Fréttablaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 22
Pólski kvikmyndaleikstjórinnRoman Polanski hefur fyrir löngu tryggt sér sess í kvik- myndasögunni með sígildum kvikmyndum á borð við Repulsion, Rosemary’s Baby og Chinatown. Það hefur farið minna fyrir snilli hans síðustu árin og þannig þótti til dæmis hryllings- mynd hans, The Ninth Gate með Johnny Depp, frekar mislukkuð. Hann virðist þó aftur vera kominn á beinu brautina og nýjasta mynd- in hans, The Pianist, hefur gert stormandi lukku undanfarið. Hún hreppti Gullpálmann í Cannes í fyrra og fékk BAFTA-verðlaunin sem besta myndin á dögunum, var tilnefnd til Golden Globe-verð- launanna og Polanski er tilnefnd- ur til Óskarsverðlauna fyrir leik- stjórn auk þess sem myndin á einnig möguleika á styttu sem besta myndin. Polanski mun þó varla mæta til Los Angeles til þess að vera viðstaddur verð- launaafhendinguna síðar í þessum mánuði þar sem hann hefur verið í útlegð frá Bandaríkjunum eftir að hann var ákærður fyrir að hafa samfarir við þrettán ára stúlku árið 1977. Gyðingaofsóknir og móðurmissir Kynlífshneykslið var síður en svo fyrsta áfallið sem Polanski varð fyrir en ævisaga hans er nánast einn samfelldur harmleik- ur og í gegnum tíðina hafa margir freistast til þess að tengja drunga- legt andrúmsloftið, geðveikina og djöfulganginn í myndum hans við dapurlegt lífshlaup hans. Polanski fæddist í París árið 1933. Foreldrar hans voru pólskir gyðingar og hröktust til heima- landsins árið 1937 þegar andúð á gyðingum fór vaxandi í Frakk- landi. Þegar Þjóðverjar réðust inn í Pólland lenti fjölskylda Pol- anskis í gettói í Kraká. Foreldrar hans voru síðan báðir fluttir í út- rýmingarbúðir og móðir hans lést í Auschwitz. Roman trúði því hins vegar alltaf að hann myndi hitta móður sína aftur enda hafði drengurinn ekki hugmynd um hina endanlegu lausn Þriðja ríkis- ins. Faðir hans borgaði kunningja- fólki sínu fyrir að gæta hans og hann var því á stöðugum þeytingi undan nasistum og fékk hrylling stríðsins beint í æð þar sem hann þvældist um rústirnar í Kraká þar sem þýskir hermenn gerðu sér það að leik að skjóta á hann. Ímyndunaraflið og kvikmyndahús voru hans helsta athvarf í æsku og þegar þeir feðgar hittust aftur í stríðslok byrjaði Polanski að leggja grunninn að ferli sínum í kvikmyndum og var þá strax far- inn að sýna af sér hegðun hins sérlundaða og ráðríka snillings, sem hefur einkennt hann allar götur síðan. Blóði drifinn harmleikur Polanski vakti fyrst athygli á alþjóðavettvangi með myndinni Hnífurinn í vatninu sem hann gerði í Póllandi árið 1962, en myndin var meðal annars tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta er- lenda myndin. Myndin varð sú síðasta sem hann gerði í heima- landinu enda þótti strax ljóst að hans biði glæstur ferill úti í hinum stóra heimi. Hann lenti um þetta leyti í alvarlegu bílslysi og eftir langa sjúkrahúslegu hélt hann til Bretlands þar sem hann gerði þrjár athyglisverðar myndir: Repulsion árið 1965, Cul-de-Sac 1966 og The Fearless Vampire Killers árið 1967 en sú mynd er lykilverk í sögu blóðsugumynd- anna. Það lá því beint við að þessi hæfileikaríki leikstjóri héldi til Hollywood þar sem hann sló eftir- minnilega í gegn með Rosemary’s Baby, frumraun sinni í Bandaríkj- unum, árið 1968. Myndin byggði á skáldsögu Ira Levin um unga konu sem gengur með barn djöf- ulsins og