SH:
Fulltrúar
funda um
sameiningu
SAMEINING Viðræður eru í fullum
gangi milli fulltrúa Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna og
Sölusambands íslenskra fisk-
framleiðenda. Að sögn Friðriks
Pálssonar, stjórnarformanns
SÍF, hafa fulltrúar fyrirtækj-
anna setið á fundum og unnið að
málinu að undanförnu. Hann
vildi að öðru leyti ekkert gefa
upp um gang viðræðna né hvort
von væri á niðurstöðu á næst-
unni. „Við erum bara að vinna að
þessu og ekkert meira um það
að segja á þessu stigi.“ ■
Vísitala smásölu:
Meira keypt
inn
SMÁSALA Smásala dagvöru jókst
um sjö prósent milli janúar nú
og janúar í fyrra, samkvæmt
smásöluvísitölu Samtaka versl-
unar og þjónustu. Mesta aukn-
ingin var á sölu áfengis en
áfengissala í janúar var níu pró-
sent meiri en í sama mánuði í
fyrra. Lítil breyting hefur orðið
á veltu lyfjaverslana síðustu
fimm mánuði.
Samkvæmt þessu eru neyt-
endur að kaupa mun meiri dag-
vöru en í sama mánuði í fyrra.
Milli þessara mánaða hefur verð
dagvörunnar lækkað um 4,5 pró-
sent. ■