Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.03.2003, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 01.03.2003, Qupperneq 8
8 1. mars 2003 LAUGARDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSINS LÖGREGLUFRÉTTIR Eldfugl fer offari Helgi Ásmundsson skrifar: Það vekur furðu mína að í öllu talium kjarnavopnavæðingu í Norð- ur-Kóreu og eftirlit í Írak sé aldrei litið til þess að í raun skapa Banda- ríkin ógn með því að búa alltaf trygg að vopnabúri. Í raun er það til marks um vanþróun að kjarnorka skuli skoðuð í öðru ljósi en í frið- samlegum tilgangi og eru Banda- ríkjamenn þar engar heilagar kýr. Þeir hafa sjálfir tekið sér alræðis- vald til að ráðskast með heims- byggðina. Það er fróðlegt að minn- ast þess að Norður-Ameríku byggðu herskáir indíánar og enn virðist arf- leiðin sú að eldfugl stríðs fari offari. Eins og svo margir veltir leiðara- höfundur Politiken fyrir sér framtíð Íraks að loknu yfirvofandi stríði í landinu. Hann gagnrýnir Bush Bandaríkjaforseta fyrir að hafa ekki lagt fram raunhæfa áætlun um það hvernig tryggja megi frið og lýðræði í Írak þegar Saddam Hussein hefur verið steypt af stóli. Í leiðaranum er Bandaríkja- stjórn krafin svara um það hvernig eigi að koma í veg fyrir að annar harðstjóri hrifsi til sín völdin. Bent er á að í stjórnartíð Husseins hafi orðið til flókið samkrull ólíkra póli- tískra afla og því sé nokkuð öruggt að hart verði barist um völdin í „hinu nýja ríki“. Auk þess sé erfitt að koma á lýðræði í landi þar sem ekki er hefð fyrir slíku stjórnar- formi. Að lokum er ítrekað að annað og meira en hervald þurfi til ef hjálpa eigi Írökum að losna úr viðjum her- skárra harðstjóra og koma á raun- verulegum friði í landinu. Í leiðara Dagens Nyheter er einnig varpað fram spurningum varðandi fyrirhugaða endurupp- byggingu Íraks. Þar er því haldið fram að fyrir Bandaríkjamenn verði stríðið sjálft leikur einn sam- anborið við það sem á eftir mun koma. Einmitt þess vegna hafi Bandaríkjastjórn valið að hafa Sam- einuðu þjóðirnar með í ráðum frá upphafi. Leiðarahöfundur leggur áherslu á að uppbygging landsvæðis að loknu stríði sé gífurlega erfitt og langt ferli og þó að mörg lönd vinni saman geti brugðið til beggja vona með árangurinn. Þessu til stuðnings bendir hann á Afganistan þar sem enn hefur ekki tekist að tryggja ör- yggi þegna landsins, stríðsherrar vaða uppi og mannréttindi eru virt að vettugi. Líkt og kollegi hans í Svíþjóð hefur leiðarahöfundur The New York Times áhyggjur af stöðu mála í Afganistan. Hann óttast mjög að samfara aukinni áherslu Bandaríkjamanna á stríð og síðar enduruppbyggingu í Írak muni draga úr stuðningi þeirra við Afgana. Í leiðaranum er gert mikið úr því góða starfi sem unnið hefur verið í Afganistan af bandarískum borgur- um og fyrir bandarískt fjármagn. Einmitt þess vegna sé mikilvægt að gefa ekkert eftir og halda áfram af sama krafti því annars sé hætt við því að sigurinn á vígvellinum hafi enga þýðingu lengur. ■ Offituvandamál í Evrópu: Þriðjungur of feitur AÞENA, AP Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunin hefur varað við því að Evrópubúar séu að verða of feitir og nauðsynlegt sé að grípa í taum- ana nú þegar. Nýlegar rannsóknir sýna að um 30% Evrópumanna þjást af offitu og má það rekja til breytts mataræðis og aukins kyrrsetulífs. Afleiðingarnar geta aftur á móti verið alvarlegir sjúk- dómar á borð við krabbamein, sykursýki og hjarta-og æðasjúk- dóma. Næringarfræðingar frá 50 löndum eru nú á ráðstefnu í Aþ- enu til þess að leita leiða til þess að sporna við þessari þróun og er það samdóma álit manna að hvet- ja þurfi almenning til að taka upp heilsusamlegri lífsstíl. ■ STÁLU SKARTGRIPUM Skartgrip- um að andvirði um hundrað þús- und krónur var stolið í innbroti í skartgripaverslun við Laugaveg í fyrrinótt. Vitni sáu hvar þrír pilt- ar hlupu í burtu af vettvangi og inn í bílageymslu við Klappar- stíg. Þetta gerðist rúmlega fimm í fyrrinótt. Lögreglan rannsakar nú málið. FATNAÐI STOLIÐ Fatnaði var stolið úr tveimur skápum í Sund- laug Kópavogs um kvöldmatar- leytið í fyrrakvöld. Er talið að andvirði fatnaðarins sé í kringum 90.000 krónur. Ekki er vitað hver var að verki og er málið í rann- sókn. