Fréttablaðið - 01.03.2003, Side 20
Kurteisi kostar ekki neitt. Fráfrumbernsku tökum við inn í
smáskömmtum hvernig okkur ber
að hegða okkur við hin ýmsu tæki-
færi. En samskipti manna á milli
geta oft verið flókin. Það sem ein-
um finnst dónaskapur kann öðrum
að finnast í lagi. Flest erum við þó á
því að kurteisi sé sjálfsögð og eðli-
leg. En hvar liggja mörkin?
Á síðasta áratug hefur tækninni
fleygt fram og breytingar orðið
miklar. Með tilkomu GSM-síma,
Netsins og þeirra samskiptamögu-
leika sem sú tækni gefur hafa kom-
ið nýir siðir sem mótast af þeim
sem nota hana. Auðveldara er að ná
í fólk, fjölskyldumynstur hefur
breyst, návígi er meira á vinnustöð-
um og fjölmiðlar eru opnari. Er til
dæmis dónalegt að hringja í fólk í
GSM-síma ef þú þekkir viðkomandi
ekki neitt? Er það dónaskapur að
svara ekki tölvupósti? Geturðu sent
hverjum sem er sms-skilaboð?
Arnar Tómasson hárgreiðslu-
meistari, sem jafnframt kemur
fram á Rás 2 og spjallar um háttvísi
og tísku, segir margt hafa breyst á
allra síðustu árum. Ákveðnar regl-
ur gildi um matarboð, síma, tölvu-
póst og framvindu stefnumóta.
„Djúpa laugin á Skjá einum og
netrásirnar hafa breytt mjög sam-
skiptum kynjanna. Það hefði verið
óhugsandi fyrir einhverjum árum
að fara á stefnumót við einhvern
sem ekki væri kunnugur. Nú er það
ekkert tiltökumál. Í kringum svona
stefnumót gilda ákveðnar óskráðar
reglur eins og þær að maður sefur
ekki hjá á fyrsta stefnumóti,“ segir
Arnar. Undir það taka þær ungu
stúlkur sem Fréttablaðið ræddi við.
Þær eru sammála um að það sé lít-
illækkandi fyrir konuna. Arnar seg-
ir furðulegt að viðhorfið skuli ekki
hafa breyst gagnvart karlmönnum
sem sofa hjá hvenær sem tækifæri
gefist. „Konur eru háttvísar ef þær
sofa ekki hjá en ef karl sefur hjá er
hann flottur; í það minnsta í augum
vinanna. Annað gildir að vísu með
stúlkur. Þeim finnst það ekki flottur
gæi sem sefur hjá hverri sem er.“
Ekki er þar með sagt að par fari
ekki heim og sofi saman eftir
fyrstu kynni á skemmtistað. Það
tíðkast enn og hefur alltaf gert en
er kannski ekki eins algengt eins og
það var að sögn þeirra sem gerst
þekkja.
Sms-skilaboð
opnað tjáskipti
Á þriðja stefnumóti er fyrst
hægt að velta fyrir sér einhverjum
nánari samskiptum ef farið er að
þeim óskráðu reglum sem gilda.
Það þarf þó ekki að þýða að við-
komandi séu á föstu. Það krefst
lengri tíma og gerist ekki af sjálfu
sér. Ungt fólk ræðir um það sín á
milli hvort sambandið sé komið á
það stig að gerðar séu kröfur um
skuldbindingu. Skyndikynni tíðk-
ast þó í einhverjum mæli og sam-
bönd sem ganga ekki út á önnur
samskipti um í bólinu. Parið talar
þá um að þau séu bólfélagar og
engar skuldbindingar fylgja því.
Arnar nefnir að sms-skilaboð
hafi opnað tjáskipti hjá okkar lok-
uðu þjóð mjög mikið. Með því að
senda þannig skilaboð sé hægt að
segja meira en ella. „Þú færð ekki
viðbrögðin beint framan í þig og
upplifir ekki höfnun á sama hátt.“
Hann telur það sama eiga við með
tölvupóst. Þeir sem ekki hafi kjark
til að hringja geti skrifað og dreg-
ið úr höfnuninni. „Það er hins veg-
ar ekkert sem segir að þú verðir að
svara og er alls ekki dónaskapur
að gera það ekki.“
Þeir sem ganga með GSM-síma
geta átt von á að fá hringingu hvar
og hvenær sem er. Það er undir
þeim komið hvort þeir eru í að-
stöðu til að svara eða ekki. Arnar
segir skort á háttvísi að taka hann
upp hvar og hvenær sem er. Lág-
markskrafa er að fólk gangi afsíð-
is á meðan það talar eða taki hann
hreinlega ekki upp. „Menn geta
alltaf séð hver er að hringja og
svarað síðar. Mér finnst þetta snú-
ast um að trufla ekki fólk; þar
liggja mörkin.“
Talar í farsíma á meðan aðrir
bíða
Elínborg Jónsdóttir bankamað-
ur segir að í sínu starfi þekki hún
tæpast annað en að tölvupósti sé
svarað; sjálf geri hún það alla
jafna. Hún segist ekki senda sms-
skilaboð en telur að það gildi svip-
að með þau og tölvupóstinn.
Elínborg segist finna fyrir
talsverðum mun á framkomu
fólks undangengin ár. „Þegar ég
hóf störf í bankanum fyrir 33
árum komu allir mjög kurteislega
fram og það þekktist ekki að ein-
hver missti stjórn á skapi sínu við
starfsfólkið. Þá var borin ákveðin
virðing fyrir starfsfólki bankans.
Sú háttvísi sem menn sýndu fyrir
þrjátíu árum þekkist tæpast í
dag. Ég kenni streitu fólks um.
