Fréttablaðið - 01.03.2003, Side 40
Gladdi mig að sjá hvað forstjóriKaupþings gerir það gott. Dá-
ist að mönnum sem kunna að
semja, hvort sem er tónverk,
texta eða um laun. Lít á þetta allt
sem hreinræktaða íþrótt þar sem
árangurinn skiptir öllu. Ekki bara
að vera með. Forstjóri Kaupþings
er fremstur meðal jafningja og
því valdi ég hann til að ávaxta líf-
eyrisgreiðslurnar mínar. Þær eru
að vísu ekki árangurstengdar eins
og launin hans.
Verra þótti mér að sjá yfirlitið
frá Kaupþingi eftir að hafa dælt
þar inn tíund af launum mínum
svo árum skiptir. Línuritið var
eins og skíðabrekka og þar sem
átti að vera ávöxtur var auðn. Hef
ekki fengið viðhlítandi skýringar
á því hvernig þessum milljón pró-
sent manni tókst að fara svona
með sparnaðinn minn.
Hef svo sem ekki miklar
áhyggjur af þessu. Of marga líf-
eyrisþega hef ég séð lepja dauð-
ann úr skel eftir að hafa greitt í
lífeyrissjóði í hálfa öld eða
meira. Án þess að gera athuga-
semdir. Sumir segja að greidd
skuld sé glatað fé. Nær að halda
að það eigi betur við um greitt
iðgjald í lífeyrissjóð. En þetta er
allt bundið í lög og því heldur
vitleysan áfram.
Hinn eini sanni lífeyrissjóður
er nær en við höldum. Frummaður-
inn fann hann upp. Tryggingin í ell-
inni liggur í börnunum. Við gætum
þeirra þegar þau eru lítil. Þau gæta
okkar þegar við verðum gömul. Því
fleiri börn, því meira öryggi. Í
þessu kerfi myndu barnlausir að
vísu lenda í vanda sem yrði að
leysa með því að setja þá á auka-
fjárlög eins og svo margt annað.
Annars getur fólk skipulagt
framtíðina eins og það vill.
Verst að flestir gera það eins.
Með því að greiða í lífeyrissjóði.
En lífið hefur tilhneigingu til að
leita jafnvægis hvernig sem við
reynum að stjórna því. Þetta lá
ljóst og skýrt fyrir John Lennon:
Lífið er eitthvað sem hendir þig
á meðan þú ert upptekinn við að
plana eitthvað annað. Við verð-
um bara að vanda okkur á með-
an við drögum andann. Ekki
flóknara en það. ■
www.IKEA.is
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500
Slappaðu af!
ÍS
LE
NS
KA
A
UG
LÝ
SI
NG
AS
TO
FA
N
EH
F/
SI
A.
IS
IK
E
20
40
5
03
.2
00
3
©
In
te
r
IK
EA
S
ys
te
m
s
B.
V.
2
00
3
Hvíldardagar - út mars
Heimilið er griðastaður okkar allra í erli og amstri dagsins. Þar slöppum
við af og hlöðum batteríin fyrir næstu átök. Við hjá IKEA vitum hvað
þarf til að slappa af. Hjá okkur er breitt úrval af hagnýtum og fallega
hönnuðum vörum sem geta hjálpað þér að njóta lífsins heima hjá þér.
19.900,-
BERGEN rúmgrind
160x200 - birki, eik og hvítt
FEMMEN motta
1.390,-
SULTAN dýnur
90x200
26.800,-
FIONA gardínur
3.990,-
FEMMEN teppi
1.890,-
Auralíf
50% afsl. í dagí Nammilandi
Hagkaup Smáralind og Kringlunni
Bakþankar
Eiríks Jónssonar