Fréttablaðið - 08.03.2003, Síða 20

Fréttablaðið - 08.03.2003, Síða 20
Já, satt að segja átti ég á dauðamínum von fremur en þessu. Ég hefði kannski frekar getað bú- ist við að vera útnefnd farfugl ársins,“ segir Bryndís og brosir kankvís þegar hún er spurð hvort hún hafi lengið beðið eftir því að vera kölluð til. „Hefur ekki hvert aldursskeið sinn sjarma? Svo má ekki gleyma því, að þið hin eldist með okkur,“ segir hún og bendir á að við getum ekki verið eilíflega ungar. „En er nokkuð hjákátlegra en kona, sem heldur dauðahaldi í æskuna?“ spyr hún og undirstrik- ar að það gæti allt eins flokkast undir vörusvik. „Það er hinn am- eríski lífsstíll, ekki satt? Það sem við kunnum að glata af sakleysi æskunnar, bætum við okkur bara upp í spegli sálarinnar.“ Hún segist ekki ætla að halda því fram að hún búi enn yfir æskuljóma, enda hafi hún ekkert gert til að reyna að viðhalda hon- um, annað en að lifa lífinu lifandi. „Ég er þeirrar skoðunar að lykill- inn að leyndardómnum sé andleg forvitni, að hafa áhuga á lífinu umhverfis sig og ganga með því í endurnýjun lífdaganna,“ segir hún og það er ekki hægt að efast um að það sé hverju orði sannara. Það færi betur ef fleiri hugsuðu eins og Bryndís. Amma mín var að sögn gullfalleg á níræðisaldri Það kann að kitla hégómagirndina að vera valin til að gegna þessu hlutverki. Konurnar sem valdar hafa verið andlit ársins á undan Bryndísi hafa ekki verið neinir aukvisar. Kitlar það þína hégóma- grind? „Hvernig á ég nú að svara svona spurningu? Hún amma mín var, að annarra sögn, gullfalleg á níræðisaldri. Hún var engin tildur- rófa. Hún var náttúrulega falleg. Ætli það verði ekki erfitt að reyna að halda í við hana,“ segir hún og bætir við að hún hafi eytt ævinni í að reyna að gleyma því þegar hún var kjörin fegurðardrottning í nepjunni í Tívolí um árið. „Líklega fannst mér ég vera of góð til að standa í þessu. Svona var ég nú hrokafull þá. Núna er ég miklu lít- illátari. Ætli ég hafi ekki bara gam- an af þessu. Ég hélt satt að segja að það væri löngu búið að afskrifa mig,“ segir hún kímin á svip. Ameríka var heimurinn í hnotskurn Bryndís hefur ýmsa fjöruna sopið og þarf vart að geta um öll hennar hlutverk í lífinu. Hún hefur farið léttilega með þau öll. Bandaríkin kann hún vel við... svo langt sem það nær. Það er alltaf spurning um mínusana og plúsana. „Amer- íka var heimurinn í hnotskurn - Finnland er fyrirmyndarþjóðfé- lag, en út af fyrir sig. Það verður að knýja fast dyra til að vera hleypt inn,“ segir hún, spurð um samanburðinn á löndunum tveim- ur. „En stendur ekki í heilagri ritningu: Knýið á, og fyrir yður mun upplokið verða. Og ég mun áreiðanlega komast inn. Ég get aldrei setið aðgerðalaus, get búið til eitthvað úr engu. Allt mitt líf hefur verið eins og ævintýri, í mörgum köflum. Það er dýrmæt reynsla að fá að kynnast ólíkum þjóðfélögum innan frá. Reynsla sem ég mun búa að lengi.“ Ekki víst að tími verði mikill í sumar Bryndís segir að þau Jón hafi til þessa komið heim á sumrin. „Hins vegar kann það að freista okkar að Finnland blómstrar á sumrin, bæði í náttúrunni og menningunni,“ seg- ir hún. Öllum beri saman um að Eystrasaltssvæðið sé eins og aldin- garður að sumarlagi og bendir á að þau þurfi líka að sinna Eystrasalts- þjóðunum þremur, Eistum, Lettum og Litháum. „Eftirlætisborg Jóns Baldvins, Vilníus, þar sem hann er heiðurs- borgari, fagnar átta alda afmæli sínu í sumar. Satt að segja verður svo mikið um að vera í sumar að það er ekki víst að við komumst heim, enda kannski þekkilegra að taka sér frí í vetrarhörkunum.“ Hvernig er hægt að láta sér leiðast með Jóni Baldvini? Leiðist henni ekki svolítið í Finn- landi, ein með Jóni Baldvini? Börnin hér og þar um heiminn; hún sem er vön að vera innan um fólk og komi úr stórri fjölskyldu? „Þetta var skrítin spurning. Hvernig heldurðu að það sé hægt að láta sér leiðast með honum Jóni Baldvini?“ spyr hún undrandi og hlær. „Mér sýnist hann satt að segja vera í eilífri endurnýjun! Alla vega er hann einn af þeim sem verða stöðugt róttækari með aldrinum. Auðvitað sakna ég barna og barnabarna, en ég get ekki ætlast til þess að þau hangi alltaf í pilsfaldinum mínum.“ Hvað gera þau hjónin til að lyfta sér upp í útlandinu? „Var það ekki Kiljan sem sagði að fátt væri jafn leiðinlegt og að vera stöðugt að skemmta sér? Líf- ið getur verið skemmtilegt án þess,“ svarar Bryndís Hún segir þau vera stöðugt á ferð og flugi, líkamlega og andlega. „Við erum alltaf að kynnast nýju og áhuga- verðu fólki og þar með að kynnast lífinu frá nýju sjónarhorni. Sjálfri finnst mér fátt eins gaman og að fara út að borða í góðum félags- skap, sitja og spjalla. Það þarf ekki að kvarta undan því að hér eru frábærir og framandlegir veitingastaðir sem gaman er að heimsækja. Og tónlistin! Ætli Helsinki sé ekki orðin háborg tón- listarlífs í gervallri Evrópu. Það er því engin leið að láta sér leið- ast.“ bergljot@frettabladid.is 20 8. mars 2003 LAUGARDAGUR BRYNDÍS HEILSAR CLINTON Í íslenskum búningi mætti hún í Hvíta húsið og skiptist á orðum við Bill Clinton, þáver- andi Bandaríkjaforseta. Ekki er annað að sjá en vel fari á með þeim. Átti fremur á dauða mínum von NoName snyrtivörufyrirtækið hefur frá því árið 1990 útnefnt konu ársins. Fyrsta konan var Elín Reynisdóttir. Síðan hefur hver konan tekið við af annarri. Kristín Stefánsdóttir segir aldurinn ekki skipta máli því það geti geislað frá konum á öllum aldri. Valin er kona sem hefur sterka ímynd, er sjálfstæð og nýtur virðingar.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.