Fréttablaðið - 01.03.2003, Síða 31
31LAUGARDAGUR 1. mars 2003
Bolla og kaffi
195,-
SJÓNVARP Kiefer Sutherland fær
ekki að slappa af eftir að öðrum
sólarhringnum í baráttu leyniþjón-
ustumannsins Jack Bauers lýkur í
spennuþáttaröðinni 24 sem Stöð 2
sýnir um þessar mundir. Fox-sjón-
varpsstöðin hefur gert samning
um framleiðslu á þriðju þáttaröð-
inni og sem fyrr mun hamagangur-
inn eiga sér stað í rauntíma þar
sem hver þáttur greinir frá einni
klukkustund í lífi hetjunnar.
Þá hefur ABC gert samning um
framleiðslu á þriðju Alias-þátta-
röðinni, þannig að aðdáendur
Jennifer Garner og 24 geta andað
rólega enda ljóst að þessir nýju
góðkunningjar eru komnir til að
vera.
Báðar þáttaraðirnar hafa feng-
ið mikið lof gagnrýnenda en þrátt
fyrir ágætisáhorf er ekki hægt að
tala um þær sem stórsmelli.
Áhorf hefur samt sem áður aukist
á báða þættina undanfarið og það
skemmir ekki fyrir að aukningin
er mest hjá fólki á aldrinum 18 til
49, ára sem er einmitt sá mark-
hópur sem auglýsendur hafa
mestan áhuga á. ■
KIEFER SUTHERLAND
Mun halda áfram að eltast við hryðju-
verkamenn næstu misserin en samið hef-
ur verið um framleiðslu á þáttum um enn
einn sólarhringinn í lífi Jack Bauer.
Spennuþættir:
Meira af
því sama
SJÓNVARP Þrátt fyrir litla hrifn-
ingu áhorfenda mun annar ár-
gangur raunveruleikasjónvarps-
þáttar fyrirsætunnar Önnu
Nicole Smith hefja göngu sína í
bandarísku sjónvarpi á sunnu-
daginn. Anna giftist á sínum
tíma auðkýfingnum J. Howard
Marshall sem lést skömmu síðar
á nítugasta aldursári. Hún hefur
síðan þá staðið í deilum við fjöl-
skyldu eiginmannsins um skipt-
ingu auðæfanna og það þarf því
sennilega engan að undra að af-
komendur Marshalls hafa ekki
áhuga á þáttunum. „Þrátt fyrir
deilur okkar óskum við Önnu
alls hins besta í nýju þáttaröð-
inni, en við horfum ekki á hana“,
sagði stjúpsonur hennar í yfir-
lýsingu í vikunni.
The Anna Nicole Show hóf
göngu sína í ágúst á síðasta ári
og fékk mesta áhorf sem sögur
fara af þegar raunveruleika-
þættir eru annars vegar. Vin-
sældirnar snarminnkuðu síðan á
næstu vikum enda virtist fólk
fljótt missa áhugann á því að
fylgjast með Önnu rífast við lög-
fræðinginn sinn, slæpast með
aðstoðarfólki sínu og innanhúss-
hönnuði og kjassa kjölturakkann
sinn. ■
ANNA NICOLE SMITH
Ættingjar látins eiginmanns hennar hafa
ekki nokkurn áhuga á raunveruleikasjón-
varpsþáttum hennar.
Raunveruleikasjónvarp:
Stjúpsonurinn fylgist ekki með
OPRAH WINFREY
Spjallþáttastjórnandinn vinsæli
hefur aldrei átt meiri velgegni að
fagna og er hún nú komin á árs-
lista Forbes-tímaritsins yfir millj-
arðamæringa í Bandaríkjunum og
er hún fyrsta blökkukonan sem
kemst þar á blað.