Fréttablaðið - 01.03.2003, Qupperneq 13
hvort fyrirtækin hefðu í ein-
hverju beitt sér óeðlilega
með tilliti til samkeppnis-
mála. Endurskoðunarfyrir-
tækið KPMG annaðist úttekt
þar sem horft var til þess
hvort fyrirtækið hefði ekki
farið að lögum með tilliti til
ávirðinga um óeðlilega við-
skiptahætti. KPMG skilaði
niðurstöðu í maí. Þar voru
ýmsar ábendingar um úr-
bætur sem stjórn Baugs lét
hrinda í framkvæmd.
Eftir að Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, forsætisráð-
herraefni Samfylkingar,
sagði í ræðu í Borgarnesi
þann 10. febrúar að stjórn-
völd hefðu óeðlileg sam-
skipti af fyrirtækjum svo
sem Baugi og Norðurljósum
brást forsætisráðherra illa
við og sagði Ingibjörgu Sól-
rúnu fara með slúður.
Hann hefði aldrei heyrt
minnst á Sullenberger.
Eftirfarandi sagði Dav-
íð í fréttum Stöðvar 2
sama dag:
„Hún var með get-
gátur og að hlusta eftir
slúðri, engar stað-
reyndir. Og var að
reyna að draga fram
að fyrst það hefði ver-
ið skattrannsókn hjá
Jóni Ólafssyni, for-
stjóra þess fyrirtækis,
að þá hlyti ég að vera á
bak við það. Sama
væri með Baug. Fyrst að starfs-
maður þess erlendis, sem ég hef
aldrei séð og aldrei heyrt nefnd-
an fyrr en hann kom í fjölmiðlum
og veit ekkert um, að fyrst að
hann kærði fyrirtækið þá hlyti ég
að vera á bak við það,“ sagði Dav-
íð Oddsson rúmu ári eftir fund-
inn með Hreini í London.
Hreinn Loftsson vildi í samtali
við Fréttablaðið í gær ekkert tjá
sig um þessi mál.
rt@frettabladid.is
13LAUGARDAGUR 1. mars 2003
HÖFUÐSTÖÐVAR BAUGS
Lögreglan gerði húsleit hjá fyrir-
tækinu á grundvelli kæru Jóns
Geralds Sullenberger.
HREINN LOFTSSON
Sendi út viðvörun til helstu stjórnenda Baugs
eftir fundinn með Davíð Oddssyni.
22. janúar
2002: Davíð
Oddsson for-
sætisráðherra
segir að 60
prósenta eignaraðild matvælafyrirtækja á
markaði sé alltof há og til greina komi að
skipta upp slíkum fyrirtækjum.
26. janúar: Davíð Oddsson fundar með
Hreini Loftssyni í London. Fyrirtækið Nor-
dica nefnt í tengslum við Baug. Hreinn
tilkynnir um afsögn sem formaður einka-
væðingarnefndar.
28. janúar: Hreinn Loftsson leggur fram
afsagnarbréf sitt til einkavæðingarnefnd-
ar.
29. janúar: Hreinn Loftsson varar stjórn-
endur Baugs við hugsanlegum aðgerðum
yfirvalda. Stjórnarformaðurinn spyr um
Jón Gerald sem hann segir að Davíð hafi
nefnt og óskar eftir úttektum á Baugi
með tilliti til þess hvort fyrirtækið hafi í
einhverju brotið af sér.
14. febrúar: Stjórn Baugs ræðir opinskátt
um andúð Davíðs á Baugi. Stjórnarfor-
maður gerir grein fyrir Lundúnafundinum.
28. ágúst: Lögregla ræðst til inngöngu í
Baug á grundvelli kæru Jóns Geralds
Sullenberger, forráðamanns Nordica.
10. febrúar 2003: Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir, forsætisráðherraefni Samfylkingar,
segir í ræðu í Borgarnesi að stjórnvöld
hafi óeðlileg afskipti af fyrirtækjum.
10. febrúar 2003: Dav-
íð Oddsson forsætis-
ráðherra segir í fréttum
Stöðvar 2 að Ingibjörg
Sólrún fari með slúður.
Hann segist fyrst hafa heyrt minnst á Jón
Gerald eftir að lögregluinnrás var gerð í
Baug í ágúst 2002.
Atburðarásin