Fréttablaðið - 01.03.2003, Qupperneq 2
2 1. mars 2003 LAUGARDAGUR
Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur hafnað ósk
Kristján Pálssonar alþingismanns um að fá að
bjóða fram í nafni DD. Óvíst er um sérframboð
þingmannsins eða þá hvað hann ætlar að kjósa.
“Það er enn langt í kosningar.“
SPURNING DAGSINS
Kristján, ætlar þú að
kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Keflavíkurflugvöllur:
Með hass
innvortis
FÍKNIEFNI Fertugur Norðmaður var
handtekinn á Keflavíkurflugvelli
á miðvikudag eftir að fjörutíu
grömm af hassi fundust í líkama
hans. Það fannst eftir að röntgen-
mynd hafði verið tekin af Norð-
manninum.
Tollgæslan á Keflavíkurflug-
velli handtók manninn ásamt Ís-
lendingi. Komu þeir til landsins
með áætlunarflugi frá Osló. Lög-
reglan í Reykjavík fékk málið í
hendurnar og leiddi rannsókn í
ljós að Íslendingurinn átti ekki
hlut að máli. Báðum mönnunum
hefur verið sleppt og er málið
upplýst. ■
Bókamarkaður
Félags íslenskra
bókaútgefenda
h
in
n
e
in
i s
an
ni
bó
kamarkaður
Kópavogi:
Smáralind,
sími 562 9701.
Akureyri:
Hafnarstræti 91-93,
2. hæð,
sími 663 1224.
aðeins
nokkrir dagar eftir!
Mundu! Lýkur 2. mars
Opið 10 til 19
Líka um helgar
VIÐSKIPTI Búnaðarbankinn braut
ákvæði laga um þagnarskyldu og
heilbrigða og eðlilega viðskipta-
hætti í viðræðum við Fjölmiðlafé-
lagið um málefni Norðurljósa.
Þetta er niðurstaða athugunar
Fjármálaeftirlits-
ins. Telji Fjármála-
eftirlitið brot svo
alvarleg að þau séu
refsiverð ber því
að vísa málum til
ríkislögreglustjóra.
Það er ekki gert í
þessu tilviki.
B a n k a s t j ó r a r
Búnaðarbankans
eru ósammála niðurstöðu Fjár-
málaeftirlitsins. Þeir telja bank-
ann ekki hafa veitt neinar upplýs-
ingar um stöðu Norðurljósa. Upp-
lýsingar um stöðu Norðurljósa
hafi allar komið frá fulltrúum
Fjölmiðlafélagsins. „Öll brot í
okkar huga eru alvarleg, en við
teljum okkur hafa unnið sam-
kvæmt hagsmunum bankans,“
segir Árni Tómasson. Hann telur
ekki tilefni til afsagnar vegna nið-
urstöðu Fjármálaeftirlitsins, en
bankinn muni taka á málinu með
þeim hætti að koma í veg fyrir að
slíkt endurtaki sig.
Upphaf málsins má rekja til
þess að forsvarsmenn Norður-
ljósa komust yfir skjal úr bankan-
um, þar sem reifuð er skuldastaða
fyrirtækisins og möguleikar til
yfirtöku þess. Meðal annars með
gjaldfellingu 450 milljón króna
láns í Búnaðarbankanum. Fjár-
málaeftirlitið telur að með því að
taka þátt í gerð yfirlýsingar þar
sem lánsnúmer voru tilgreind
hafi bankinn brotið gegn þagnar-
skyldu sinni. Mótbárur Búnaðar-
bankans felast í því að lánsnúmer
segi ekkert til um stöðu og upp-
hæðir lána.
Búnaðarbankinn heldur því
fram að forsvarsmenn hans hafi
um nokkurt skeið haft áhyggjur
af stöðu láns Norðurljósa í bank-
anum. Beiting gjaldfellingar á
lán Norðurljósa sé því ótengd
viðræðum bankans og Fjölmiðla-
félagsins. Fjármálaeftirlitið telur
ekki ástæðu til að draga áhyggj-
ur bankans af fjárhagsstöðu
Norðurljósa í efa. Ekki verði með
vissu leitt í ljós hvort, hvenær
eða með hvaða hætti hefði verið
gripið til gjaldfellingar lána ef
yfirlýsing Fjölmiðlafélagsins
hefði verið til staðar. Yfirlýsing-
in hafi hins vegar haft óhjá-
kvæmilega þýðingu við áfram-
haldandi aðgerðir bankans. Fjár-
málaeftirlitið telur því bankann
hafa með háttsemi sinni brotið
gegn heilbrigðum og eðlilegum
viðskiptaháttum.
haflidi@frettabladid.is
Frelsisflokkurinn:
Aftur í
stjórn
VÍN, AP Rúmlega þriggja mánaða
stjórnarkreppu í Austurríki er
lokið með því að Wolfgang
Schüssel kanslari myndaði stjórn
með eina flokknum sem hann
hafði upphaflega neitað að eiga
samstarf við í ríkisstjórn.