ruddi brautina fyrir myndir á borð við The Exorcist og The Omen, sem báðar fjalla ein- nig um veraldlegt brölt myrkra- höfðingjans. Polanski naut þó velgengninn- ar ekki lengi þar sem snarbrjálað hippagengið sem kennt er við Charles Manson ruddist inn á heimili hans í Hollywood-hæðum árið 1969 og myrti eiginkonu hans, leikkonuna Sharon Tate, og aðra gestkomandi. Tate, sem lék aðalkvenhlutverkið í The Fearless Vampire Killers, var gengin átta mánuði með barn þeirra hjóna þegar hún var myrt. Kenningarnar og sögusagnirn- ar um aðdraganda morðanna eru mýmargar og samkvæmt einni þeirra vildi Manson refsa Pol- anski fyrir að hafa móðgað myrkrahöfðingjann með því að láta vitleysinginn Anton La Vey, stofnanda satanskirkjunnar í Chicago, leika Lúsífer í Ros- emary’s Baby. Fyrsta mynd Pol- anskis eftir morðið var Macbeth, sem hann gerði eftir samnefndu leikriti Shakespeares árið 1971, og fáum blandast hugur um að persónulegur harmleikur leik- stjórans hafi ráðið miklu um út- færslu hans á ofbeldi og drunga í myndinni. Kynlífshneyksli Árið 1974 leiddi kvikmynda- framleiðandinn Robert Evans saman þrjár skapstærstu mann- eskjurnar í Hollywood, Polanski, leikarann Jack Nicholson og leikkonuna Faye Dunaway, til þess að gera Chinatown. Það er skemmst frá því að segja að þessi einkaspæjaramynd, sem sækir stíft í film noir hefðina sem var runnin undan rifjum rithöfund- anna Raymonds Chandler og Dashiells Hammett, er vinsælasta og sjálfsagt besta myndin sem Polanski hefur gert. Það gekk á ýmsu við gerð hennar og Polanski sýndi það og sannaði að það er ekki heiglum hent að starfa með honum og afbera dynti hans og æðisköst. Illindin breyttu þó engu um það að myndin varð sígild meistaraverk. Árið 1976 gerði Polanski mynd- ina The Tenant þar sem hann sótti aftur á mið taugaveiklunar og geðveiki eins og í Rosemary’s Baby, þó það væri á gamansaman hátt að þessu sinni. Örlaganorn- irnar höfðu þó síður en svo gleymt ógæfusama gyðingnum frá Pól- landi og dembdu fleiri skakakföll- um yfir hann en árið 1977 var hann handtekinn fyrir að hafa byrlað þrettán ára stúlku ólyfjan og ginnt hana í framhaldinu til ýmissa kynlífsleikja. Í málsgögn- um kemur fram að hann hafi í samráði við móður stúlkunnar ákveðið að taka ljósmyndir af henni fyrir frönsku útgáfuna af Vogue. Myndatakan átti að fara fram á heimili Jacks Nicholsons og þar er Polanski gefið að sök að hafa gefið stúlkunni kampavín og deyfilyf til þess að gera hana með- færilegri. Barnaníðingur á flótta Polanski var meðal annars ákærður fyrir að misnota barn kynferðislega og gekkst við nokkrum ákæruatriðanna, aðal- lega til þess að komast hjá gæslu- varðhaldi. Hann byggði málsvörn sína aðallega á því að allt hafi ver- ið gert með samþykki og vitund stúlkunnar sem hann sagði vera „Lólítu sem vissi allt sem vita þyrfti um kynlíf og eiturlyf.“ Dóm- ari gaf lítið fyrir þessi rök þannig að Polanski var gert að sæta 90 daga geðrannsókn og var gerð grein fyrir því að hann gæti átt yfir höfði sér allt að 50 ára fang- elsi. Hæstaréttardómarinn Laurence J. Rittenband, sem var þá 83 ára og var kallaður „dómari fræga fólksins“, hafði mál Pol- anskis til meðferðar. Hann dæmdi meðal annars í skilnaðarmáli Elvis Presley og í barnsfaðernismáli Marlons Brando. Hann minntist Elvis og Priscillu Presley með hlý- hug og sagði Elvis hafa verið „góð- an mann“ og bætti því