Fréttablaðið - 01.03.2003, Qupperneq 38
Byrjið á því að fá ykkurgöngutúr í kringum Reykja-
víkurtjörn. Vetrarhátíð stendur
sem hæst og ljósaverk sóma sér
vel í Tjörninni. Farið síðan upp í
Þjóðleikhús en þar er ókeypis
ráðstefna um hlátur og gildi hans
í myrkrinu. Fræðimenn og leikar-
ar fjalla þar um gleðina sem fylg-
ir hlátrinum klukkan 13. Alltaf
gaman að koma í Þjóðleikhúsið.
Klukkan 18 verða stuttmyndir af
ýmsum gerðar sýndar undir ber-
um himni á Ingólfstorgi. Skömmu
síðar heyja Danir og Íslendingar
einvígi í vatni í Sundhöllinni und-
ir beljandi ljósum og dynjandi
tónlist. Hápunkturinn er svo
gjörningur sem framinn verður
við Perluna klukkan 20.45. Þar
sameina krafta sína ungir lista-
menn og Slökkvilið höfuðborgar-
svæðisins í innsetningu á hlið-
stæðu. Svo er nóttin eftir og ekki
víst að hún verði alveg ókeypis
eins og allt hitt sem að framan
greinir. ■
38 1. mars 2003 LAUGARDAGUR
54 ÁRA „Nei, það verður ekkert
sérstakt gert í tilefni dagsins.
Kannski ein vínarbrauðssneið og
kaffi með mínum nánustu. Enda
er þetta nú ekkert stórafmæli,“
segir Lárus Ýmir Óskarsson
kvikmyndagerðarmaður, en hann
verður 54 ára í dag.
Aðspurður segir hann gráa
fiðringinn löngu genginn yfir og
honum lítist vel á þennan aldur.
Hvað afmælisgjafir snertir hef-
ur honum ekki tekist að hlera
neitt en hugsanlega fái hann
sokka eða eitthvað slíkt. „Ég bíð
spenntur.“
Einn ánægjulegasti afmælis-
dagurinn var þegar Lárus Ýmir
varð þrítugur. Þá var hann í
Stokkhólmi og var slegið upp
veislu með miklum og góðum
hópi samheldinna og skemmti-
legra Íslendinga á borð við Þráin
Bertelsson, Þórarin Eldjárn,
Hallmar Sigurðsson, Gunnar
Gunnarsson fréttamann, Kára
Halldór, Lísbet Sveinsdóttur og
fullt af öðrum góðum vinum og
góðu fólki. En eftirminnilegasta
afmælið var ekki jafn ánægju-
legt.
„Þegar ég fer að vorkenna
mér, sem er ekki oft, hugsa ég til
fertugsafmælisins, sem var ekki
alveg jafn skrautlegt. Ég var í
Stokkhólmi í stuttri ferð, hafði
fengið lánaða þessa fínu íbúð á
besta stað hjá kunningja mínum.
En þennan dag þegar ég fór út
um morguninn, að kaupa mér
eitthvað góðgæti í tilefni dagsins,
gleymdi ég lyklinum inni í íbúð-
inni. Þessi vinur minn var á
ferðalagi þannig að ég hafði uppi
á lásasmið. Eftir að hafa setið á
hækjum mínum í fjóra tíma að
bíða hans fór við langur tími í að
sannfæra hann um að ég hefði
aðgang að íbúðinni. Ekki sú há-
tíðarstemning sem ég hafði hugs-
að mér.“
Fimmtugur fékk Lárus Ýmir
höfðinglega gjöf sem hann ætlar
að nýta sér nú í apríl. „Flottasta
og skemmtilegasta gjöfin sem fel-
ur væntanlega í sér lífsreynslu
þegar upp er staðið. Þetta er ferð
að eigin vali og skilyrði að ég fari
eitthvað sem ég færi ekki annars.
Og ég ætla að nota tækifærið og
þjóna dellu sem ég er nýlega bú-
inn að koma mér upp. Ætla að lifa
eins og blóm í eggi og spila golf á
einhverjum ægilega fínum stað
og borða góðan mat.“
jakob@frettabladid.is
AFMÆLI
Maður er náttúrlega veiðisjúk-lingur og þar sem Kristján var
að segja frá veiðinni í Þveit í síðustu
viku er best að ég haldi áfram með
veiðisögurnar. Þannig er mál með
vexti að þann fyrsta apríl á hverju
ári förum við Björgvin Gíslason að
veiða í Skaftá frá Nýjabæ við
Kirkjubæjarklaustur hjá Þorsteini
bónda. Við erum farnir að hita okk-
ur upp en þetta er þrettánda árið
sem við förum. Við erum alltaf í tvo
daga og höfum alltaf verið þarna í
frábæru veðri og borðum alltaf
nestið okkar úti. Við fáum alltaf sól
en fiskiríið er misjafnt. Það veiddist
lítið hjá mér að þessu sinni en
Björgvini gekk ágætlega. Til að
gera langa sögu stutta þá var ég
þarna úrkula vonar á bakkanum á
seinni degi og kastaði í hyl sem heit-
ir Lækjarmót. Þegar ég er að draga
fluguna upp að mér rennir fiskur
sér skyndilega að og bítur á. Mér
brá rosalega við þetta, skrikaði fót-
ur og datt aftur fyrir mig um skafl,
eða frostbunka, sem var þarna á
bakkanum. Þegar ég reisti mig við
lá svo þessi sex punda hrygna við
hliðina á mér. Ég held að það sé
óhætt að segja að þetta sé sú veiði
sem ég hef minnst þurft að hafa fyr-
ir. Datt bara aftur fyrir mig á rass-
inn og kippti fiskinum á land.“ ■
Þorleifur Guðjónsson, veitingamaður í
Hamrabæ í Berufirði, segir frá auðveldri
veiði og skorar á veiðifélaga sinn Björgvin
Gíslason að segja næstu sögu.
