Fréttablaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 18
Fimm nemendur ljúka námi íhljóðfæraleik frá Tónlistar-
skólanum í Reykjavík í vor og
halda burtfaratónleika í Salnum í
Kópavogi næstu vikurnar.
Burtfararpróf þreyta þau Em-
ilía Rós Sigfúsdóttir þver-
flautuleikari og Sturlaugur Jón
Björnsson hornleikari. Einleik-
arapróf þreyta Matthías Birgir
Nardeau óbóleikari, Ella Vala Ár-
mannsdóttir hornleikari og Vil-
hjálmur Ingi Sigurðarson
trompetleikari.
Þegar blaðamaður spjallaði
við þau kom í ljós að þau eiga
meira sameiginlegt en þau gerðu
sér grein fyrir. Öll eru þau til
dæmis blásarar, þótt þau hafi
lært hvert á sitt hljóðfærið. Öll
eru þau á leiðinni í framhalds-
nám til útlanda, en hvert í sitt
heimshornið. Og öll hafa þau al-
varlega velt því fyrir sér að taka
stefnuna á eitthvað annað í lífinu
en tónlistina.
Ætlaði í læknisfræði
„Þetta kemur stundum inn á
millli þegar maður verður þreytt-
ur á hljóðfæraleiknum,“ segir Em-
ilía. „Ég ætlaði til dæmis í læknis-
fræði.“
„Ég man að ég ætlaði einu sinni
í húsgagnasmíði í Iðnskólanum,“
segir Ella Vala. „Svo í eitt skiptið
þegar flugumferðarstjórar fóru í
verkfall, þá tók ég ákvörðun um að
læra flugumferðarstjórn.“
Vilhjálmur var mikið að velta
fyrir sér að fara í stjórnmálafræði
og þeir Sturlaugur og Matthías
voru mikið með hugann við raun-
vísindi.
„Ég er ekki einu sinni búinn að
útiloka það ennþá. Maður er nátt-
úrlega hræddur um fjárhagslegt
öryggi í framtíðinni,“ segir Matth-
ías. „Tónlistin reynir líka á svo
margt í manni, maður þarf að vera
í góðu líkamlegu formi og hvað-
eina.“
„En svo kallar tónlistin bara svo
sterkt í mann. Ég held alla vega að
ég geti aldrei hætt,“ segir Emilía.
„Og svo er þetta náttúrlega svo
mikil árátta hjá manni að ég gæti
aldrei spilað bara heima hjá mér.
Maður verður alltaf að bæta sig og
fara eins langt og maður getur.“
„Svo getum við alltaf kennt. Og
kannski borgar sig að læra eitt-
hvað annað líka til að hafa með tón-
listinni,“ segir Ella Vala.
Vart kemur á óvart að tónlistin
hafi verið í hávegum höfð heima
hjá þeim öllum. Í fjölskyldum þeir-
ra allra er mikið sungið og spilað,
hjá sumum eru meira að segja at-
vinnumenn í tónlist á hverju strái.
Með tónlistina í blóðinu
Vilhjálmur segir að bæði móðir
sín og systir séu mikið í tónlist,
þótt ekki séu þær atvinnumenn.
„Það varð til þess að maður fór út
í þetta.“
Mikið tónlistarlíf var einnig í
fjölskyldum þeirra Emilíu og Ellu
Völu. „Það var alltaf mikið sungið
og spilað, þótt það séu engir at-
vinutónlistarmenn,“ segir Ella
Vala.
„Ég held samt að ég hafi leitað
mikið í þetta sjálf,“ segir Emilía
og vill ekki kenna fjölskyldunni
alfarið um.
„Ég er aftur á móti úr algerri
tónlistarfjölskyldu,“ segir Matthí-
as. Báðir foreldrar hans eru
flautuleikarar að atvinnu og syst-
kyni þeirra beggja eru líka at-
vinnutónlistarmenn.
