Fréttablaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 1
KVIKMYNDIR Helför leikstjórans bls. 22 Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Laugardagurinn 8. mars 2003 Tónlist 24 Leikhús 24 Myndlist 24 Bíó 28 Íþróttir 10 Sjónvarp 30 KVÖLDIÐ Í KVÖLD KVENRÉTTINDI Í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Að því tilefni boðar femínistahreyfingin Bríet til fagnaðar og fundarhalda á veit- ingastaðnum 22 í kvöld. Þar verður meðal annars velt upp spurning- unni „Vantar fleiri konur á þing eða fleiri femínista?“ Svanfríður Jónasdóttir alþingismaður og Hug- rún Hjaltadóttir flytja erindi og hljómsveitin Rokkslæðan tekur nokkur lög. Hefst dagskráin klukk- an átta og stendur til miðnættis. Bríet fagnar bar- áttudegi kvenna Staða listamannsins í nútímanum FYRIRLESTUR Bandaríski listamaður- inn Mike Bidlo flytur fyrirlestur í Listasafni Íslands klukkan 11.00 í tilefni sýningar sinnar „Ekki Picasso, ekki Pollock, ekki Warhol“. Bidlo er þekktur fyrir eftirlíkingar sínar af tímamótaverkum 20. aldar og ekki síður fyrir þá umræðu sem listaverk hans hafa komið af stað varðandi stöðu listamannsins og myndlistarinnar í nútíma samfé- lagi. MÓTMÆLI Friðarsinnar ætla enn og aftur að safnast saman við banda- ríska sendiráðið klukkan 14.00 til að minna á andstöðu sína við yfir- vofandi stríð í Írak. Flutt verður stutt ávarp auk þess sem Birgitta Jónsdóttir skáld mun lesa ljóð. Trumbuslagarasveitin „Ekkert blóð fyrir olíu“ sér um að halda uppi stemningunni. Að venju verður kaffi og kakó á boðstólum. Friðarsinnar við sendiráð TÓNLIST Kallar sterkt í mann LAUGARDAGUR 57. tölublað – 3. árgangur bls. 10 FÓTBOLTI Zola vill sigur bls. 18 REYKJAVÍK Norðaustan 5-10 m/s. Skýjað með köflum og hiti 0 til 4 stig. VEÐRIÐ Í DAG VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 10-15 Él 2 Akureyri 6-11 Él 3 Egilsstaðir 5-8 Él 5 Vestmannaeyjar 0-15 Skýjað 3 ➜ ➜ ➜ ➜ - - - + SÍÐA 36 FEMÍNISTAR Blása til bar- áttufundar SÍÐA 16 FORMÚLAN Barrichello fyrstur í tímatöku Ferðahelgi 7. - 9. mars STJÓRNMÁL Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður þingflokks Frjálslynda flokksins, er bjartsýnn á gengi flokksins í kosning- unum í vor þrátt fyrir mikla skoðanakannana- brælu. Hann segist sann- færður um að flokkurinn nái inn kjördæmakjörnum manni. „Eitt er víst og það er að skoðanakannanir byggja ekki á fullkomnum vísind- um,“ segir Guðjón. „Okkur var engum manni spáð fyrir þingkosningarnar 1999 og ekki heldur fyrir borgarstjórnarkosning- arnar í fyrra, en annað kom nú í ljós. Við verðum auðvitað vör við það í flokknum að margir sem styðja okkur vilja ekkert vera að segja frá því. Ég veit ekki hvort það á að kalla það ótta við ein- hverja ímyndaða hönd hérna í þjóðfélaginu.“ Sjá nánar bls. 12 til 13. GUÐJÓN ARNAR KRISTJÁNSSON „Skoðanakannanir byggja ekki á full- komnum vísindum.