Þjóðarflokkur Schüssels og
Frelsisflokkurinn endurnýjuðu
stjórnarsamstarf sitt tæpu hálfu
ári eftir að það fór út um þúfur
vegna innanflokksdeilna í Frelsis-
flokknum. Schüssel sagði í kjölfar
stjórnarslitanna að ekki kæmi til
greina að mynda nýja stjórn með
Frelsisflokknum. Eftir að aðrir
möguleikar reyndust ekki færir
endurskoðaði hann þá afstöðu
sína. ■
Stjórnin beið ósigur:
Klaus
tekur við
af Havel
PRAG, AP Tékkneska stjórnin beið
mikinn ósigur þegar þing landsins
kaus Vaclav Klaus næsta forseta
landsins. Klaus,
sem er fyrrum for-
s æ t i s r á ð h e r r a
landsins, var fram-
bjóðandi stjórnar-
andstöðunnar og
lagði Jan Sokol,
f r a m b j ó ð a n d a
stjórnarflokkanna,
að velli í þriðju til-
raun þingsins til að
kjósa eftirmann
Vaclavs Havels.
Stjórnarflokk-
unum þremur
gekk erfiðlega að
koma sér saman um frambjóð-
anda. Úrslit forsetakosninganna
veikja ríkisstjórnina mjög og telja
sumir að þau geti orðið til að fella
hana. ■
BARNAGEÐDEILD Rannveig Guð-
mundsdóttir alþingismaður hefur
spurt heilbrigðisráðherra hvernig
starfsemi Barna og unglingageð-
deildar sé háttað, hve langir
biðlistar séu og hvernig sé háttað
samvinnu félagsmála- og heil-
brigðisyfirvalda um þjónustu við
ungmenni með hegðunartruflanir.
Í svari heilbrigðisráðherra
kom meðal annars fram að ung-
lingar sem leggjast inn á deildina
eru með geðraskanir eða alvarleg
geðræn einkenni, svo sem geðrof,
kvíða og persónuleikaraskanir.
Auk þess eiga þau við að stríða al-
varlegt þunglyndi, áfallastreitu,
átraskanir og sjálfsvígshugmynd-
ir. Þeir sem eiga í vímuefnavanda
eða glíma við félagsleg vandamál
eða hegðunarvandamál leggjast
inn á Stuðla eða á Vog. Biðlisti
hefur verið á unglingageðdeildina
nú í janúar og hafa 13 unglingar
beðið í heimahúsum, þar af þrír
töluvert veikir. Unglingar hafa í
nokkrum tilvikum verið lagðir inn
á geðdeildir fyrir fullorðið fólk
þegar þannig ástand hefur skap-
ast.
Á biðlista eftir þjónustu voru
43 nú í janúar alls en voru 59 á
sama tíma fyrir ári. Þar af bíða 25
eftir mati á ofvirkni. ■
FLUGHÓTELIÐ
Keflavíkurverktakar eiga húsið –
yfirtaka nú reksturinn.
Flughótelið í Keflavík:
Verktakar í
hótelrekstur
HÓTEL Keflavíkurverktakar hafa
yfirtekið rekstur Flughótelsins í
Keflavík, sem hingað til hefur
verið rekið af KÁ-samsteypunni:
„Keflavíkurverktakar voru
eigendur húsnæðisins og við
skipulagsbreytingar hjá þeim
vildu þeir yfirtaka reksturinn og
skjóta þar með nýjum stoðum
undir rekstur sinn,“ segir Jó-
hanna Róbertsdóttir, sem stýrir
hótelrekstri KÁ. „Við rekum hót-
elið út marsmánuð en þá taka
verktakarnir við. Engar breyting-
ar verða á starfsmannahaldi og
hótelstjóri verður hinn sami,“
segir Jóhanna en KÁ rekur eftir
sem áður fjögur hótel á Suður-
landi: á Selfossi, Flúðum, Kirkju-
bæjarklaustri og í Vík í Mýrdal.
