Fréttablaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 8
Árás á öryggisvörð: Fimmtán ára sleppur refsilaust DÓMSMÁL Drengur sem var nýorð- inn fimmtán ára þegar hann í janú- ar 2001 greiddi öryggisverði í Kringlunni hnefahögg sleppur við refsingu að sinni. Þetta er ákvörð- un Héraðsdóms Reykjavíkur. Öryggisvörðurinn ætlaði að vísa drengnum út úr Kringlunni en drengurinn veitti honum þá höggið. Andlitsbein brotnuðu í verðinum. Hann hafði viðvarandi verki, eink- um þegar hann opnaði munninn, og gat ekki borðað. Héraðsdómur leit meðal annars til ungs aldurs drengsins og þess að hann hafi upplifað framkomu öryggisvarðarins sem óréttláta. ■ 8 8. mars 2003 LAUGARDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSINS Ég sat í bílnum með IngibjörguSólrúnu og Össuri og öðru fólki frá Samfylkingunni. Við vor- um á leið á kosningafund fyrir norðan og einhver kveikti á út- varpinu. Þar var verið að fjalla um „mútumálið“ og allt í einu rann upp fyrir mér ljós. Ég sat þarna innan um þá einstaklinga sem höfðu bruggað launráð gagn- vart forsætisráðherra og skipu- lagt samsæri með Fréttablaðinu og Baugi og þessi ekkisens ræða í Borgarnesi sem Ingibjörg flutti var upphafið af þessu öllu saman. Ég leit í kringum mig. Hvers konar félagsskapur var þetta eig- inlega, sem ég var búinn að koma mér í? Var ég orðinn að fórnar- lambi fólks, sem með samantekn- um ráðum var í miðju plottinu búið að shanghæja mig til að taka þátt í þessari svívirðulegu aðför? Mig, blásaklausan manninn, sem aldrei hef búið í Mayfair og aldrei hugleitt hvað vínberin eru ódýr í London og mundi aldrei fatta þótt einhverjum kynni að detta í hug að múta mér fyrir þrjú hundruð milljónir. Enda dettur það víst engum í hug gagnvart manni sem er ekki einu sinni þúsund króna virði. En ég sá samhengið í þessu, þarna í bílnum, þar sem þau sátu, Ingibjörg og Össur og allir hinir og veltu fyrir sér hvort þau gætu keypt sér pylsu í næstu sjoppu. Sátu þarna í dulargervi hins mis- kunnsama Samverja og þóttust vera að berjast fyrir lítilmagn- ann, þegar þau voru í rauninni á mála hjá stórgrósserum, sem selja vínber á okurprís. Og svo leit Ingibjörg á mig, þessum ein- lægu og húsmóðurlegu augum og spurði: viltu lakkrís, Ellert? Og ég hrökk við. Var þessi lakkrís kannske keyptur eða gef- inn í Bónus? Var þetta kannske hluti af þeim mútum, sem fengust fyrir að flytja þessa Borgar- nesræðu, þar sem plottið hófst, þar sem Ingibjörg vissi allt um fundinn hjá Davíð og Hreini í London, fyrir rúmu ári, vegna þess að hún vissi að Baugsfeðgar höfðu sent Hrein til að bera mútur á Davíð! Allt að undirlagi Samfylkingar- innar. Ég afþakkaði lakkrísinn, ég tek enga áhættu um mútuþægni frekar en Davíð, enda afþakkaði Davíð múturnar og skildi strax að hér var enginn hálfkæringur í gangi, hér var verið að bera á hann fé. Ég er eins og Smart spæjari, ég sé í gegnum svona hluti. Ég sé í gegnum Jón Ásgeir, sem sagði Ingibjörgu að flytja ræðuna í Borgarnesi, (gott ef hann samdi ekki ræðuna) og sé í gegnum Gunnar Smára og