„Ég get sagt það sama,“ segir
Sturlaugur. „Mamma mín er hljóð-
færaleikari og tónlistarkennari og
margir í fjölskyldu hennar spila á
hljóðfæri, ýmist sem atvinnumenn
eða áhugamenn.“
Í dag verða burtfarartónleikar
þeirra Emilíu og Sturlaugs í Saln-
um, tónlistarhúsi Kópavogs. Emil-
ía ætlar meðal annars að spila á
þverflautuna sína partítu í c-moll
eftir Johann Sebastian Bach, auk
þess sem Sigríður Ósk Kristjáns-
dóttir sópran syngur með henni
lög eftir Handel og Ravel.
Sturlaugur ætlar að flytja verk
eftir Sigurd Berge, Mozart,
Eugene Bozza og Paul Hindemith.
Næstu vikurnar verða svo á
sama stað einleiksprófstónleikar
þeirra Matthíasar, Ellu Völu og Vil-
hjálms.
Eftir þessa eldskírn standa þau
svo öll standa frammi fyrir því að
velja sér framhaldsnám. Reyndar
eru þau búin að ákveða að halda til
útlanda strax í sumar eða haust.
Ella Vala ætlar til London, Emil-
ía til Þýskalands, Vilhjálmur til
Noregs, Matthías til Frakklands og
Sturlaugur til Bandaríkjanna.
Hvert ferðinni er heitið ræðst
ekki síst af þeim kennurum sem
þau vita af á hverjum stað.
„Við höfum ýmist heyrt í þess-
um kennurum eða heyrt um þá,“
segir Sturlaugur. „Jafnvel farið í
námskeið til þeirra á sumrin,“
bætir Emilía við.
Spilað af fingrum fram
„Ég er að öllum líkindum á leið
til Parísar,“ segir Matthías. „Það
er svo margt sem spilar þar inn í,
bæði umhverfið, sagan og tónlist-
in. Svo gæti það breyst. Ég gæti al-
veg endað í Þýskalandi til dæmis.“
„Maður verður bara að spila
þetta af fingrum fram,“ segir Ella
Vala. „Næstu árin verður maður í
námi. Það veit maður að minnsta
kosti. Svo fær maður kannski ein-
hverja vinnu úti, eða kannski enga
vinnu.“
Samkeppnin er hörð, líka hér á
landi, eins og sjá má af því að hér
eru haldnir margir tónleikar í
hverri einustu viku.
Þau benda þó á að viss kostur
sé að vera ungur þegar sam-
keppnin er annars vegar. Framtíð-
in blasir við og möguleikarnir
virðast óþrjótandi.
gudsteinn@frettabladid.is
18 8. mars 2003 LAUGARDAGUR
FIMM SPRÆKIR BLÁSARAR
Emilía Rós Sigfúsdóttir, Sturlaugur Jón
Björnsson, Ella Vala Ármannsdóttir, Matthí-
as Birgir Nardeau og Vilhjálmur Ingi Sig-
urðsson með hljóðfæri sín.
Þverflauta, horn, óbó
og trompett eru hljóð-
færin sem hljóma á
burtfarartónleikum
Tónlistarskólans í
Reykjavík á næstu
vikum. Hljóðfæraleik-
arar framtíðarinnar
eru að stíga fram á
sjónarsviðið.
Tónlistin kallar
svo sterkt í mann
GAGGALAGÚ
Nefnist nýtt barnaleikrit eftir Ólaf Hauk Símonarson sem Hafnarfjarðarleikhúsið er að æfa
þessa dagana. Leikritið fjallar um níu ára dreng sem heitir Nonni og lendir í þeim hremm-
ingum að dvelja sumarlangt í sveit. Þetta er í annað sinn sem Ólafur Haukur vinnur með
Hafnarfjarðarleikhúsinu en hann hefur áður skrifað verkið Vitleysingana, sem sló hressi-
lega í gegn, fyrir leikhúsið. Leikstjóri Gaggalagú er Erling Jóhannesson en leikararnir eru
þrír: Halla Margrét Jónsdóttir, Jón Páll Eyjólfsson og Vala Þórsdóttir. Frumsýning verður um
mánaðamótin mars-apríl.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M