Sagan
Stysta viðureignin
LÁRUS ÝMIR ÓSKARSSON
Fertugsafmælið var eftirminnilegt og jaðraði við að vera martröð.
MEÐ SÚRMJÓLKINNI
Jesús og Móses voru að spilagolf við þriðja mann. Móses
sló fyrst og kúlan stefndi beint
út í nærliggjandi vatn. Móses
lyfti staf sínum þannig að vatn-
ið vék og kúlan rúllaði eftir
botninum upp á bakka. Jesús sló
í sömu átt. Kúlan lenti einnig í
vatninu, en flaut þar og Jesús
gekk út á það og sló kúlunni á
flötina án teljandi erfiðleika.
Sá þriðji mundaði kylfuna og
sló, einnig í átt að vatninu. Í
þann mund sem kúlan er að
lenda þar birtist froskur sem
gleypir kúluna. Þá kemur örn
svífandi, læsir klónum í frosk-
inn og á leið sinni yfir flötina
missir froskurinn kúluna, sem
hafnar beint ofan í holunni.
Þá segir Jesús: „Ofboðslega
er leiðinlegt að spila við þig
golf, pabbi.“ ■
ÞORLEIFUR GUÐJÓNSSON OG YLFA RÓS
„Við fáum alltaf sól en fiskiríið er misjafnt. Það veiddist lítið hjá mér að þessu sinni en
Björgvini gekk ágætlega.“
Grái fiðringur-
inn að baki
Lárus Ýmir Óskarsson kvikmyndagerðarmaður verður 54 ára í dag.
JARÐARFARIR
13.30 Anna S. Bjarnadóttir, Hlíf 1, Ísa-
firði, verður jarðsungin frá Ísa-
fjarðarkirkju.
13.30 Hermann Eyjólfsson verður jarð-
sunginn frá Hafnarkirkju.
14.00 Gísli Júlíus Stefánsson, bóndi í
Ystakoti í Vestur-Landeyjum, verð-
ur jarðsunginn frá Akureyjarkirkju
í Vestur-Landeyjum.
14.00 Hafdís G. Jónsdóttir frá Eskifirði
verður jarðsungin frá Eskifjarðar-
kirkju.
14.00 Margrét B. Þorsteinsson, Lauga-
skarði, Hveragerði, verður jarð-
sungin frá Hveragerðiskirkju.
14.00 Sigrún Jónsdóttir frá Ölvaldsstöð-
um verður jarðsungin frá Borgar-
neskirkju.
ANDLÁT
Elísabet Þórhallsdóttir lést miðvikudag-
inn 26. febrúar.
Guðfinna T. Guðnadóttir frá Braut-
artungu, Lundarreykjadal, lést miðviku-
daginn 26. febrúar.
TÍMAMÓT
Hverafold 1–5
S. 567-6511
ÍTÖLSK meiriháttar flott föt fyrir
flotta krakka á flottu verði.
DISNEY föt fyrir yngri börnin.
Póstsendum - Sími 567 6511
ÓKEYPIS FRÉTTIR AF FÓLKI
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
Þrátt fyrir langvarandi þung-lyndi og hremmingar net-
miðla, sem hafa flestir verið í
dauðateygjunum frá því netbólan
margfræga sprakk með látum
fljótlega upp úr aldamótum, hafa
netfyrirtækin blásið til sinnar
fyrstu árshátíðar, sem fer fram á
Hótel Íslandi þann 8. mars. Að-
standendur gera sér vonir um að
hátíðin heppnist vel og verði til
þess að skerpa ímynd hinnar
ungu greinar og hvetja alla sem
telja sig starfa við netmiðlun til
að mæta, sýna sig og sjá aðra.
Þar sem bransinn sá ekki ástæðu
til að hóa sér saman á meðan ný-
liðarnir voru enn að brenna upp
stofnhlutafé sínu og allt lék í
lyndi mætti ætla að gleðin nú sé
vísbending um bjartari tíma.
Að gefnu tilefni skal tekið fram að fátt
verður um kaldar kveðjur á Vetrarhátíð í
Reykjavík.
Leiðrétting
Draupnir.
Óðinn Jónsson.
Skítamórall.
1.
2..
Svör við spurningum á bls. 6
3.
Veistu svarið?
Kjölbátasamband Íslands heldur fræðslufund, sem er
öllum opinn, að Skúlagötu 30 (Domus Vox salurinn beint
á móti Aktu-Taktu), mánudaginn 3. mars. kl. 20:00.
Fræ›sluefni:
Þau keyptu seglskútu og sigldu í 7 ár
um Karíbahafið. Siglingasvæðið og
reynsla þeirra verður kynnt í máli
og myndum á fundinum.
Gestir greiða kr. 800
og félagsmenn kr. 500.
Veitingar innifaldar.
Stjórnin
Skútusiglingar
á Karíbahafi
Sjá nánar vefsí›ur okkar http://www.mmedia.is/KBI