Reyni Trausta á Fréttablaðinu, sem létu segja sér að birta fréttina, sem hleypti þessu öllu af stað, og ég sé í gegn- um Hrein Loftsson, sem tók að sér að bjóða Davíð múturnar, með því að þykjast vera stuðningsmaður hans, en var þó á mála hjá Sam- fylkingunni og segir nú að hann sé stuðningsmaður Davíðs, til að koma í veg fyrir að menn haldi að hann sé stuðningsmaður Samfylk- ingarinnar. Sem hann er þó ekki, enda væri það arfavitlaust að fá Samfylkingarmann til að bjóða Davíð mútur, því þá vissu allir að Samfylkingin stæði á bak við þetta. Ég sé í gegnum þá alla og ég sé líka, hvernig þeir Hreinn og Dav- íð ákváðu að láta Jón Ásgeir segja Ingibjörgu að halda Borgar- nesræðuna, til að varpa ljósi á til- boð Hreins í London til Davíðs, fyrir ári, til að Davíð gæti svip hulunni af þessu mútutilboði, til að koma upp um plottið hjá Sam- fylkingunni, til að geta sýnt fram á að það var ekki Jón Ásgeir og ekki Hreinn, heldur Samfylking- in, sem var að múta Davíð. Smart spæjari sér í gegnum svona sam- særi og það geri ég líka. Þannig að Ingibjörg varð að borða lakkrísinn ein og líka pyls- una og ég sat fastur í bíl með þessu fólki, þessu samsærisfólki, sem er í framboði til að plata bæði Davíð og fjölmiðla og þjóðina og mig í þokkabót. Og lætur sem það viti ekkert um sitt eigið samsæri! Sjá ekki allir í gegnum þetta með okkur Smart spæjara? Sjá ekki allir að þetta er ekki neinn hálf- kæringur? ■ ELLERT B. SCHRAM Hugsað upp á nýtt skrifar um samsærið mikla. Samsæris- kenningin Hundruð gefa blóð: Sameinast um að bjarga barni KÝPUR, AP Hundruð grískra og tyrkneskra Kýpverja mættu á hótel á hlutlausu svæði í tvískiptri höfuðborg landsins til þess að gefa blóð og reyna þannig að bjarga lífi fimm ára gamallar tyrkneskrar stúlku sem þjáist af hvítblæði. Verið er að leita að heppilegum beinmergsgjafa fyrir stúlkuna en hún á litla lífsvon ef enginn slíkur finnst. Samvinna af þessu tagi milli tyrkneskra og grískra íbúa eyj- unnar er ákaflega sjaldgæf enda eru samfélögin tvö með öllu að- skilin. Það eru samtökin Læknar án landamæra sem standa fyrir söfnuninni en hún fer fram á hót- eli sem notað er af friðargæslu- sveitum Sameinuðu þjóðanna. ■ Forsætisráðherra Serbíu: Vill skipta Kosovo upp BELGRAD, AP Andúð Serba og Kosovo-Albana á hvorum öðrum er það mikil að eina lausnin er að skip- ta Kosovo í tvennt, segir Zoran Djindjic, forsætisráðherra Serbíu. Hann vill að Kosovo verði breytt í ríkjasamband þar sem Serbar ráða öðru ríkinu en Kosovo-Albanar hin- um hlutanum. Djindjic er fyrsti serbneski ráðamaðurinn sem opnar fyrir að hluti Kosovo verði gefinn eftir. Hingað til hafa Serbar lagt áherslu á að Kosovo heyri undir Serbíu. ■ Leiðarahöfundur The Independ- ent heldur áfram að skamma bresk stjórnvöld fyrir að beita harðneskjulegum refsingum fyrir afbrot til að sýnast vera að gera eitthvað í málum frekar en að gera eitthvað gagnlegt. Harkalega er ráðist gegn vænt- anlegri stefnuyfirlýsingu um að- gerðir til að berjast gegn hvers kyns óáran. Meðal þess sem inn- anríkisráðherrann