„Nú einbeitum við okkur að Suð-
urlandi enda er hefð fyrir því hjá
KÁ,“ segir Jóhanna. ■
EKKI SVO SMART Daimler-
Chrysler hefur innkallað 50.000
Smart smábíla sem framleiddir
voru á árunum 1999 og 2000.
Ástæðan er tæknileg vandamál
með bakkljósabúnað.
RANNSAKA SS-MENN Þýskir sak-
sóknarar rannsaka hvort hægt sé
að ákæra átta fyrrum meðlimi í
SS-sveitum nasista fyrir að
myrða 560 manns á Ítalíu árið
1944. Rannsóknin er hluti af til-
raunum Þjóðverja til að refsa
þeim þýsku hermönnum sem
frömdu stríðsglæpi á Ítalíu.
FJÁRMÁLAEFTIRLIT „Við fögnum þess-
um úrskurði Fjármálaeftirlitsins og
lítum málið mjög alvarlegum aug-
um,“ segir Ragnar Birgisson, að-
stoðarforstjóri Norðurljósa, um
niðurstöðu eftirlitsins varðandi
gjaldfellingu láns fyrirtækisins í
bankanum. Hann telur Norðurljós
hafa unnið fullnaðarsigur í málinu.
„Málið er mjög alvarlegt fyrir
bankastjórnina, sem auglýsir sig
sem traustan banka.“
Hann segir ásakanirnar alvar-
legar. Fjármálaeftirlitið telji ekki
að það sé í verkahring þess að vísa
málinu áfram til ríkislögreglu-
stjóra. „Við ætlum að vísa þessu
máli áfram til ríkislögreglustjóra.
Að brjóta gegn þagnarskyldu er
mjög alvarlegt mál og ég er ekki í
vafa um það að erlendis myndu
bankastjórar segja af sér vegna
svona máls.“ ■
Norðurljós og Búnaðarbankinn:
Bankinn kærður til ríkislögreglu
KÆRA BANKANN
Norðurljós líta á niðurstöðu Fjármálaeftir-
litsins sem fullnaðarsigur og ætla að kæra
bankann til ríkislögreglustjóra.
Búnaðarbankinn
braut bankalög
Fjármálaeftirlitið telur að Búnaðarbankinn hafi brotið gegn þagnar-
skyldu og eðlilegum viðskiptaháttum í samskiptum sínum við Norður-
ljós. Bankastjórar Búnaðarbankans eru ósammála niðurstöðunni.
VIÐSKIPTAHÆTTIR
Fjármálaeftirlitið telur Búnaðarbankann hafa brotið á Norðurljósum. Árni Tómasson og
Sólon Sigurðsson bankastjórar telja bankann hafa verið að verja hagsmuni sína. Þeir
hyggjast þó breyta verklagsreglum.
„Öll brot í okk-
ar huga eru al-
varleg, en við
teljum okkur
hafa unnið
samkvæmt
hagsmunum
bankans.“
Barna- og unglingageðdeild:
Þrír mikið veikir bíða
BARNA- OG UNGLINGAGEÐDEILD
Þar voru 43 á biðlista nú í janúar
eftir meðferð.
EVRÓPA
GLAÐBEITTUR
SIGURVEGARI
Vaclav Klaus
bar sigurorð af
öllum þeim sem
stjórnarliðar
tefldu fram gegn
honum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
Útvarpssvið Norðurljósa:
Dagskrár-
stjórinn líka
hættur
ÚTVARP Ágúst Héðinsson, dag-
skrárstjóri útvarpssviðs Norður-
ljósa, hefur sagt upp störfum.
Fylgir hann þar í kjölfar yfir-
manns síns, Jóns Axels Ólafsson-
ar, sem einnig er hættur. Auk
þeirra tveggja hefur Bára Einars-
dóttir, rekstrarstjóri útvarpssviðs
Norðurljósa, sagt upp störfum.
„Ég hætti af persónulegum
ástæðum,“ segir Ágúst Héðinsson
og vill ekki tjá sig um ástæður
uppsagnarinnar frekar en Jón
Axel, sem snúið hefur sér að við-
skiptafræðinámi við Háskólann í
Reykjavík. Með brotthvarfi þrí-
eykisins úr yfirstjórn útvarps-
sviðs Norðurljósa eru horfnir á
braut þeir þrír stjórnendur sem
báru ábyrgð á og mótuðu stefnu
útvarpsstöðva Norðurljósa. Ekki
náðist í Sigurð G. Guðjónsson, for-
stjóra Norðurljósa, þar sem hann
er staddur í fjallgöngu erlendis. ■