Fréttablaðið - 01.03.2003, Page 23

Fréttablaðið - 01.03.2003, Page 23
23LAUGARDAGUR 1. mars 2003 Helga Braga Jónsdóttirleikkona segist vera mikil tískudrós. „Það er mjög gott flæði í gegn- um fataskápinn minn. Ég gef mjög mikið en ég kaupi líka mjög mikið.“ Helga klæð- ir sig eftir því í hvernig skapi hún er. „Ég er hverflynd og skipti oft skapi mörg- um sinnum yfir daginn þannig að stundum þarf ég að skipta um föt yfir daginn líka.“ Minn stíll Klæðnaðurinn fer eftir skapinu TREFILL Þetta er ullartrefill sem er voða mikið í tísku núna. Ég held að þetta sé Benetton-trefill. HANSKAR Þetta eru leðurhanskar í stíl við rauðu skyrtuna. Ég er með venus í vog og það þarf allt að vera í stíl. BUXUR Ég keypti þær í Singapore, breskt merki. Þetta eru rúskinnsbuxur. JAKKI Ég keypti þennan leðurjakka í Benetton og það er rosalega flott leður í honum. Þetta er hálfgerður her- mannafílingur. SKÓR Þetta eru Bianco- skór úr rúskinni. SKYRTA Ég er ekki mikið búin að nota þessa skyrtu en hún er dálítið kúl. Ég held að ég hafi keypt hana í Amsterdam. TÓNLIST Ellismellirnir í Rolling Sto- nes ætla að leika á tónleikum í Bombay á Indlandi eftir að ríkis- tjórn landsins lofaði að lækka skemmtanaskatt landsins. Rolling Stones verður þar með fyrsta erlenda stórhljómsveitin til að spila í landinu í níu ár, síðan Bryan Adams spilaði þar árið 1994. Áætlað er að tónleikarnir verði í apríl. Sveitin hafði hætt við tónleik- ana þar sem skattar í landinu eru svo háir. Henni snerist hins vegar hugur þegar ríkisstjórnin sá að sér. Rolling Stones ætlar einnig að spila í borginni Bangalore sem og á tvennum tónleikum í Kína. Um 150 manns ferðast með sveitinni og vinna að hinni stórkostlegu sýningu sem tónleikarnir eru. ■ ROLLING STONES Ferðast vítt og breitt um heiminn til að halda tónleika. Leiðin liggur nú til Indlands og svo Kína. Rolling Stones: Halda tónleika á Indlandi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.