leggur til er að betl verði gert ólöglegt og að hægt verði að sekta fólk á staðnum fyr- ir hvers konar afbrot, allt niður í tíu ára aldur. Að mati leiðarahöfundar hafa þessar tillögur og fleiri frá innan- ríkisráðherranum fyrst og fremst þann tilgang að friða þau blöð sem hafa haft hæst um að taka harka- lega á afbrotum. Árangurinn verði hins vegar í besta falli eng- inn en líklega sá að skapa of mik- ið álag á dómskerfið. Ríkisstjórn- in, sem komst til valda meðal ann- ars með því að lofa að taka glæpi og orsakir glæpa föstum tökum, gleymi því í raun að ráðast gegn orsökum glæpa. Í The New York Times furðar leið- arahöfundur sig á þeirri ákvörðun Hæstaréttar Bandaríkjanna að staðfesta lög Kaliforníufylkis um að afbrotamenn skuli sjálfkrafa dæmdir til minnst 25 ára fangels- isvistar ef þeir eru fundnir sekir um glæp í þriðja sinn. Hæstirétt- ur staðfesti um leið 25 ára fang- elsisdóm yfir manni sem reyndi að stela golfkylfum og hálfrar ald- ar fangavist manns sem stal nokkrum myndböndum. Leiðarahöfundur vísar til 8. greinar bandarísku stjórnarskrár- innar sem kveður á um að refsing- in hæfi glæpnum. Þessu hafi þó tveir hæstaréttardómarar and- mælt þegar þeir staðfestu lögin. Þrír dómarar hafi sagt þetta eiga við en ekki þótt 50 ára fangelsi of hörð refsing fyrir að stela mynd- böndum að andvirði tæpra 12.000 króna. Með ákvörðun sinni hafi Hæstiréttur snúið baki við hug- myndinni um að refsingin hæfi glæpnum og um leið mönnunum tveimur sem höfðu áfrýjað máli sínu til dómstólsins. ■ Bresk stjórnvöld og Hæstiréttur Bandaríkjanna eru gagnrýnd fyrir að beita of mikilli hörku til að berjast gegn glæpum og óæskilegri hegðun. Úr leiðurum Glæpur og refsing Vetur: Bretar til Mývatns FERÐAMENN Hótel Reynihlíð við Mývatn hefur tekist að laða um hundrað breska ferðalanga hing- að til lands yfir vetrartímann í samvinnu við breska ferðaskrif- stofu. Ferðir þessar eru tiltölu- lega dýrar, kosta um 80 þúsund krónur, og eru svar við helgar- ferðum til stórborga sem víða eru boðnar. Að sögn hótelstjórans í Reyni- hlíð er hér um þakklátan gestahóp að ræða sem fær persónulega þjónustu, fer í gönguferðir, á skíði, í jeppaferðir og á hestbak. Flogið er með gestina til Keflavík- ur þaðan sem ekið er til Reykja- víkur og flogið norður til Akur- eyrar. Þar er tekið á móti gestun- um og ekið með þá til Mývatns. Er von hótelhaldara í Reynihlíð að unnt reynist að auka þennan ferðamannastraum yfir vetrar- mánuðina. ■ Styð Árna Skúli skrifar: Mig undrar að fólk finni að þvíað Árni Johnsen hafi með krafti sínum og dugnaði haft frum- kvæði af því að skipt hafi verið um rúm í fangelsinu að Kvíabryggju. Ef satt er að þau sem fyrir voru hafi verið orðin átján ára gömul ætti að vera óumdeilt að þörf var fyrir ný rúm. Ég var undrandi þeg- ar ég heyrði í forstjóra Fangelsis- málastofnunar þar sem hann sýndi vanþóknun sína á frumkvæði Árna. Það er nóg að geyma menn í fang- elsum þó þeir séu ekki á útslitnum rúmum að auki. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.