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins á Ítalíu: Skíðaferðin endaði á sjúkrahúsi VETRARFRÍ „Ég náði aðeins einum degi af sex á skíðum og er búinn að vera á sjúkrahúsi frá því á sunnu- daginn,“ segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins, sem hvíldist í gær á hótelher- bergi sínu í skíðabænum Madonna á Ítalíu eftir að hafa fallið á skíðum. „Ég skaddaðist illa á öxl, við- beinið losnaði frá og það þurfti að framkvæma að- gerð á mér á sjúkrahúsi í Tione, sem er í um 30 kílómetra fjar- lægð hér frá. Þar lágu marg- ir skíðamenn með mér og þarna fékk maður að sjá hina hliðina á skíðamennsk- unni,“ segir Ari, sem þarf að vera í fatla næsta mánuðinn og er væntanlegur heim í dag. Hann segist vera vel vinnufær því vinstri höndin sé í fatla og hann sé rétthent- ur: „Þetta var óheppilegt en ég reyni að líta á þetta sem hvern annan skemmtana- skatt,“ segir hann. ■ Ef ég væri ríkur, söng fiðlarinná þakinu. Aldrei varð honum að ósk sinni, blessuðum karlinum, enda var hann uppi löngu áður en frelsi fjármagnsins hélt innreið sína. Hann var ekki heldur árang- urstengdur og bjó hvorki við hag- vöxt, stöðugleika né þau stjórn- völd sem komast upp á lag með að deila og drottna ef þau fá að ráða nógu lengi. Satt að segja var ekki einu sinni búið að finna upp þessi hugtök um hagvöxtinn og stöðug- leikann og stjórnviskuna, enda hafði fólk um annað að hugsa og annað að gera, heldur en að skipta sér af svoleiðis lógik. Það er nú ekki lengra síðan, en þegar ég var í sveit sem strákur, að peningar uxu ekki á trjánum og voru satt að segja ekki það sem fólk hafði á milli handanna. Eftir að hafa verið snúningadrengur í fimm mánuði, frá maí og fram í september, þótti bónda mínum viðeigandi að þakka fyrir sig og launa snúningana og brá sér á næsta bæ til að fá lánaðan fimm hundruð króna seðil til að borga með. Það var ekki peningunum fyrir fara á bænum þeim, frekar en annars staðar og það var ekki fyrr en á þriðja bæ, þar í sveit, sem peningar fundust í skúffu, til að gera upp við vinnukraftinn. Ekki var þetta fólk samt að kveinka sér undan þrældómnum, né heldur taldi það sig plagað af fátækt eða féleysi, enda átti það í sig og á og sjálft sig og skepnurn- ar og jörðina sína í ofanálag. Og ekki vantaði stöðugleikann; stöð- ugleika sem fólst í tilbreytingar- leysinu, þrotlausri vinnunni, sauð- burðinum, árvissum töðugjöldum og heimsókn þingmannsins, þegar kosningar nálguðust. Það var helst í veðrabrigðun- um, sem stöðugleikinn brást. En svo urðu veðrabrigði í póli- tíkinni og hratt flýgur stund og nú bregður svo við að það finnast fimm hundruð kallar í hverri skúffu og eru ekki einu sinni þess virði að eiga þá. Eða svo finnst sumum, enda hærri fjárhæðir í spilunum og hvort sem það eru starfslokasamningar eða kaupaukar eða árangurstengd framlög til töframanna í við- skiptalífinu, þá tekur því ekki að nefna minni tölur en nokkra tugi milljóna. Og svo náttúrulega milljarða, þegar seld er sameign þjóðarinnar, af því að einhver hef- ur eignast hana. Ekkert mál, segja menn án þess að depla auga. Markaðurinn ræður, árangurinn skilar sér, laun erfiðisins borga sig. Já, ef ég væri ríkur, ef ég bara væri forstjóri sem einhver þyrfti að losna við eða verðbréfagúrú sem plummaði sig eða erfingi að auðæfum þjóðarinnar, þá væri ég á grænni grein, þá þyrfti ég ekki lengur að bíða eftir launaumslag- inu um hver mánaðamót. Og málsvarar frjálshyggjunnar og árangurstengdrar vinnu og þessa sérkennilega hagvaxtar í buddun- um hjá sumum, telja sjálfsagt og eðlilegt að þjóðin leggi traust sitt og velþóknun á þessa giftusam- legu þróun. Klappi þeim á bakið, sem hafa unnið fyrir sínum kaupaukum og starfslokum og gefi þeim langt nef, sem fá svima þegar þeir heyra þessar upphæð- ir. Þetta er nefnilega spurning um kjörorð dagsins: að duga eða drepast. Að verða ríkur eða ekki. Að fá fimm hundruð kallinn eða fimmtíu milljónirnar. Að velja á milli stöðugleikans eða stuttra lífdaga. Að duga í frumskógi markaðslögmálanna. Eða drepast ella. Það er nú allur galdurinn. Enda eiga þeir ekkert gott skilið, sem ekki hafa vit á peningum og ekki hafa vit á því að kjósa yfir sig misskiptingu stöðugleikans og láta rukka hjá sér fimm hundruð kallana til að samfélagið eigi fyrir milljónunum, til að borga þeim sem hafa vit á peningum. Þessa lógík hljóta allir að skilja. Ef þeir vilja verða ríkir. Og jafnvel líka þeir, sem aldrei verða ríkir. ■ ELLERT B. SCHRAM Hugsað upp á nýtt skrifar um kjörorð dagsins, að duga eða drepast. Ef ég væri ríkur ARI EDWALD Slasaðist á fyrsta degi í viku skíða- ferð. Enduruppbygging Íraks að loknu yfir- vofandi stríði brennur á vörum leið- arahöfunda um allan heim. Ýmsar efasemdir eru uppi um fyrirætlanir Bandaríkjamanna í þessum efnum og í því sambandi er meðal annars litið til ástandsins í Afganistan. Úr leiðurum Friðurinn hin raunverulega áskorun

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.