Það má ekki vera að því að bíða
og er alltaf að flýta sér. Bankinn á
að þjóna fólki og menn eru með-
vitaðir um það. Vissulega er það
rétt en það leysir ekki viðskipta-
vininn undan þeirri sjálfsögðu
kröfu að hann komi kurteislega
fram.“
Hún segir fólk undantekninga-
laust taka upp farsímann og svara
ef hann hringir á meðan hún sé að
afgreiða það. „Fólk talar um per-
sónulega hluti beint fyrir framan
mig án þess að blikna og rífst jafn-
vel við börnin sín. Á meðan bíð ég
og hugsanlega aðrir viðskiptavin-
ir.“
Matarboð milli góðra vina eru
alltaf vinsæl og gilda ákveðnar
óskráðar reglur i kringum þau. Ein
þeirra er að koma ekki tómhentur.
„Í matarboð mætir maður ekki
nema hafa með sér eitthvað til að
færa húsráðendum eins og vín-
flösku, blóm eða jafnvel kerti og
servíettur. Þannig sýnir maður
húsráðendum virðingu og lætur í
ljós þakklæti.“ segir Arnar. Hann
er ekki sáttur við það þegar tveim-
ur einhleypum er boðið til að
freista þess að koma þeim saman;
það finnst honum hallærislegt.
„Það skiptir ekki máli hvort maður
er einhleypur í kringum eintóm
pör. Það eina sem gæti skyggt á
það er að flestar konurnar halda
alltaf að maðurinn þeirra sé svo
spennandi og öllum öðrum finnist
það líka. Þær verða því oft svo
hræddar um þá undir þeim kring-
umstæðum.“
Karlmenn að verða fágaðri í
framkomu
Í veislum eru menn oft í óvissu
um hvort þeir eigi að heilsa öllum
sem komnir eru á undan, sama
hversu margir það eru. Elínborg
segist hafa alist upp við að heilsa
ef menn eru ekki því fleiri. Ef
mjög margir eru komnir og hópur-
inn dreifður lítur hún svo á að ekki
þurfi að heilsa. Arnar tekur undir
það og svo er með flesta viðmæl-
endur Fréttablaðsins. Það
skemmtilega við að fara í matar-
boð sé einmitt að kynnast nýju
fólki. Daginn eftir slík boð þyki
það sjálfsögð kurteisi að hringja í
gestgjafa og þakka fyrir síðast.
Það sama gildir um stúlku sem
boðið hefur verið út; ókurteisi er
að láta ekki heyra í sér aftur, sama
hvort hún hefur áhuga á viðkom-
andi eða ekki.
Karlmaður á að ganga á eftir
konu þegar hann fer með henni út
en ekki að æða á undan henni. Það
hafa verið óskráðar reglur. Hins
vegar snýst það við á leiðinni niður
stiga; þá fer karlmaðurinn á und-
an. Einnig eiga menn að snúa að
fólki þegar gengið er til sætis inni
í miðri röð í leikhúsi eða kvik-
myndahúsi. Arnar segir karlmenn
hægt og rólega að verða fágaðri
gagnvart konum. Með auknu upp-
lýsingaflæði átti þeir sig betur á
hvernig koma eigi fram. Þeir eru
ekki eins drukknir á skemmtistöð-
um og betur klæddir en á frjálsleg-
an hátt.
Hefði verið álitin skrýtin
Þegar bláókunnugt fólk hittist í
lyftu hefði sá verið álitinn skrýt-
inn, jafnvel dónalegur, sem ávarp-
aði fólk þar að fyrra bragði. Nú
segir Arnar farið að bera á að fólk
spjalli um eitthvað meira en veður.
Jafnvel tali um útlit hvers annars.
„Það er svo leiðinlegt að standa
eins og þvara í lyftu og góna niður
á tærnar á sér. Sjálfsagt er að
skiptast á nokkrum orðum.“
Siðir og venjur hafa mótast af
þjóðfélaginu í heild. Fyrir fimm-
tíu árum borðaði vel upp alið
barn eins og fugl á ókunnugum
heimilum og í sumum tilfellum
var brýnt fyrir börnum að þiggja
ekki mat annars staðar en heima
hjá sér, slíkt væri dónaskapur.
Slíkum hlutum velta menn ekki
fyrir sér í dag enda nægur matur
alls staðar. Allt eins víst er að
einhverjum þætti það ókurteisi
að borða lítið. Sýndi að viðkom-
andi þætti maturinn vondur.
Háttvísi og kurteisi eru eitt-
hvað sem verður til í hugum fólks
en stendur sjaldnast nokkurs stað-
ar skrifað. Uppeldi hvers og eins
hefur áhrif en ekki síður eðlislæg
viðhorf. Hvar menn læra allar
þessar venjur og siði geta fæstir
svarað. Við einfaldlega lærum
hvert af öðru.
bergljot@frettabladid.is
20 1. mars 2003 LAUGARDAGUR
Laugaveg i 83 s : 562 3244
Nýjum sið-
um fylgja
nýjar reglur
Er það háttvísi að taka upp farsíma hvar sem er og
ræða persónuleg mál? Er dónaskapur að svara ekki
tölvupósti og getum við sagt hvað sem er í sms-skila-
boðum?
Í SÍMANUM
Algengt er að fólk tali í símann um leið
og það sinnir erindum í bankanum -
afgreiðslufólki oft til óþæginda.
ELÍNBORG JÓNSDÓTTIR
BANKAMAÐUR
„Mér finnst streitan í samfélaginu valda
því að viðskiptavinir missa stundum
stjórn á skapi sínu.“
ARNAR TÓMASSON
HÁRGREIÐSLUMEISTARI
Rakinn dónaskapur að taka upp farsíma
hvenær og hvar sem er.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M