Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.03.2003, Qupperneq 25

Fréttablaðið - 01.03.2003, Qupperneq 25
LAUGARDAGUR 1. mars 2003 þess að föt sem eru fjöldaframleidd í miklu upplagi verði síður spenn- andi. Fjöldaframleiðsla gæti því verið á undanhaldi. „Ég held að stelpur vilji miklu frekar kaupa föt sem þær vita að eru ekki búin til í miklu upplagi. Fólk vill kaupa sér flíkur sem eru kannski bara til tvö eða þrjú stykki af. Þetta kemur líka fram í klippingum. Þær eru orðnar miklu villtari. Fólk er alls konar í dag. Með rakað á hliðunum, með hálfan toppinn stuttan og hinn helm- inginn síðan. Fólk vill skera sig úr. Þetta var kallað að vera „artí“. Það sem Spúútnik var upphaflega að taka inn fyrir nokkrum árum er núna komið í allar búðir.“ Sem sagt, „artí“ er orðið hversdagslegt. Hrefna fagnar því einnig að sundbolir séu að komast aftur í tísku. „Ég held að þeir þyki flottari en bikiníin í dag. Mér finnst al- mennt minna af rosalega flegnum fötum í tískunni í dag. Meira um víðari föt og bolirnir ekki alveg eins þröngir. Þetta verður þannig þægi- legra um leið.“ Að lokum bendir Hrefna á að hentug leið fyrir þá sem eiga þunn- ar buddur þessa dagana sé að fara í búð Rauða Krossins á Laugavegin- um. „Það getur verið mjög gaman að raða saman hlutum sem maður finnur þar. Þetta eru gömul notuð föt og mörg þeirra eru mjög spes. Til dæmis má finna gamla brúðar- kjóla og annað.“ Bæði fínar og hversdagslegar Stór hluti kvenfólks höfuð- borgarsvæðisins leggur líklega leið sína í Zöru í Smáralindinni enda er markhópur verslunarinn- ar afar víður. Búðarkeðjan er upp- runnin á Spáni og hefur átt mikl- um vinsældum að fagna. Lykilinn að velgengni keðjunnar má rekja til ákveðinnar hugmyndafræði sem kallast „Promto Moda“. Það þýðir að keðjan rekur sína eigin hönnun, framleiðslu og verslanir. Þannig líður stuttur tími milli þess að varan er sýnd á sýning- arpöllunum þar til hún er fáanleg í búðunum. Karen Rúnarsdóttir rekstrar- stjóri tekur undir það að sumarið verði litríkt. „Mér finnst fólk vera orðið frakkara í því að klæðast skærum litum,“ segir hún. „Það kom mér svolítið á óvart hversu virkilega skærir litir eru að fara út.“ Hillur Zöru fyllast nú af fötum og skóm í neongulum, túrkísblá- um og skærbleikum. Hún segir einnig að áhrif frá Asíulöndunum sé áberandi. „Hér er mikið um Maó-hálsmen og kínverskan stíl. Við erum með mikið af silkitopp- um í skærum litum. Þeir eru bundnir með kínverskum hnöpp- um, minna svolítið á japanska kímónóa.“ Hermannafelulitir, „camoufla- ge“ eða yrjótt, eru sívinsælir og segir Karen að allt seljist upp sem sé í þeim stíl, hvort sem það eru sokkar, nærbuxur, bolir eða buxur. „Fólk er svolítið að blanda þessu saman. Grófar hermannabuxur við kínverskan silkitopp. Yngri stelpurnar fá sér hermannabuxur og strigaskó í stíl við. Þær eldri fara í fínni stílinn. Hermannabux- ur með satínlíningum á hliðinni við háhælaða skó. Þær eru því bæði fínar og hversdagslegar.“ Buxur eru flestar dökkar, mikið af kakígrænum og brúnum. Karen segir að flestar séu pokabuxur en að sniðin séu að þrengjast að neð- an. Sniðin eru frekar lág og ná nán- ast niður að skapahársrönd stúlk- na. Karen segir að vörurnar í Zöru séu ekki fjöldaframleiddar út í óendanleikann og oft komi aðeins 3-4 stykki af hverri flík. Hún segist hafa fundið fyrir því að fjölda- framleiðsla sé á undanhaldi. „Það virkar heldur ekki í Zöru að ætla að hugsa málið,“ segir hún. „Flottir hlutir rjúka út um leið og þeir koma inn.“ biggi@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.