Fréttablaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 10
10 8. mars 2003 LAUGARDAGURHAFNABOLTI MEÐ KYLFUNA Á LOFTI Hideki Matsui, leikmaður hafnaboltaliðsins New York Yankees, slær boltann af krafti í leik gegn Toronto Blue Jays. Leikurinn var háður í borginni Tampa í Flórída. ENSKA BIKARKEPPNIN Leikir í átta liða úrslitum ensku bikarkeppn- innar fara fram um helgina. Stór- leikur helgarinnar verður á High- bury í dag þegar Chelsea heim- sækir Arsenal. Þar mætast félögin sem léku til úrslita í bikarkeppninni í fyrra en þá sigraði Arsenal 2-0. Arsenal sigraði líka í viðureign félaganna í 5. umferð bikar- keppninnar vorið 2001 og veð- bankar telja líklegast að Arsenal vinni enn og aftur í dag. Mestar líkur er taldar á 1-0 sigri heima- manna en 1-0 sigur Chelsea er talinn fjórðu líklegustu lokatöl- urnar. Veðbankar telja einnig lík- legast að Thierry Henry skori fyrsta markið en Eiður Smári Guðjohnsen er fjórði líklegastur ásamt Sylvain Wiltord og Jimmy Floyd Hasselbaink. Gianfranco Zola er ákveðinn í að setja mark sitt á leikinn en hann á ekki margar góðar minningar frá heimavelli Arsenal. Hann hefur leikið átta leiki gegn Arsenal á Highbury og tapað sjö sinnum. Zola segir leikina gegn Arsenal alltaf hafa verið jafnar viðureignir og aldrei munað meira en einu marki. Hann sækir uppörvunina í leik gegn Wimbledon á Highbury í undanúr- slitum bikarkeppninnar árið 1997. Þá skoraði Zola í 3-0 sigri og Chel- sea vann bikarinn um vorið. Claudio Ranieri getur teflt fram sterkasta liði Chelsea því Marcel Desailly, Emmanuel Petit og Graeme Le Saux eru heilir af meiðslunum sem hafa hrjáð þá síðustu vikurnar. Arsenal verður án Ashley Cole en auk þess gæti mikilvægur leikur gegn AS Roma í Meistaradeildinni á þriðjudag haft áhrif á það hverjir leika gegn Chelsea. Enskir fjölmiðlar telja t.d. að Dennis Bergkamp og Thierry Henry verði ekki í byrj- unarliðnu í dag. Á morgun leika Yorkshire-fé- lögin Sheffield United og Leeds United og 1. deildarfélögin Watford og Burnley. David Jones fer fyrir Úlfunum sem heimsækja Southampton og verða það fyrstu endurfundir Jones og Dýrðlinganna síðan hann var rekinn þaðan í janúar árið 2000. obh@frettabladid.is Zola vill sigur Chelsea hefur aldrei unnið bikarleik á Highbury. Félögin sem léku til úrslita í fyrra keppa í dag um sæti í undanúrslitum. ZOLA Gianfranco Zola hefur ekki verið sigursæll á Highbury. HANDBOLTI Grótta/KR leikur gegn sænska félaginu Savehof í átta liða úrslitum Áskorunarkeppn- innar í handbolta á sunnudag. Leikurinn verður í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi og hefst kl. 20. Svíarnir sigruðu 34:26 í fyrri leik félaganna fyrir viku en Ágúst Jóhannsson, þjálfari Gróttu/KR, telur sitt lið engu að síður eiga möguleika á að komast áfram í keppninni. Hann segir að verkefnið verði erfitt en lykillinn að árangri sé einbeittur og agaður leikur. Grótta/KR verður að bæta varnarleikinn og markvörsluna frá leiknum í Svíþjóð og stöðva Kim Andersson, sem skoraði 14 mörk í fyrri leiknum. Andersson er sagður líklegur arftaki Ólafs Stefánssonar hjá Magdeburg. Ágúst er bjartsýnn á sigur Gróttu/KR og vonar að með góð- um stuðningi áhorfenda verði sig- urinn nógu stór til að vinna upp forskot Svíanna frá fyrri leikn- um. ■ Evrópuleikur á sunnudag: Grótta/KR þarf agaðan leik GRÓTTA KR Búist er við hörkuleik á Seltjarnarnesi á morgun.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.