svo við að minningar sínar um Polanski væru síður en svo jafn góðar. Rittenband gaf út handtökutil- skipun á Polanski árið 1987 og leik- stjórinn, sem þá gekk laus gegn 22 8. mars 2003 LAUGARDAGUR Helför leikstjórans Ógæfan hefur dunið á pólska leikstjóranum Roman Polanski frá því hann var barn. Hann missti móður sína í útrýmingarbúðum nasista, eiginkona hans var myrt af brjáluðum hippum og sjálfur hraktist hann í útlegð frá Bandaríkjunum eftir að hafa táldregið stúlku á barnsaldri. Roman Polanski þykir með ein-dæmum ráðríkur og illskeytt- ur og í gegnum tíðina hafa safnast saman ógrynnin öll af hryllings- sögum um hann frá samstarfs- fólki hans. Robert Evans fram- leiddi eina frægustu og bestu mynd Polanskis, Kínahverfið eða Chinatown, og leiddi þar saman hæfileikafólkið Faye Dunaway, Jack Nicholson og Polanski. Dunaway var fræg fyrir skapofsa sinn og þegar Evans rifjaði sögu Chinatown upp síðar sagði hann einfaldlega: „Þann 28. september 1973 hófst þriðja heimsstyrjöld- in“, en þann dag hófust tökur á myndinni. Þrándur Thoroddsen kvik- myndagerðarmaður kynntist Pol- anski þegar hann lærði kvik- myndagerð í Lodz í Póllandi og ber honum hins vegar vel söguna. „Ég kynntist honum ágætlega og lenti oft með honum í partíum. Hann kom mér fyrir sjónir sem ákaflega þægilegur maður sem vildi vera vinur allra. Hann átti það þó til að vera með ýmisleg undarleg uppá- tæki. Hann fékk verðlaun í Belgíu á þessum árum og notaði féð til að kaupa Mercedes Benz-blæjubíl en þeir þóttu voða fínir í Póllandi í þá daga. Hann kom svo með bílinn til Lodz og stundaði það að aka um borgina og stýra með löppunum og láta einhvern annan um bensín- gjöfina. Ég man svo til dæmis eft- ir því að einhvern tíma sátum við á þessum frægu tröppum skólans og þegar rektorinn birtist allt í einu á ganginum fór Polanski á fjóra fæt- ur, hljóp að honum eins og hund- rakki og glefsaði í lappirnar á hon- um.“ Polanski kom til Íslands sem gestur Listahátíðar fyrir allmörg- um árum og Þrándur hitti hann þá. „Við rifjuðum upp fyrri kynni og fórum saman út að borða og á krá- arrölt. Hann hafði nú í hótunum við mig um að við skyldum skrif- ast á en það varð nú aldrei úr því, kannski fyrir bréfleti mína.“ ■ ÞRÁNDUR THORODDSEN Segir að Polanski hafi verið langt kominn með skólann þegar hann kom þangað 1960 og það hafi því ekki farið mikið fyrir honum þar. „Hann var alltaf á einhverjum flækingi enda eru menn ekki mikið að sækja tíma þegar þeir eru komnir þetta langt í náminu.“ JACK NICHOLSON „Roman er pirrandi manneskja, alveg óháð því hvort hann er að gera kvikmynd eða ekki. Það verður hins vegar að hafa það í huga að hann kemur frá Póllandi en and- spyrna er helsta dægradvöl þjóðarinnar.“ FAYE DUNAWAY „Eftir kynni mín af Polanski fannst mér hann fyrst og fremst vera ruddi“, lét Dunaway hafa eftir sér og bætti svo við „en eftir á að hyggja finnst mér það sem hann gerði mér jaðra við að vera kynferð- isleg áreitni.“ Stórstjörnurnar í Hollywood hafa margar borið sig illa undan Roman Polanski. Þrándur Thoroddsen kvikmyndagerðarmaður kynntist honum á námsárunum og segir hann hafa verið viðkunnanlegan mann sem hafi þó verið til alls líklegur. Uppstökkt ólíkindatól Höfum opnað aftur Konur - Try me buxur eru í miklu úrvali verð frá kr. 3900 Hallveigarstíg 1 (Húsi iðnaðarmanna)

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.