Fréttablaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 23
23LAUGARDAGUR 8. mars 2003
ROMAN POLANSKI
Kom til Íslands í boði Listahátíðar fyrir
rúmum áratug og lét þá meðal annars þau
orð falla að Reykjavík væri „grá og leiðin-
leg borg“. Áður en hann kom til landsins
komst sá kvittur á kreik að hann myndi
ekki þora að láta sjá sig á Íslandi af ótta
við að Bandaríkjamenn myndu taka hann
höndum á Keflavíkurflugvelli en Þrándur
Thoroddsen, kunningi hans, telur þó að
aðeins hafi verið um kjaftasögu að ræða.
tryggingu, sá sér þann kost vænst-
an að stinga af úr landi en það hef-
ur verið haft eftir vinum hans að
geðrannsóknin hafi reynt mikið á
hann. Minningarnar úr gettóinu
ásóttu hann og hann gat ekki hugs-
að sér að lenda aftur bak við víg-
girðingar.
Polanski hefur búið í Frakk-
landi síðan og hefur ekki átt aftur-
kvæmt til Bandaríkjanna enda er
handtökutilskipunin enn í fullu
gildi og hann yrði því væntanlega
hnepptur umsvifalaust í varðhald.
Brokkgengur ferill í
útlegðinni
Polanski gerði kvikmyndina Tess
eftir sögu Thomas Hardy í Frakk-
landi árið 1979 og átti um tíma í ást-
arsambandi við aðalleikkonuna
Nastössju Kinski sem þá var 17 ára.
Myndin fékk mikið lof gagnrýnenda
og gerði það einnig gott í miðasöl-
unni. Árið 1986 tók Polanski hressi-
lega dýfu með sjóræningjamynd-
inni Pirates með Walter Matthau í
aðalhlutverki. Gagnrýnendur rökk-
uðu hana niður og almenningur
hafði takmarkaðan áhuga á henni.
Hann var öllu hressari í Frantic
með stórstjörnunni Harrison Ford
árið 1988 þar sem greint er frá ör-
væntingarfullri leit Bandaríkja-
manns að eiginkonu sinni sem týn-
ist í París. Myndin þykir í anda
meistara Hitchcocks og varð nokk-
uð vinsæl. Ári síðar giftist Polanski
aðalleikkonunni í Frantic, Emanu-
elle Seigner, en hún lék einnig í
hinni bráðvel heppnuðu Bitter
Moon árið 1992 ásamt þeim Peter
Coyote og Hugh Grant. Polanski fyl-
gdi Bitter Moon eftir með Death
and the Maiden, ágætis mynd um
misþyrmingar stjórnvalda í Suður-
Ameríku á þegnum sínum með Sigo-
urney Weaver og Ben Kingsley.
Honum fataðist svo aftur flugið í
The Ninth Gate með Johnny Depp
árið 1999. Þar var hann á gamal-
kunnum slóðum þar sem sá í neðra
spilar veigamikla rullu í myndinni
og vonbrigði aðdáenda hans voru að
sama skapi enn meiri.
Polanski og Seigner lifa frekar
rólegu lífi ásamt tveim börnum sín-
um í Frakklandi og viðbrögð áhorf-
enda og gagnrýnenda við The Pian-
ist benda eindregið til þess að það
hafi verið skynsamlegt hjá Polanski
að gera kvikmynd á æskuslóðunum
í Póllandi en þar virðist þessi
ógæfusami leikstjóri hafa fundið
hinn rétta tón eina ferðina enn.
thorarinn@frettabladid.is
Ég er búinn að vera í þessu í 33ár, þannig að ég er rétt nýbyrj-
aður“, segir Torfi Geirmundsson
hársnyrtir. Hann byrjaði að klippa
á Rakarastofunni Klapparstíg árið
1970, kenndi svo hárskurð við Iðn-
skólann um árabil og skellti sér síð-
an út í eigin rekstur. Hann byrjaði
með Papillu, hefur rekið þrjár stof-
ur síðan og klippir nú á Hárhorninu
við Hverfisgötu.
Torfi segist aðspurður sjálfsagt
hafa verið að byrja í bransanum á
mesta umbrotatímanum í sögu hans
þegar hippatískan var allsráðandi.
„Sagan endurtekur sig auðvitað
alltaf en ég byrjaði undir lok Bítla-
tímabilsins og varð fljótt vinsæll
hjá ungum mönnum af því að ég
snoðaði ekki eins og gömlu karlarn-
ir. Strákar þorðu helst ekki á rak-
arastofur á hippatímanum og
stærsta breytingin varð þegar fag-
menn gerðu sér grein fyrir því að
þeir þyrftu að læra meira. Hingað
komu leiðbeinendur, fyrst frá Dan-
mörku og síðan Noregi og Englandi.
Ég man vel eftir Dana sem hafði
mikið fyrir því að kenna körlunum,
sem margir voru sérlundaðir, að
þeir ættu alltaf að taka lítið í einu
svo viðskiptavinurinn kæmi fljótt
aftur.“
Torfi segir hárskurðinn vera
heilmikinn fastakúnnabissniss og
gerir ráð fyrir að um 80% við-
skiptavina séu fastakúnnar. „Sam-
kvæmt breskri könnun er hver ein-
staklingur með sama rakarann í
fimm til sex ár. Karlmenn eru svo
íhaldssamari en konurnar og skipta
enn síður. Sjálfur er ég með tvo til
þrjá sem ég hef klippt í rúm 30 ár.
Þeir elta mig hvert sem ég fer og ég
má varla skreppa út í banka án þess
að þeir byrji að kvarta yfir því að
maður sé aldrei við.“ ■
Torfi Geirmundsson hársnyrtir:
Hefur klippt sömu mennina
áratugum saman Starfiðmitt
TORFI GEIRMUNDSSON
Byrjaði að klippa hár fyrir rúmum 30 árum
þegar tískan hafði gert það að verkum að
lokkar ungra manna voru nánast heilagir.