“ Viðtal við Guðjón Arnar: Fullviss um gott gengi Málamiðlun Breta hafnað Frakkar hóta að beita neitunarvaldi gegn til- lögu Breta. Segja ekki koma til greina að sam- þykkja ályktun sem heimilar beitingu hervalds. Írökum gefinn frestur til að komast hjá innrás. ÍRAKSDEILAN, AP „Við getum ekki samþykkt úrslitakosti meðan vopnaeftirlitsmenn tilkynna að Írakar sýni samvinnu,“ sagði Dominique de Villepin, utanrík- isráðherra Frakklands, þegar hann hafnaði málamiðlunartil- lögu sem Bretar og Bandaríkja- menn hafa undirbúið að leggja fram. Samkvæmt henni fengju Írakar stuttan frest til að upp- fylla ákveðin skilyrði. Ef ekki yrði orðið við því myndu Banda- ríkjamenn, Bretar og banda- menn þeirra hafa heimild til að ráðast inn í Írak. Þó de Villepin segði það ekki hreint út fór ekki á milli mála að Frakkar myndu beita neitunar- valdi gegn samþykkt slíkrar ályktunar í Öryggisráðinu. „Frakkland mun ekki heimila að ályktun verði samþykkt sem heimilar sjálfkrafa beitingu valds,“ sagði de Villepin á fundi Öryggisráðsins þegar vopnaeft- irlitsmenn fluttu skýrslu um gang mála. Ekki er útilokað að Banda- ríkjamenn og Bretar setji Írök- um einhliða þá úrslitakosti sem þeir hugðust setja þeim á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna. Sem fyrr túlkuðu deilandi að- ilar skýrsluna hverjir með sín- um hætti. Bretar og Bandaríkja- menn bentu á dæmi þess að Írak- ar hefðu ekki uppfyllt kröfur Sameinuðu þjóðanna. Frakkar, Þjóðverjar og Rússar bentu á að samstarf Íraka við vopnaeftir- litsmenn færi batnandi og að eft- irlitið virtist bera árangur. Hans Blix, yfirmaður vopna- eftirlitsins, fagnaði því að Írakar væru farnir að sýna meiri sam- starfsvilja en áður. Hann sagði hins vegar ekki að Írakar byggju ekki yfir gjöreyðingarvopnum. Það tæki lengri tíma að úrskurða um það. „Það tekur hvorki ár né vikur, heldur mánuði.“ ■ FYLGST MEÐ SKÝRSLUGJÖFINNI Verðbréfamiðlarar í kauphöllinni í New York fylgdust með því þegar Hans Blix og Mo- hamed ElBaradei fluttu öryggisráði Sameinuðu þjóðanna skýrslu sína. FÓLK Bryndís Schram var útnefnd No Name andlit ársins í gærkvöldi. Hún segir útnefninguna hafa kom- ið sér mikið á óvart. „Ég hefði kannski frekar getað búist við að vera útnefnd farfugl ársins,“ sagði hún í spjalli við Fréttablaðið. Bryn- dís tekur við titlinum af Þórunni Lárusdóttir leikkonu. Kristín Stef- ánsdóttir hjá No Name segir aldur- inn ekki skipta máli þegar fegurð er annars vegar. „Hefur ekki hvert aldursskeið sinn sjarma? Svo má ekki gleyma því að þið hin eldist með okkur,“ segir Bryndís. Hún segist ekki ætla að halda því fram að hún búi enn yfir æskuljóma, enda hafi hún ekkert gert til að reyna að við- halda honum, annað en að lifa líf- inu lifandi. „Ég er þeirrar skoðun- ar að lykillinn að leyndardómnum sé andleg forvitni, að hafa áhuga á lífinu umhverfis sig og ganga með því í endurnýjun lífdaganna.“ Nánar bls. 20 M YN D /B ÁR A Bryndís No Name andlit ársins: Forvitni er lykillinn BRYNDÍS SCHRAM Tilnefningin kom á óvart. NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,6% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í OKTÓBER 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur vikunnar meðal 25 til 49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá október 2002 29% D V 80.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuðborgar- svæðinu? 62% 72%

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.